Baldur


Baldur - 06.09.1905, Blaðsíða 2

Baldur - 06.09.1905, Blaðsíða 2
2 GIMLI, --- MANITOEA ÓHÁÐ VIKUBLAÐ* KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRA M ÚTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. RITSTJÓRI: Magnús J. Skaftason. RÁÐSMAÐUR: Gísli P. Magnússon. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : IB^VILDTXIR,, GIMLI, nvn^A.isr Vetðásmáum auglýsiugum er 25 cent fyrir þumlung dá kslengdar. Afsláttur er gefinn á strerri auglýsingum, sem birtast í blaðiuu yfir lengri tíma. Viðvíltjanrli slíáum afslætti og öðrum fjármálum bh ðs- ios, eru rtiena beðnir að snúa sjer sð ráðs- manninum. MlÐVIKUDAGINN, 6. SEPT. 1905. IIVERNIG BYLTINGARNAR FARA FRAM Á RÚSSLANDI. Eftir Vance Thompson. II. Framh. harrn getur cyðilagt hana, alt eftir' ■f * I .pvf_.sem honum ér skipað. Og Raffalovitch er sambandsliðurinn milli De Witte og ensk-þýska auðfjelagsins—Lundöna og Frank fort. Þetta eru nú myndir þær, sem standa á bak við hin pólitisku for- tjöld á Rússlandi. Þetta eru menn- irnir sem bljesu að kolunum, þeg- ar þúsundunum var slátrað f Pjet- ursborg 22. jan. 1905. Það er ófagur leikur, þegar þessir dimmu skuggar læðast um leiksviðið. Þar ; er kvikt af svikum, bröcfðum og morðum. En nú skulum vjer að Jokum snúa oss að stórhertogun- um og virða þá fyrir oss. Eru þeir fullir hroka,—glóandi af gulli—með fjaðurskúfum og borðaleggingum. Þeir hafa verið og eru hinir verstu samsærismenn í heimi, en þeir eru fmynd hins gamla einveldis. III Hertogafylkingin. þeirra. Lestirnar léggja á stað þeg- ar þeim sýnist, hvort sem það er rjettur tfmi eða ekki. Hjerna um | nýárið var einn stórhertoginn á ferðinni, Vladimir, mikill maður vexti, drembilátur og gamall. Eins og siðvenja var hafði haun ; einsamall sjerstaka lest. En á | ! brautinni voru fleiri lestir með I vopn og vistir og hermenn til 1 Manchuríu. Áttu þær lestir að hafa brautina fyrir öllum öðrum þvf að mikið lá á. Nú var lest ■ stórhertogans sett inn á hliðar- braut eina og látin bíða þar. Liðu ! svo þrjár stundir að hann varð að sitja þar. Fór þá að sfga f hann. Ljet hann þá kalla á yfirmanninn á lestastöðinni og skipaði honum að senda lest sfna áleiðis: ,,Jeg þori ekki að tcfja fyrir herlestun- um“, sagði aumingja maðurinn. ,,Jeg skipa þjer það“, sagði stórhertoginn. ,,Jeg Þorí það ekki“ sagði litli j maðurinn og ætlaði að sökkva f i jörðina. Rak þá Vladimir upp öskur mikið, reiddi upp hendinaog blik- aði stálið f hnefa hans, en lesta- stjórinn hnje dauður niður við fæt- ur hans. Var svo lfkið borið burtu. En lögreglan tók skýrslu um atburðinn þannig, að maður- inn hefði dá'ð af slagi og nú voru stöðvaðar allar lestirnar á leiðinni til Moskó, en stórhertoginn hjelt áfram. Allir hlýða þeim, allir smjaðra fyrir þeim, allir óttast þá, þeir cru af hinu heilaga keisarablóði. Hirðin sjálf sem næst stendur Nikulási á oft f deilum miklum. Er móðir hans ein af dætrum Danakonungs og er stórlát og harðráð, og nýtur lftt elsku Rússa. Kcnna frjálslyndir menn henni um það er þúsundirnar voru -skotnar niður f Pjetursborg f vctur. En hugrekki hennar virða menn. Eft- ir