Baldur


Baldur - 14.09.1903, Blaðsíða 3

Baldur - 14.09.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, 14. SEPT. I9O3 3 Einusinni hjeldu formenn ýmsra bœndafjelaga 1 Bandarfkjunum fund með sjer, og sagði einn for- maðurinn, að s& lýgnasti maður, sem hann hefði nokkurn tfma þekkt, hefði verið sá langþarfasti mað- ur, sem hann hefði haft í þjónustu sinni. Sögur hans hefðu keyrt svo úr hófi, að menn hefðu ekki getað á sjer setið með að leita sjálfir eftir sannleiks- gildi þeirra, en við þær rannsóknir hefðu þeir auðg- ast svo að þekkingu á sannleikanum, að þeir hefðu smámsaman orðið langtum skarpskyggnari menn fyr- ir vikið. I>að má þó segja, að ,,fátt er svo að öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“. Að þvf er bóklega menntun snertir eru Skandinav- iskir (danskir, svenskir, norskir), og íslcnzkir inn- flytjendur efst á lista. Af þeim finnst tæplcga einn af hundraði sem ckki kann að lesa og skrifa, af Eng- lendingum og Finnum 2, af Þjóðverjum, Frökkum og Svisslendingum 4, af Japanftum 5, Hollendingum 6, ítölum 49 og þar f kring af Rússum, Pólverjum og öðrum austurlandaþjóðum. Múrararnir f New York fá núna 65 cent fyrir klukkustundarvinnu og 8 stunda vinnu á dag, járn- vcrksmiðja vinnumenn 60 cent og steinhöggvarar þar á borð við. í hótellinu Ansonfa í New York cru 2500 her- bcrgi, en það er lfka álitið stœrsta hótel í heimi. Rússland hefir ávallt 1,250,000 manns undir vopn- um, cn fullar 10,000,000 getur það hervæðt cf þurfa þykir. *wi2srisrií>E g- ZBTTSIHSTIEJSS COLLEGE. Port. Ave. WINNIPEG. NORTH END BRANCH Á MÓTI O. d?- JEi. -V^YG-lSrSTÖlDITsrTTi:. Sjerstakur gaumur gefinn að uppfrœðslu f enska málinu. Upplýsingar fást hjá B. B. Olson, Gimli. G. W. DONALD, sEC WIOTIPFG. Ljótt gaman. —:o:—- (Framh.) Hún stóð upp f snatri og leit f kringum s'g> °g yfir þvf hve einmana hún var fór hún að gráta. Hún bar engan kvfða fyrir framtfðinni samt, en ásetti sjer að komast sem lengst burtu frá Egbert Summcrs, sem hcfði narrað hana ogsvikið svo kauða- lega. Hún þreifaði sig áfram gegnum undir- viðinn spottakorn, en &n þess að vita það, var hún nú nær brautinni en áður. Hjer lagðist hún niður undir runna, vitandi vel að afl hennar og liugrekki var að þrotum komið. Myrkrið jókst æ meir og meir. Þessá rólegu sumarnótt rfkti kyrrð yfir öllu svo ekkert heyrðist nema grátekkinn í Esther Raymond, ekki, sem lýsti þvf að hjarta hennar væri sundur kramið og hún algjörlega vonlaus. ,,En, góða mfn, þjer megið ekki gráta þannig, “ var sagt í lágum róm við hlið hennar. Hún tók ekkert eftir þessu og hjelt áfram að gráta. >,Nei, þjer megið ekki gráta þannig. Komið þjer með mjer, jeg skal flytja yður til Madura, sagði Dick Meadows, og kraup niður við hlið hennar til að reyna að l&ta hana heyra það sem hann sagði. Nú fyrst varð Esther vör við að verið var að tala við hana, og settist upp bál- vond. ,,Hvemig vogið þjer að tala til mfn ?“ sagði hún með öllum þeim biturleik f rómn- um, sem hún átti til. ,,Farið þjer undir eins f burtu“. ,,Jeg hefði aldrei skrifað þessi brjef cf jeg hefði vitað að afþeim myndi illt lciða,“ svaraði hann, ,,Ó, fyrirgefið þjer mjer, og lofið mjer að taka yður hjeðan. Það tjáir ekki að þjer sjeuð hjer“. „Hvað meiniðþjer?11 spurði hún. „Hver cruð þjer?