Baldur


Baldur - 07.09.1903, Blaðsíða 4

Baldur - 07.09.1903, Blaðsíða 4
4 BALDUR, 7. SEÍ>T. I903. Nýja ísland. —:o.— Næsta sunnúdag (13. septem- ber) verður messað í skólahúsinu hjer á Gimli kl. 2 e. h. J. P. SóLMUNDSSON. Nú eru reglubundnar fólksflutn- ingsferðir komnar ámilli járnbrauta- stöðvanna við Winnipeg Beach og Gimliþorpsins. Jón Gíslason, ung- ur maður, semáheima við merkja- lækinn, fer að morgninum frá gistihúsi Baldvins Árnasonarnorð- ur að Gimli, og svo aftur suður þangað að kveldinu. Hann setur 50 cent fyrir flutninginn hverja leið, og má það heita lítið, þegar tess er minnst, að sama fargjald hefir verið tekið milli Austur og Vestur Selkirk, sem er þrisvar eða fjórum sinnum skemmri vegur heldur en á milli Winnipeg Beach og Gimli. Fólk sem kemur frá Winnipeg getur allt eins vel kom- ið niður að Læknum með lestinni og gist þar, eins og stansað í Sel- kirk yfir nóttina. Svo getur það átt víst, að ná snemma næsta dag að Gimli, í stað þess að ná þangað ekki fyr en undir kvöld með þvf að sæta vatnsflutningi. Auk þess getur oft farið svo, sjerstaklega að haustinu, að þeir, sem binda sig við bátaferðirnar, sitji svo og svo lengi veðurtepptir í Selkirk eða niður í árósunum. Þessar nýju fólksflutningsferðir frá Winnipeg Beach eru þess vegna mjög kærkomnar umbœtur, og væru þó enn þá hagfelldari, ef far- ið væri frá Winnipeg Beach strax að kvöldinu þegar lestin kemur, og suður aftur að morgninum svo snemma, að menn næðu f lestina þar kl. 7 að morgninum. Mcð þvf móti gæti fólk komist mjög þægi- lega fram og til baka milli Gimli og Winnipeg sama daginn. Það er vonandi að slík umbót fáist inn- an skamms. Ilinn i.þ. m. byrjaði barnaupp- frœðsla í skólanum hjer á Gimli eins og lögskipað er um þá skóla, sem millibilsdeild (Intermediate Department) stendur í sambandi við. Formaður skólans á að vera 1. stigs kennari, en með þvf að Hjörtur Leó hefir ekki gefið kost J á sjer í þetta skifti, þá verður nefndin að fá enskan mann til þess að skipa sæti hans. Það hefir eng- inn annar íslenzkur karlmaður próf á þessu stigi, en kvennmenn mega ckki skipa þetta sæti. Svoleiðis er jafnrjettið f Manitoba. Skólanefnd- in kvað eiga von á enskum manni þá og þegar til þess að taka við embættinu, en á meðan hans er beðið heldur Jóhannes Eirfksson kennslunni uppi í skólanum. Hinn kennarinn við skólann er Miss Esthelle Thompson. Hún er ensk að faðerni, en móðir hennar er fs- lenzk, dóttir Baldvins Hclgasonar, sem fyrrum dvaldi á Mountain og í Selkirk. Stúlka þessi hefir alist upp austur f Ontario, og fengið þar menntun sína. Ef þú vilt verda virtur og vel metinn, verður þú að uppfrœða börn þfn vel og taka þátt f góð- verkum þeirra. R. A. BONNAK. T. L. HARTLEY. Bonnar & Hartley, Barristers, Etc. P.O. Box 223, WINNIPEG, MAN. Mr. Bonnar er hinn lang- snjallasti málafærslumaður, sem nú er í þessu fylki. Ung stúlka af ’gamalli aðalsætt' kom einusinni inn til læknis til að leita ráða hjá honum við einhverju. Eins og vant var heilsaði lækn- irinn mjög vingjarnlega með því að segja: „Jæ-ja, kæra ungfrú, hvað gengur að yður ?