blóðbaðið í Pjetursborg f vetur þorði enginn höfðingjanna út úr húsum sfnum, en þá keyrði hún ein og óhindruð um stræti borg- j arinnar. ORUSTAN í JAPANSKA FLÓANUM. Eftir japanskan sjóforingja á skipí Togos: Mikasa. P'ramh. og vjer gátum ekki annað, cn dáðst að þeim fyrir hugrekki þeirra, fyrir þenna stórbokkaskap j sem einlægt virtist segja: „Þið ! eruð ckki nema Asíumenn, hvað ; þurfum við að óttast ykkur“. Hertogaflokkurinn f Rússlandi' (Rússar sjást) er flokkur algjörlega út affyrir; Það var ekki fyrri en um kl. i sig, það eru alt ættmenn keisar- j e. m. að vjer fyrst sáum gestina, ans. Þeim sjálfum finst þeir vera j sem vjer vorum að búast við. svo æðri öðrum mönnum að einn j Það voru eitthvað 13 eða 14 þús- þeirra sagði: ,, Við og mennirn- 1 und metrar á inilli flotanna. Virt- ir“. Þetta var sannarlega að að- i ust þá skip Rússa kasta myndum skilja sauðina frá höfiunum. í: sfnum á draumtj ild þokunnar, augum lýðsins eru þeir hálfhcilag- ; e!ns og væru þau einhverjar loft- ir eins og keisarinn; á járnbraut- j sjónir. Var það alt mikill floti og arstöðvunum stökkva menn til að j sýndist stefna norðaustur f tveim cggja rauða gólfdúka undir fætu r riiðum. Virtist koma hik á þá BALDUR, 6. SEPT. 1905. fyrst er þeir sáu oss. * En svo stefndu þeir djarflega á oss. Það vor;u nú ekki nema 10 míiur á milli flotanna og að þvf komið að vjer kæmumst f skotfæri. Vind- ur stóð þá hvass á suðvestan, og var beint á móti oss, og breyttum vjer þá nokkuð stefnunni. Breyttu þá Rússar líka fylkingu sinni og Ijetu bryndrekana miklu (Battle- ships) fara fyrst, þá hina ljettari drekana (Cruisers) og aftast öll ljettiskipin. Vjer sáum fljótt að skip vor voru hraðskreiðari en óvínanna og gátum vjer þvf ráðið hvernig vjer höguðum orustunni; rendum vjer svo skipum vorum þvcrt f veg fyrir Rússa. Það var eitthvað kl. 5 mfnútur eftir tvö, á nálægt 7 mílna færi, að vjer sáum hvítan strók skjótast út úr fallbyssukjafti á admírals- sk’pi Rússa, og höfðu Rússar þar byrjað hrfðina eins og Kfnverjar gjörðu f Gula hafinu fyrir 10 árum. En vjer svöruðum þeim nú ekki, enda dró ekki byssan til vor. Hjá oss var Mikasa á undan með Togo innanborðs. Menn vorir stóðu reiðubúnir og voru hálfóþol- inmóðir. En vjer vorum að virða fyrir oss og horfa á drekana rúss- 'nesk.u, sem allur heimur hafði ver- ið að hugsa um ogtalaum f marga mánuði. Og vissulega litu þeir tfgulega út og gat mjer vel skilist, að Rússa dreymdi um dag þann, þcgar drekar þessir gerðu þjóð sfna að drotning í austurhöfum. En loks gaf Togo merkið og á sama augnabliki drundu þúsund þr'umuhvellir yfir sjóinn. En svo var tilskipað, að vjer skyldum allir skjóta fyrst á fyrsta skip Rússa, admfralsskipið og svo taka hvert af öðru. Brátt rendum vjer fram hjá Rússum, og er vjer vorum komnír þeim á stjórnborða, þá sneri Mikasa við og öll skipin á eftir og rendum vjer þvert í veg þeirra aftur. Neyttum vjer þá bakborðs byssanna og sendum Rússum kveðjurnar að'nýju. Voru menn þá allir óþreyttir þeim meg- in. En á stjórnborða hvfldust menn þá á meðan. Svona Ijetum vjer það ganga, hvað eftir annað, snjerum einlægt