Baldur


Baldur - 15.08.1906, Side 2

Baldur - 15.08.1906, Side 2
2 BALDUR, 15. ÁGtfST 1906. ER GEFINN tÍT Á GIMLI, ----- MANITOBA OHAÐ YIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. HORGIST FYRIRFRAM ÍÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : G-XTÆILI, XÆVYXT. Vetðástnáum »ug!ýsiogum er 25 cent fyrir þuinlung dáikslengdar. Afsláttur er gefinn á stœrri auglýsingum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tfma. Vðvíkjandi ■líkum afslœtti ng öðfum fjármálum bl»ðs íns, eru menn beðnir að sLÚa sjer að ráð» manninum. € MIðVIKUDAGINN, 15. ÁGÚST. 1906 Fjarstæða. í all-lilngum og að rnörgu leyti fróðlegum ritgjörðarkafla um Kfna, scm birtist f 27. númeri Liigrjettu, oger cftir Dr. Steingrím Matthias- son, segist höfundinum á pessa leið : „Óbreyttir kínverskir vinnu- menn—Kúlfar, sem kallaðireru,— hafa á seinni árum farið hópum saman til Ameríku og enskra ný- lenda. Þeir gjiira sig ánægða mcð langtum lægra kaup en nokkrir aðrir, þess vegria erþeim tekið tveim höndum af öllum vinnuveit- endum, en mjiig amast við þeim af þarlendum vinnulýð, semtreý’st- ir sjcr ekki að vinna fyrir jafnlágt vinnukaup, og missir þessvcgna alla atvinnu. Verkamannaflokk- urinn bæði f Ameríku og öllum hinum Enskutalandi heimi hefir þ\’f svarið sig saman gegn þessum gulu keppinautum, og hefir fengið þvf framgengt hjá þingi og stjórn, bæði f Ameriku og á Englandi, að allhörð lagaákvæði hafa verið gefin út, sem hefta innfiutning alls kfn- versks vinnulýðs. Útal' þcssu hefir sem auðvitað er, risið hin megnasta óánægja meðal Kínverja, og hefir það skarað eld að hatuts- glóðuin þeim sem stöðugt lifir f gegn hvftum mönnum f Kína. Er nokkur sanngirni f þvf.að veita öllum öðrum þjóðum opinn að- gang en Kfnverjum, vegna þess, \ að þeir cru gulir á hörundslit og1 cru nægjusamari og duglegri en j hinir? Vinnan, sem þcir afkasta, I 1 er jafngóð, og jafnvcl bctri en! hinna, og ,,af verkunum skuluð! þjer þakkja þá,“ en þar á ofan heimta þeir langtum, langtum j lægra kaup. Lrá fyrstu morgun-1 skfmu fram á dimma nótt vinna þeir í sveita sfns andlitis og eru ánægðir mcð hrfsgrjón í stað brauðs, til þess að fylla soltinn maga, og máske 25 aura i dag- kauj>. Þessir 25 aurar fullnægja daglegum þiirfum stórrar fjöl- skyldu. Jeg dáðist að þcssum gulu grjótpálum, þegar jeg bar þá saman við hinn heimtufreka verka- mannalýð hjá Vesturþjóðunum.— Voru þeir ekki f rauninni miklu ágætari en þeir? Jeg sá báða vinna að svipaðri vinnu við upp- skipun og annað, kfnverska vinnu- menn eystra, en franska, enska, sænska og danska verkamenn! vestra.—Evrópisku vinnumenn- j irnir vilja hélzt ekki vinna lengurj en 8 klukkustundir til þess að geta sofið aðrar 8, en slæpst hinar 8 sem eftir eru; þeir heimta tífallt og þaðan af mcira kaujj á við Kfn- verjann, til þcss að geta keypt sjer áfengi til heilsuspillis, svallað og skemmt sjer og gengið með flibba og mansjettur“. Maður getur ekki að þvf gjört, að verða í meira lagi hissa við að sjá cinn af hinum ungu mennta og gáfumönnum Islands skrifa svona gálauslega. Maður skyldi ætla, að cinhver samvizkulaus auðkýfingur hefði skrifað þennan grcinarkafia —-einhver,sem ekki getursjeð ann- að en það, að hið æðsta hlutverk alþýðumannsins sje : að þræla sem mest, svelta eins lengi og hann getur, og sofa sem minnst svo hann geti framleitt sem mest og unnið sem inest fyrir húsbónda sinn. Vi 11 ekki doktorinn gjöra sjálfan sig að daglaunamanni.