Baldur


Baldur - 14.09.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 14.09.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 14. SEPT. 1903 BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni f viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslen'dingar. Ráðsmaður : G. THORSTEINSSON. Prentari: JóHANNES VlGFÓSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á smáurn auglýaiogum er 25 cente fyrir þumlung dálkeleugdar. Afsláttur er gefinn á etœrri auglýeingum, nm birtaat í btaðinu yfir lengri tíma. Viðvikj&ndi slíkum afalætti, og öðrum fjármálum blaða ine, eru menn beðnir að anúa ajer að ráðB manninum. MANUDAGINN, 14. SEPT. I9O3. Sárar endur- minningar. Frjettaritari danskablaðsins ’Na- tionaltidende1 skrifar frá Amster- dam eftirfylgjandi lýsingu á hugar- þeli því er Búarnir bera til Eng- lendinga : ,,í Hollandi Iifirsvo hundruðum skiftir af Búum, sumir þeirra vilja ekki vera Englendingar, sumir eru fæddir í Höfðanýlendunni og voru enskirþegnarþegar stríðið byrjaði, og gerðust þá uppreistarmenn. Nafnkunnustu Búarnir, sem jeg fann, voru án efa þeir Conroy og de Jonge, sem báðir höfðu verið Iiðsforingjar undir yfirstjórn de Wet’s. De Jonge er hár og þrekinn maður, 40 ára gamall, kringluleitur með skeggtopp á hökunni, sem lengir andlitið ögn. Litlu móleitu augun tindruðu af æskufjöri, sem stóð f mótsögn við snjóhvfta hárið hans. Við vorum að tala um Conroy. De Jonge vonaði að verða meðal þeirra sem náðaðir yrðu f október. ’Öllvon er úti fyrir Conroy ; hann gat ekki þolað fyrirskipanir og var þó að eins 20 ára; hann var of blóðþyrstur og óhygginn. Hann skaut Zulukaffa, enda þótt þeir væru bss vinveittir, og jafnvel gagnvart Búum, sem ckki þorðu að gjörast uppreistarmenn, beitti hann grimmdarhörku. Hann ljet til dœmis berja báða brœður sfna og föðurbróður svipuhöggum fyrir það, að þeir ljetu þvinga sig til að segja aðalfyrirliðum enska hersins, að Búahersveit hefði ferðast yfir land þcirra. Jcg verð náðaður af því jeg var hyggnari, en haturmitt er engu minna. Þvert á móti. ’Já, jeg hata þessa Englendinga, og það af gildum ástæðum. Sætt er ómöguleg; jeg hefi sjeð of mik- ið til þess, og jeg er ekki sá eini sem hefi sjeð. Jeg hata og skal innrœta börnum mfnum hatrið. Það er þjóðkynjastríð og það skal halda áfram. Ó, ef þú vissir hvern- ig þessir Englendingar hafa verið. Fyrstu herflokkana læt jeg vera, þeir voru þolandi, en þegar þeir sendu til okkar skríldreggjarnar úr Lundúnaborg og öðrum hafnbœj- um, varð stríðið verra en Zúlúa- stríð. ’Þeim skelfingum sem þessir glœpamenn frömdu, get jeg ekki lýst. Sem fangi sá jeg þessa þræla brjóta sig inn f bœndabýlin, mölva allan húsbúnað, vanvirða kvenn- fólk, já, enda Iftil börn, og svo kveiktu þeir í öllu á eftir til þess, að láta eldinn breiða yfir spor sfn. Mannstu eftir Ástralska herfor- ingjanum, sem tvö föðurlaus Búa- börn heimsóttu til að biðja hann að gefa sjer mat. „Flýtið þið ykkur f burtu, annars læt jeg skjóta ykk- ur“, svaraði hann. Þegar þau voru komin ögn frá herbúðunum, sagði hann við kunningja sinn: ,,Nú skalt þú sjá vel skotið“. Og hann skaut annað barnið — og „sjáðu enn þá citt skot“, og hann skaut Ifka hitt barnið, og mátti það kall- ast miskunnarverk í samanburði við fyrra fúlmannlega skotið. ’En Kitchener vissi það. Enski blóðmaðurinn var hygginn. Hann vissi að ekkert gat lamað okkur annað, en að eyðileggja okkur al- veg. Það var hann sem skipaði að brenna býli okkar og drepa eins marga og mögulegt væri. Og það var hann sem ljet mynda þessar illræmdu samdráttar herkvíar. Þangað fluttu þeir konur og börn — og sveltu það þar til dauða. Frændstúlkur mfnar lentu í þess- konar herkvfum og 5 börn af minni ætt dóu þar úr hungri. ’Hafið þjcr lesið skýrslu