Baldur


Baldur - 22.02.1904, Blaðsíða 1

Baldur - 22.02.1904, Blaðsíða 1
4 BALDUR. II. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 22. FEBRÚAR 1904. Nr. 8. 4- ÞORVALDUR ÞORVALDSSON, fœddur 4. jan. 1879, — dáinn 9. febr. 1904. Laugardaginn, hinn 6. þ. m., barst Þor- bcrgi skölapiltl Þorvaldssyni sú hraðfrjett til Winnipeg, að Þorvaldur bróðir hans hefði þá verið skorinn upp á spítalaíCam- bridge við þeim sjókdómi, sem f lækninga- bókum nefnist ’appcndicitis*. Næsta dag kom sú frjett, að Þorváldi liði cftir vonum, en áþriðjudag, hinn 9. þ. m., kom sú fregn, að hann væri dáinn, og þcirri fregn fylgdi spurning um það, hvort lfkið yrði sókt eða sent skyldi með það vestur. Sama dag var skcyti um þennan atburð sent til Winnipeg Beach, og sendimaður tafarlaust látinn flytja það norðurað íslend- ingafljóti til Sveins kaupmanns Þorvalds- sonar. Þegar hann kom til Winnipeg, á fimmtudag, kom að austan tilkynning um það, að Vilhjálmur skólapiltur Stefánsson væri kominn af stað, á lcið til Winnipeg, mcð hinum látna skólabróður sfnum. Hinn 11. og 12. varð þessi dánarfregn hcyrum kunn hjer f Nýja íslandi. Fjöldi Árnesbúa, sem samkvæmt undanfarinni auglýsingu höfðu safnast saman á skcmmti- samkomu f skólahúsi byggðarinnar að kvöldi þess 12., hættu við alla glaðværð f það skifti, og sýndu þannigáhinn viðkunn- anlegasta hátt söknuð sinn yfir fráfalli eins hitis ágætasta mannsefnis mcðal Vestur- Islendinga, og scm þeirra byggð gat, öllum öðrum byggðum frcmur, tileinkað sjcr. Messu hins únítariska safnaðar f því byggð- arlagi var eiunig sleppt þann 14. Þcnna sama sunnudag var útfararminn- ing haldin f stað mcssu í únftarisku kyrkj- unni í Winnipeg. Þar fluttu þessir mcnn ræðiir: Sjera Rögnvaldur Pjctursson, prcstur únítariska safnaðarins ; Vilhjálmur Stcfánsson ; Prof. Osbornc, frá Wesley-. skólanum ; Prof. Laird, frá Manitobahá- skólanum ; Runólfur skólapiltur Fjeldsted, fyrir hönd hins íslenzka stúdentafjelags ; og Einar Ólafsson, fyrir hðnd hins únftar- iska kyrkjufjelags Vestur-Islendinga. Fjöl- menni var svo mikið, að fleiri sóktu að en komist gátu fyrir standandi í húsinu. Hinir amerfkönsku únítarar við Harward- háskólann og þar f grcnnd smurðu lfkið og lögðu það í tvær kistur, úr trje og úr málmi, og scndu með það til Winnipcg, alltásinn kostnað. Að austan fylgdi kistunni einnig vandaður biómkoddi frá Jóni Jónssyni og fólki hans, hinni einu íslenzku fjölskyldu, sem býr í Boston. í Winnipeg varkyrkj- an prýdd sorgarmerkjum, og kistan sjálf var þar svo skrýdd, að í það minnsta nam hálfu öðru hundraði dollara. Þar á meðal var stór og fagur rammi með blóma-akkeri og lctruðum silfurskildi, frá únítariska kyrkjufjelaginu ; og annar rammi svipaður, en nokkru smærri mcð blómsveig utan um hvíta dúfu, sem flögrar yfir mynd hins framliðna, ogeinnigmeð silfurskildi Ietruð- um, frá fslenzka stúdentafjelaginu ; blóma- kodda frá Wesleyskólanum; og blómsveiga frá hinum fyrsta únítariska söfnuði f Winni- peg; frá Þorsteini S. Borgfjörð, forseta þess safnaðarfrá Heimskringlufjelaginu, og fleirum. Næsta dag þegar lfkið var flutt til járn- brautarstöðvanna, lagði únítariski söfnuður- inn til fimm líkfylgdarvagna og stúdcnta- fjelagið fjóra. Hinn íslenzki jarðarfara- umsjónarmaður, Arinbjörn Bardal, stóð fyrir útförinni og fylgdi líkinu hingað til Nýja íslands. Auk hans fylgdu þvf full- trúar ýmsra fjelaga í Winnipeg, og nokkr- irfleiri Winnipegbúar. Þegar hingað kom að Gimli, slógust nokkrir í för með þeim, og mesti fjöldi af Árnesbúum var staddur við útförina, sem að sfðustu fór fram frá skólahúsi þcirra. Við útfararathöfnina þar, sem fór fram þriðjudaginn hinn 16. þ. m., hjeldu þessir menn ræður: Sjera Rögnvaldur Pjeturs- son ; Ólafur Eggertsson, fyrir hönd stú- dentafjelagsins ; Einar Ólafsson, fyrirhönd únítarafjelagsins ; Sig. Júl. Jóhannesson, fyrir hönd Goodtemplara ; sjera Runólfur Marteinsson, prestur hinna lútersku safn- aða f Nýja Islandi, og sjera Jóhann P. Sól- mundsson, prcstur hinna únftarisku safn- aða f Nýja íslandi. Lík Þorvaldar heitins var jarðsett á æsku- stöðvum hans, f grafrciti Árnesbyggðar- innar, skammt frá heimili foreldra hans. Hann var ausinn moldu af hinum únítar- iska presti Ný-íslendinga, en sjera Rögn- valdur flutti yfir honum hin síðustu bless- unarorð. Var þádagurað kvöldi kominn, þegar lokið var cinni hinni sorglegustu, en jafnframt hinni viðhafnarmestu útför, sem fram hefir farið meðal Vestur-íslendinga. Á ætterni og æfiferil Þorvaldar heitins verður síðar minnst. Það er bæði Ijúft og skylt, að blað Ný-íslendinga leggi sinn litla skerf til þess, að halda á lofti minn- ingu þess manns, sem mestan og beztan orðstfr hefir getið sjcr allra ungmenna, scm upp hefir vaxið f flokki þeirra. Ekkert dauðsfall mun hafa vakið jafn innilegan og almennan söknuð mcðal íslenzkra manna vestan hafs, og að eins fáir menn, hjá hvaða þjóð sem cr, skilja eftir sig önnur eins spor á sandi tfmans hálfþrítugir. tsmn

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.