Baldur


Baldur - 19.10.1903, Side 2

Baldur - 19.10.1903, Side 2
2 BALDUR, 19. OKT. 1903. BALDUR ergefinn út&GIMLI, MANITOBA. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur : Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. ThoRSTEINSSON. Prentari: JóHANNES VlGFÚSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Veið á smáam auglýsingum er 25 eents fyrir þumlung dálkslengdar. Afs'áttur er gefinn á strerri auglýsingum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. V.ðvíkjandi skíkum afslætti, og öðrum fjármálum blaðs ins, eru menn bcðnir að snúa sjer að ráðs- manninum. mánudaginn, 19. okt. 1903. Ólga. „ Allt skal frjáist, allt skal jafnt, rjettan skerf sinn og skamt á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf“. (Framh.). í einu fslenzku ævintýri er getið um þrjá biðla, scm allir vildu fá sömu kóngsdótturina. Faðir henn- ar hafði ekkert út á neinn þeirra al setja, og svaraði þeim þvf, að sá, sem sýndi sig mestan mann með þvf, að afla sjer hins frægasta dýrgrips innan ákveðins tfma, hann •skyldi fá stúlkuna. Biðlarnir lögðu allir af stað saman cins og beztu brœður og mæltu sjer mót á á- kveðnum stað á tilteknum tfma. Fegar þeir fundust þar aftur, hafði einn mcðferðis sjónpípu, scm alla hluti mátti sjá f gegnum, hvar í heimi sem var. Annar hafði töfra- klæði, sem flutti mann á svipstundu hvert á land, sem maður óskaði. Þriðji hafði læknismcðal, scm var allra meina bót. Þegar þeir fóru að skoða hver annars gripi, varð þeim meira en lítið bilt við, því að í pfpunni sáu þeir, að kóngsdóttir- in lá svo fárveik í rúmi sfnu, að viðbúið var að hún mundi deyja á hverri stundu. Þeir stigu þvf allir tafarlaust á klæðið og hjcldu heim f kóngsrfkið. Þár kom kraftur meðalsins í góðar þarfir, og innan stundar var kóngsdóttirin heil heilsu. En faðir hennar var ekki enn þá neinu nær í þvf, að geta gefið rjettan úrskurð um það, hver þeirra væri vcrðugastur fyrir að fá hana. Svóna er þvf nú einnig varið al- staðar í mannfjelaginu. Menn þurfa að geta sjeð þarfirnar og svo þurfa þeir að hafa tækifæri og á- höld til þcss að uppfyllaþær. Einn aðhefst þetta og annar hitt, svo enginn getur án annars verið, en enginn einn getur þakkað sjer ein- um líf mannfjelagsheildarinnar. Hversu margir eru það ekki, sem eiga sinn þátt í framleiðslu eins einasta brauðbita, sem maður scð- ur hungur sitt með ? Einn varð að plregja akurinn svo kornið gæti sprottið. Til þess þurfti hann hesta, aktygi og plóg. Hann cða aðrir urðu fyrst að ala upp hestana og til þess þurfti hey, sem aðrir hcstar höfðu dregið, og þannig koll af kolli aftur í tfmann. Aktygin, eru úr leðri, svo einhvcr hafði þurft að ala upp skepnuna, scm það skinn fjckkst af, og sútarinn hafði garfað það, og söðlasmiður- inn gjört úr því aktygin. í plógn- um var járn og trje. Að þvf höfðu bæði námamenn og skógarhöggs- I menn unnið í fyrstu. Svo tóku flutningsmenn við þvf, og ótölulega margir höfðu áður orðið að taka þátt í að búa til flutningsfæri þeirra. Sfðast tóku smiðirnir við þvf, og svo flutningsmenn aftur, áður en plógurinn kom til bóndans. Þcgar j búið er að. plœgja, þarf að sá og vakta og rœkta og uppskera og j þreskja. Til alls þessa þarf marg- 1 vísleg áhöld, og hvert barnið getur leikið sjer að þvf, að rekja hinar ýmsu keðjur, sem út af því spinn- ast. Svo þarf poka undir kornið, og í þá þarf hamp cða hör cða baðmull eða ull, og þctta þarf að kemba og spinna og vefa og sauma og til þess þarf fjölda mörg áhöld. Nú þarf að mala kornið og oft og í tfðum flytja það langar leiðir bæði j á sjó og landi, og við það eru þús- j undir manna riðnar, beinlfnis og. J óbeinlínis. Þegar húsmóðirin hefir j fengið mjölið, þá