Baldur - 17.08.1903, Qupperneq 3
BALDUR, 17. ÁGtfST I9O3
3
Hvernig á að gjöra landið arð-
SAMT ? Nýlega hefir þetta spursmál verið borið
fram og svarað af rosknum og ráðnum bónda. Til
íhugunar og eftirbreytni fylgir útdráttur af svarinu :
. Fyrst verður að athugafyrir hvaða búskap-
artcgund landið er hentugast. Sum lcind cru hent-
ugust fyrir kvikfjárrœkt, aftur önnur til akuryrkju,
en flest cru þau lönd, sem nota má bæði til akur-
yrkju og kvikfjárrœktar.
Þegar maður er búinn að ráða við sig til hvers
landið muni hcntugast, liggur næst fyrir að spyrja
sjálfan sig: Til hvers dugi jeg, hvað er jeg hneigð-
astur fyrir? Því það eru caðimargir menn og þeir
duglegir sumir, sem komist hafa á skakka hillu í heim-
inum og ekki notið sín, af þvf að þeir æfðu annað
starf en náttúran hafði ætlað þeim.
Bóndinn verður að haga sjcr eins og allir iðnaðar-
menn gjöra að þvf leyti, að framleiða þá vöru sem
beztur markaður er fyrir, hægast að selja sjer til á-
bata, og gjöra sjer að reglu að vanda hana eins vel
og honum er unnt. Hvað sem þú leggur fyrir þig að
framleiða sem bóndi, þá gjörðu það eins vel og þú
getur. Eða, hefir þú nokkru sinni þekkt bónda, er
reynt hefir alvarlega að bœta land sitt og að fram
lciða sem beztar tegundir, sem ekki hefir átt bærilegu
láni að fagna við búskapinn ?
Við bœndurnir ættum að haga oss eins ogiðnaðar-
mennirnir. Þeir nota tímann vel og hugsa alvarlega
og ftarlega um það starf, sem þeir hafa með höndum.
Þcir sitja ckki tfmunum saman f verzlunarbúðum, til
að fárast j'fir því að starf sitt borgi sig ekki, sjc unn-
ið fyrir gfg, eins og jeg því miður verð að játa að of
margir bœndur gjöra.
Jeg er sannfærður um að búskapur gctur orðið arð-
berandi í þessu landi, sje hann stundaður með sömu
iðni og umhyggju og aðrar atvinnugreinar. Bœnd-
urnir ættu að heimsœkja hver annan við og við til
þess að komast eftir hvað fram fer, ogtil þess að ráðg-
ast um störf sín, búnaðarháttu og afleiðingar þeirra.
Bœndur ! Bœtið land yðar á hverju ári, betrið útsæði
yðar og gripastofn, og þá skal jeg ábyrgjast að kjör
yðar batna, bæði í siðferðislegu tilliti og að þvf er
snertir afkomu yðar og velferð yfirlcitt.
Nú kunna einl verir að spyrja: Hvernig eigum
við að haga okkur til að verða aðnjótandi sem mests
og bezts hagnaðar af búskapnum ? Ef þú stundar
akuryrkju, þá verður þú á rjcttum tfma að undirbúa
akurinn eins vel og unnt er, og sá þvf bezta útsæði
sem þú getur fengið. Ef þú stundar nautgriparœkt,
verður þú að sjá um að landið framleiði sem bezt fóð-
ur, bæði til sumar og vetrar notkunar. Hafir þú ekki
gripi af „hrcinu kyni, “ sem ávallt er affarasælast,
þá ættir þú að fá þjer naut af hrcinu kyni, í samlög-
um við aðra ef þú ert ekki einfær um það. Það gjör-
ir minnstan mun hvort nautið er af mjólkur eða holda
kyni, að eins að það sje gott naut. Viljirþú náfram-
förum sem bóndi, verður þú að ganga vel frá öllum
þínum verkum, hugsa um starf þitt og stöðu og vera
iðinn og athugull. Þá er engum efa bundið að þú
Uppskcr unaðsrfkan árangur vinnu þinnar.
Arfurinn minn.
—:o:—
(Framhald).
,,Reynið þjer það ekki,“ sagði jcg, ,,lát-
ið yður dreyma frá honum til mín. Látið
þjer mig bœta fyrir brot hans. Látið þjcr
mig verða yður það, sem hann ekki var“.
Jeg fleygði mjer niður fyrir fcetur hennar,
greip hendur hennar og þrýsti þeim að vör-
um mfnum. Jeg fann að hún skalf. Hún í
horfði í augu mjer með ósegjanlega sterkri
löngun.
,,Getur nokkur afmáð 18 ár?“
Á sama augnabliki varð albjart í her-
berginu af eldingu og húsið hristist af
þrumunni, sem fylgdi strax á eftir. Óveðr-
ið var beint uppi yfir okkur. Miss Lynde
þaut upp úr legubekknum og staulaðist
meðfram herbergisveggjunum, en jeg tók
hana og lagði hana á legubekkinn aftur.
