Baldur


Baldur - 17.08.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 17.08.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 17. ÁGtfST 1903. BALDUR er gefinn útiGIMLI, MANITOBA. Kemur át einu sinni í viku. Kostar $1 um 4rið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslf.ndingar. Ráðsmaður: G. ThoRSTEINSSON. Prentari: JöHANNES VlGFÖSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Verð á #máum auglýsingum er 25 cent» fyrir þumlurg dú 1UHlengd&r. Afslattur er gefiun á etrerri auglýsÍDgum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi slíkum afslætti, og öðrum fjármátum blaðs- ins, eru menn beðnir að snúa sjeraðráðs- manninum. MÁNUDAGINN, Iý. ÁGÚST I9O3. Pottbrot. „Vfða er pottur brotinn“. (Framhald). í nr. 28 var byrjað á að telja fram fáein af pottbrotum heimsins. I>ar var Kína, Filippseyjanna og Indlands minnst að sfnu lftilræðinu hvers. Renni maður nú huga sfnum á- fram vestur á bóginn, kemst mað- ur æ betur og betur að raun um það, hve mikill sannleikur er fólg- inn f máltækinu gamla, ,,víða er pottur brotinn“. TYRKLAND hefir lengi stein- inn klappað, og kristnu þjóðirnar hafa um margar aldir dregið at- hygli frá sjálfum sjer með þvf, að benda á hryðjuverk Tyrkjans. Öllum fullorðnum eru Armeníu- morðin minnisstæð,sem hin ofboðs- legustu skálkapör, sem sögur fara af. Á þeim tfmum fórst „stórveld- unum“ eins og ævinlega endra nær þegar lfkt stendur á, að ekkert þeirra þorði að skerast í leikinn vegna hræðslu við hin. Þau ýmist horfðu f gaupnirsjer cða hvcrt upp á annsð, en engum hlífiskildi var brugðið fyrir sverðseggjar morð- ingjanna. Þeir trúbrœður kristnu þjóðanna, sem bjuggu f tyrkneska veldinu, voru ristir niður í þúsundatali, og enginn ljet sem sjer kæmi það verulega við, að sletta sjer fram f stjórnarfar annarar þjóðar, en þeg- ar enskum fjárglæframönnum þótti sjer ekki gjört nógu hátt undir höfði í Suður-Afríku, þá var her- sveitum stefnt þangað úr öllum áttum jarðarinnar til þcss, að skakka leikinn. Fyrir nokkrum öldum fóru kristnu þjóðirnar kross- ferð eftir krossferð til austurlanda, f því sky.ni að vernda trúbrögð sín á upprunastöðvum þeirra. í lok nftjándu aldar fara dýrkendur Mammons á sama hátt eina stór- eflis krossferð til suðurlanda, sín- um núverandi trúarbrögðum til verndunar á útbreiðslustöðvum þeirra. Maður nokkur, sem var á ferð um Tyrkland fyrir nokkrum árum, lýsir á þessa leið ástandinu í þeim hjeröðum, sein hann fór um : „Alstaðar var dauði, alstaðar eyðilegging. í borginni Curlover voru fáeinar hræður eftir á lffi, hungraðar og hræddar. Við sá- um síðasta þakið í Kalofer bera eins og blys við Ioftið, en enga lif- andi sál var þar að finna. í Sopot fundum við ekkert á lífi nema nokkra hunda, og hjeraðið í kring var að nœturlaginu yfir að Iftasem eitt stóreflis eldhaf. Borgin Ke- sanlyk, miðdepill hins nafnkunna rósahjcraðs, var ein stór kolagröf, og f skógartoppi skammt í burtu fundum við 1200 lík svo hroðalega sundurtœtt, að engin orð geta lýst þeirri voðasjón. I gegnum þetta jarðneska vfti ferðuðumst við f sex vikur, ogþegarvið hurfum til baka var Phiiippopolis umsetin af hcr- sveitum, og allt hjeraðið tryllt af ótta. Hinir kristnu hjeraðsbúar voru hengdir f hópatali, án þess að heitið gæti að nokkurt rjettarhald færi fram“. Nú í síðastliðnum mafmánuði myrtu