Baldur


Baldur - 23.11.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 23.11.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 23. NóV. 1903. BALDUR er gefinn út á GIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um 4rið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. TllORSTEINSSON. Prentari: JóHANNES VlGFÓSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Veið á emáum auglýeingum er 25 cente fyrir þumlung dálkalengdar. Afsláfctur er gefínn á stœrri auglýsingum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi akíkum afslætti, og öðrum fjármálum blaðs- ins, eru menn beðnir að snú* sjer að ráðs- manninum. MÁNUDAGINN, 23. NOV. I9O3. Sannindamerki. ,,Fram, fram, aldrei að víkja“. Jón Sigurðsson. Eins og fyr hcfir verið bent á f þessu blaði, er jafnaðarstarfsemin f heiminum óðum að vaxa. Sum- um kann að virðast, að sú staðhæf- ing sje gjörð út í bláinn, ef engar sannanir eru færðar fyrir þvf, að svo sje, og skal það því hjer gjört með frásögum nokkurum þeirra at- burða, sem gjörzt hafa á yfirstand- andi ári. Að sönnu eru þær frjett- ir svo almenns eðlis, að fremur hcfði mátt búast við að hin stærri blöð flyttu þær, en með því að þeim hefir, einhverra hluta vegna, ekki þóknast að láta þær koma fyrir almennings sjónir, þá er á- stæðan til að fslenzku fólki gefist einhverstaðar færi á að kynnast því, sem fram fer í heiminum í þessa átt. Árið 1901 áttu þeir tal saman, Vilhjálmur, hinn krýndi hervalds- keisari Þýzkalands, og Morgan, sá sem nefna mætti hinn ókrýnda auðvaldskeisara Bandarfkjanna. í þeim samræðum kom það í ljós, að Vilhjálmi keisara stæði meiri stuggur af uppgangi og uppivöðslu jafnaðarmanna, heldur en af nokkru öðruatriði, sem hannþyrfti að gcfa gætur að. Kosningaúrslitin á Þýzkalandi nú í sumar leiddu það greinilegast f ljós, að þessi ótti keisarans var meira cn tómur hug- arburður, þvfaðaldrei hafa jafnað- armenn unnið annan eins sigur eins og í sfðastliðnum júnfmánuði um þvert og endilangt þýzka ríkið, og þar á meðal í Berlín, höfuðborg ríkisins. Af 390 sætum á þýzka þinginu unnu jafnaðarmenn 81 sæti. Að sönnu er það ekki nema liðugur fimmti partur af þinginu, en f hin- um ýmsu kjördæmum sfnum voru þessir menn kosnir með svo mikl- um meiri hluta, að atkvæði jafnað- armanna yfir rfkið f heild sinni nam 43 af 100 allra atkvæða, sem greidd voru, eða 3,112,000 alls. í borginni Berlfn eru 6 kjör- dœmi, og unnu jafnaðarmenn þau öll saman, svona rjett í kringum aðsetur keisarans. í 1. deild fjekk sá, sem kosinn var 53,000 atkvæði eða 1,700 meir en árið 1898. í 2. deild 8,000 meir en '98. í 3. og 5. deild stór meiri hluti. í 4. deild 67,000 atkvæði, og í 6. deild 78,000 atkvæði, eða 20,000 meira heldur en þegar hinn heimsfrægi jafnaðarmannaforingi, Liebknccht, náði þar kosningu. í heild sinni má sjá uppgang jafnaðarmanna á Þýzkalandi af eft- irfylgjandi töflu, sem sýnir hversu mörg atkvæði þeir hafa haft í rík- inu í hverjum almennum kosning- um sfðan árið 1867, sama árið, sem Canadasambandið kom fram á sjónarsviðið scm ríkisheild. 1867 30,000 1871 1874 351.679 1878 437.158 1881 311.961 1884 599.990 1887 1890 1.427,238 1893 1,786,738 1898 2,125,000 1903 3,112,000 Eftir þessari undanförnu reynzlu gjöra hinir þýzku jafnaðarmenn sjer vonir um algjörðan meiri hluta þjóðarinnar innan skamms. Það er eftirtektavert, að þetta á- stand skuli eiga sjer stað hjá þeirri þjóð, sem talin er menntuðust allra þjóða, þar sem aftur á móti að mcst ber á anarkistum á Ítalíu, þar sem kaþólska kirkjan og þekk- ingarleysið stendur á sfnu hæsta st‘g'> °g nfhilistum á Rússlandi, þar sem engin ærleg starfsemi get- ur fengið að njóta sfn fyrir her- valdskúgun einveldisins. Þá er að segja frá Danmörku. Jafnaðarstefnan hefir