Baldur


Baldur - 23.11.1903, Side 3

Baldur - 23.11.1903, Side 3
BAtDUR, 23. NóV. I9O3. 3 Hcfirðu nokkurntíma Ihugað hversu viturlegt það er, að senda þúsundir manna upp í fjöll til þess, að grafaþar upp nokkur tonn af gulum málmi, sem kall- aður er gull, og senda svo annan hóp manna til þess, að sprengja í sundur bjarg eftir bjarg og byggja úr því virki og geymsluklefa utan um gullhrúgurnar, og gefa út til almennings pappírsseðla til sannindamerk- is um, að nú sje svo eða svo mikið af gula málminum geymt í grjóthýsum, sem gjörðeruaf mannahöndum, í stað þess að vera geymt f fjöllum frá skaparans hendi? Þetta er nú sá æðsti vfsdómur sem ,,menning- in“ hefir framleitt viðvfkjandi peningamálum heims- ins. Sagan um hernaðarsjóð Þjóðverja, sem fyrir stuttu hefir verið prentuð bæði í Baldri og Lögbergi, er gott sýnishcrn af þessu vizkulega framferði. / J\ sfðasta ársfundi biskupakyrkjunnar f Ný-Eng- landsrfkjunum kvartaði einn biskupinn undan þvf, að kyrkjan væri að missa tangarhald á fólkinu. Þetta mætti vfst vfðar til sanns vegar færast. Peninga- græðgin stendur almennt á svo háu stigi, að kyrkj- urnar berast aflvana með straumnum f þjónustu mammons. En enginn kann tveimur herrum að þjóna, og þvf er ekki von að vel fari. Mammonsást og græ®g’ °& rangsleitni fylgjast að annarsvegar, en guð og mannúð og jöfnuður hinsvegar, og það er vandi að sigla hálfvolgur milli þeirra skerja. §másveinn nokkur var að gæta fjár á sunnudags- morgni. Þegar farið var að hringja kyrkjuklukkun- um og fólk fór að streyma til kyrkjunnar, fór hann að hugsa um að biðja guð líka. En hann hafði aldrei lært neina bœn. Þá kraup hann á knje og byrjaði á stafrófinu : ,,a, b, c,“ og svo áfram, þangað til kom- ið var til ö. Maður einn, sem var á gangi, kom þar nálægt er drengurinn var og heyrði til hans, sá hann, hvar hann lá á knjánum, spcnnti greipar, hjelt augunum lokuðum og þuldi: ,,a, b, c“. ,,Hvað ert þú að gjöra, vinur minn ?“ Drengurinn leit upp. ,,Jeg er að biðja“. ,,En hvers vegna þylurðu stafrófið ?“ ,, Af þvf jeg kann enga bœn, en vil biðja guð að vcra með mjer og hjálpa mjer til að gæta kindanna. Svo hugsaði jeg, að ef jeg læsi allt sem jeg kynni, þá gæti hann sett það saman og kveðið að því, sem jeg óskaði mjer“. ,,Guð blessi þig, vinur minn. Hann lætur víst ekki bæn þína óheyrða. Þegar hjartað talar rjett, þá hljóta varirnar að gjOra það lfka“. (ÆSKAN). ,,Nö. nfi, Jens! Hvar varst þú f gær?“ ,,Jeg var veikur“. ,,Hvað var að þjer?“ „Jcg hafði tannpfnu". „Er þjer þá ekki illt í tönninni nún;v?“ „Jeg veit það ekki". „Hvað þá? Veiztu það ekki ?" „Nei, því að tönnin var dregin úr mjer". Ella Leston. 1. Ella Leston var komin að þeirri niður- stöðu að hún yrði að ferðast um heiminn með einhverri auðugri konu, sem lagsmær cða fylgdarmey, ef hún ætti nokkurntíma að verða þess umkomin að geta styrkt móður sfna, svo henni yrði unnt að lifa áhyggjulausu lffi. Hún var fús til að taka slfka stöðu hjá hverri sem helzt konu, er væri svo rfk að hún gæti goldið henni góð laun, og svo frjálslynd, að hún tfmdi að fá sjer fylgdarstúlku. Þær áttu fremur erfitt uppdráttar, mæðg- urnar, og því var það að dóttirin snjeri sjer að vistráðaskrifstofu, og borgaði þar 1 dollar til þess að henni yrði útveguð vist. Forstöðukonu vistráðaskrifstofunnar skulum við nefna Mrs. Weldon, og láta hana svo spjalla sjálfa. Fyrst skoðaði Mrs. Weldon silfurdollar- inn nákvæmlega, eins og hún væri að full- vissa sig um að hann væri ósvikinn, síðan settist hún fyrir framan stóra bók, til þess að skrifa í hana hverja stöðu Ella óskaði að fá og hæfileika hennar. ,,Aldur?