Baldur - 20.09.1905, Síða 2
2
BALDUR, 20. SEPT. 1905.
B11
ER GfeFlRN ÖT Á
UIMLI, - MANITOBA
ÓHÁÐ VIKUBLAÐ*
KOSTAR $1 UM ÁRIð,
BORGIST FYRIRFRAM
ÚTGEFENDUR:
THE GIMLI PRINTING &
PUBLISHING COMPANY
LIMITED.
RITSTJÓRI;
Mngnús J. Skaftason.
RÁÐSMAÐUR:
Gísli P. Magnússon.
UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS :
BALDIJR,
C3-I3VLLI,
JVTA.LT
V«id4 8ináum auglýsingum er 25 oent
fyrirþumlung dá^btlengdttr. Afeiáttur er
gefinu á atœrri auglýaingum, B< m birtast í
bUðinu yfir lengrt tíma. Viðvíkjandi
elíkum afslætti og öðrum fjármálum birða-
ins, eru meon beðuir að enúa sjer sð ráðs-
manninum.
MIðVIKUDAGINN, 20. SEPT. Í9O5.
s
F riðarsam n i n gu r i n n.
—:0:—
Aldrei nokkurn tfma í sögu
heimsins hefur annar eins friður
verið saminn eins og þessi, milli
Rússa og Japana. Þarna var kristn-
in á móti heiðninni, þarna var
græðgin ogdrotnunargirnin á móti
mannúð og sjálfsafneitun, þarna
var hroki og fláttskapur á móti
drengskap og ærlegheitum. Rúss-
ar voru barðir á sjó og landi.
Margsínnis var hinn heiðni Davíð
búinn að leggja hinn kristna Goif-
ath að velli, og hálfrotað lá tröllið
við fætur Davfðs.
Nú er saminn friður, Rússar
áttu engan annnan kost, en að
ganga að tilboðum Japana. Með
hroka koma þeir á fundinn, þeir
neita mörgum atriðum f kostum
Japana, þeir segjast ekki gcta
borgað, þeir segjast ckki mega
missa Saghalien eyju, því að þeir
eru hræddir við upphlaup heima
hjá sjer. Það var þvf ekki annars
að vænta, en að hið blóðuga stríð
ög hin voðalegu manndráp hjeldi
áfram.
En þá, þegar heimur allur var
vonlaus orðinn, þá taka Japanar
það eina mögulega ráð, sem fyrir
hendi var til að fá frið, en það var
að falla frá kröfum sínum hversu
sanngjarnar sem þær voru;—Það
var þvf ekki Roosevelt, eða Vil-
hjálmur, eða Edward, eða Rússar
sem friðinn gjörðu, heldur Jap-
anar.
í öllu, smáu sem stóru,
þeir sýnt sig yfirmcnn
var Mikael höfuðengill,
ist mcð sfnum ósigrandi englaskara
við Belsebub og fylkingar hans
og steyfti þeim niður f afgrunn
myrkranna.
Þeir sýndu yfirburðí sína f með-
ferð sinni á herteknum mðnnurn,
í umhyggju sinni fyrir særðum og
sjúkum, f hinum ósigrandi dugn-
aði herforingja sinna og admfrála,
f hinni heitu föðurlandsást allra
sinna hcrrnanna, f hinni viturlegu
hcrstjórn, í hinni köldu og rólegu
fyrirlitningu dauðans, en hinn
mesti sigur allra, sem þeir unnu
í þessu strfði var einmitt þessi
seinasti á friðarfundinum. Þeir
sýndu þá þjóðunum það dæmi sem
heimurinn aldrei, aldrei áður hefir
sjeð. Heiðtiin sýndi þar kristn-
inni, hve rotin hin kristna sið-
menning f rauninni er.
Þeir lofuðu tröllinu ' rússneska
að labba óáreittu heim og hælast
um, að þó að þeir hefðu legið
N
undir Japönum á sjó og landi, þá
hefðu þeir þó unnið sigur á friðar-
fundinum. Þeir hefðu þar orðið
Japönum slægari.
En Ijelegt er að hafa ekki annað
en varmensku að stæra sig af.