um alllangan tfma átt talsmenn á þingum Dana, en að eins í samlögum við vinstri mennina, sem svo eru nefndir, það er að skilja, þann flokkinn, sem helzt hefir hneigst f umbótaáttina. Við kosningarnar, sem fóru fram í Danmörku í sfðastliðnum júnfmán- uði, gekk jafnaðarmannaflokkur fyrst fram á völlinn, sem sjerstakur stjórnmálaflokkur í landinu, eftir sama sniði eins og verið hefir um langan tíma meðal Þjóðverjanna fyrir sunnan þá. Eftir kosningaúrslitunum að dœma eru hinir dönsku jafnaðar- menn miklu fjölmennari í borgun- um heldur en út í sveitunum. Af hinum 16 kjördœmum, sem teljast til Kaupmannahafnar, unnu þeir 10, hægri menn'4, og vinstri mcnn 2. Af þessum 10 sætum unnu þeir fjögur mótsœkjendalaust, og f einti hinna vann óbrotinn verka- maður sigur á fjármálaráðherra stjórnarflokksins. í hinni næst- stœrstu borg rfkisins, Aarhus, eru 2 kjcirdœmi, ogunnu jafnaðarmenn þau bæði. Sömuleiðis náðu þeir á sitt vald hinni þriðju stærstu borg, Odense, og enn fremur Álaborg, Helsingjaeyri og fleirum. í það heila fóru kosningarnar þannig, að flokki vinstri manna voru greidd 118,000 atkvæði, flokki jafnaðarmanna 55,000, flokki hægri manna 50,000, og einhvers- konar miðlunarmannaflokki 20,000. í Danmörku kemur þannig sá lær- dómur glöggast í Ijós, að þar sem jafnaðarstefnan festir rœtur, geng- ur von bráðar annarhvor hinna gömlu flakka svo til þurðar, að bar- áttan verður klippt og skorin milli jafnaðar og ójafnaðar. Auk þessarar hluttöku jafnaðar- manna á alþingi Dana, hafa þeir vel og rækilega hönd í bagga f hinum ýmsu bæjarstjórnum í rfk- inu. Enn frcmur hafa þeir f hönd- um sjer 28 blöð, sem eru gefin út daglega, þar á incðal ,,Soc;al- Demoeraten, ‘ ‘ sem er hið útbreidd- asta blað á ddnskri tungu. Fundar- sali eiga þeir víðsvegar um landið, og fjölda kaupfjelaga og iðnaðarfje- laga, sem öllum er stýrt samkvæmt prógrammi jafnaðar og samvinnu. Auk þess standa flestir vcrkamenn þjóðarinnar f fjelagsskap sfn ámilli. Svo eru verkamannafjelagsmeð- limirnir jafnaðarmcnn, sem sam- eiginlega standa upp í hárinu á allri kúgun og öllum kúgurum, og þannig ætti það að vera hjá hverri þjóð. Hjá hinum nánustu frændum okkar, Norðmönnunum, er jafnað- armennskan ekki komin jafn langt áleiðis eins og hjá Þjóðverjum og Dönum, en samt bólar ckki svo lítið á henni mcðal þeirra nú f seinni tfð. í 2 eða 3 kjördœmum norður á Finnmörk hafa jafnaðar- menn náð þingkosningu þctta ár og eru það hinir fyrstu menn úr þcim flokki, sem hafa unnið sæti á norska þinginu. Þýðingarmeiri sannindamerki um áhrif þeirra f ríkinu kom f Ijós í maímánuði í vor. Þá lá fyrir þinginu frumvarp til laga viðvfkjandi verkamannafjelög- um. Jafnaðarmenn og verkamenn voru óánægðir með ákvæði þcssa frumvarps, og tóku það til bragðs, að ganga fram í prósessfu gegnum höfuðstaðinn til þess að mótmæla. Um 12,000 manns tóku þátt f göngunni, þar á meðal 1,000 kvenna. í fararbroddi var borið merki með þessum orðum : ,,Við heimtum verndunarlög en ekki þvingunarlög". Bænarskrá var samin þess efnis, að biðja þingið annahvort að strika út 1. gr. frum- varpsins eða kasta því algjörlcga fyrir borð, vcgna þess, að eins og það væri stílað yrði það nýtt kúg- unarvopn í höndum auðkýfinga gegn verkalýðnum. Með þessa bœnarskrá fór svo sendincfnd, með formanni jafnaðarmannaflokksins í fararbroddi, á fund þingforsetans, og lofaði hann, að bænarskráin skyldi verða gaumgæfilega fhuguð. Endalok málsins urðu þau, að frum- varpinu var algjörlega sleppt. Hjer í Amerfku miðar margt í þessa sömu átt, en yfir höfuð virð- ist ekki skórinn kreppa enn þá nógu fast að fæti verkalýðsins hjer til þess, að hann láti sjer skiljast hvað til sfns friðar heyrir í stjörnmálum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.