Baldur


Baldur - 14.09.1903, Blaðsíða 1

Baldur - 14.09.1903, Blaðsíða 1
BALDUE. I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 14. SEPTEMBER 1903. Nr. 35. Nafnfrœg kona. Florence Nightingale, hin nafnkunna hjúkrunarkona, lifir enn og á heima f West End í Lund- únum. í sfðastliðnum maímánuði var hún 80 ára giJmul, og þann dag streymdu til hennar lukkuóskir í þúsundatali, þar á meðal frá Alex- öndru drottningu í eiginhandar rituðu brjefi. Ýmsir aðrir af kon- ungbornu fólki í Norðurálfunni vottuðu henni virðingu sfna við þctta tækifæri. Miss Nightingale er há vexti og nú orðin nokkuð feit, með grátt hár og góðlegt andlit og hrcinskiln- islegt. Enda þótt hún nú sje orð- in heilsuveíl, og verði oft að þola lfkamlegar þjáningar, cr ávallt gott að finna hana fyrir veikar mann- eskjur, og cins cf það cru hjúkrun- arkonur, sem þurfa leiðbeiningar, en að öðru leyti hatar hún að sýna sig scm nokkurskonar merkisper- sónu. Miss Nightingale er fædd í FIo- rence 1823, og varð fyrst nafn- kunn fyrir tilraunir sfnar við að bœtaheilbrigðisásigkomulagbre/:ka hersins. Sfðar heimsótti hún og kynnti sjer bæði almenn sjúkrahús og hermanna-sjúkrahús um alla Norðurálfuna. Kynnti sjer hjúkr- unaraðferðina og sjúkrahúsafyrir- komulagið f Parfs, og gekk á líkn- arkvennaskóla í Kaiservvorth við Rín árið 1851, til þess að nema hjúkrunarfrœði. Þegar hún kom til Englands aftur, gjörði hún víð- tæka umbót á heilnæmisskóla, sem stóð í sambandi við heilbrigðis- stofnunina f Lundúnum. Tfu ár var hún að læra og búa sig undir lífsstarf sitt. Þegar Krímstrfðið stóð yfir 1854, bauðst hún til að fara til orustu- stöðvanna og láta reisa hjúkrunar- hús við Scutari. 20. sept. var bar- daginn við Alma, og voru hinir særðu sendir á sjúkrahús, sem byggð voru í snatri við Bosforus- sæinn, en brátt fylltust þau hús, og sökum þess að þar dóu miklu fleiri heidur en fjellu á vfgvellinum, sáu mcnn að eitthvað hlaut að vera f ólagi. Til þess að frelsa herinn úr þessari hœttu, bauð Miss Night- ingale stjórninni aðstoð sfna, sem var með gleði þegin, og áður en vika var liðin fór hún á stað mcð aðstoðarkonur sínar. Hún kom til Konstantínópel 4. nóv., daginn áður cn orustan við Inkerman fór fram, nógu snemma til að taka á móti hinum særðu f hermanna- skýlin, scm áður voru offyllt með sem svarar 2—3 hundruð manns. Umhyggja hennar fyrir hinum þjáðu gleymist aldrei. Ilún vann stundum hvíldarlaust í 20 stundir við að sjá um að hver og einn fengi þá hjúkrun sem hann þarfn- aðist. Hún sá strax hvað að var f sjúkráskálunum, er olli dauða svo margra manna, og vann að þvf með aiefli að útrýma þeim göllum. Mcðan hún starfaði að því vorið 1855, veiktist hún af of mikilli á- reynzlu og vökum, en vildi samt sem áður ekki yfirgefa stöðu sfna, og cftir að henni batnaði aftur, var hún kyr í Scutari þangað til brczki herinn fór úr Tyrklandi 28. júlf 1856. Ilún, sem svo margir hermenn eiga lff sitt að launa, eyddi sinni eigin heilsu í þeirra þarfir. Þrátt fyrir heilsuleysi sitt hefir Miss Nightingale skrifað nokkur ágæt rit, og eru þessi helzt: ,,No- tes on Hospitals“, ,,Notes on Nursing“, ,,Life and Death in India“, og ,,The Training of Mid- vives and midvifery Nursing“, sem öll eru mikilhæf, hafa komið miklu góðu til leiðar og sýna, að hugur hennar dvelur enn aðallega við hjúkrun veikra og