Baldur


Baldur - 19.10.1903, Síða 3

Baldur - 19.10.1903, Síða 3
BALDUR, ig. OKT. I9O3. 3 HaUSTPLŒGING. Sumir bœndur cru á þeirri skoðun að haustplœging sje skaðleg fyrir akurinn, þeir Imynda sjer að regnið, snjórinn og stormurinn eyði frjóefnum moldarinnar, en reynzlan hefir sýnt að það á sjer ekki stað. Hið gagnstæða hefir reyndin ieitt í ljós, nefnilega það, að moldin leysist í sundur af frosti og snjó að vetrinum, þegar plœgt er á haust- in, og verður hæfilegri til að draga í sig ýmsar loft- tegundir, svo sem Ammonia, sem er svo ágæt jurta- nœring. ,,Nýr snjór á nýplœgðan akur er eins góð- ur og sauðatað“, segir norskur málsháttur, sem enn í dag er gildandi meðal akuryrkjubœnda 1 Noregi, og eigi þessi málsháttur við þar f landi, þá á hann hjer við líka. Það virðist heldur ekki vera af tilvilj- un að sauðatað cr tckið til samanburðar, þvf enginn annar áburður er jafn ríkur af Ammonia og einmitt það. Þar sem um stóra akurbletti er að ræða, er oft og tfðum ervitt að vera nógu snemma búinn að plœgja þá á vorin. Plœgingin má nefnilega ekki byrja fyr cn jörðin er hæfilega þur, og dragist öf lengi að sá, er minni von um góða uppskeru en ella. Á haustin þar á móti er um lengri tfma að ræða, og enda þótt þá sje einnig oftast nœgar annir, er þó hugsanlegt að geta plœgt mestan hluta akursins þá. Ein aðalnot haustplœgingar cru þau, að þá plœgist illgresisfrœið niður og fer þá strax að spíraogvaxa, en þegar vetr- ar eyðileggst það af frostinu, svo það vex sfður, cða jafnvcl alls ekki, að vorinu. Og þótt eitthvað lítið vaxi af illgresi að vorinu f haustplœgðum akri, upp- r<etist það að mcstu eða öllu lcyti ef duglega er hcrf- að. Ef illgresisfrœið þar á móti liggur ofanjarðar yfir veturinn og er plœgt niður að vorinu, þá vex það strax, til mikils ógagns fyrir sáðgróðurinn. Hvert frcekorn getur nefnilega ekki framleitt nema eina jurt og hana að cins einusinni, og það cr af þessum ástæð- um að það deyr að vetrinum ef það nær þvf að spfra og vaxa ögn að haustinu, en liggi það kyrt f frœbelgn- um ofan á moldinni hefir frostið engin deyðandi áhrif á það yfir veturinn. ,,Babbi, hvað eru sannleiksmolar ?“ _ ,,Sannleiksmolar, — stúfurinn minn, er almennast kallað það, sem kemur konunum f nágrenninu til að segja á þessa leið : Fyrsta kona : ,,Nú, jeg hefði sagt það“. Önnur kona: ,,Nei, — Aldrei hefi jeg hcyrt ann- að eins“. Þriðja kona: ,,Það er nú lfklega ekki satt“. Fjórða kona : ,,Jcg fyrir mitt leyti hefi aldrci á- litið hana eins saklausa og hún læzt vera“. Fimmta kona : ,,Jeg vorkenni vesalings börnun- htn hcnnar“. Og svona halda þær áfram meðan nokkur dropi cr 1 tekönnunni, stúfur minn“. — Enginn er sjálfráður sem ekki, getur stjórnað sjálfum sjer. — Oeinlægur vilji ber ófrjóvsamt frœ. , ■— I cinvcru cr ekkert dýr cins huglítið og maður- 'ún, f samfjelagi ekkcrt hugrakkara. Missouridrengirnir. —;o:— (Framhald). Hann kvaðst nú vilja endurgjalda lánið, en ckki geta komið scm stæði til Denver, þar á móti myndi maðurinn, sem veðið hefði, koma þangað á morgun. Hann hefði sent manninum, scm heima ætti f Leadville, hraðskeyti um að snúa sjer að Richard Biglow f Denvcr, og fá sfna peninga þar, gegn þvf að afhcnda j honum þessa 5000 hlutl í námunum. Brjefritarinn sagði cinnig, að áður en langt um liði myndi hann sjálfur koma til Den- ver og veita hlutum sfnum móttöku, og að þessir $100 væri borgun til Mr. Biglovvs sem brakúns og milligöngumanns ; efhann ekki vildi eiga við slfk viðskifti, var hann beðinn að vfsa á annan brakún f Denver. Þetta sfðasta var nokkuð skrftið. Rustic’s Fling var verðmikil eign nálægt Lcadville ; sjerhver hlutur í þeim námum var í fullu gildi. Dick fjekk vfxilinn