Baldur


Baldur - 11.05.1903, Blaðsíða 3

Baldur - 11.05.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, II. MAf I9O3. 3 Æ, hvf hcyrast oft frá höfum andvörp þung f nœturró, eins og þcirra upp úr gröfum, aldan sem að hvflu bjó, náhljóð komi’ og kvörtun sára kólgan sendi upp á land, vegna þess hve brotgjörn bára búi mörgum grand ? Albert Kristjánsson Skipstjórinn á Afródítu. •—:o: — (Framhald). ,,Innan skamms skal yður borinn mat- ur,“ svaraði stýrimaður, sem ekki stökk bros af vörum þó hinir allir væru komnir að þvf að hlæja upphátt. Þcgar þcir fóru að borða voru handjárn- in tekin af þcim, en 5 af skipverjum stóðu yfir þeim á mcðan mcð hlaðnar byssur. Þá þeir höfðu matast var þeim fylgt inn f salinn aftur, og handjárnin látin á þá. Hutchinson, scm grunaði jafnvcl að fangelsisvistin væri ekki alveg að ástæðu- lausu, spurði Daggctt mjög nákvæmlega um framferði hans um síðustu mánuði, en hann sór og sárt við lagði að þctta væri sjóræningjaárás á saklausa menn. Hjer um bil stundu sfðar kom stýrimað- urinn og sagði þcim, að skipstjórinn óskaði að sjá foringja þeirra, hvcr þcirra scm það væri. ,,Það er annaðhvort þú, Daggctt, eða jeg,“ sagði Hutchinson f gamni. „Far þú,“ sagði Daggett, sem var frem- ur órólegur, ,,þú ert mælskari cn jeg“. Hutchinson stóð upp og fylgdist mcð stýrimanni. í aðalsalnum sátu sex ungar stúlkur — án cfa lagsmcyjar — og cins margir ungir menn. Öll litu þau með mcstu forvitni á Hutchinson, og ljetu f ljósi óhikaða undrun, þegarþausáu ncttan, vcl klæddan og háttprúðan ungan mann. Hutchinson roðnaði út undir eyru þegar hann sá þctta skrautbúna hefðarfólk, en áttaði sig strax, brosti hreinskilnislega framan f það og horfði f augu þcss feimnis- laust. Ein af ungu stúlkunum, klædd mjög fiigrum og viðcigandi búningi, glcymdi sjcr þannig, að hún sendi honum ástleitna augnabending. Þegar stýrimaðurinn kom mcð fangann að káetudyrunum, opnaði hann fáguðu val- hnetuviðarhurðina og ljet fangann ganga inn, en var sjálfur kyr fyrir utan dyrnar. Þar inni sat ung stúlka, á að gizka 22 ára, við lítið hallborð, hún var hraustleg og frjálsleg á að lfta, með mikið jarpt hár. Klæðnaður hennar var snotur og viðeig- andi á skemtiskipi. Efst á hallborðinu lá húa og á henni var skráð með gylltum stöfum orðið ,,skipstjóri“. Stundarkorn ljet hún sem hún væri önn- um kafin við að skrifa, þó sá Hutchinson á látbragði hennar að hún var hálfóróleg. „Jeg bið fyrirgefningar,“ sagði hann, „en jeg ætlaði að finna skipstjórann, _eða rjettara sagt, harin mig“. ,,Skipstjórinn, það er jeg,“ sagði hún fremur drembilega, eins og til að finná að þvf hve djarflega hann bar upp erindi sittl Hreimurinn f róm hennar ergdi hann. Og án þess að dylja grcmjuna I augnatil- liti sfnu, horfði hann fast og alvarlega á hana, svo hún fór að gjörast nokkuð óróleg, og til þess að dylja vandræði sfn ýtti hún hárinu upp frá enninu ; hann sá þá hendi hcnnar og gat ckki annað en dáðst að henni með sjálfum sjcr. „Hvað ætluðuð þjcr að scgja?