Baldur


Baldur - 08.06.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 08.06.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 8. J<5Nf 1903. BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður : G. ThORSTEINSSON. Prentari: JóHANNES VlGFÚSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Veið á smáurn angTýgingnm er 25 cents fyrir þumluDg dáikslengdar. Afaiíittur er gefinn á atferri auglýaingum, aem birtaat í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi akíkum afalætti, og öðrum fjármálum blaða- íob, eru menn beðnir að anúa ajer að táða- manninum. MÁNUDAGINN, 8. JÚNí I9O3. Borgirnar. Yöxtur þeirra, þýðing, og ástand. Allt fer sfimu leið, og ásœkja smærri fiska stærri fiskar, sflum samferða að sama náttstað náhvals í gapanda gini. B. Thorarensen. Hvað sje rjett meðhöndlun á mannfjelagsskipuninni í borgunum, það verðurað líkindum aðalfhugun- aratriði heimsmenningarinnar í pólitisku tilliti á hinni nýbyrjuðu öld. Sú löggjöf, sem bœndalýðnum hefir verið viðkomandi, hefir að undanförnu haft afarmikla þýðingu meðal þjóðanna, og heldur þvf á- fram um Iangan aldur, en samt má enginn sveitamaður missa sjón- ár á þvf, hversu miklu meiri fjölg- unin er .að verða í hópi þeirra samborgara hans, sem í borgunum búa heldur en í hans eigin flokki. Eftir því sem borgarlýðurinn verð- ur fjölmennari að tiltölu við sveita- lýðinn, eftir þvf má eðlilega búast við þvf, að sú mannfjelagsskipun, sem borgunum kemur við, dragi meira til sfn athygli þeirra manna, sem mest gefa sig við þvf, að í- huga löggjöf og stjórnarfar þjóð- arinnar. Á Englandi býr nú orðið meira en 'helmingur þjóðarinnar í stór- borgum. í þeim borgum, sem hafa 10,000 fbúa eða meira, lifir 62°/o af þjóð- inni, og þcgar þess er gætt, hversu mikill mannfjöldi býr f þorpum og bœjum, sem ckki teljast með veru- legum borgum, þá er augljóst að ekki muni minna en af fbúum Englands vera kaupstaðarfólk. Hlutföllin milli borgarinnar og byggðarinnar eru að sönnu hvergi eins og á Englandi, en þau eru mikið svipuð á Skotlandi, í Belgfu, Hollandi, Prússlandi og víðar. í Ameríku er ástandið ekki orð- ið svona í heild sinni, en ef litið er til vissra parta, er alveg komið f það sama. í Massachusetts býr 66% af fólkinu f borgum sem hafa 10,000 fbúa eða meira, og fjölgun- arhraðinn í ameríkönskum borgum er miklu meiri en í Evrópu. Fjölg- unin f tveimur stœrstu borgunum sjest af eftirfylgjandi töflu : Chicago. New York. Árið íbúar íbúar 1800 60,000 1840 4.500 1880 503.185 1,206,299 1890 1,099,850 1,515,301 1900 1,700,000 2,050,000 í kring um ÍJew York byggðust auk þessa einlægar smáborgir, og að þeim öllum meðtöldum nemur tala kaupstaðafólksins við ósinn á Hudsonfljótinu 3,600,000. Árið 1800 voru að eins 5 borgir til í Bandarfkjunum, sem teljandi voru, og þó allar heldur fámennar; en árið 1900 voru þær 345, og margar þeirra geysilega fjöl- mennar. Þegar alls þessa er gætt, er það sýnilegt hversu mikla þýðingU borgarlffsástandið hefir á mannlífið f hcildinni. Það er margt, sem styður að þessari samansöfnun fólksins í borgirnar. Allar uppfindingar, sem miða verksmiðjunum til efl- ingar, draga allt af saman fleiri og fleiri menn utan um vinnustöðv- arnar. í öðru lagi gjöra uppfind- ingarnar bœndalýðnum mögulegt að komast yfir víðáttumikla jarð- yrkju tiltölulega fáliðuðum. Það er sagt að með öllum nýjustu og beztu búskaparáhöldum geti nú, sem því svarar, hverjir fjórir menn rœktað, malað, og afhent bakaranum eða húsmóðurinni nóg mjöl f allt það brauð, scm þúsund manns þarfnast sjer til viðurværis yfir árið. Korn- yrkjumaðurinn cr farinn að færa sjer rafmagnið f nyt. Með þvf að rafmagna útsœðið, eykst uppskcr- an um 50 pcr cent. Með því að rafmagna loftið, eykst