“ Með köldu drambi svaraði hún : „Jeg er barónessa“. „Það get jegekki læknað,“ sagði hann og snjeri sjer frá henni. SAMSKOT til Mrs. Ingjaldsson. Mr. & Mrs. B. B. Olson . 5,00 H. Guðmundsson . . . 1,00 Sigvaldi Jóhannesson . . 1,00 Ónefndur...............5,00 Alls 12,00 TJRLAUSN. Verksmiðjueig- andi f Sheffield, I. Groves að nafni, sem hcfir 3000 vinnumenn, byrj- aði í síðastliðnum febrúar á tilraun með verkamannaeftirlaun. Hann heldur eftir af vikulaunum hvers eins 2j4%, leggur sjálfur til jafn mikla upphæð aukreitis, og mynd- ar með þessu fje eftirlaunasjóð fyr- ír hvern einn vinnumanna sinna. Að 10 árum liðnum verða eftirlaun- in eins mikil og sjöttungur laun- anna er nú, að 40 árum liðnum jöfn % launanna. Sje vinnusamn- ingurinn rofinn, fær vinnumaður- inn þá peninga sem haldið var eft- ir af launum hans, en missir rjett sinn til eftirlaunanna. Þetta fyrir- komulag, sem byggist á góðu sam- komulagi höfuðstóls ogvinnu, hefir margt sjer til ágætis: nær þvf engan umboðskostnað, lausn við öll stjórnarafskifti, tryggir samband verkmanns og verksmiðju, og gjör- ir verkföll óhagfelld. Aðhinuleyt- inu má verkgefandinn ekki nota þetta hald, scm hann hefirávinnu- mönnunum, til þess að lækka laun- in án orsaka, svo að þcir f reynd- inni verði að leggja allt stofnfjeð til fyrir eftirlaununum. Þetta er viðkvæmasti bletturinn, en trygg- ing gegn slfku ætti að vera finnan- leg. WINNIPEG BUSINESS COLLEGE. Port. Ave. WINNIPEG. NORTH END BRANCH. Á móti C. P. R. vagnstödinni. Sjerstakur gaumur gefinn að upp- frœðslu f enska málinu. Upplýsingar fást hjá B. B. OLSON, GlMLI. G. W. Donald, sec. WINNIPEG. Hinn svo nefndi „ríkisstjórade- mantur“ á Frakklandi er einn með- al hinna fegurstu dcrnanta í heimi. Hann er 124 karöt að þyngd. Tvö ár þurfti til að fægja hann, og þáð kostaði 600,000 franka. Þegar frönsku ríkisgimsteinarnir, sem geymdir voru í Louvre, voru seld- ir árið 1877, var hann skilinn eftir, en nú hefir fjármálaráðgjafi Frakka fundið gamla lagagrein, sem heim- ilar honum að selja steininn fyrir 12 milljónir Franka. Demantur þessi var eitt sinn í sverðshjöltum Napóleons mikla. j B. B. OLSON, i 1 SAMNINGARITARI J • • 2 og 5 INNKöLLUNARMAðUR. FOR TWENTY YEARS IN THE LEAD Automatic take-up; self-setting needle; self- j Ihrtading shuttle; antomatic bobbin winder; I quick-tension release; all-stee! nickeled attach- ments. Patbnted Ball-bbarinc Stand. 8UPKRI0R TO ALL OTHKR3 Handsomest, easiest runnlng, most nolseless; most durabíe.......A»k your dealer tor tho Eldredge “B,” and do not buy any machine un- tll you have seen the Eldredge Oom- rare its quality and prlce. ana ascertam lt4 superiority. If interested send for book about Eldridga *E/' We will mail it promptly. Wholesale Distributors: j Merrick, Anderson & Co., Winuipeg. | Þessi er til sölu ágæta G. Tiiorsteinson á Gimli.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.