þarf hún vatn, ogj j undir það þarf ílát; þar næst salt, og stundum sykur og margt ann- að kryddmcti, og upptök þeirra hluta má rekja land úr landi, í það óendanlega. Svo þarf hún borð og kefli og stó og eldsneyti, og að endingu þarf hún hnff og smjör ! áður en hún cr komin að þvf tak- marki, að rjetta barninu sfnu þessa cinu brauðsncið, sem á að styrkja j krafta þess og viðhalda lífinu. Það væri vandasamt að segja um það, hver af öllum þcssum starfs- mannafjölda á mikilvægastan þátt f lífi barnsins, því að þótt barnsins þakklátscmi komi eðlilcga fram við móðurina, þá ber þess að gæta að hún er upp á alla hina komin til þcss að geta veitt barni sfnú þessa næringu, og var sjálf alin upp á sama hátt og eins allir hennar ætt- feður og allar kynslóðir hver fram af annari. Barnið er þcss vegna, fyrir þau tækifæri, sem móðurást- inni veittust til þess, að geta upp- fyilt þarfir þess, komið f skuld við mikinn hluta mannkynsins, í skuld við frjósemi moldarinnar, í skuld við auðævi fjallanna, í skuld við flotkraft hafsins, í skuld við veðr- áttu loftsins. Það cr komið f reikning bæði hjá guði og mönn- um, og það hlýtur að bera ábyrgð á þvf, að verja lffi sfnu og kröftum svo, að það fari ekki skuldugt í gröfina, þvf það er hin auðvirðileg- asta endalykt, sem fyrir nokkurn mann getur komið. Þeir sem sjáif- viljuglega verða fyrir þvf hlutskifti, eru annaðhvort erkiletingjar eða glœpamenn. Þcir cru svikarar bæði gagnvart guði og mönnum. í þessari takmarkalausu mann- lífsólgu er það einkum tvennt, sem einstaklingar almennt sækjast eftir. Þaðer AUÐUR og HEIÐUR. Auðurinn er oft mcðalsvegur að heiðri, en ekki ævinlega, og allra sízt sönnum hciðri, því hann er kominn undir innra manndóms- gildi, en ekki undir ytri kringum- stæðum. Hciður er sömuleiðis meðalsvegur að auði, og ýmsir þeir, sem ckki hafa svo mikið mann- dómsgildi til að bera, að þeir eigi sannan heiður skilið, leggja iðulega sinn ytri, óverðskuldaða lofstír í f s'Jlurnar fyrir auðinn. Uppreistarandi vcrkamanna- stjettarinnar kemur ávallt fram f þessu sambandi. Verkamannin- um sárnar, að sjá engar skorður reistar við hinu beljandi fossfalli auðsins f einstakra manna hendur, °g það oft hendur þeirra, sem eru erkiletingjar og tilfinningarlausir yfirgangsseggir Svo þegar ofan á það bœtist viðurkenningarleysi gagnvart iðjumanninum, en veizlu- höld og lofgjörðarsöngvar gagnvart þeim, sem mest hafa getað svælt undir sig af annara sveita, þá snýst gremja þeirra upp í heift og trylling, sem erfitt er að álasa þeim fyrir, en sem skaðlegur ofbeidis- verknaður getur hlotist af á hverri stundu, svo lengi sem rangsleitnin fær að ráða í niðurjöfnun auðsins, og hlutföllum heiðursins. (Framh.) FOB TWENTY YEARS IN THE LEAD Automatic takc-up; self-setting needle; sel£ threading shuttle; antomatic bobbin winder; quick-tcnsion release; all-steel nickeled attach- ments. Patkntkd Uall-bkaring Stand. • UPCRIOR TO ALL OTHERS Handsomest, easiest running. most nolseless, most durabie........Ask your dealer lor tho EIdred8:e'‘B,,* and donot buy any machine un- Ui you have seen the Eldrcdge “B.” Com- •'are its quality and price, and ascertain ita Tf interested send for book about Eldrldge "B.” We will mail it promptly. Wholesale Distributors: Merrick, Anderson & Co., Winnipeg. í kvöldsamsæti nokkru var við- stödd kona, sem grobbaði svo mik- ið af ferðalögnm sfnum erlendis, að öllum var farið að sárleiðast. „Þjer hafið ifklega ferðast upp eftir Rfn ?“ spurði húsmóðirin. ,,Já, auðvitað, og mörgum öðrum fjöllum lfka“, svaraði hin. Hugsaðu ckki mcð annara hugs- unum. Brúkaðu þfnar cigin, annars ryðga þær.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.