Hjeðanaf vcrður Japan sædrotn-
ing í austurhöfum og lítil lfkindi
eru, að aðrar þjóðir fýsi að heyja
einvíg við skjaldmeyju þá, hvort
heldur er á sjó cða landi.
SKELFINGAR
stríðsins.
(Eftir pólskan foringja nýkominn
frá Manchuria.)
Foringi þessi var særður í ein-
um bardaganum og varð að fara
heim og lætur hann svo, illa yfir
þar eystra, að hverjum mundi
ógna. Eru frjettaritarar tregir
að scgja allar þær voðasögur, sem
þar fara fram. Segist honumsag-'
an þannig:
,,Það var um kvöld eitt eftir or-
ustúdag og höfðum við orðíð undir
sem vant var. Vorum við upp-
gefnir, vonlausir og skuggalegir
ásýndum. Ekkert var til 3ð
borða, engin flutningsfæri fyrir
særða menn, engin spíta að kinda
eld við,—ekkcrt til. Frostíð var
15 gráður fyrir neðan Zero, og af
frostinu skorpnaði á okkur skinn-
ið, en blóðið var að storkna í æð-
um okkar. Að vera kyr, eða að
sofna út af var sama sem að dey-
ja. Sannarlega dó margur einn
þá nótt. Hugsið yður þá skelf-
ingu—tfu þúsund menn þarna,
steinþegjandi, tfu þúsund rnenn
grafl<yrrir, enginn fótur heyrðist
stfga niður á hina frosnu jörð, eng-
in rödd heyrðist, ekki andardrátt-
ur.
Einstöku viltir menn, sem náðu
okkur, sögðu, að þegar þeir hefðu
farið yfir sljettuna, þá hefðu þeir
heyrt veinin og köllin, voðaleg,
óttaleg, til hægri og til vinstri,
fram undan sjer Og að baki sjer—
það voru hinir særðu, aumingja
suma þeirra, en höfðu ekkert til
að bera þá á, og urðu því að láta
þá liggja þarna. Og til hvers
hefði það lfka verið. Hvað átti
að gjöra við þá? En jeg gat ekki
stilt mig og hrópaði: ,,Við verðum
að sækja þá, við megum ekki láta
þá liggja þarna og deyja. Hver
vill fara með mjer?“ Ekkert
svar. Jég talaði til ofurstáns—en
hann sneri við mjer bakinu. Jeg
skoraði á generalinn. Hann gekk
fram hjá mjer, án þess að svara
orði. Háttstandandi læknir svar-
aði mjer með þvf að spyrja: hvað
ætti að gjöra við þá. „Við höfum
engar börur, engar umbúðír, eng-
in iæknaverkfæri. Það er betra
að láta þá eiga sig“. Enginn
mælti eitt einasta rjettlætisorð,
eða meðaumkvunarorð eðahrylling-
arorð. Það var ekkert nema til-
finningarlaust hlutleysi, því að
þetta var stríðið, þvf að allir þess-
ir menn, frá ofurstanum niður til
dátans, vissu að þetta einmitt
mundí vcrða þeirra hlutskifti á
morgun.
En með því að nudda nógu
lengi gat jeg loksiris haft út hundr-
að menn úr þessum hálffrosna hóp
og nokkrar gamlar hjólbörur. Við
lögðum á stað út í myrkrið Og
höfðum blys að lýsa oss. En
þegar við 'vorum búnir að vera
stundarkorn á ferðinni, þá sögðu
ópm og veinin okkur bctur leið,
en blysaglætan. Stundum hrukk-
um við aftur á bak, eins og fælnir
hestar, er við rákumst á hrúgurnar
af líkum rnanna Og dýra. Einu
sinni fann jeg að mjer var haldið
blýföstum. Tvær hendur höfðu
gripið um ökla mjer og var jeg
sem í skrúfstykki. Og þessar
hendur smáfærðust upp um kálfa
mjer sem 'járnklær og rifu og
mörðu hold frá beini. En jeg
fann það líka að tennurnar voru
að læsast f gegnum leðrið á skón-
um mínum og rifu það og tættu
með urri eins og hundur væri.
