Baldur - 18.07.1906, Síða 1
Flugnahurðir og gluggar
Bráðum koma flugurnar og þá
verða flugnahurðir og gluggarað vera
komin fyrir. Við höfum hurðir á
$1.00 og gluggana á 250.
ANDERSÖN & THOMAS,
Hardware & Sporting Goods.
• 538 MainSt., cor.James St.,WPG.
STEFNA: Að efla hreinskilni og AÐFERÐ: Að tala opinskátt og
eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir vöflulaust, eins og hæfir því fólki
kemur, án tillits til sjerstakra flokka. sem er af norrœnu bergi brotið.
♦©♦•♦•♦r
| Yeður |
f fyrir fsskapa. Við höfum úr f
É miirgu að vc'.ja—á $7.00 og upp *
S með smáafborgunum ef menn
vilja
Komið og skoðið.
| ANDERSON & THOMAS
J538 Main St. .cor.James. St., WPGJ^
« ' •
-w
IV. ÁR.
Til kaupanda
Baldurs.
Það er nö senn kominn út helm-
ingurinn af yfirstandandi árgangi
Baldurs, en aðeins rúmur sjötti
hluti kaupandanna hefir borgað
þessa árs áskriftargjald. Af
Jjessu getur mönnum skilizt, að
örðugt sje fyrir blaðið að standa f
skilum með það sem því ber að
borga.
Baldur hefir ekki stjórnarstyrk til
að lifa af.eins og flestum hlýtur að
skiljast, því hann er vinsældalítill
hjá flokksforingjunum; enda er
honum lítt lagið að beygja knje
fyrir þeirra hásæti. Það er fyrir
Baldri lfkt og Göngu-Hrólfi.
Hrólfur var beðinn að beygja sig
eftir gömlum vanda, og kyssa á
tána á Karli heimska, Frakkakon-
ungi, og fá upp úr þeirri athöfn
Normandi að leni, og Matthildi
konungs dóttur fyrir konu, en þá
kvaðst hann hafa beinserk, og
ekki geta beygt sig hvað sem venj-
unni liði. Baldur hefir líða bein-
serk, og getur þvf ekki kysst á
tána á ,,Karli heimska,“ þó venj-
an segi svo fyrir; enda hefir hann
jafnan ætlað sjer, að leita f aðrar
áttir eftir framfærslufje.
Ef blaðið fengi það sem það á
útistandandi hjá kaupendum sfn-
um, þá væri það býsna vel sett,
og ef það gæti bætt nokkru að
ráði við þá kaupandatölu sem það
hefir, sem vonandi er, geta fjár-
mál þess komizt i það horf, að það
þurfi ekki að vera tillölulega fáum
mönnum til byrði.
Það er lfklega eins mikið af gá-
leysi eins og nokkru öðru, að fleiri
hafa ekki borgað en búnir eru,
þvf sumir eru sjálfsagt svo settir,
að þeir gcta það, þó ýmsir eigi
örðugt með það nema á vissum
tfmum ársins. Lfka vcldur því
sjálfsagt sá vani, sem hefir orðið
býsna algengur við íslenzku blöð-
in, sá nefnilega, að menn borgi
ekki almennt fyr en í árslokin; en
það á Baldur bágt með að stand-
ast, og væri þvf vel til fallið, að
þeir sem geta, vildu nú sendá
blaðinu sein fyrst áskriftargjöld
sfn.
Þvf betur sem menn standa f
skilum, og þvf betri sem efnahag-
ur blaðsins er, þvf meira er hægt
að vanda til blaðsins, eins og hver
maður skilur. Þegar starfsmenn
blaðanna þurfa að fara að si.ina
mörgum vcrkum, af þvf ckki erfje
til að hafa nægan mannafia, þá er
hætt við, að eitthvert verkið fari
í ólestri.og dragi úr gildi bhðsins,
GIMLI, MANITOBA, 18. JÚLÍ, iqoö.
en þesskonar atvik mega helzt
ekki koma fyrir þegar annað er
hægt; það er ekki of kröftug blaða-
mennskan íslenzka þó þvf sje
tjaldað sem til er.