í líkingu við kfnverska Kúlfa,svo sem mánaðar- tíma, og segja mönnum svo hvaða skoðun hann hefir á þvf, að fá 25 aura fyrir að vinna ,,frá fyrstu morgunskfmu,fram ádimma nótt“? Ætli þcssi Ijettúðarlega og gálausa hagfræði hans yrði þá ekki farin að verða töturleg ? Það er allsendis ótrúlegt að Dr. Stgr. Matthiasson skilji sjálfurhvað hann er að kenna f þessum boð- skap sfnum. Ef hann hefir nokk- uð erft af mannúð og tilfinninga- semi þeírri, sem gengur f gegnum ljóð og lífsferil föður hans, cins og margt af þvf, scm hann hefir skrif- að virðist benda á, þá erómögu legt að ætla honum það, að það sje í samræmi við hans innsta eðli, að sjá suma af meðbræðrum sínum þræla dag og nótt fyrir litlu kaupi, til þess að þeir ríku skuli verða rík- ari,og til þess að fjöldi manria skuli inissa atvinnu. Það er sýnilega hugsanaleysi, en ekki eðlisfar, sem veldur þvf, að greinarhöfundurinn lætur aðrar eins skoðanir útf rá sjer ganga eins og hjer birtast. Ef geinarhöfundurinn hefði verið’kapf- talisti“, eða cf hann hcfði verið þckktur að harðýðgi og ásælni, þá hefðu þessar sljoðanir hans verið f alla staði cðliiegar, cn af þvf hann er að ætlun vorri hvorki ’kapítal- isti‘ nje harðýðgisfullur maður, þá vcrða þcssar skoðanir hans að álítast fjarstæðasprottinafþekkingarskorti og gáleysi, Það erallt annað að fást við læknisstörf óg náttúiuvísindi en að fástvið verkmannamál og hag- fræði; og vjer viljum ráðleggja Dr. Stgr. Matthíassyni að athuga það næst frá mannúðarinnar sjónarmiði, en ekki einvörðungu frá sjónarmiði vinnuveitandans, sem safnar auð mcð þvf að fá mikla vinnu fyrirlít- ið kaup, hvort dálæti hans á þess- um kfnvcrsku ,,grjótjválum“ sje ckki fremur fljótræðishajal, en lofs- verð viðurkenning. Það er ótrúlegt, að Dr. S. M. hafi þá skoðun,að það eigi að fórn- færa öllum lífsnautnum meiri hluta mannkynsins á altari sparseminnar í heimí, sem getur framleitt, og framlciðir meira cn nóg fyrir alla jarðarbúa. Óhóf er löstur, og sparsemi sú, scm rænir menn 1/fs- nautnum þeirra, er lfka löstur, ef hún er ekki blátt afram afleiðing af fátækt. En sje hún aflciðing af fátækt, og sprottin af ágengni og kúgun, þá cr hún aðeins neyð- arúrræði, sem bezt væri að þurfa sem sjaldnast að brúka. Það er aðeins nokkur hluti fólks- ins í heiminum sem vinnur, og þessi hluti fólksins framleiðir í mörgum greinum meira en heim- urinn þarf við, bæði lyrir þá scm vinna og þá sem ekki vinna, en sá hlutinn vinnur lfka oft meiri hlut- ann af sólarhringnum, eins og Dr. S. M. segir að Kínverjarnir gjöri. Hvers vegna vinna menn svona langan tfma fyrir litlu kaupi? Er það af þvf,að það sje svo mikil lífs- nautn í því? Nci, nei. Það er ekki einu sinni lffsnautn í því fyr- ir Kfnverjann. Orsökin er sú, að menn eru nauðbeygðir til þass, af því útbýtingin og vinnuskiftingin er röng. Kínverjinn er ckki enn farinn að kannast við að hún sje röng, en Vcsturlandaþjóðirnar sjá það og skilja, að