Baldur


Baldur - 26.01.1907, Blaðsíða 4

Baldur - 26.01.1907, Blaðsíða 4
4 BALDUR, 26. jan<5ar 1907. Febrúar 1907. S. M. Þ. M. F. F. L. • 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 Tunglkomur. Sfðasta kv. 5. kl. 6, 23 m. Nýtt t. 12. kl. 1 1 > 14 m. P'yrsta kv. 19. kl. 10, 6 m. P'ullt t. 27. kl. 11, 54 m. Sjöviknafasta byrj. io. febrúar. HYEITIMJÖL. Til þæginda fyrir viðskiftavini mfna hefi jeg nú fengið byrgðir af IIVEITI, SHORTS, BRANI og HAFRAMJÖLI, og sel það <5- dýrt. KAI'FI, SYKUR, TÓBAK og STEINOLÍA af beztu tegund sllajafna til. Munið að jeg keyri vörur heim til ykkar, og tek alla verzlunarvöru. Vinsamlegast G. P. MAGNUSSON. Keyrsla: Frá Gimli til Winnipeg Beach kl. 8 á hverjum morgni. F'rá.,Winnipeg Beach til Giml á hverjum morgni, cftir að Winnipeg-lest er komín. G. E. Sólmundsson. Gimli Feed and Livery Stable, 2nd Ave Gimli. Hjálpsemi. U Þegar hörrnungarnar dynja snögglega yfir á einhverjum stað, vaknar hjálpsemislöngunin vcnju- lega fljótt, en þc5 fjöldi manna líði ár eftir ár hörmungar og skort fyr- ir rangláta skiftingu auðs og vinnu alit um kríng,-þá láta fæstir sig það miklu skifta. Það er eins ogmönn- um skiljíst ekki, að hörmungar sem koma af sjálfra þeirra völdum eru eins tilfinnanlegar eins og þær sem koma af náttúrunnar völdurn, og yfirleitt virðast menn ekki gjöra sjer grein fyrir þvf, hvemikiðban- væni samvinnuleysið er, fyr en þeir hafa sjálfir liðið fjármunalegt skipbrot. Þegar Sán Francisco lá í rústum f vor er leið, skildu í- búarnir óefað betur en þeir höfðu nokkurntfma á æfi sinni skilið, hve máttug og affarasæl samtökin eru. Allur stjettamunur var horfinn á fáeinum klukkustundum ; allt strfð um völd og auð ; allar tilraunir til að fjefletta náungann og koma erf- iðinu af sjer. Allir voru allt í einu orðnir að eins menn og ekkert meira. Allir sem gátu, unnu að því að hjálpa, að bjarga mönnum og eignum, án þess að spyrja um kaup. Hver um sig mundi nú að hann var hins bróðir, því náttúran hafði allt f einu cipnað augu þeirra allra; og svo gleymdu þeir þvf um stund, að sitja á svikráðum hver við ann- an. Þeir urðu, eins og einn rit- höfundur segir um þá, ‘kristnir menn í orðsins bezta skilningi í hálfan mánuð eða þrjár vikur’. En þá var þvf líka lokið, því þá átti að fara að byggja borgina upp aft- ur, og þá þurfti að fara að koma peningum á vöxtu, svo einn gæti verið iðjulaus á meðan annar ynni. Of fjár var safnað um nærri öll lönd heimsins til að lina neyðina í San Francisco, og nver kepptist við annan að heita mátti að leggja í þann hjálparsjóð. Rfkir og fá- tækir, sem höfðu stritað við að ræna hver annan — sem höfðu f samkeppnisstrfðinu gjört þúsundir unglir.ga að þrælum f verkstæðum landanna, og konur og menn að allslausu þurfafólki, sendu stórfje til San Francisco til að komaí veg fyrir neyðina þar. Er þetta gjört til að sýnast ? Þurfti frekar að bjarga fólkinu í San Francisco en öðru fólki ? Það sama sem kom fram við fólkið f San Francisco, er nú að koma fram við fbúa hinnar eyðilögðu Kingstonborgar. Vist- um, klæðnaði og peningum rignir nú þangað úr öllum áttum. í sjálfu sjer er það mannúðlegt og sjálfsagt að rjetta þessu fólki hjálparhönd, en það er sfður en svo að það sje geðfellt að hugsa út í það, að meiri hlutinn af hjálpar- sjóðunum, sem myndaðir eru fyrir þctta nauðstadda fólk, eru blóð- peningar, sem með harðýðgi eru teknir af þeim sem líða skort dag- lega, fyrir það, að mannfjelags- fyrirkomulagið er samkeppnis