Vjer höfum reynt að tjalda eftir
beztu föngum hjer við Baldur, og
að mörgu leyti getum vjer verið
ánægðir yfir þvf hvernig þvf hefir
verið tekið. Innan skamms von-
um vjer að geta sagt að vjer sje-
um að öllu leyti ánægðir með það.
Það hafa komið úr öllum áttum
uppörfunarorð og heillaóskír til
blaðsins, og ýmsir hafa sýnt áhuga
sinn fyrir velferð þess með því,
að senda því áskriftargjöld og út-
vega nýja kaupendur.
Baldur er nú auðvitað hreint
ekki óaðfinnanlegt blað frekar en
öntiur blöð, en þær viðtökur, sem
hann hefir fengið hjá þorra sinna
kaupenda,sanna eitt þýðingarmik-
ið atriði viðvfkjandi ískndingum f
þessu landi—þær sanna það, að
þcir eru vaxnir upp úr þvf,aðgeta
notast við aðra eins blaðamennsku
eins og Winnipcgblnðin fslenzku
hafa lácið í tje. Það er heldur
engin furða þó svo sje komið, þeg-
ar blöðin leggja það fyrir sig, að
ræða jafnan þjóðarinnar mál meö
tilliti til hagsmuna pólitfskra
flokka, en ganga ætíð fram hjá
því,að ræða þau með tilliti til hags-
muna þjóðarinnar,þegar hagsmun-
ir þjóðarinnar koma í bága við
hagsmuni flokkanna,sem þau hafa
helgað starfa sinn. Og þegar það
bætist svo ofan á, að Ijelega er
oft og einatt haldið á sjálfum
flokksmálum, þá er ekki von, að
þessi blöð uppfylli að nokkru ráði
þær kröfur sem óháðir skynjandi
menn gjöra. Þau hafa lagt sig
niður við þann starfa, sem ekki
getur samrýmst þvf, að vaka yfir
velferð neins þjóðfjelags, af þvf
velferð þjóðfjelagsins ge^ur ekki
samrýmst velferð pólitfsku flokk-
anna, eins og þeir hafa hagað sjer
og eru að haga sjer. Þó þau vildu
vera þjóðfjelaglnu gagnleg, þá
eiga þau sjerlega bágt með það, á
mcðan þau standa undir flokka-
merkjum. Þau eru þar lfkt sett
og hugsandi klerkur f prjedikun-
arstól orþódoxrar kyrkju; hann
langar máskje til að tala af viti,
en hann má það ekki, og það er
ckki ætlast tll þess, af þeim fem
stólinn e:ga.
,,You cannot fool all the people
all the time,“ sagði Abraham
Lincoln, og sannast það að líkind-
um hjá íslendingum eins og vfðar.
Allir Isiendingar láta ekki gabba
sig alla tíð. Þeir eru allt af að
-sýna það betur og betur, að þeir
hafa vit á við hvern annan þjóð-
flokk sem er, til að athuga
mannfjelagsmeinin og mannfjelags- j
hagræðin; og þeir eru augsýnilega I
nokkuð almennt farnir áð finna til
þess, hve oft Winnipegblöðin ís-
lcnzku gefa þcim undan og ofan í
af, eftir þvf sem bezt á við fyrir
flokkana þeirra, í stað þess að gefa
þeim verulega hjálp við sfnar
mannfjelagsathuganir.
Það var einmitt þetta sem
nokkrir menn fundu til, og kom
þeim til að stofna Baldur, fyrir
hálfu fjórða ári; og það hafa svo
margir fundið til hins sama, að
það eru nú um eitt hundrað manns
sem eiga blaðið, og hafa lagt þvf
fje með þvf að kaupa hluti f út-
gáfufjelaginu, fyrir utan aðra sem
hafa styrkt það með þvf að gjörast
kaupendur þess.
