Baldur - 07.09.1903, Blaðsíða 2
2
BALDUR, 7- SEPT. I903
BALDUR
ergefinn útáGIMLI, Manitoba.
Kemur 6t einu sinni í viku.
Kostar $1 um árið.
Borgist fyrirfram.
Útgefendur:
Nokkrir Ný-Íslendingar.
Ráðsmaður : G. ThORSTEINSSÓN.
Prentari : JóIIANNES VlGFÓSSON.
Utanáskrift til blaðsins:
BALDUR,
Gimli, Man.
Verð á smáum auglýaingum er 25 centa
fyrir þumlung dálkalengdar. Afaláttur er
gefinn á ata-rri auglýaingum, aem birtaat í
blaðínu yfir lengri tíma. ViðvíkjaDdi
slíkum afalætti, og öðrum fjármálum blaðs-
ina, eru menn beðnir að anúa Bjer að ráða-
manninum.
MÁNUDAGINN, 7. SEPT. I9O3.
Pottbrot.
„Víða er pottur
brotinn”.
(Niðurlag).
RÚSSLAND er alræmt sem
land kúgunarinnar. Þar er þjóðfje-
lagsástandið enn þá hið sama, sem
almennt átti sjer stað í vesturhluta
Evrópu á miðöldunum. Hugsandi
mennirnir, Leo Tolstoy og ýmsir
aðrir, verða að láta prenta rit sfn í
öðrum löndum, vegnaþcss að yfir-
völdin gjöra allt, sem þau geta til
þess, að fyrirbyggja útbreiðslu
allra frelsishugmynda. Náms-
mennirnir, sem þar eins og annars
staðar eru fljótastir að kynnast og
veita viðtöku öllum nýjum fram-
farahugmyndum, eru reknir út úr
skólunum og inníherinn eða flutt-
ir sem fangar til Síberfu. Náms-
meyjar hafa stundum verið hýddar
þar til bana. Verkamenn, sem
nokkuð hafa bært á sjer hafa verið
skotnir niður í hópatali eða troðnir
niður undir hestafótum riddaraliðs-
ins. Bœndalýðurinn, sem hefir
hafist handa gegn ofríki aðalsins,
hefir verið eltur um landið eins og
hundbeitt veiðidýrahjörð. Finn-
lendingar, sem öðrum fremur hafa
gjört tilraun til þess að vernda
sóma sinn og þjóðerni, hafa verið
gjörðir landrœkir cða kúgaðir á
annan hátt. Nú hafa hinir rúss-
nesku kristindómsjátcndur sfðast-
liðið ár gjört sjerstaka rögg á sig f
þvf, að myrða sem mest af hinum
rússnesku Gyðingum.
Það má heita svo, að mannkyn-
ið hafi um nokkurn tfma horft agn-
dofa á hin voðalegu Gyðingamorð
á Rússlandi. Mest hefir kveðið að
þessu blóðbaði f borginni Kishineff
f Bessarabfufylkinu. Ríkir Gyðing-
ar í Bandaríkjunum og vinirþeirra
fengu Bandarfkjaforsetann til þess
að ávarpa rússnesku stjórnina við-
vfkjandi þessum málum, en þegar
til kom leyfði utanrfkismálaráðgjafi
Rússa aldrei þvf ávarpi að koma
fyrir auglit hinnar rússnesku stjórn-
ar. Þegar menn fá betur að kynn-
ast framferðinu heima fyrir, kippa
menn sjer minna upp við slfkar
undirtektir stjórnarinnar, hvert
heldur það er Gyðingunum við-
komandi eða I'innlendingunum
eðaeinhvcrju öðru atriði hins rúss-
neska stjórnarfars. Það hefir sem
sje komið upp úr kafinu, að stjórn-
inni hefir verið kunnugt um það
fyrirfram að Gyðingarnir yrði
myrtir, og jafnvel ástæða til að
halda, að það hafi vcrið gjört sam-
kvæmt yfirlögðu ráði hermálaráð-
gjafans. Hinn 25. marz f vor skrif-
aði hann fylkisstjóranum f Bess-
arabíu svo hljóðandi brjef:
,,Jeg hefi komist að þvf, að
fullnaðarráðstafanir hafa nú verið
gjörðar til þess, að gjöra stórfellda
atlögu að Gyðingunum í þínu hjcr-
aði. Þegar litið er til hins almenna
ókyrleika meðal kaupstaðafólksins,
þá er auðsjeð, að það er alls ekki
œskilegt, að hleypa af stað, með
of ströngum ofbeldisvcrkum,
neinni œsingu gcgn þeim hluta
fólksins, sem er enn þá snortinn
af byltingakenningunum*. Þú
lætur það ekki bregðast að gefa
* Þetta virðist benda til þess,
að ráðgjafinn hafi áiitið Gyð-
ingana snortna af byltinga-
kenningum, og þetta blóðbað
hafi verið eitt af örþrifsráðum
stjórnarinnar til þcss, að brjóta
á bak aftur frelsisumbrotin á
Rússlandi, þótt framkvæmd-
irnar væru ofan á gjörðar í
nafni trúarbragðanna og grísk-
kaþólskir prestar gengjust fyr-
ir hinu ókristilega athæfi.
góðar bendingar um það, að láta
morðunum linna á heppilcgum
tfma, án þess samt, að ncyta her-
liðsins til þess að stuðva þau“.