heilbrigðis- ásigkomulag mannkynsins. Flestar cða allar verksmiðjur í Bandarfkjunum, sem lcggja það fyrir, sig, að smfða 1 f k k i s t u r, standa saman í gróðabragðaflokki (trust). Þessi fjclagsskapur hjelt fyrir stuttu fund í borginni Indiana- polis, og samþykkti á þeim fundi að hækka verðið á lfkkistunum, vegna þess, að gróðinn á þeirri varningstegund væri ekki viðunan- lega mikill. Þetta cr hinn úthalds- bezti gróðabragðaflokkur mannfje- lagsins. Aðrir flokkar flá eignir manna af þeim lifandi. Þessi flokk- ur fylgir nánum í gröfina. Prestar og grafarar gætu ugg- laust komið ár sinni eins vel fyrir borð, ef þeir mynduðu jafn vfð- tæka fjelagsheild. Dr. Robinson, 63 West 3Sth Street, New York, auglýsti það, að hann vildi kaupa nefbrodd fyrir $50, ,,handa ríkisfrú, sem hcfði skaðað sig“. Það cr altíttað læknar græða blett af lifandi hör- undi við annað hörund þcgar þess gjörist þiirf. Viti menn. Læknir- inn fjckk úr ýmsum áttum tilboð um að fullnægja þessari beiðni. Slfkt og þvflfkt er gott sanninda- merki um það, á hversu háu stigi vellfðunin cr í hinni mestu verzl- unarborg Vesturálfunnar. Ekkert annað en hungursneyð gæti komið nokkrum kvennmanni til þess, að leggja fram slíka fórn, en f þeim kringumstæðum er það vcl skiljan- legt örþrifsúrræði t. d. af móður, sem með slíkum hætti gæti afstýrt dauða barna sinna. I sömu borginni, sem þetta skeð- ur f, er hið alrœmda Wall Street, þar sem ein hin argasta fjárglæfra- manna samkunda hefir aðsetur sitt. Þar eru iðuglega saman komnir ýmsir hinna ríkustu manna heims- ins til þess, að veðja um það hvern- ig þessu og þessu gróðabragðinu muni reiða af. Þenna fjelagsskap nefna menn ,,Stock Exchange", og vegna þess, hversu afarríkir menn taka þátt í þessum fjelags- skap, lfta allir smærri auðkýfingar upp þangað með svo óútmálanlegri lotningu, að lotning þeirra fyrir guði er ekki berandi saman við hana. Skýrslur þessa fjelags eru nokkurskonar hitamælir alls verzl- unarlífs f landinu, og frækleiki auð- söfnunarmanna er fólginn í þeirri skarpskyggni, sem þeir hafa til þess, að lesa rjett á þann mælir. Sá erfiðleiki liggur f því, að hinir ríkustu fjárglæfragarpar eru slungn- astir og bolmagnsmestir til þess, að breyta kringumstæðunum allt f einu svo, að þeir vinni veðmál sín, en það þýðir ævinlega hrun eða eyðileggingu fyrir fjölda þeirra, sem eru lítilsigldari. Til þess, að koma af stað slfkum breytingum, og svo til þess, að halda almenn- ingi í skefjum á meðan hann er að sætta sig við breytingarnar, er öll- um vopnum beitt, — kosninga- mútum, brennivfnsaustri, lög- mannahrekkjum, svæfandi trúmála- kenningum, lögregluaðhaldi, og herliðsofbeldi, og jafnvel undir- róðri tilþess, að koma af stað verk- föllum heima fyrir — af því að dauði eins verkgefanda er annars líf —, og uppreistum erlendis — af þvi að veiklun einnar þjóðar er efling annarar og aukning á gróða- tækifærum fyrir hennar auðkýf- inga. — Ljósmyndasmiðir sýna aldrei nema brjóstið á myndum sínum, en horfi maður á auglýsingar verzl- unarsamkundunnar í New York, sem brjóstmynd af mannlífinu, þá þarf ekki annað en lfta á auglýs- ingu Dr. Robinson’s <il þess, að fá hugmynd um bakið. Sannarlega eru fjelög mammons- dýrkendanna og allar þeirra stofn- anir enn þá eins og ,,kalkaðar grafir“.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.