Múhamedstrúarmcnn níu þúsund kristna búendur í Novi- Bazar. Ósamlyndið spratt af trúar- ofsa. Múhamedstrúarmenn áttu eitt vígi og átján kyrkjur eða must- eri f borginni, og til þess að eiga ekki minnstu ögn þar á hættu í sínum trúmálum, sópuðu þeir ná- unganum úr vegi „guðitil dýrðar“. Þeirra trúarbragðafjelagsskapur hafði engan hag, heldur þvert á móti óhag, af þessu kristna fólki, og þá þarf sjaldnast að sökum að spyrja í hinum „menntaða heimi“. Sarni aldarandi rfkir í öðrum „menntuðum löndum“. Hvorki einstaklingarnirnje nokkur sjerstök þjóð þorir, að breyta samkvæmt beztu vitund og veita hinum und- irokaða lið sitt, af ótta fyrir þvf, að einhver nágranna sinna noti tækifærið og sláist upp á sigámeð- an. Sá ódrengskapur, sem forðum varð Gunnlaugi Ormstungu að bana, cr nú orðið hið almenna átu- mein í sálarlífi allra hinna mamm- onsdýrkandi þjóða. SERBÍA er lftið ríki á Balkan- skaganum, sem Iftið hefir komið við mannkynssöguna að undan- förnu. Hinn 11. júní síðastliðinn gjörði herinn þar upphlaup og myrti konung sinn og drottningu hans, bróður hans og hans konu, og tólf varnarmenn þeirra og að- standendur. Þessi drottinssvikara- flokkur hafði allt fyrir fram undir búið, og gáfu þegar í stað konungs- nafnið öðrum manni, sem þeim ein- hverra hluta vegna var geðþekkari. Þessi maður var sjerstakur vinur hinna rússncsku „stórmenna,“ og þar af leiddi algjört afskiftaleysi allra ,,stórveldanna“ af málum þessum. í hvert skifti sem einhver hálfbrjálaður „anarkisti" vegur mann, þá nötrar mannkynið af hryllingi yfir ódáðaverkinu, og lög- regla þjóðanna eltir morðingjann land úr iandi svo að rjettvísinni vcrði fullnægt; en f svona lfiguðu tilfelli finnur engin þjóð það í sfn- um verkahring, að grípa fram fyr- ir höndurnar á „stjórnmálamönn- um“ annarar þjóðar. Líklegast hafa þau Alexander konungur og drottning hans verið drambsamar, lftilsigldar og siðspilltar manneskj- ur, lítt hæfar til þess? að stjórna sjálfum sjcr hvað þá öðrum. ' Slíkt getur samt enginn heiðvirður mað- ur talið tullnægjandi afsökun fyrir lffláti þcirra. Eftir sömu , ,siðferðis- reglu“ mætti lífláta þúsundir manna um allan heim, og þar á meðal ýmsa þjóðhöfðingja ekkert síður en annað fólk. Hjer var um það eitt að ræða, hver harðstjórinn skyldi drottna yfir fólkinu. Það var að sönnu stjórnarbylting, en engin sannarleg stjórnmálabreyt- ing. Hefði hjerveriðum samskon- ar byltingu að ræða eins og stóru byltinguna á Frakklandi forðum, — hefði almenningur Serbfuríkis risið upp til þess, að hrista af sjer hlekki harðstjórnarinnar, í þvf skyni að gefa heiminum nýja fyrir- mynd f þvf, sem sannarlega gæti miðað f þjóðfrelsisáttina, þáer eng- in hætta á því, að Rússar, Austur- ríkismenn, og aðrar nágrannaþjóð- ir hefði látið það viðgangast. Svo lengi sem grundvallareðli auðvalds og höföingjastjórnar er engin hœtta búin, hreifa ,,stórveldin“ ekki legg eða lið, en láti lýðvald og alþýðu- frelsi nokkursstaðar á sjer bóla, þá er uppi fótur og fit f öllum herbúð- um ,,menntuðu þjóðanna,“ til þess að kæfa allt slfkt f fæðingunni. (Framhald). Deeriim'S nafntojíuðu cj o sláttuvélar eru nú til sölu hjá G. Thorsteinson á Gimli. Deerings ágætu stálhrífur eru nú til sölu hjá G. Thorsteinson á GlMLI. er til sölu hjá G. Thorsteinson á Gimli.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.