“ spurði hún, þegar hún loksins neyddist til að tala. Rómur hennar var nú þýðari. ,,Ekkert,“ sagði hann mjög fyrirmann- lega. „Jeg er ckki vanur að svara jafn ó- virðulegum rómhreim og þjcr nýlcga not- uðuð gagnvart mjer. Ef afsökun hans felst f þcssum,“ og nú lyfti hann upp höndum .sfnum með járnunum á, „þá vil jeg leiða athygli yðar að þvf, að þessi járn voru lögð á mig gagnstætt lögum og rjett- indum, en lfklega þó eftir yðar skipun“. Góðlátlegu, fögru augun hennar tindruðu af undrun, og kinnar hennar roðnuðu rjett eins og hún skammaðist sfn. ,,Jeg get ekki kapprætt um hegðunar- venjuspursmál við yður,“ sagði hún kurt- eislcga. „Jeg krefst þess heldur ekki,“ svaraði hann. ,,Jeg óska að cins eftir þvf siðlæti scm samboðið cr konu áþvf menningarstigi sem þjcr virðist standa á“. Aftur leit hún á hann forvitnis og undr- unar augnatilliti. Það var svo augljóst hve mjög hún fann til lægingar sinnar, að hanri vildi ekki gjöra annað en að koma með þcssa spurningu : ,,Viljið þjcr gjöra mjer þann greiða að segja mjer hvað þjer ætlið að gjöra við okkur ?“ „Jeg ætla að aflienda ykkur alla f hend- ur lögreglunni f Savanna,“ sagði hún feimn- islaust. „Fyrir hvaða ákæru ?“ spurði hann. ,,Vitið þjer það ekki ?“ spurði hún al- vörugefin, og f augum hennar brá fyrir sárri tilfinning. Máske kæruleysið, sem hún hjclt búa bak við hina ytri sakleysislegu framkomu, hafi sncrt tilfinningarnæmu kvennlundina hennar. ,,Ekki fremur cn maðurinn í tunglinu,“ ansaði hann. Hún tók hraðfrjettarskeyti af hallborð- inu sem hljóðaði þannig: „Fyrir tveimur dögum síðan var stolið flutningsbát og nokkrum veiði- og fiski- áhöldum frá skemtiskipinu Afródítu, sem þá lá við eyjuna Cumberland“. , ,Hjsr cr hraðfrjettarskeyti frá lögreglu- foringjanum í Fernandína:“ (Framhald), stökk upp á Baldursplankann fyrir skömmu og af þvf að maðurinn er dugnaðarmaður mikill til munns og handa og fljótur til úrræða, þá greip hann fullar lúkur sfnar af óþverra og sáði honum yfir Baldur, og bauð að þetta skyldi á nasir Jóni Stefánssyni. Jæ-ja, Albert minn ! Jeg hefi ekki sama upplag og þú. Jeg ætla mjer ekki að ausa þig persónulcgum fúkyrðum að þarflausu. Setjum nú svo, að þú hefðir cinhverntfma óviljandi rasað niður f einhverja ó- mennskuvilpuna, sem svo vfða cru á Icið manna, hvað kæmi mjcr það við ? Hreint og beint ekki neitt. I staðinn fyrir að ausaþig persónulegum skömm- um, ætla jeg að eins að staðhæfa, að aðalatriðin f grcin þinni sjc ósannindi, og að þjer sje þar af leið- andi ómögulegt að færa ncinar sannanir fyrir þcim atriðum. I fyrsta lagi er það ósatt, að nokkur maður eða mcnn hafi nokkursstaðar eða nokkurn tfma drcgið mig afvelta upp úr nokkrum skurði ósjálfbjarga af vfni. I öðru lagi er það ósatt, að nokkur maður eða menn hafi sjeð mig ferðast um byggðina, og á sama tíma hcyrt mig prjcdika ágæti vfndrykkjunnar. Hvað jeg innrœti bfirnum mínum, og hvernig jeg sje þeim fyrir brauði, kemur þjer ekkert við. Líttu eftir þinni eigin fjiilskyldu, vinur minn. JóN Stefánsson. * * * Útgefcndur Baldurs játa það fúslega, að þær orðahnippingar, sem hafa átt sjcr stað f blaðinu, milli þeirra Jóns Stefánssonar og Alberts Kristjáns- sonar hefðu bctur aldrei komið fyrir almennings- sjónir. Á ^eim er ekkert að grœða fyrir hvoruga hlið. Menn þcssir eru báðir vel gefnir og góðir drengir, og algjörlega óviðurkvæmilegt fyrir þá að bcrast á þcim vopnum, sem nokkrar persónulegar mciðingar geti hlotist af. Svo er þcssum viðskiftum algjörlega lokið í Baldri. Það var fyrir fáum árum sfðan að kona kom inn til tannlæknis í Winnipcgtil að láta draga úr sjertönn. Læknirinn tjáði henni að það gæti veriö sársaukalaUst ef hún ljeti svæfa sig. Konan játaði þvf, en tók áður pcningapyngjuna upp úr vasa sfnum. ,,Þjer þurfið ekki að borga mjer fyr en á eftir,“ sagði læknirinn. „Nei! Jcg ætla að telja peninga mfna áður en jcg missi vitið,“ ansaði hún.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.