Baldur


Baldur - 22.02.1904, Blaðsíða 2

Baldur - 22.02.1904, Blaðsíða 2
2 BALDUK, 22. FEBR. I9O4. BALDDR ergefinn út&GIMLI, MaNITOBA. Kemur út einu sinni 1 viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrik Ní-Íslendingar. Káðsmaður: G. TlIORSTEINSSON. Krentari: JóIIANNES VlGFÓSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Yerð á emánm auglýain(?nm er 25 centa fyrir þumlung dáiknlengdar. Afaláttur er gefinn á stœrri auglýsingum, sem birtast í blaðinu |yfir lengri tíma. Viðvíkjandi eW knm afslætti, og öðrum f jármálum blsðs- ins, eru menn beðnir að snua sjer að ráðs- mauninum. MÁNUDAGINN, 22. FF.BR. I9O4. Hvað er skáldskapur? EFTIR Herbjart Hjálm. (Framh.) í óbundnu máli yrkja menn sfig- ur og lýsingar ýmisra hluta og við- burða; sú tegund skáldskaparins er eldri en hinn eiginlegi ljóðskáld- skapur, og þó að mikill hagleikur r^g fegurð geti komið fram í skáld- skap f óbundnu máli, þá getur sú skáldskapartegund eigi fylhlega jafnast við fegursta ljóðskáldskap, hvorki að fegurð njc gagnsemi. Allur fullgjör skáldskapur cr saga eða lýsing einhvers hlutar eða at- burðar, sem annaðhvort hcfir átt sjer stað, eða getur átt sjer stað samkvæmt þvf sem skáldið lítur á viðburðaframleiðsluöfl hins náttúr- lega lífs. Söguskáldskapurinn f óbundnu máli bcndir á ýmsar myndir og liti lffsins, ásamt myndbrcytingum þcss og litbreytingum, og snertir um stundarsakir ýmsa strengi mannlegs hugmyndaafls, sem ef til vi 11 hafði aldrei áður verið hreift við. Þessi hugsanahreifing leiðir sfðan oft til þess, að lcsandanum opnast nýtt starfsvið, scrn hann eigi áður hafði þekkt cða gjört sjer ljósa grein fyrir. Hugsunin vakn- ar f áður óþekktum stað á lcikvelli Iffsins, og bcinir hinu ytra afli mannsiris að nýju starfi, sem skap- ar hið komanda lff hans eftirþeirri mynd sem skáldið hafði með sögu sinni leitt inn í huga lesandans. En það eru að eins fáir lesendur, sem kunna að nota öfl þau og bendingar, sem felast í orðum skáldanna, sem oft verða, — sam- kvæmt efni og atvikum —að vera myrkari f máli, en heppilegt er til nota fyrir meiri hluta lesendanna. En þó að menn læri efni sagn- anna, og muni það svo ljóst, að þeir geti dregið upp helztu mynd- ir þess f huga sjer, svo að sagan kemur þannigað allmiklum notum, — þá cr hitt ef til vill engu minna virði, sem sögulesandinn gleymdi eftir örfá augnablik, og sem aldrei sfðan kemur f ljós í hugskoti hans; — það eru einkum hin hrífandi orð skáldsins f lýsingunum,, sem hvcrfa þannig fyrr en lesandann varir. En 1 j ó ð i n festast svo vel f minnum margra lesanda, að þar af leiðir, að Ijóðskáldskapur verður þcim að miklu meiri notum en söguskáldskapur í óbundnu máli. Ljóðagjörðin hlýtur því að verða skáldlistarmynd fraintíðarinnar. En hún cr vandasöm og fárra með- færi svo að vel sje, og hún komi að notum fyrir almenning. Því þyngri sem tunga sú er, scm skáld- ið notar fyrir kvæðamál, þvf örð- ugri og vandasamari verður skáld- listin. Þcss vegna furðar margan á þvf, hve mörg ljóðskáld Islending- ar eiga, þar sem þó tunga þeirra er bundin þungum og ströngum málfræðisreglum. Þetta bendir ó- tvírætt til þess, að íslenzka þjóðin sje í sannleika skarpari hugsjóna- þjóð og gædd meiri skynsemi að j því er snertir skáldskapinn, en flcstar