hún um 70 per cent. Með þvf, að rafmagna jarðveginn, eykst hún um 300 per cent. Ef þær tilraunir, sem þegar hafa verið gjörðar til þess, að kom- ast að þeirri þckkirigu, sem fengin er í þessu efni, verða nokkurntfma almennt útbreiddar, þá er ekkert sýnilegt þvf til fyrirstöðu, að næst- um þvf öll þjóðin þyrpist saman í borgir cða bcei. Mcð bcettum ferðafærum, bæði þjettiloftsreið- hjólum, gasólfnvögnum, og ýmsu öðru, cr ekki sýnilegt að þeir, sem jarðyrkjuna stunda, þurfi nokkurn hlut frcmur að lifa út f sveitunum heldur en inn f bœjunum. Nú cr þess að gæta að allur sá iðnaður, sem haft getur aðsetur sitt f borg að þvf leyti, sem allri aðalstjórnsemi viðkemur, hann er til þess fallinn að gjöra úr honum gróðafyrirtæki f stórum stfl. Þann- ig gctur auðveldlcga rekið að þvf, að kornframleiðsla lendi f höndum eins eða fárra cinokunartjelaga, al- veg eins og nú er orðið með alla málmtekju, og mestallar fiskiveið- ar. og jafnvel með kjötframleiðsl- una að miklu leyti. Borgarlýðs- fjölguninni fylgir stanslaus vöxtur á ríkdómi þeirra, sem ríkir cru. Auðmennirnir verða stærri og stærri, en tiltölulega færri; og f hlutfalli við auð slfkra mannavcrða fátæklingarnir smærri og smærri, og tiltölulcga fleiri. Það eroft bent á það, að glœpirfari fækkandi ; en þegar þess er gætt, að meginið af skálkapörum hefir œvinlcga staðið f beinu cða óbeinu sambandi við ágirnd, þá er auðskilið hvers vegna ytra álitið á mannfjelagsástandinu breytist. Þvf betur sem mönnum gengur að stela, þvf snjallari verða þeir f að fclá. Öryggisskápar, og aðrar þesskonar seðlaskrfnur, eru vasar stóru þjófanna, en litlu þjóf- arnir komast af með buxnavasana. Mcð þvf, að mannfjelagið cr þannig alltaf bctur og betur varið gegn handalögmáli, koma færri menn skálkahætti sfnum f fram- kvæmd með þvf móti; en einmitt fyrir vikið reyna fleiri mýsnar að læðast, að þeim eru ekki til neins stökkvin. Þvf fteiri sem geta kom- ið sjer fyrir með að svala ágirnd sinni samkvæmt landslögum, því færri fjársýkismenn þurfa á þvf að halda að gjöra það gagnstætt lög- unum. Frelsisglamrið hjer f Ameríku hefir skapað þjóðinní Iagafar, sem er svo úr garðí gjÖrt, að einstakl- ingnum er ekki einungis heímilt, að afla sjer -sjálfur brauðs mcð hvaða móti, sem ekki reynist beinn þjófnaður, heldur er honum einnig leyfilcgt, að láta einhvern annan meðbróður sinn afla brauðs- ins fyrir sig, mcð hvaða móti scm hann heldur þvf valdi yfir þeim meðbróður, að geta kúgað hann til þess að gjöra það. í Amerfku hefir borgarlýðsfjölg- unin og auðmannavöxturinn hald- ist rœkilega í höndur. Árið 1800 var tiltölulega mikill jöfnuður á efnahag manna í Bandarfkjunum, þannig, að fáir voru sárfátækir, og fáir stórrfkir. Nú er svo komið þar, að helmingur manna á ckki ncitt, nema heilsu sína — þcir sem hana hafa, — og svo ljelegan fatnað, að hjá mörgum hverjum er það ekkert nema nafnið. Einn áttundi hlutinn af öllu fólkinu þar á sjö áttundu hluti alls fjemœtis f land- inu. Einn hundraðasti hlutinn á helminginn af eignunum ; og sá hluti sem svarar einum af hverjum 20,000 á fimmta part allra cigna, nefnilega: einn tvö hundraðasti úr 1% á 20% af öllum auði Banda- manna, eða 4000 sinnum meira heldur en það, sem kemur að jafn- aði á hvert höfuð, þcgar verið er að gefa út skýrslur um það, hvað efnahagur þjóðarinnar sje góður, og hvað ríkidœmið nemi miklu á mann. Það hefir engjnn gagn af því auganu, sem hann sjer ekki með, og enginn munaðarlaus eða heilsulaus, klæðlaus eða matarlaus neitt gagn af þvf, að þjóðinni sje talið svo eða svo mikið til jafnaðar, af þvf að hans eigin neyð sýnir honum, að slfkt er f raun og veru eintóm svikagylling og fmyndun.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.