meiri hlutinn af vinnandi fólki í heiminum er að framleiða auð handa fáeinum hús- bændum eða auðsöfnunarstofnun- um, sem geta aðeins fengið sinn auð með þvf að ræna þá sfnu rjettmæta kaupi scm hjá þeim vinna, og sem geta aðeins rænt þá sem hjá þcim vinna mcð þvf, að láta þá vinna svo lengi á sólar- hringnum, að það komist ekki nema sumir af þeim að vinnunni scm þurfa að fá hana, svo allt af sje nóg af iðjulausum mönnum, sem bjóði sig fyrir hvaða kaup sem boðið er og vinna hvaða tfma sem bcðið er um. Spurningin fyrir vestrænu þjóð- unum, verkalýðnum eins og öðrum, erað verðasú,að skapa lífsþægindi með vinnunni, en ekki að skapa hauga af auðæfum á einum stað og örbyrgð á öðrum, og þcss vegna krefjast vestrænu verkamennirnir þess, að vinnutfminn sje styttur, svo aí allir fái vinnu, og að frnm- leiðslan sje ekki látin að mestu leyti ganga til auðsöfnunarstofnan- anna, heldur sje ágóðanum deilt milli þeirra, scm skajia ágóðann með vinnu sinni. Þetta finnst Dr. S. M. víst öðruvísi en það á að vera. Það cr hræðilegt.að óbrot- inn vcrkamaður skuli gjöra kröfu til þess að mega gánga með „flibba og mansjettur“ og þurfa ekki að vinnafrá„fyrstu morgunskímu fram á dimma nótt“! Það er hatramlegt að þeir skuli ekki gjöra sig ánægða með það, að fæðast, lifa og deyja scm akncyti og áburðarjálkar vissra stjetta eða vissra flokka 1 Þeir ættu þó sannarlega að vera ánægðir með að fá að lifa á jörð- unni, cf þeir mcga sofa f sex klukkustundir á hverjum sólar- hring og fá 25 aura í kaup fyrir hina átján. Það hefir mörgum auðkýfingi gengið illa að skilja ástæðuna fyrir óánægju verkamannanna yfir svona glæsilegum(l) lífskjör- um. Það cr samt til ein óyggjandi leiðsögn í þvf að skilja það mál, og þá leiðsögn skulum vjer gefa Dr. S. M. hjer, eða hverjum öðrum sem á henni þarf að halda. Hún er sú—að gjörast verkamaður með 25 aura kaup á dag, og 18 klukku- stunda vinnutíma. Ef sú lexía dugar ekki, þá er nemandinn ann- aðhvort Kínverji eða uxi. E. Ó. ,,Jeg vil að þeir þekki mig eins . °g jeg er“. —:o: — Þessi orð fjcllu af vörum Johns D. Rockefcllcr þegar hann steig á land í Nev York. fyrir nokkrum dögum. Þau eru eftirtektaverð f mesta máta þcssi orð. Fyrir nokkrum vikum flúði hinn aldraði miljónacigandi til Evrópu, um það bil sem verið var að hefja ákæru gegn horium fyrir að mynda sam- særi, til þess að fá jámbrautarfje- lög til að gefa sjer leynilega og lögum andstætt afslátt á flutnings- gjaldi. Málinu var haldið áfram þó Rockefeller færi úr landi, og nú þegar hann kemurtil baka, til þess að gangafram fyrir dómstól þjóðar- innar, sem hann hefir fjeflctt af öllum mætti, og með öllum hugsan- legum brögðum, cr eins og hann verði þess var, að hann hafi keyjjt miljónirnar sfnar ofdýru verði. Og svo segir hann um leið og hann stfgur fæti á fósturjörð sfna : ,,Jeg vil komast nær meðbræðrum míri- um; eg vil að þeir þekki mig eins og eg er“. Þó Rockefeller hafi haft 6otil8o miljónir manns f kringum sig, þá hcfir hann aldrei komizt nálægt meðbræðrum sínum.