Aðrar eins valdsmannafyrirskip-
anir eins og þessi þurfa ekki mik-
illa útskýringa við. Það er engin
furða þótt aðfarir níhilistanna sje
slörkugar, þegar við annað eins
framferði er að etja af stjórnarinn-
ar hálfu. Það scm út yfir tekur
er það, ef satt er, að stjórnin hafi
skipað Gyðingunum að vera frið-
sömum og bannað þeim að verja
sig. Þegar öxin er reidd á loft við
Gyðinginn, þá á hann ekki að bera
hönd fyrir höfuð sjer. Þótt Gyð-
ingastúlka verði fyrir svívirðingu
af kristnum þrælmcnnum, þááhún
ekki að veita neina mótstöðu. Það
er sagt, að forfcður þessa fólks hafi
beitt svona framferði gagnvart
Ammonftum og öðrum nágranna-
þjóðum sfnum f fornöld, cn cnginn
maður álftur að slfkt sje gott eða
guði þóknanlegt, eða hæfilegt vopn
gegn þeim frelsishugmyndum, sem
rússnesku stjórninni þóknast að
kalla byltingarkenningar.
ÞÝZKALAND cr naumast
nefnandi á nafn f sömu andránni
sem Rússland, og samt er þjóðar-
ástandinu þar f ýmsu ábótavant
frá sjónarmiði allra sannra frelsis-
vina. Kosningafrelsi þjóðarinnar
stemmir mjög mikið stigu fyrir of-
ríki keisarans og hans fylgjenda,
en samt er hervaldið þar enn þá
ofjarl alls sannarlegs lýðveldis.
Dönum f Holstein og Frökkum í
Lorraine er sjálfsagt ekki veittar
jafn þungar búsifjar af hálfu þýzku
stjórnarinnar eins og Finnum eru
veittar af hálfu þeirrar rússnesku,
en öll eru eplin fallin af sömu eik-
inni, — auðvalds og hervalds yfir-
ráðum hinna fáu yfirhinum mörgu.
Hjá hvaða þjóð, scm HER-
VALl) er á svo hárri hyllu, eins
og hjá slavnesku þjóðunum, að
stjórnendurnir geti með þess til-
styrk komist hjá þvf, að veita al-
menningi nokkurt KJÖRVALD,
eða, eins og hjá rómönsku þjóðun-
um, fyrirbyggt, að kjörvaldið geti
virkilega neytt sín, hjá þeirri þjóð
er um beina kúgun að ræða, —
stjórnmálaófrelsi. Hjá þeirri þjóð
gengur höfðingdómur f ættir án
tillits til atgjörfis einstaklingsins.
Iljá þeirri þjóð vinna frclsisvinirn-
ir að þvf, að fá stjórnarbót —
stjórnarskrá, — fá löggjafarvald f
hendur þjóðarinnar sjálfrar.
Hvar sem A UÐVALD cr búið
að ná sjer svo niður, eins og hjá
engilsaxnesku þjóðunum, að það
getur ýmist haldið kjörvaldinu
hræddu cða mútað þvf svo, að það
verði ekki fjársöfnunarmönnunum
til neins hnekkis, þar er um óbeina
kúgun að ræða, — atvinnumálaó-
frelsi. Hjá slíkri þjóð fer höfðing-
dómurinn eftir cfnahag, — meiri
lotning er borin fyrir auði en ætt-
erni. Þar er atgjörvi einstaklings-
ins metið eftir því, hversu skarp-
skyggn hann er að sjá arðsömustu
gróðavegina, og hversu ófyrirleit-
inn hann er í því að ganga þá. í
svoleiðis þjóðfjelagi berjast frelsis-
vinirnir fyrir því, að hinar ýmsu
auðsuppsprettur sje dregnar undan
yfirráðum einstakra manna undir
yfirráð heildarinnar.
* *
*
Það er mjög mikill skortur á þvf,
að menn gjöri grcinarmun á þess-
um tveimur sporum í frelsisáttina.
Fyrra sporið er fölgið f þvf, að
meðlimir þjóðarinnar vilja fá jafn-
an rjett til þess að tala, hcimta að
sfn orð sje tekin til greina til jafns
við aðra, — hcimta atkvæði. Með-
al slíkra inanna koma alstaðar fram
fleiri eða færri menn, sem fyrir
gremju eða geðofsasakir vilja eyði-
'eggja stjórnarfar, — verða
gjöreyðendur, stjórnleysingjar, nf-
hilistar, anarkistar. Samt er var-
hugavert að brúka slík orð sem
brígslyrðanöfn yfir þá þjóðflokka,
sem ekki hafa tækifæri til þess að
láta neitt í ljós um það, hvað þeir
kunna að vilja, t. d. hinir rússncsku
níhilistar. Einkunnarorð þessarar
frelsisbaráttu er STJÓRNAR-
SKRÁ.
Sfðara sporið er fólgið í þvf, að
menn vilja fá jafnrjetti til að lifa,
— heimta hluttöku f afbrðum jarð-
arinnar. Þeir menn sem sjerstak-
lcga bcrjast fyrir þvf, að meiri
jöfnuður komist á í þcssu efni, eru
nú almennt nefndir jafnaðarmenn,
sósfalistar. Þcirra einkunnarorð er
ÞJÓÐETGX.
Atkvæðisrjett inum
fylgir s ú skylda, að
gangaekki framíhugs-
u n a r 1 e y s i.