geymdan f bankan- um, og maðurinn frá Leadville kom. Hann var rfkur maður og mjög viðfeldinn f fram- komu. Það leið ekki langt um þar til þeir voru orðnir vinir, og þeir urðu því sam- fcrða út til að fá sjcr miðdagsvcrð. Dick var hinn kátasti, hann hafði nú kynnst rfkum námaeiganda og var orðinn vinur hans. Hann tók á móti vcrðbrjefun- um, geymdi þau í járnskáp sfnum og borg- aði vini sfnum þessa þúsund dollara með ávísun á bankann, sem var hafin strax um kvöldið. Dick gjörði sjer hálft í hverju von um að eigandi verðbrjefanna myndi ekki vitja þeirra, enda reyndist það svo. Hann kom ekki og víxillinn kom aftur óviðurkenndur frá New York. Skjálfandi knjefjell Dick fyrir framan járnskápinn sinn, tók fram vcrðbrjefin, fór með þau á samkunduhús kaupmanna og bauð þau til sölu þar. Honum til • stórrar undrunar var fyrsta boð 90 cent-í dollarinn. Svo voru strax boðin 97 cent og þá ljet Dick þau með á- nægju fara. Sá, scm verðbrjefin kcypti, tók, við þcim og leit yfir þau, en von.bráðar fjekk hann Dick þau aftur og sagði: „Þetta eru ckki hlutir f Rustic’s Fling“, og benti á verðbrjefin sem hann hafði keypt. ,,Þessir hlutir eiga' heima f ein- um eða öðrum afkima, sem jeg hefi aldrei heyrt nefndan. En þjer, ungi maður, verðið að fylgja mjer til foringja samkund- unnar, svo hann viti hverskonar maður þjer eruð“. Sem sagt, svo gjört, og það var lán fyr- ir Dick að vfxillinn frá New York var ekki viðurkenndur, þvf hann sýndi að Dick hafði verið táldreginn sjálfur. í stað þess að mæta ásökun, var hlegið að honum. Rustic’s Fling—það er að skilja sástað- ur, sem Dick hafði nú umráð yfir — var eitthvert hið auðvirðilegasta og ónýtasta námaland, sem reynt hafði verið. Það var lágt fjallland vestanvert við Pike’s Peak, sem var nefnt eftir hinum arðsömu námum við Leadville, að eins til að narra menn. Þegar Dick var búinn að jafna sig eftir þetta áfall, fjekk hann brakún í borginni Canyon til að reyna að selja þessa 5000 hluti fyrirsig. Hann máttiselja þá á hvaða verði sem var, þar þeir voru einskis virði, og þareð brakúninn bjó f sama hjeraði og þessar námur voru, voru meiri lfkur til að hann gæti fengið eitthvað fyrir þær. Brakúninn í Canyon skyldi brjef Dicks, sem var blandað spaugi, á þann hátt, að hjer væri um að gjöra að geta prangað út verðlausri vöru í einhvern auðtrúa mann. Nokkrum vikum sfðar kom hann til Den- ver, og heimsótti þá auðvitað Mr. Biglow, og átti nokkrar skcmmtilegar stundir í sam- veru við hann. Þegar minnst var á hlut- ina í námunum, hlóu þeir báðir, þvf hjer var um reglulega fjeglæfra að ræða. Morgun nokkurn kom maður inn á brak úns skrifstofuna í Canyon, scm út leit fyr- ir að hefði ckið allhart, því föt hans voru öll í leirslettum. Hann talaði við brakún- inn og Ijet í ljósi að sjer væri f hug að leggja peninga f námafyrirtæki. Brakúninn lagði srax fram landabrjef, og benti á ýmsa staði þar sem mikil auð- ævi væri fólgin undir jarðskorpunni, og talaði svo líklega að við lá að gull flyti yfir varir hans. Maðurinn, sem ávaxta vildi peningana, virtist þó heldur tregur, svo fór brakúninn, rjett að gamni sfnu, að hrósa hlutabrjefun- um í gagnslausu námunum í Rustic’s Fling. Honum til mikillar undrunar virtist mað- urinn veita þeim athygli, og spurði um verðið. Um þessa tilviljan skrifaði brakúninn Dick eftirfylgjandi brjcf: „Hcrra Richard Biglow ! ---------Þar sem við erum orðnir svo að segja góðir vinir, skal jeg scgja yður dálitla skrftlu um vcrðbrjefin yðar. Fyrir skömmu kom maður inn á skrifstofu mfna, scm tjáði mjer að hann hefði í hyggju að leggja nokkra peninga í námalönd, cf jcg hefði þau til sölu. (Framhald).

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.