við og sendum þeim sendingarnar. ýmist af bak- borða eða stjórnborða. Leit jcg þá einu sinni við og horfði yfir flota vorn og var það fögur sjón að sjá hvernig hvert skip hjelt stöðu sinni sem f dansleik væri, rcykurinn gaus út úr kanónukjöft- unum, en loftið drundi af hinum sffeldu hvellum. Um kl. 3 e. m. var orustan á hæðsta stigi. Var þá stálfræ það sem vjer höfðum verið að sá, farið að bera ávöxt. Það var um það leyti sem tvær deildir flota vors hurfu sjónum um stund, en brátt komu þær í Ijós aftur, og voru þá komnar á bak við Rússa, svo að ; ’oúið var að slá um þá algjörðan | hring.' Rfissar voru þá scm rotta * í vesturröðinni voru Ijcttari 1 skipin (Cruisers) en í hinni eystri þyngri skipin (Battleships). f gildru. Og fór jeg að hugsa um það, að loksins hefðu forlögin ver- ið oss vinveitt, Ioksins væri stund- in komin, sem gjöra ætti út lím sýo margt, þegar veldi Rússa á Kyrra-hafinu liði undir lok, en nýr dagur friðarins rynni upp yfir austurlönd'jm. Það fór að sjá á ýmsum skipum Rússa og einlægt harðnaði hríðin af vorri halfu. Jeg sá einn dreka Rússa tapa stjórn- inni og sfga undan sem ölvaðan mann, voru tveir reykháfar hatis skotnir burtu, en hvftur reykur- inn gaus upp úr drekanum á mörg- um stíiðum. Var þá búið að berj- ast f 5 klukkustundir. Hin skip- in þeirra stefndu þá vestur og vildu sleppa, en skildu þetta eftir Kom þá skot f mastrið á þvf og kastaði þvf f sjóinn sem fjöður væri og brátt stóð skipið alt í björtu báli, en þrátt fyrir skot- hríðina heyrðum við frá þvf hvell j á hvell ofan og svo fór það að hall-! ast vafið eldi og reyk sem öðrum lfkhjúp og sendum vjer svo Kit- ose með torpedóbátum að veita þvf hinar seinustu skriftir; og 30 mínútum seinna si»kk það með hvelli miklum. En sigurópið: ,,Banzai, banzai“ hljómaði af Mikasa yfir hinar háreistu iildur, innanum hinar látlausu drunur stórskeytanna. Þá sáum vjer og tvö önnur skip Rússa láta undan sfga og voru illa haldin. Var fljótt snúið að þeim stórskeytun- um. Var það Ifkast því þegar hestur dcttur af mæði á snjóþökt- um sljcttum, cn utanum hann safnast úlfarnir og tæta hann f sundur. Tók jeg einkum eftir á- hrifunum af tólfþumlunga byssun- um vorum og tíu þumlunga sprengikúlunum frá Nisshin. Inn- an 10 mínútna stóð alt annað skip- ið í björtu báli. Það virtist taka rólega við öllum sendingum vor- um; en svo sá jeg það steypast á- fram, eins og þegar maður er skotinn f hjartastað, og stinga framstafninum í sjó niður, en aft- urstafninn stóð hátt f loft upp; og gleymi jeg aldrei sjón þeirri, er stafninn bar við gráan þokuvcgginn, en skaflar hvik- anna brutu á sökkvandi skipinu og skrúfan reis til himins sem krossmark á leiði þess og þirna sökk það niður f hyldýpið með i öllu sem á var. Einu sinni en þá fórum vjer í j veg fyrir Rússa og beindum nú j skotum vorum á drekann Knias Suvaroff. Braust þá út eldur á skipinu og hvítar reykjarstrokurn- ar teygðust til himins, en jeg sá eldtungurnar koma sleikjandi um efsta þilfarið. Á dreka þeim börð- ust Rússar af mestu hreysti, og þó að vjer ljetum rigna yfir hann skotunum úr hinum stóru byssum vorum, þó