“ spurði Mrs. Weldon stutt- lega. „Átján ára síðasta júlf“. ,,Hverja atgerfishæfileika og þekking hafið þjcr?“ Jeg hefi enga atgjörvishæfileika eða þekkingu, ef jeg hefði þá myndi jeg sækja um kennarastöðu. — Það er líklega minna heimtað af fylgdarstúlkum á ferðalagi“. ,,Við höfum nokkrar gáfaðar og vcl menntaðar stúlkur í bókum okkar, er sœkja um stöðu sem fylgdarstúlkur, cða sem lags- meyjar, eða að eins til að fylgja ungum heldri stúlkum í samkvæmi, vera forvígis- kona þeirra, sem kallað cr“. ,,Já, jeg skil“, sagði Ella, sem æsku- hreinlýndið gjörði dálftið málhreifa. ,,En það er allt öðru máli að gegna mcð mig. Mamma hefir ekki haft efni á að leigja Pi- ano síðan jeg var 12 ára, svo jeg er hrædd um að jeg sje búin að gleyma þvf sem jeg kunni. Jeg hefi hjálpað henni við sauma svo jeg hefi ekki haft afgangs tíma til náms“. „Viljið þjer ekki gjöra mjer þann grciða", sagði Mrs. Weldon, ,,að eyða ekki tímanum til að segja mjer hvað þjer ekki getið gjört, cn segja mjer heldur hvað þjer getið gjört“, og hampaði pennanum eins og hún væri viðbúin að skrifa þá fræðslu er hún fengi. „Getið þjer lesið hátt 2 eða 3 stundir í elnu ?“ ,,Eruð þjer lipur og handlagin ? Getið þjer farið snemma á fætur ? Eruð þjcr röskar að ganga ? Hafið þjer blfða og góða lund ? Eruð þjer tilhliðrunarsamar ? Eruð þjcr greiðviknar ?“ „Öllum þessum spurningum má jeg játa, með undantekningu á ’blfðri lund' ef til vill. En jeg held jeg hafi góða lund og viðmót samt sem áður, og jeg skal ætíð kappkosta að þóknast þeim, sem borgar mjer kaup. Jeg skal sýna þeim að jeg veit það, að jeg á að vinna fyrir þvf kaupi sem jeg fæ“. ,,Sú tegund kvenna, sem til mín kemur til að grennslast eftir ungum stúlkum er þær geti fengið í vinnu til sfn, munu varla vilja málgefnar stúlknr“, sagði Mrs. Wil- son alvarlega, þegar hún var búin að skrifa eitthvað í stóru bókina sfna. ,,Jeg hefi aðallega viðskifti við heldri flokka mann- fjelagsins, og meðal þeirra er kurteist fá- læti í afhaldi“. „Já, auðvitað”, sagði Ella, ,,en það er allt annað þegar jeg tala við yður. Jeg vil í eitt skifti fyrir öll segja yður allt um mig“. ,,Það gleður mig að heyra að það er f eitt skipti fyrir öll“, sagði Mrs. Weldon háðslega. Aldur konu þessarar var ekki auðvelt að sjá rjett. Hún varísvörtum silkikjól, sem var fast strengdur um mittið, tállituð f and- liti með mikið falskt hár. Vera kann að fjör og dirfska Ellu hafi æst tilfinningataugar hennar, sem Ifklega hafa haft næga áreynslu af 8 stunda vinnu á dag í heitu herbergi á öðru lofti, en f augum Ellu var skrifstofa þessi allt annað en óþægileg. Brusselteppi á gólfinu, Da- maskusblæjur fyrir gluggunum, stólarnir klæddir flöjeli, frönsk stofuklukka á marm- arahyllu og allt annað eftir þessu, svo Ellu fannst þetta konunglegt í samanburði við íbúðina á 2. lofti í útjaðar bæjarins, þar sem hún og móðir hennar höfðu barist fyr- ir tilverunni í sex ár. „Haldið þjer að þjer finnið nokkurt pláss f bókinni yðar, sem mjer hæfir ?“ spurði Ella eftir nokkra umhugsun. ,,Nei, góða mfn, eins og stendur hefi jeg ekkert pláss handayður”, svaraði þessi stæ'riláta kona, sem var að láta silfurdollar Ellu ofan í skúffu. „Þjer hljótið að viður- kenna að þjer þekkið svo lítið til hinnar venjulegu hegðunar — og að þjer eruð of ung til að vera lagsmær hefðarkvenna. Það er leitt að yður skuli skorta þekkirigu til að vera kennslukona smábarna, það væri cinna hentugust staða fyrir yður“. „Ætli jeg þurfi að bíða lcngi ?“ (Framh.)

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.