Dr. Mac- kenzies ? Nú, ekki? í mjölinu úði og grúði af möðkum og maurum. Englendingum heppnaðistað drepa 20,000 konur og börn á þann hátt — grimmdarlegt og lúalegt. En herskipunarlistin var rjett. Hfbýli okkar áttu að brcnnast, konurnar að deyja. Fyrri Ijetum við ekki undan. Það voru ekki hermennirn- ir nje hinir duglitlu herforingjar, sem yfirunnu oss, það var grimmd Kitchcners gagnvart hinum verju- lausu. Jeg hefi sjeð of mikið. í hjarta mfnu býr að eins hatur. Og hvfta hárið mitt: hlustaðu nú á hvemig jeg fjekk það. ’Jeg var einu sinni tekinn hönd- um, jeg hafði vogað mjer of langt út fyrir útverðina. Til allrar lukku voru það menn úr Höfðanýlend- unni, scm náðu mjer. Þeir þekktu mig áður en stríðið byrjaði og fóru vel með mig. En þann sama dag var de Wct að nálægjast með mann- margan flokk, og jeg var þvf sett- ur f fangelsi. Kl. 10 um kvöldið var mjer sagt, að kl. 6 næsta morgun ætti að skjóta mig; þeir þyrftu að geta komið sjer á. burt, þegar þeir væru búnir að taka á móti de Wet eftirföngum, oggætu þvf ekki dragnast með fanga. Her- rjettur hafði því dæmt mig til dauða. ’Nú, jæ-ja, jeg er engin raggeit, jcg hefi horft framan í dauðann meir en hundrað sinnum. En það er nokkuð annað í bardaga — þá verður maður trylltur, hefir nóg að gjöra við að hlaða og skjóta, og skeytir engu öðru. Það er máske ekki hugrekki sem sýnt er á vfg- vellinum, maður bara gætir þess ekki að dauðinn er f nánd. ’En þarna stóð jeg niðri f litlum kjallara. Jeg vissi að eftir 8 stund- ir myndi jeg verða skotinn, skot- inn eins og hundur, án þess að geta varið mig. Og þá varð jeg trylltur af hræðslu og vonsku. Af dauðakvfðanum svitnaði jeg um allan lfkamann. Jeg barði höfðinu í vegginn, og hendurnar mínar blóðgaði jeg á þvf að berja f hurð- irta. Sofið gat jeg ekki og þó var jeg dauðþreyttur. _Um kl, 3 var jeg svo magnlaus að jeg fleygði mjer niður á heydínu sem þar var. En jeg var naumast búinn að leggja aftur augun, þegar mjer virtist hinir cnsku böðlar opna dyrnar og koma inn mcð byssu- stingi. Aldrei hefir mjer fundist nokkur nótt jafn löng, og þó hugs- aði jeg að eins um það eitt, að jeg ætti að deyja, — deyja án vonar um vörn. Hefði jeg haft vopn, þá hcfði jeg beitt því gegn sjálfum mjer ; en til allrar lukku höíðu þeir tekið frá mjer hnífinn og skamm- byssuna. ’AIlt í einu heyrði jeg þungt fótatak og svo nokkurn hávaða. Einhver tók í lásinn fyrir dyrun- um. Hjartað barðist eins og það vildi hoppa út úr brjósti mfnu. Nú var allt búið — búið. — Jeg hljóðaði hátt, því jeg var hemju- Iaus af hræðslu, — bara ekki deyja, — lifa dálítið enn. ’Hurðin opnaðist. Hendi var gripið um úlflið mjer, og handlegg- ur lagður um háls mjer — og, jeg lá f faðmi de Wet’s. ’Um nóttina hafði hann gjört á- hlaup á Englendingana og rekið þá á flótta. ’Jeg var fluttur f hús frú Ver- neuils. — Búar af hollenzkum og frönskum ættum eru runnir saman f citt. Jegfór inn til að baða mig, þegar jeg var að klæða mig aftur, varð mjer litið f spegilinn. Jeg œpti afarhátt: ,,Jeg er ekki sami maður, hár mitt er orðið snjóhvítt“. Svo fjell jeg endilangur á gðlflð, meðvitundarlaus. ’Nei, herra minn, sætterómögu- Ieg. En við munum verða hyggn- ir oggeyma hatrið þangað til Eng- lendingar lenda í alvarlegu stríði, þá viljum við, Búarnir, muna — muna þær 20,000 myrtra kvenna og barna. Og sjálfur skal jeg muna vökunóttina, þegar hinn dauða- dœmdi vænti fyrstu geisla sólar- innar með boð frá ríki dauðans. Þegar sót er komið f ofnpfpurn- ar cða stóarpfpurnar hjá þjer, þarftu ekki annað en að taka vel lóastóra pjötlu af sínkplötu og leggja hana á glóðina og loka svo ofndyrunum, þá hverfur sótið á augabragði, rjett eins og fyrir einhverjum galdra- ákvæðum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.