Baldur - 07.09.1903, Blaðsíða 1
I. ÁR.
GIMLI, MANITOBA, 7. SEPTEMBER 1903.
Nr. 34.
YERKFÖLL.
FRÍ SJÖNARMIðI VERKGEFENDA.
Eins og nú stendur, þegar verk-
föllin eru svo tíð, er vcrt að lesa
það sem danskur járnverksmiðju
formaður, Nfels Paulson f Ncw;
York, hefir látið í ljósi um það;
efni. Hann var f byrjun óbreyttur
verkmaður, en hefir unnið sig á-
fram uns hann nú cr orðinn for-
maður járnverksmiðjunnar Heklu,
og veit því af reynzlunni bæði
hvað er að vera verkmaður og
vcrkstjóri.
,,Það er árciðanlegt,” scgirhann,
,,að við getum nú ekki fram leitt
jafn fagurt járnsmfði og fyrir 20
árum. Á þeim tíma, scm Hekla
var stofnuð, hjeldum við að ómögu-
legt væri að jafnast við Norður-
álfubúa í járnsmfði, en okkur
skjátlaði. Við þekktum ekki hið
leynda afl sem í okkur bjó. Fyr
cn nokkurn varði, kom það f ljós,
að við ekki að eins gátum jafnast
við Norðurálfubúa í fegurðarsmfði, !
en að við einnig tókum þcim fram.'
Á þcim dögum voru engir umferða-
erindrekar, engir loftkastalasmiðir.'
Samkomulagið á milli vinnuveit-
enda og vinnumanna var gott.
Vinnuveitandinn kom oft og tíð-
um til vinnumannanna og þeim
þótti vænt um að sjá hann. Ef
einhver hafði eitthvað að kæra,
sömdu þeir um það sfn á milli, hann
og vinnuveitandi. Enginn óvið-
korrtandi, enginn umferða-crindreki
nje aðrir, kom til að segja fyrir
hvað gjöra ^kyldi. Enginn spillti
á milli vinnuveitandans og verk-
manna hans. Allir hugsuðu um að
gjöra verk sfn vel, og afieiðingin
varð sú, að Ameríka varð f broddi
fylkingar með allar umbœtur og
framfarir.
Svo fengum við ’Unions1 (banda-
l(ig)> °g með þeim þessa loftkast-
alasmiði. ’Unions1 eru í sjálfu
sjer góð fjelðg. Okkar fólk hefir á-
vallt haldið saman f fjclagsskap.
Ef einhveróeiningkviknaði, sömd-
um við um óánægjuefnið við hlut-
aðeigendur, við þekktum hvort eð
var hvern mann. Aldrei varð verk-
fa.ll, af þvf að bœtt var úr öllum
misfellum. Gegn okkur hefir aldrei
átt sjer stað verkfall, að eins hlut-
tekningarverkföll, f þvf skyni að
styðja annan verkamannaflokk, og
þessum hluttekningarverkföllum
var komið af stað af umferða-
erindrekum. Nú er lfka komið
svo langt, að allir unionm.eðlimir
eiga að vera jafnir og fá jafn hátt
kaup. Klaufinn fær sama kaup og I
listhæfi maðurinn, letinginn sama j
og hinn iðjusami, og cnginnmáj
afkasta nema tiltekinni vinnu á j
dag. Af þessu leiðir að öll vinna
vefður miðlungi góð. Ekkert pláss
er til fyrir listfengan óg kappsam-
an mann ; allir eiga að vera jafnir.
Það er verið að reyna að búa til
jöfnuð á hæfilegleikum mannanna,
enda þótt hann sje gagnstæður j
lögum náttúrunnar. Skoðaður sem j
einstaklingur, er amerfkski iðnaðar- j
maðurinn eða verkamaðurinn alls
ekki í neinni afturfiör, hann er eins
mikium gáfum gæddur og eins
framsóknargjarn og nokkru sinni
áður, en loftkastalasmiðirnir hafa
gjört hann kærulausan. Enginn
getur unnið sjer neitt til ágætis.