Hluthafarnir hafa lagt mikið
á sig, til að koma upp húsi og
kaupa áhöld, og oft hefir sann-
ast að segja verið þröngt f búi,
þó fram úr hafi rætzt. En þeir
eru allt af að sjá þess merki betur
og betur, að þeir hafa verið að
leggja sitt til í þvf, að uppfylla
eyðu þá, sem f hefir verið fslenzka
blaðaheiminum hjer vestra, og
hefir þvf ekki verið til einskis
barizt.
Sjálfur hefi jeg allan vilja á, að
segja það f blaðinu, sem uppfyilt
getur tilgang útgefendanna f þvf,
að veita óháðum skoðunum af sem
flestu tagi inn til lesanda blaðsitis.
Undirgefnin er mjer- kviil. Jeg
vil ekki þurfa að horfa íraman f
þjóð sem ekki þorir að horfa fram-
an f hvern sem er. En það er að-
eins einn vegur til að komast í
það ástand að maður þori að horfa
hiklaust framan f hvern sem
er, og hann er sá, að eignast
sjálfstæða, þroskaða og þreianikla
hugsum, og þangað vil jeg sjá
haldið. Skilyrðið fyrir þvf að
vera fullhugi f tnannlffsstríðinu,
án þess að vera fífldjarfur, er það,
að maður viti fótum sfnum forráð,
og lifi ekki í tómum fmyndunum
um það, hver manns borgarlegi
rjettur sje, og eigi að vera.
Einstaka kaupandi hefir firrzt
Baldur fyrir það, að l ann taki of
djúpt f árina, sjerstaklega hvað
t.rúmál snertir; og margir eru þcir
óefað utan kaupanda hans sem
þykir á sama veg. En Baldur
getur ekki dregið inn scglin, á
meðan hann er að reyna að ræða
mannfjelagsmál, því það erómögu-
legt, að fara ýtarlcga út í þau, án
þess að snerta trúarbrögðin, vegna j
þess að sú siðfrœði, sem ræður f |
pólitfskuin málutn oft ogeinatt,erj
af trúarbragðaleguin róturri runnin. I
,,Guð er eá sem gjörir fátækan og|
rfkan“ o.s. frv.—Þctta er óverj-
andi lýgi, í langílestum tilfellum
að minnsta kosti (sjá greinina inn-1
an f blaðinu), þó það sje brúkað
sem afsökun fyrir pólitískri og
dagfarslegri óhæfu,og ránskap, og
sje þar af leiðandi siðfrœðisleg
undirstaða fyrir þá sem þurfa á
henni að halda, þó Ijót sje. Það
er meðal annars af svona ástæð-
um, að maður kemst ekki hjá því
að snerta við trúarbrögunum.
Sumir eru svo fákænir, að þeir
halda, að siðfræði snerti að eins
sjerstakar athafnir manna, en
komi pólitfk og ýmsu öðru ekki
við; og það er von að margirhugsi
svo, þvf þeir hafa dæmin upp á
það fyrir augunum hvað eftir ann-
að, frá mönnum, sem margir álíta
að rneigi hafa sem fyrirmynd í
þeim sökum. En fyrirmyndin
er röng, og hún verður röng
eins lengi og menn brúka
aðrar eins trúarbragðasetningar 1
eins og að framan er greind fyrirt
auðfræðislega siðfræðisundirstöðu.
Menn eru nú þegar búnir að
sjá af blaðinu hvers þeir mega
vænta frá mjer, og sje einhverj-
um það óbærileg kvöl hvernig
það talar um þessi ágreiningsmál
allra tíma— pólitfk og trúmál—þá
vil jeg ráðleggja honum, að losa
sig við Baldur sem fyrst, þvf það
er ekki tilgangurinn að gjöra
nokkrum manni illt, en stefnuntii
getur hann ekki breytt, ef hann á
ekki að sökkva í sama fenið og
hin blöðin íslenzku. Á hinn bóginn
vildi jeg biðja þá, sem unna Baldri
góðs gengis, og álfta að hann hafi
erindi að flytja, að leggja honum
lið,með þvf að útvega honum nýja
kaupendur. Ef hver góðviljaður
kaupandi vildi gjöra tilraun í þá
átt í sftiu nágrenni, þá ætti kaup-
andatalan bráðlega að verða nægi-
leg til að flcyta blaðinu áfram
örðuglcikalaust, þvf í rauninni er
það ekki svo mikið sem til þess
þarf, ef allir borga reiðilega. Það
komu fjórir nýir kaupendur f sfð-
ustu viku, og fjórum sinnum
fimmtfu og tveir cru 208. Vjcr
skulum ekki láta það verða minna
yfir árið
ElNAR ÓLAFSSON.