Jeg fór að hljóða og hermennirnir
komu hlaupandi og sáu þá við
fætur mjer særðan mann og voru
af honum slitnir báðir fætur um
lærin. En hann hringaði sig eins
og ormur um fætur mjer. Þeir
gátu ekki látið hann sleppa og
svo moluðu þeir höfuð hans með
stfgvjelahælunum. og byssuskeft-
unum. En það var sú versta
mínúta sem jeg hef lifað á æfi
minni.
Það ætlaði að lfða yfir mig og
eins og æðið ætlaði að slíta heil-
ann í sundur. Jeg varð sem
tryltur, að reyna að sleppa frá
öðrum eins sjónum og hrópaði
loks til manna minna: „Látið þá
rotnal, látið þá rotna alla saman!“
Við snerum heim á leið, en þá
var eins og alsstaðar f kringum
oss lysti upp ópunum, veinunum,
öskrinu svo tryltu að við þóttumst
aldrei hafa hcyrt annað eins. Og
eins og í Ieiðslu drógst jeg í átt-
ina, þangað til jeg sá þá, tfu,
I tuttugu, hundrað, tvö hundruð
menn, alsnakta, mcð fettum og
neðan Zero.
Allir voru þeir naktir, með and-
litin alblóðug; með stór, blóðrauð
göt á brjósti eða kviði, eða með
^tóra langa skurði fulla af storkn-
uðu blóði— skríðandi á jörðuuni,
hoppandi á afskotnum stúfunum,
með blóðferilinn á eftir sjer, sumir
vopnaðir með skambyssum eða
sverðum og veifuðu þeir vopnun-
um æðandi. Þeir stefndu á okk-
ur, en þektu okkur ekki og hróp-
uðu: ,,burt, burt með ykkur“.
Þeir voru óðir.
Þeir skutu nokkrum skotum og
eintvaf mönnum okkar fjell
Við hörfuðum undan. Eða
hvað áttum við að gjöra annað.
I fleiri klukkustundir var jeg svO
með fygld mfna í nokkurri fjar-
lægð frá þessum hóp hinna for-
dæmdu. Ópin frá þeim urðu en
þá hærri—svo minkuðu þau smátt
og smátt, þangað til þau dóu loks-
ins út. Hið trylta æði var dofn-
að, frostið hafði gripið þá. Með
morgninum voru allirsærðir menn
á hinni frosnu sljettu steindauðir.
Næsta rr.orgun særðist jeg sjálf-
ur, og einhvernveginn slapp jeg
lifandi burtu en aldrei nokkurn
tfina gleymi jeg skelfitigum þeim,
þegar maðurinn hálfur var að naga
f hæla mjer, eða hinum nöktu,
blóðugu mönnum hoppandi á stúf-
unum, með blóðferilfnn á eftir sjer
og stundum held jeg að alt þetta
sje að gjöra mig vitlausan
Cg einlægt skipar Czarinn her-
mönnum sínum að skjóta niður
þegna sína á strætunum í Pjeturs-
borg, Mosko, Vilna, Lodz og
Batoum, en svona fer hann með
hermeoniná sfna í Manchuríu.
Svona eru strfðin. Þetta skipa
konungar og stjórnendur. Þetta
blessa klerkar í hverju landi og
færa skaparanum lofgjörð fyrir.
En ræflarnir sem undirliggja, sem
vestan hafa hlutann af öllu saman,
þeir fylgja gapandí og glápandi for-
ingjum sfnum, verslegum og and-
legum leiðtogum og trúa þvf að
þeir sjeu að vinna hreystiverk
eða mannkærleiksverk, eða sálu-
hjálparverk, og jeg veit ekki nema
það sje rjett að þeir sjeu barðir,
sem þannig hugsa.
