Baldur


Baldur - 15.08.1906, Blaðsíða 3

Baldur - 15.08.1906, Blaðsíða 3
BALDUR, 15. ágííst 1906. 3 Minning. Mfn systir kær, minn angur-þrunginn andi f endurminning berst til fyrri tfða, þá ljekum börn und brekkum grænna hlíða með bernsku vinum glöð og samfagnandi. Hve sæl þá vorum sveipuð ungdómsroða, þrt sorg og gicði skiftu verkum stundum, í æskudrauma dvala róleg undum, og dulinn engan meintum nærri voða. Viö nutum gleði af náttúrunnar skrauti, og námum hennar vorsins helgisöngva; um hlutskifti það hugsun nærðum öngva, sem hulin framtíð bar í sfnu skauti. Sig börnin saklaus baða í unaðslindum með brosin frjáls, og æsku rjóðar kinnar, og lffið skoða í skuggsjá vonarinnar, er skreytir allt með sínum töframyndum. En upp þá vakna af unaðssæludraumi, og alvörunnar byrjar gangan stríða, þær fögru myndir fljótast burtu líða sem fölnað blóm í lífsins ólgustraumi. Þá næðings-stormar naprir taka að hvfna, og nístingskuldi hjartað unga bftur, úr friðarskjóli er hrekjast burtu hlýtur, og horfna finnur dýrðar Eden sfna. Og ekki er kyn þó augun fyllist tárum, og ofþyngt verði hjarta gremju-slegnu, þá veigar lífsins verða að eitri megnu og vonarrósir þyrnibrodduin sárurn. Mfn látna systir, lífsins árla’ á degi í lukkuvon þá heiminn gjörðir skoða, Þjer virtist gjörvallt ást og unað boða, en æskan fáráð tálin varast eigi. Þú farsældina ífullum mæli þráðir, sem fyllsta er eðli sjerhvers mannlegs anda, En myrkranornir móti náðu standa, þcim minnsta skerf af hnOssi því ei náðir, Þvf skjótt upp gengu skaðaveðrin hörðu, og skuggar sig úr inyrkradjúpi hófu. Hinn gullna vef, sem æskuvonir ófu brátt örlög grimm í sundur slfta gjörðu, Og harmaþrumur eltu þá. hver aðra, sem ægðu þfnu veika hjartans inni. Við sjerhvert spor á sorgargöngu þinni úr sorpi lífs sig teygði banvæn naðra. Já, furða er ei, þó förlist þol og styrkur, svo friðlaus vcra hrakin Ufs á skeiði, og aldrei sjá neinn sólskins blett í heiði, en sífelt böl og kolsvart raunamyrkur. Þjer leið.r villtu Ifka, í stormi þungum, opt lagðar snörur mitt á götu breiðri; þú rænd varst glcði, hcilsu, lífi, og heiðri af hjartalausia mannorðsþjófa tungum. Nú liggur þú mín ljúfa systir dáin og leyst úr heimsins raunafjötrum köldum, þær slaðurs-eiturslöngur, sem þig kvöldu, nú slafri soltnar kringum bleíkan náinn. Þú náttstað fjekkst sem friðsæll er og hljóður, nú fellibyljum loksins slotað hefur; með bros á vöiujn bleikutn vært nú sefur sem barn f faðmi þinnar gömlu móður. Það hlægir mig.þinn húsfrið engiri brýtur, það helzta skjól er gröfin,sem eg þekki, þvf heimsins þangað hlátrar berast ekki; þar hjartað brostna svefnsins væra nýtur, Eg signi f anda síðstu hvílu þtna mín systir nú, og kveð þig hinzta sinni. Ó, heiftir þeim, sem hjervist spilltu þinni, en heill þeim fáu, er lfkn þjer gjörðu sýna, * * * Hvc sárt er öllum vonum sviftur vcra á vegi lífs, þá tapast afl og þor. Hve þungt er lengi byrði þá að hcra, sem bætt cr á