að eldhafið væri svo að segja utan um hann, og þó að hvað eftir annað kviknaði f hon- um, þá var eins og Rússar sintu ekki öðrum eins smámunum. Þeir stóðu við kanónur sfnar og sendu oss kveðjurnar ótæpt aftur, sama cr og að segja um mörg önnur skip Rússa. Varðþá Togo Síétð- ur f þeirri hríð. í bardaga þessum sáum vjer aldrei lengra frá oss en 6 mílur og oft húrfum vjer sjónum óvinanna. Fimm sinnum mistu þeir sjónar á oss og fimm sinnum komum vjer til baka, að byrja hrfðina á ný er vjer komum í skotfæri. í hvert skifti stóð hrfðin ekki yfir lengur en um 30 mfnútur. Orustan byrj- aði litlu eftir kl. 2 e. m. og end- aði um kl. 7 e. m. og var þá als þriggja tfma skothrfð eða vel það. Um kl. 6. e. m. v.irtust Rússar vera að dreifa sjer og skip þeirra vera farin að riðlast, og öll reyndu þau að halda norður. En vjer gjörðum hið sama og fyrri, vjer stefndum f veg fyrir þá og ljetum djmja á þeim skotin. Þá var það að sprcngikúla tók stæðsta mastr- ið af drekanum Borodino; var hann og allur f báli, lagðist á hlið- ina og sökk. Nú fór að líða að kveldi og hjeldu stærri skip vor norður lengra, en hleyptu torpe- dó-bátunum á stað og stukku þeir sem rakkar á Rússa. Var þá kl. 7,20 e. m. og rökk- ur komið. Rússar bjuggust við þeim og heltu yfir þá kúlna hríð- inni, þvf þeir vildu sfður láta þá koma nærri sjer. Vjer vorum að hjálpa þeim mcð þvf að senda skotin á Rússa yfir torpedóbátana, en þeir voru sem deplar litlir eða fuglar í hafrótinu. Eitthvað um kl. 8 fórum vjer að heyra hina þungu hvelli sprengivjelanna, er þær skullu á skrokkum drekanna, og litlu seinna heyrðum vjer úr myrkrum næturinnar undarleg hljóð, voru þau váveifleg mjög, angistaróp deyjandi manna, sem f fjarlægðinni breyttust og urðu að draugalegum samsöng. Það var eins og hinar hvfldarlausu glötuðu sálir hefðu sloppið úr „nirvana, og væru að byltast f hafrótinu með brostnum vonum, þyngdi niður af hinum svörtu endurminn- ingum gamalla synda, og væru að hrópa út yfir hinn reiða sæ til sinna holdlcgu, lifandi bræðra og biðja þá, að gefa sjer einn eða tvo hunangsdropa meðaumkvunar. Fanst oss það hljóta að vera radd- ir 600 manna eða fleiri. Það var órnögulegt að segja hvort þetta voru raddir vorra eigin mantia eða hinna druknandi óvina vorra, máske hvorutveggja. Stefndum \ jcr svo flotanum f norð-vesturátt þv/ að vjer þótt- umst vissir um að Rússar mundu halda til Vladivostok. Enda fengum vjer loftskeyti frá njósnar- skipi voru rjett fyrir dögun 28. maf og var skeytið á þessa leið: , ,Leifarnar óvinanna stefna til Vladivostok". Skömmri fyrir kl. 10 f. m. sáum vjer svo 5 skip óvinanna 12 mílur austan við Takcbe fjörð. Voru það Orel, Nikulás keisari I. Ad- miral Seniavin, Admiral Aprax- ine og Izumrud. Undireins og skipin sáu oss, lagði hið sfðast- n'et'da á stað til Vladivostok með fullri fcrð. En hin bjuggust til varnar. En það var að ems stutta stund, þvf að brátt sáum vjer sól- arflagg Japans dregið upp yfir rússneska drckann. Skipin híifðu gefist upp. Var þá lok.ð hinnm j mesta sjóbardaga, sem heimurinn hefur sjeð.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.