fyr- irkomulag en ekki samvinnufyrir- komulag. E. Ó. 50,000 manna hefir slysast og farizt á Járnbrautum í Bandaríkjunum á síðastliðnu ári. Mikiðaf slysum þeim sem verða þar, koma af þvf að verkamenn á lestunum vinna of langan tfma. Svefnleysi og þreyta gjörir þá ö- færa til að sinna störfum sfnum sem vera ber. Mjög oft eru þess- ir menn látnir vinna frá 12 til 20 klukkustundir f einu, og hefir fjöldi af þeim slysast af því þeir hafa sofnað við verk sfn. Af þessu stafar og hætta fyrir alla sem með lestunum ferðast; eignatjón afí þessúm orsíikum er nærri ómetan- legt. Þetta sýnir, að járnbrautar- fjelögin eru raunar sjálf orsök í mörgum slysum sem koma fyrir, vegna þess þau eru að reyna að komast af með færri roenn heldur en þörf er á. Lagafrumvarp, sem miðar f þá átt að koma í veg fyrir þetta, ligg- ur nú fyrir Bandarfkjaþinglnu. I því er svo fyrir mælt, að ekkert járnbrautarfjelag megi láta nokk- urn mann vinna á lestum lengur f einu á sólarhring en 16 kl.stundir, og að þau megi ekki láta neinn mann taka til starfa fyr en hann hefir fengið að minnsta kosti tfu stunda hvfld. Sagt er að verkamenn sje yfir- leitt fýsandi þess, að frumvarp þetta öðlist lagagildi ; og sannast að segja ætti öllum að vera það á- hugamál að komið sje f veg fyrir járnbrautarslys, að svo miklu leyti sem það er hægt. E. Ó. íslandsfrjettir. U ÍBÚAR REYKJAVÍKUR eru nú (eða voru I. nóv.) eftir sem næst verður komist 9834. Fá- einir líklega ótaldir enn. SLYS. Laugard. 15. des. bar svo til að Eirfkur bóndi Ásbjarnarsonj?) frá Álfsstöðum á Skeiðum, er var á ferð f moldviðrishríðinni, datt oían f Reykjahver f Ölfusi og brenndist mjög, svo að hann dó næsta kvöld. “KONG INGE“ strandaði laugardaginn 22. des., kl. S árdegis, við Flatey út af Skjálfandaflóa á útleið frá Akur- eyri. Mönnum og pósti bjargað. Skipið ónýtt. (27. des.) SVÖL JÓL hafa þetta v :rið, — óvenjulega köld hjcr á Suðurlandi. Hjer f bænum hefir frostið orðið 4 10— 12 stig C., uppi f Borgarfirði 15 stig í fyrradag, En þann dag var frostið á Akureyri 19 stig. Við Austfirði hcfir ekkert samband náðst sfðan á jólanótt, og við Ak- ureyri ekki sfðan á jóladag, sakir sfmslita. Verður væntanlega heill aftur í dag. [RvíK.]. MANNALÁT. í nóv. andaðist Bjarni Bjarnason áður sölustjóri á Húsavfk. Nýlega er dáin Guðbjörg Arad. á Skútustöðum, ekkja sjera Þorst. Jónssonar á Yztafelli, háöldruð. Nýlega er og dáin f Vopnafj.- kaupstað Oddný Þorvaldsd., ekkja J. Liljcndalhs verzlunarm., áttræð. 30. okt. andaðist á Seyðisfirði Gróa Einarsd., kona Jóns Þorvalds- sonar, er áður bjó á Fornastekk, rjett utan við Seyðisfjarðarkaupst., móðir þeirra Stefáns konsúls og Eyjólfs bankastjóra á Seyðisfirði. Nýlega er dáinn Markús Loftss. bóndi á Hjörleifshöfða f Skaftafellt- sýslu. [LöGRJETTA]. A A<Uy sem hafið fyrir lengri tíma orðið að stritast við saghest- inn mcð smásög í höndum, og sveizt blóðinu við að saga f eldfær- in, ættuð að KASTA SöGiNNI en ERENNA SAGHESTINN, Og fá okk- ur undirritaða til að saga eldivið- inn fyrir ykkur. Við gjörum það með töfrakrafti, sem nefnist á inn- lendu máli ”GASOLINE“. Verðið verður sanngjarnt. Þeir, sem hafa í hyggju að hag- nýta sjer þenna verkljettir, ættu að finna G. P. Magnusson, Gimli, að máli, og semja við hann um verð og verk. Yðar þjónustureiðubúnir Magnússon & Brynjólfsson. C3-ITÆIBI TÆ-A-Tsr. f^ftirfylgjandi menn eru um- I. boðsmenn Baldurs, og geta “ þeir, sem eiga hægra með að ná til þeirra manna heldui en til skntstoíu