við sjerhvert stfgið spor, Það vcit ei nokkur,nema sá scm reynir, en næsta fáir lcsa dagbók hans. Erá atvikum ei gröfin heldur greinir, sein gcymir bein hins þreytta ferðamanns, Hve misjafulega er mælt og raðað niður við mannlifsborð, það vekur blóðug tár. Á meðan einn fær allt, sem hjartað biður, er öðrum sytijað næstmn alls er þrá’r. En lífs og dauða lögmál aldrei breytist; að lyktum endar sjer hvers tímabil. Og náðargjöfin eina, er öllum veitist, cr að cins s ú : að hætta að vcra til. TllOR. BjAKNARSON „Móöurlandiö‘ Þessa dagana berast til ýmsra manna hjer á landi tveir danskir ritlingar, þar sem Danmtirk cr kölluð ,,móðurland“ íslands. Tveir mikilhæfir menn t hárri stöðu kom- ast svo að orði.og er annar þeirra kommandiir R. Hammer f hinum einkar fróðlega bæklingi sfnum um fiskiveiða-eftirlitið við Island, sem ,,Lögr“. hefir minnst rækilega, en hinn maðurinn er ritsímafor- stjórinn, N. R. Meyer. Fyr- nefnda ritið er gcfið út af sjóliðs- ráðaneytinu,en grein herra Meyers birtist f mafblaði ,,Atlantsins“. Rjett er að minna Dani á það, að eigi er hin minnsta sögulega heimild fyrir þessu heiti. fsland er eigi bygt frá Danmörk, og hefir Iifað sfnu þjóðlffi fyrir sig, og hefir varðveitt sfna tungu fyrir sig, og svo mun haldast. Da nmörk er ,,konungs vors land“, eins og skáldið orðaði það svo heppilega á þjóðhátíðinni, og oss er ljúf sú hugsun, að þetta samþegna-land vort vcrði oss æ betur og betur ,,bróðurlandið“, cn „móðurlands“-heitinu mótmæluin vjer sem alveg staðlausu. Bak við það heiti er nýlendu- skoðuninn.gem er svo rfk f hugum Dana, og það eins hjá þeim, sem vilja oss allt hið bezta. Þeim misskilningi á sambands-stöðu vorri við þá, verða Danir að eyða. —Lögrjetta. $BONNAR &%> $ HARTLEY $ BARKISTERS Etc. W $ P. O. Box 223, VÍ/ /jv íú WINNIPEG, — MAN. /jj\ IeSP* Mr. B O N N A R er 0 inn langsnjallasti málafærslu-\! 4S \l/ maður, sem nú er f þessu ;í fylki' & xt'- téL. 1L ÞEIR ERU FUNDN- IR! U mennirnir sem láta sjer umhugað að engan skuli vanhaga um , ,lum- ber,“ af þeirri ástæðu að hann fá- ist ekki á Gimli, og scm eru jafn Ijúfir f viðmóti þegar þú kaupir af þeim 10 fet eins og þegarþú kaup- ir 1,000 fet. Þessir menn eru þeir A. E. Kristjánsson og H. Kristjánsson. Finnið þá að máli eða skrifið þeim ef þið þarfnist „lumber1 ‘. KRISTJANSSON BROS. LITMBER Gimli, Man. fimdarlaiin I & Sumarið 1902 tapaðist dökkrauð hryssa, sem er nú 6 ára gömul. Hún er á parti af Clyde-kyni, og cr brennimerkt á hœgra huppi með J.T. Með henni týndist og bleikur foli, sem r.ú er 5 ára; bæði hrossin eru hvft íframan. Fundar- launin verða borguð þcim scm finna hfossin og færir þau undir- rituðum. JOIIN TavLOR, Headingley, - Man. ELDSÁBYRGÐ og PENINGALAN. Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir í eldsábyrgð, eða « fá peningalán út á fasteignir, geta snúið sjer til mín. • EINAR ÓLAFSSON, Skrifstofu ,,Baldurs,“ GIMLI, MAN. * \ ÓYIÐJAFNANLEG KJORKAUP Á BÓKUM framlengd til 1. september 1906. 