—Ekki kom- izt nálægt meðbræ’ðrum sínum ? og þó hefir hann haft hendurnar í vösum þessara 60 t: 1 80 miljóna oftar en nokkur annar maður. Jú, nálægt þeim hefir hann komizt, þó hann hafi aldrei komizt að hjarta þeirra. Að hjarta þcirra gat hann ekki komizt, þvf miljónirnar, scm hann hefir rænt með laga- brotum og yfirgangi eru á milli hans og þeirra. Hann kaus sjer eitt, og hann hefir eignast annað f aukagetu—hann kaus sjer miljónir og hann hcfir fcngið að auki fyrir- litningu. Með rniljónunum getur hann ekki keypt til baka það sem hann hefir fyrir þær goldið, og svo stendur hinn aldraði þræll auragirndarinnar einmana og nið- urheygður á meðal 80 iniljóna mcðbræðra sinna, sem hann finn- ur að fyrirlfta sfnar gráu hærur, og segir : „Jcg vil komast nær meðbræðium mfnum; jeg vil að þeir þekki mig cins og jcg cr“. A meðan hann var að læsa greipum um lífsskilyrði þjóðar sinn- ar bað hann ekki uni að menn þekktu sig. Það var á leyriistfg- um lævísninnar að hann læddist þá, eins og fleiri, scm hafa fyrst ætlað að verða rfkismt nn og svo MENN. Og þegar hann svo finn- ur, að ríkidæmið hans f einu til- liti er fátækt í öðru tilliti, þá virð- ist hann í fyrsta skifti finna til þess, að Iffinu hefir verið illa variö, og að hann er orðinn fyrirlitinn útlægi í heimi, sem hann hjclt að hann ætti að tniklu leyti sjálfur. Það ætti óneitanlega að vera lexfa í þessu fyrir alla, sem hafa hugsað sjer að þræða sömu götu til farsældarinnar eins og John D. Rockcfeller, en það væri samt glópska að hugsa, að svona lexfa væri nægilegtil þess að vemda þjóð- lffið fyrir yfirgangi einstaklinga af sama tagi. Sú eina vernd sem dugar gegn þvf, eru lagaskorður, og bein yfirráð þjóðarinnar yfir sfn- um yfirgripsmeiri atvinnuvcgu m. Það eru fleiri en J. D. Rocke- fellcr sem hafa orðið þess varir að þeir hafi goldið of mikið fyrir auðinn sinn, cn þcir hafa sjaldnast fundið til þcss fyr en Elli bauð þeim tíl glfmu og kom þeim á knje. Og þó John D. Rockofell- cr* sjái nú glópsku sfna, þá koma aðrir á eftir,scm ekki skeyta um að komast nálægt meðbræðrum sín- um fyr en þeir sjálfir standa ein manameð afbrotsín meðal miljóna samborgara sinna, eftir að hafa unnið þeim óútreiknanlegt tjón. E. Ó. í Wilkisbarre vildi það til sem vfðar, að maður nokkur úngur og upprennandi girntist dóttur rfks nágranna sfns. Þegar honum fannst tími til kominn, fór hann á fund föður stúlkunnar, til að ráðg- ast við hann um þetta áhugamál sitt. ,,Nú rjctt erþað“, rumdi í gamla manninum, ,,enþað sem mig langar mest til að vita er, hvað þú hefiir hugsað fyrir framtíðinni“. ,,Ó“, hrópaði tengdasonurinn til- vonandi, ,.,eg tilheyri Presbytera kyrkjunni, en ef þú vilt heldur að tilheyri annari kyrkju, þá er cg reiðubúinn að breyta til“ Jón: ,,Þú ert á glötunarvegi". Árni: ,,Vegna hvers? Iívað hcfi jeg gjört ? Jón: ,,Þú kallaðir hann Björn bróðir þinn guðleysingja þcgar hann var búinn að halda van- trúarræðuna í gærkvöldi". Arni: „Enþað var þó alveg satt“. Jón: ,,Þú ert jafn sekur fyrir því. Biblían bannar það“. *John D. Rockefeller er aðal- maðurinn f Standard Oil-fje- lagittu, sem áður hefir verið minnst f þcssu blaði í sam- bandi við $4000 árságóða til jafnaðar af hverjum manni, sem það hefir f slrini þjón- ustu, og sem fjel. geldur að jafnaði svo sem $360 til $400 í árskaup.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.