Sósfalistar f Colorado hafa út
nefnt William Haywood til rfkis-
stjóra þar, og er búizt við harðri j
kosningahríð þegar til kosninga
kemur í haust. Mr. Haywood sit-
ur f fangelsi f Idaho, ásamt
Moýer og Pettibone, eins og lcs-
endum Baldurs hefir áður verið
skýrt frá.en allt um það hefir hann
tekið útnefningunni. Sósíalistarnir |
vestra hafa grætt stórlega á þeim
hranaskap sem brúkaður hefir ver-
ið við þessafanga, oger því örð-
Ugt ag gizka á hvernig lcikar
kunna að fara.
Nr. 24.
ÁGRIP AF HEIMILISRJETT-
ARREGLUGJÖRÐ FYRIR
CANADA-NORÐVESTUR-
LANDIÐ.
J>ær jsectionir1 f Manitoba, Sas-
katchevvan og Alberta, sem
númeraðar eru með jöfnum tölum,
og tilheyra Dominion stjórninni
(að undanskildum 8 og 26 og öðru
landi.sem er sett til sfðu),eru á boð-
stólum sem heimillsrjettarlönd
handa hverjum (karliteða konu),
scm hefir fjölskyldu fyrir að sjá,
og handa hverjum karlmanni, sem
hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og
handahverjumkarlmannisemeryfir
18 ára að aldri; 160 ekrur eða %
úr ’section' er á boðstólum fyrir
hvem um sig.
Menn verða sjálfir að skrifa sig
fyrir þvf laridi, sem þeir vilja fá, f
landstökustofu stjómarinnar, í þvf
hjeraði sem landið er f.
Sá sem sækir um heimilisrjett-
arland getur uppfylgt ábýlis-
skylduna á þrennan hátt:
1. Með því að búa f 6 mánuði
á landinu á hverju ári í þrjú ár, og
gjöra umbcetur á þvf.
2. Með þvf að lialda til njá
föður (eða móður, ef faðirinn er
dauður), scm býr á Iandi skammt
frá heimilisrjettarlandi umsækjand-
ans.
3. Með þvf að búa á landi,
sem umsækjandinn á sjálfur f nánd
við heimilisrjettarlandið sem hann
er að sækja um.
Sex mánaða skriflegan fyrirvara
þurfa menn að gefa Commissioner
of Dfminion lands f Ottawa um
að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir
heimilisrjettarlandi.
>v. w. CORV,
Deputy of the Minister of the Interior,
THE ‘ÐEVIL
If the Devií shoutd die, would
God make another? Fyrirlestur
EFTIR
Col. Robert G. Ingersoll.
Verð 2Sc.
Fæst hjá
Páli Jónssyni, Gimli, Man.
$50 fundarlaun I
Sumarið 1902 tapaðist dökkrauð
hryssa, scm er nú 6 ára gömul.
Hún er á parti af Clyde-kyni, og
er brennimerkt á hœgra huppi
mcð J.T. Mcð henni týndist og
bleikur foli, sem nú cr 5 ára; bæði
hrossin cru hvft í frainan. Fundar-
launin verða borguð þeim sem
finna hrossin og færir þau undir-
rituðum.
JoilN Tavlor,
Headingley, - Man.
| ,,Sælir eru þeir sern hungra,
iþvfþeirmunu saddir verða“. En
hvenær ? Þegar þcir hafa losast
við magann. Er það ekki heldur
um seinan ?