Jeg óska og vona að áhrif loftkast-
alasmiðanna taki bráðum enda, af
þvf þau eru skaðlcg. Sumir um-
ferða-erindrekar eru heiðarlegir
menn, scm vinna með dyggð og
trúmennsku fyrir sitt fjelag, en
margir þeirra eru bófar, sem ekki
hugsa um velferð fjelags sfns, en
að eins um að auðga sjálfa sig og
láta sjer líða vel. Þeir eyðileggja
iðnaðaratorkuna og hindra allar
framfarir. Þeir drepa allt einstakl-
ingseðli og hindra allt frelsi og
sjálfstæði“.
--------.«*
Hin keisaralega
hugsjón.
Þegar Vilhjálmur keisari ferðað-
ist um Metz, var honum fagnað af
mörgum þúsundum manna, þar á
meðal voru 2000 ungar konur. Um
Ieið og þær heilsuðu keisaranum
hæversklega, snjeri hann sjer að
borgarstjóranum og sagði: ,,Þær
eru fallegar þessar stúlkur, sjáðu
til að þær verði allar mœður
hraustra hermanna“.
Þetta hefir ætfð verið hugsjón
konunga og keisara, en hvað marg-
ar mœður ætli að langi til þess, að
ala upp börnin sfn að eins til þcss
að þau verði notuð sem skotmark.
Konungar og keisarar hafa fráupp-
hafi sett þessa auðvirðilegu hug-
sjón fram fyrir fólkið, sem eitthvað
gott og göfugt, en nú er tfmi kom-
inn til þess að nýjir leiðtogar rfsi
upp, sem hrindi þessari hugsjón á-
samt meðmælendum hennar í rusla-
hrúgu hins liðna tfma. Tilgangur
mannlífsins er langtum æðri og
göfugri en morð og harmkvæli,
sem strfðin hafa f för með sjer.
j Fólkið verður að hrista af sjer
dvalann, og segja einvaldsstjórn-
um og stjórnendum óhikandi, að
víkja til hliðar fyrir hinum kom-
andi her framfaranna.
Nú um stundir er það fært f frá-
j sögur, að ritið : , ,Þú skalt ekki
j mann deyða,“ eftir rússneska skáld-
ið Leo Tolstoy, hafi verið gjört
upptœkt á Þýzkalandi af þvf, að
það fer nokkrum lítilsvirðandi orð-
um um Vilhjálm keisara. Óskiljan-
leg er þessi höfðingjadýrkun f heim-
inum, sem ávallt virðist fara vax-
andi, Ósjálfrátt spyr maður sjálf-
an sig, hvort það muni koma fyrir
aftur að menn verði gjörðir að guð-
um, eins og sagan segir að átt hafi
sjer stað meðal Forn-Grikkja og
. Rómverja.
[)ansiíur bóndi f Sljesvfk norðan-
verðri, sem er einn hluti þýzka
rfkisins, málaði hundahúsið sitt
rautt f vor. Hann átti svartan
hund, sem hann hafði í húsinu, og
á meðan gekk allt vel, en svo kom
það fyrir að hundurinn drapst og
bóndinn fjekk sjer hvftan hund
aftur, sem hann ljet f húsið. Þá
rankaði þýzka yfirvaldið við sjcr,
fór til bóndans og kvaðst mundi
sekta hann eða reka í burt, ef
hann hefði rautt hús yfir hvítum
hundi, það væru litir danska fán-
ans, sem ekki væru húshæfir í
þýzka rfkinu. Það er víðar cn á
Finnlandi, sem verið er að eyði-
leggja þjóðerni.
Empire.
Þetta er mynd af Empire-
skilvindunni, sem
GUNNAR SVEINSSON
hefir nú til sölu. Um hana þarf
ekkert að fjölyrða. Hún mælir
bezt með sjer sjálf.