“ Og í reiðiróm sagði hún enn fremur : ,,Ef þjer eruð ekki Egbert Sum- mers, hver eruð þjer þá ?“ Hann svaraði: ,,Jeg er Dick Meadows?“ Henni fannst hún nú skilja meira en áð- ur í þessu máli, og hrinti honum frá sjer skarplega, en stóð sjálf & fætur. ,,Er það þjer, sem hafið skrifað brjefin, og þjer eruð ekki Egbert Summers?" spurði hún, og rödd hennar skalf af reiði. ,,Fáið þjer mjer þá mfn brjef,“ bœtti hún við afarreið. Unglingurinn dró nokkur brjef upp úr vasa sfnum, sem hann rjetti Esther alveg eyðilagður. „Viljið þjer nú koma ?“ spurði hann. En Esther, sem reiðin hafði gcfið augna- bliks styrk, ætlaði að svara en gat það ekki, því nú leið yfir hana. Dick Meadows laut niðurað henni mjög sorgbitinn og f efa um hvað hann nú gæti gjört fyrir hana. En hann fjekk ekki lengi að hugsa, þvf hann var gripinn á loft mcð sterkri hendi, hristur eins og hundar hrista rottur og fleygt inn f runnann. „Seinna skuluð þjer fá að gera grein fyrir þessu, Dick Meadows. Farið þjer undir eins í burtu, eða ábyrgist yður sjálfan að öðrum kosti“. Unglingurinn varð lafhræddur er þessi sterki maður kom til sögunnar, og skipaði honum svona harðlega. Hann stóð upp sneyptur og fór f burt. Egbert Summers laut niður og tók stúlk- una f fang sjcr. Hann bar hana þannig gegnum skóginn, yfir garðinn heima hjá sjer og inn í húsið og þar inn í bakher- bergi, þar lagði hann hana niður með mestu varúð. Hún var enn í öngviti og köld. Andlit hennar sýndi að hún hafði grátið og föt hennar voru vot af dögginni. Hann fór nú strax fram í stofuna aftur, kveikti eld f ofninum og dró legubekk a ð honum, sótti svo Esther inn í svefnher ‘ bergið, ljet hana á legubekkinn og breiddi teppi ofan á hana. Svo tók hann hlýjan drykk og hellti honum upp f hana, hún renndi honum niður, lauk snöggvast upp augunum og sofnaði svo fast og rólega. Egbert Summers vakti þarna hjá henni alla nóttina sitjandi á stól sínum. Brjefin sem Dick fjekk henni, tók hann upp um leið og hann tók hana í skóginum, og las þau um nóttina. Þegar að Dick var búinn að viðurkenna að hann væri höfundur brjefanna, áleit hann sig hafa heimild til að lesa þau brjef, sem hún hafði skrifað til svars, svo hann á þann hátt gæti til fulls skilið þetta mál. Innihald þeirra lýsti hreinlyndi og sak- leysi, um leið og þau báru þess vott að hún þekkti heiminn harla lítið, og bar meira traust til mannanna en þeir áttu skilið, enda þótt hún hefði orðið fyrir ýmsu mótlæti og erfiðleikum. Þegar hann var búinn að lcsa allt, stóð hann upp og gekk að legubekknum þar sem hún lá. Hatturinn hafði dottið af henni, og fallega jarpa hárið hennar, sem var laust og vott af dögginni, hafði lagt sig f hrukkur á enni hennar við hitann frá ofn- inum. Hann horfði á hana. Andlit hennar bar nú engan vott um örvinglan. Hún svaf eins rólega og barn með hendina und- ir kinninni. Þvf lengur sem hann horfði á hana, þess mýkri urðu tilfinningar hans (Niðurlag næst).

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.