30 til 00 prósent afslátturl Lesið eftirfylgjandi verðskrá: Uncle Tom’s Cabin, eftir H. B. Stowe ’ ioc. Iíidden Hand, eftir Mrs. E. D. E N. Southworth ioc. Self-Made, ,, tvær bækur 15C. How Christianity Began, eftir William Burney ioc, Advancement of Science, eftir Prof. John Tyndall 150. Christianity and Materialism, cftir B. F. Underwood 15C. Common Sense, cftir Thomas Paine 15C. Age of Reason, Kftir Thomas Paine 15C. Apostles of Christ, eftir Austin Holyoake 05C. The Atonemcnt, eftir Ch. Bradlaugh 050. Blasphemy and thc Bible, eftir C. B. Reynolds 05C. Career of Religious Systcm, eftir C. B. Waitc 05C. Christian Deity, eftir.Ch. Watts 050, Christian Mysteries 05C, Christian Scherne of Redemption eftir Ch. Watts C5c. Christianity— eftir D. M. Bennett c 5c, Danicl in the Lions’ Dcn, eftir D. M. Bennctt 05C. Giordano Bruno, æfisaga hans, kenningar og píslarvættisdauði 050, Last Link in Evolution, eftir Ernst Haeckel 0,50, Liberty and Morality, eftir M. D. Conway 050. Passage of the Red Sea, cftir S. E. Todd 059-. Prophets and Prophesies, eftir John E. Rcmsburg o5c> Science and thc Bible Antagonistic, cftir Ch. Watts 0,50. Sciencc of the Bible 0SC> Superstition Displayed, eftir William Pitt 050. Twelve Apostles, eftir Ch. Bradlaugh 050. What did Jesus Tcach ? eftir Ch. Bradlaugh 05C. Why don’t Cod kill the Devil ? eftir M. Babcock ioc. Allar þessar ofantöldo bækur $2.00 Jeg borga póstgjuld til hvaða staðar sem er, í Canada cð^ Bandaríkjunum. PÁLL JÓNSSON, GIMLI, MAN. ry.gi-Aff:.' i gai> frá Gimli til Winnipeg Beach og til baka á laugardagskvöld; mánu- dagsmorgna (áður en lest fer frá Beach),' og þriðjudagskvöld. S. Th. Kristjánsson. CIMLI, MAN. ftirfylgjandi menn eru um- §N. boðsmenn Baldurs, og gcta þeir, sem eiga hægra með að ná til þcirra manna heldur en til skritstoíu blaðsins, af- hent þeim borgun fyrir blaðið og áskriftir fyrir þvf. Það er ekkert bundið við það, að snúa sjer að þeim, scm er til ncfndur fyrir það pósthjerað, sem maður á heima f. Aðstoðarmenn Baldurs fara ekki í ncinn matning hvcr við annan í þcim sökum: Jóhannes Grfmólfsson - Hecla. Sveinn Þorvaldsson - - Icel.River Sigfús Sveinsson -----Ardal. Sigurður G Nordal - - Geysir. Finnbocji I'innbogas,- Arncs. Cuðlaugur Magnúss. - Nes. Ól. Jóh. Ólafsson ----- Sclkirk. Sigmundur M. Long - Winrtipeg. Sveinn C. Northfield - Edinburg. Magnús Bjarnason - - -Marshland Magnús Tait ----- - Sinclair. Björn Jónsson.........Wcstfold. Pjetur Bjarnason - - - - Otto. Helgi F. Oddson - - - Cold Springs Jón Sigurðsson........Mary Hill. Ingin.undur Erlendss. - Narrows Freeman Freemans. - - Brandon. Guðmundur Ólafsson - Tantallon. Stephan G.Stephanss. - Markervilie Hans Hansson. - - BHinc, Wa-.h. Chr. Benson. - - - Pcint Roberfs T)r. O. Stephensen- ^ W M óa.3 Ross Sf. w h WINNIPEG, MAN. & Telcfón nr. 1498. tHWOC50«> X.K KSfÖ'

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.