aðrar þjóðir heimsins, — þegar litið er til mannfæðar hennar og vöntunar ýmsra menningarskil- yrða sem aðrar fjölmennari þjóðir hafa, er þó eiga að eins örfá ljóð- skáld. Ljóðskáldskapurinn er þannig meira virði fyrir íslenzku þjóðina, sem einkenni hennar, en margir hafa ætlað. En að hinu leytinu er hann þó enn meira virði fyrir íslendinga,—að hann er hjá þeim, —- eins og öllum þcim þjóðum sem kunna að meta hann, — sjálfkjör- inn lciðtogi þjóðarinnar á hærra menningarstig, bæði að þckkingu og verklegum framförum. En til þess að skáldskapurinn geti orðið oss að fullum notum, verðum vjer að læra að meta gildi hans, og læra að skilja hann rjett. Kvæðin hafa þann mikla kost fram yfir skáldskap í óbundnu máli, að þau geymast betur í minn- um manna; — þau geta geymst um aldur og ævi, orðrjett í hugum lesendanna, og þess vegna eru þau jafnan til nota hvenær sem á þarf að halda, þó að s a g a sama efnis sje löngu týnd og gleymd. Þess vegna er ljóðskáldskapur ómetan- leg auðlegð fyrir hverjaþjóð ; hann varðveitir bezt sögu hennar og tungu og hinar dýrustu hugsmfðar sem fæðast hjá mestu mönnum þjóðarinnar. En engir mæta eins miklum og margvíslegum misskilningi, eins og ljóðskáldin ; þetta kemur meðal annars af þvf, að orð þeirra eru oft tvíræð, og þau verða að vera tvfræð, vegna máls og atvika. En svo ríkir sá misskilningur hjá sumum Iesendum, að allt sem skáldin segja, hljóti að eiga bein- Ifnis við einstaklingslíf skáldsins sjálfs, en þeir gæta ekki að þvf, að það er hlutverk skáldsins að draga fram í birtuna leyndardóina mann- lífsins og náttúrunnar, f allskonar myndum, sem hann verður að leiða fram í þeim líkingum sem bczt eiga við, á þeim tfma sem hann hefir fyrir augum þegar hann yrk- ir kvæði sitt, eða atvikunum sem standa f sambandi við efni kvæðis- ins, — sem skáldið verður svo oft að klæða í dularbúning fyrir lesend- unum, þó að hann gjarnan vildi segja sögu sfnafljósari orðum. Til þess að menn geti lært að skilja skáldskapinn rjett, verða þcir fyrst að skilja hlutverk skáldsins,—skilja hvað skáldskapur er f rjettri merkingu. Þegar menn hafa skilið það til hlýtar, þá geta þcir fyrst dœmt verk skáldanna og skilið hverjir af þeim sem yrkja eru þess verðir að þeir sjeu kallaðir s k á 1 d. — Maður nokkur suður f Bandaríkj- um, F. W. Dunnellað nafni, ernú um nokkur ár búinn að fá tilraun gjörða með það, að brúka járn- brautarundirlægjur (raihvay ties), sem hann hefir fundið upp á að búa til úr lcðri. Gamlir skór og allt slfkt drasl cr malað f sjcrstök- um kvörnum, og svo sett í lag aftur með vatnsþrýstingi. Upp- fynding þessi hefir gefist svo vcl, að fjelag hefir myndast með $300, OOO höfuðstól til þcss að færa sjer hana í nyt, og ætlar það fjelag sjer einnig að búa til girðinga- stólpa og strætablakkir með þessu sama móti. m :0> é m é í( 'a o.( é ol w w w W w f t WINNIPEG BIISINESS li 1 jH, JJLiJ Port. Ave. WINNIPEG. & # ífc * NORTH END BRANCH w W Á MÓTI C. P. R. VAGNSTÖÐINNI. % # Sjerstakur gaumur gcfinn að uppfrœðslu í cnska málinu. Upplýsingar fást hjá ('( B. B. Olson,--Gimli. G. W. Donald, sec. WINNIPEG. (Framh.) Lífið er ekki svo stutt, að það sje ekki ævinlega nægur tfmi til að brúka kurteisi. — Emer.SON.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.