M ú t u r •
: O:
í 30. nr. var minst á fjárdrátt
þeirra þigmannanna í Ottawa
sem þeir Laurier keyftu mcð
þvf að hækka laun þeirra, og
fjckk þá þannig til að gjöra allar
þær skammirsem hann vildi. Varð
þá óp mikið um landið, og nú
kemur eftirleikurinn eins og vant
er, nú kemur iðrunin og yfirbótin
en hún er sú, að hinir seku fara
að selja upp meiru eður minnu af
fjenu eða þá ná sjer meiru og
moka þvf aftur f alþýðuna, f allra
handa-fjelög, jarðyrðjufjel., bænda-
fjelög, spftala, f vegabætur,
bryggjur og byggingar, vita, klak-
hús o. s. frv., o. s. frv.
Þetta þykir nú svona og svona,
en hvers er að vænta annars en
eimitt þessa þar sem ástandið er
eins og það er, og sannarlega má
mæla þeim bót þingmönnum þess-
um. Þeir hafa mikið fyrir sig að
bera og eiginlega alt. Því að alt
hið siðferðislega loft í kringum þá,
logar af stuldi og fjárdrætti, alt frá
þvf fyrsta augnabliki að þeir draga
andann sem nýbakaðir þingmenn.
Undireins og Þingmaðurinn er
kosinn þá standa á honum járn
úr öllum áttum, og þvfnær 4
hverjum einasta fundi sem þing-
mannsefnið heldur, heyrast f sffellu
hljóðin: „Hvað hefurþingmanns-
efnið gjört fyrir kjördæmi
þetta? eða ef hann er nýr,
,,hvað ætlar hann að gjöra fyrir
þetta kjördæmi". Og á málfundi
hverjnm, milli tveggja eða þriggja-
matina, er jafnan viðkvæðið ,,hvað
eigum v:ð nú að hafa upp úr hon-
um, hvað ætli að hann vilji nö
gjöra fyrir okkur?“. Það er hugs-
að um þetta dag og nótt, það er
rifist um þetta, slegist um þetta.
Mútur, mútur Iiggja f loftinu,
flögra um loftið í þykkum flyks-
um, safnast saman í svarta þoku
og þokan vefur sig um þingmann-
inn, kjósandann, fyllir hvern vasa,
hverja holu,öil þeirra skilningarvit
og verður aðalloftið sem þeir draga
að sjer.
Þetta er hreppabólitfkin ís-'
lenska. Við þessar hugmyndir
alast þingmennirnir upp. Það
erhugmyndinað bjargast
á annara kostnað ensinn
e i g i n n. Og sú hugmynd hefur
oftast eða Þvínær ætfð etið úr
mönnum ailan ærlegan dug og
drengskap. Og hvað er svo 4
móti þvf, að þingmennirnir einu
sinni reyni að stinga fáeinum cent-
um f sinn eiginn vasa, þeir eru
svo oft búnir að stinga þúsundun-
um f vasa kjósendanna.
%
Við þessu er aðeins ein lækning
það verður að koma því inn hjá
alþýðunni að b'era virðingu fyrir
sjálfum sjer, að girnast hag fjöld-
ans fram yfir hag einstaklingsins.
Og það er eitt af þeim Sisyfusar-
störfum sem gjörast þurfa, ef að
hið opinbera líf á ekki að fara svo
vesnandi að til óefnis og byltinga
leiði. Það þarf hver að geta trú-
að öðrum, ekki til fjárdrátta' held-
ur til þess að vera ærlegur dreng-
ur. Og siðbót sú þarf að byrja neð-
anað frá þjóðinni því að seint mun
hún byrja að ofan.
A u g 1 ý s i n g .
Fy*rir tæpurn mánuði síðan tap-
aði herra Björn Bergmann, Geysir
P. O. Man., rauðblesóttri hryssu
með aktýgjum. Hryssan er 6
vetra gömul, brennimerkt 4 öðrum
frambógnum, og mjög stigin á
framhófum undan skaflajárnum.
Hver sem kynni ad finna þessa
hryssu, er bcðinn að láta ofan-
greindan eiganda vita það hið
allra fcráðasta og verður sú fyrir’
höfn borguð.
höfðu } særðu mennirnir, sem, viltir voru ;
Rússa, það að ráfa og skrfða á hinni koldimmu [ brettum, hlægjandi, æpandi, dans-
sem barð-1 frostnóttu. Þeir höfðu- rckist 4 andi-—já, f 15 gráða frosti fyrir