Svo hljóp jeg til og lokaði gluggunum
°g gluggahlerunum, en birtan af eldingun-
um smokkaði sjer inn um hverja smárifu
°g hagl og rigning keyrðu fram úr hófi.
Á meðan á þessu stöð, sat jeg við hlið
hennar, sem jeg elskaði. Jeg hjclt í hendi
hennar og reyndi að friða hanaþegar þrum-
urnar öskruðu sem hæðst.
Loksins slotaði veðrinu ögn. Þrumurnar
heyrðust óglöggara. Ljósin f herberginu
voru farin að deprast og dagsljósið var
byrjað að gera vart við sig. Jeg stóð upp,
gekk yfir að gluggunum og opnaði hlerana.
TJti fyrir var allt eins og nýskapað. Nátt-
úran brosti í gegnum daggardropana.
,,Lfttu út, Miss Lyndc, það er kominn
dagur, hinn nýji dagur, sem við eigum að
byrja saman,“ sagði jeg.
Hún var Iíka staðin upp. Birtan í aug-
um hennar var horfin, þau voru dauf og
fjörlaus eins og glóð, scm er að deyja. í
andliti hennar sást nýr ásetningur, hún var
eins og á nálum.
,,Það er of seint,“ svaraði hún í dimm-
um róm, ,fyrir mig getur enginn dagur
orðið nýr. Mig hefir dreymt, en nú er það
búið. Farið þjer, yfirgefið þjer mig. Það
er ekki til neins að við mætumst aftur, og
jeg vil vera einsömul“.
Hún gaf mjer bendinguum að fara. Jeg
hikaði ögn við og svo hlýddi jeg henni.
Jeg ætlaði ekki að yfirgcfa húsið, en jeg
sá að hún var svo illa á sig komin, að jeg
áleit að hún ætti hægra með að jafna sig
ef hún fengi að vera ein.
Jeg gekk hægt og hljóðlaust yfir gólf-
teppið, opnaði dyrnar og fór út. Þáheyrði
jeg að sagt var bak við mig f kvalaríkum
róm :
„Ralph !“
Miss Lynde stóð í miðju herberginu
með útbreiddan faðminn; andlit hennar
talaði greinilega ; nú var þar ekkert hulið ;
ekkert gat misheppnast.
Á næsta augnabliki hjelt jeg henni f
faðmi mfnum.
„Það er heimska, en — jeg get ekki
dáið tvisvar,“ sagdi hún og titraði öll.
„Það eru forlög,“ sagði jeg, sigri hrós-
andi. „Þú ert mfn, bæði liðinn tími, nú-
tíminn og ókomni tíminn mun sanna það.
Þú ert arfur minn. Jeg hefi blátt áfram
fengið þig f arf“ bœtti jeg við, um leið
og mjer datt f hug viðaukinn við erfða-
skrána, „sá bezti auður, sá bezti arfur, sem
jeg gat fengið, fjekk jeg í gegnum viðauka
hins sfðasta vilja föðurbróður mfns“.
En — hvað við vorum bæði ánægð.
Ljótt gaman.
TvEIR UNGIR STÚDENTAR sátu
heima hjá sjer í háskólafríinu, í litlum bœ
f Nevada. Það voru kátir piltar, en of
mjög hneigðir fyrir það, sem Amerfku-
menn kalla „good jokes“.
„Hjer er nokkuð sem jeg skal nota
mjer, “ sagði annar þeirra, Richard Mea-
dows að nafni, ,,það getur orðið nógu
gaman“.
,,Hvaðþá?“ spurði hinn, og Richard
las eftirfylgjandi upp úr blaði nokkru :
„Óskað eftir — stöðu, sem kennslukona
eða lagsmær. Hlutaðeigandi er vel að sjer
f frönsku, kann hljóðfæraslátt og hefir full-
komna þekkingu í ensku. Viðfeldið heim-
ili er metið meira en há laun. Áritun :
E. R., Morning Call, San Francisco“.
„Ef þetta getur ekki orðið gaman, þá er
jeg svikinn. Þú veizt það, Bobb, að úti f
Ruby Creek býr heiðarlegur og góður
kennari, Egbert Summers; það lítur út
fyrir að hann ætli að lifa og deyja sem
yngiskarl, en nú ætla jeg að skrifa henni
með nafni hans undir. Hlustaðu nú á :
,,Heiðraða ungfrú!
Jeg sá auglýsingu yðar í blaðinu ’Morn-
ing Call‘, sem út kemur f San Francisco,
og ímynda mjer að þjer afsakið að jeg
skrifa yður f tilefni af henni. Jeg er sjálf-
ur kennari og hcfi verið það í 10 ár. Staða
mín hefir ekki þreytt mig, en jcg þrái við
feldna, hjartagóða óg vel upp alda unga
stúlku, sem gæti veitt mjer heimilis
ánægju. (Framh.)