blaðsins, af- hent þeim borgun fyrir blaðið og áskriftir fyrir því. Það er ekkert bundið við það, að snúa sjer að þeim, sem er tíl nefndur fyrir það pósthjerað, sem maður á heima í. Aðstoðarmenn Baldurs fara ekki f neinn matning hver við annan í þeim sökum: Jóhannes Grímólfsson - Hecla. Sveinn Þorvaldsson - - Icel. River Stefán Guðmundsson - Ardal. Sigfús Sveirisson - - - Framnes. Sigurður G Nordal - - Geysir. Finnbogi Finnbogas,- Arnes. Guðlaugur Magnúss. - Nes. Ól. Jóh. Ólafsson.....Selkirk. Sigmundur M. Long - Winnipeg. Sveinn G. Northfield - Edinburg. Magnús Bjarnason - - -Marshland Magnús Tait...........Sinclair. Björn Jónsson.........Westfold. Pjetur Bjarnason - - - - Otto. Helgi F. Oddson - - - coid Springs Jón Sigurðsson........Mary Hill. Ingin.undur Erlendss. - Narrows. I'reeman P'reemans. - - Brandon. Guðmundur Ólafsson - Tantailon. Stephan G.Stephanss. - Maricervtne Hans Hansson. - - BUine, Wash. Chr. Benson. - - - Pcint Roberts $50 fimdarlaun l Sumarið 1902 tapaðist dökkrauð hryssa, sem er nú 6 ára gömul. Hún er á parti af Clyde-kyni, og er brennimerkt á hœgra huppi með J.T. Með henni týndist og bleikur foli, sem nú cr 5 ára; bæði hrossin eru hvft í framan. P'undar- launin verða borguð þeim sem finna hrossin og færir þau undir- skrifuðum. JOHN TAYLOR, Headingley, - Man. Anyono Bending ftskeloh and deicrlption niay ! ouickly p.»certttin our opinion free wbether au l invent.ion io probobly pntentable. Commmiica- I tlonsotrictlyconfldentlal. HANOBQOK on Patents sent frea. Oblest otroncy for nec.urlnit patents. j Futent.s takon tbrouprii Mimn & Co. receitre I tpecial notice, wlthout chnrge, in tbe Sckntifíc Itnsricait. A bandnomely illmitmted weekly. Jinrfrost clr- cnlatlon of anj scientlflc íournal. T.erms, |3 a yenr : four montha, $L 8oid by all nowsdeolers. ÍTON&CQ.^'^NewYork | Braucb Offlco, 025 F St„ Waablngtou, I>. C- “MOTSAGNIR BIBLIUNNAR“ eru til sölu hjá undirrituðum. Verð 25 cts. E. ÓLAFSSON. Gimli --Man. ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CANADA-NORÐVESTUR- LANDIÐ. J>ær ’sectionir1 f Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilneyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi.sem er sett til síðuþeru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisem eryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur eða % úr ’section' er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir þvf landi, sem þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, f því hjeraði sem landið er f. Sá sem sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þrennan hátt: 1. Með þvf að búa f 6 mánuði á landinu á hverju ári f þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Með þvf að halda til hjá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá heimilisrjettarlandi umsækjand- ans. 3. Með þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur í nánd við heímilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skriflegan fyrirvara þurfa menn að gefa Commissioner of D:minion lands f Ottawa um að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir heimilisrjettarlandi. W. W. CORY, Deputy of the Minister of the Interlor The ^ SELKiRK # LAND & IN- | VESTMENT \ CO ,LTD. | SELKIRK, 3ÆÆNTITOBA.. VERZLAR MEÐ FASTEIGNIR : HÚS OG LÖND, í BŒJUM OG ÚT í BYGGÐUM. $ ELDSÁBYRGÐ, W LÍFSÁBYRGÐ VT ^ PENINGAR TIL LÁNS. W # f $ IEJA G-KITÆTÆEIIL., MANTAG-EIE2,- $ 1

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.