Baldur


Baldur - 17.05.1907, Blaðsíða 2

Baldur - 17.05.1907, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 17. MAi 1907. ER GEFINN ÚT Á GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIe. BORGIST FYRIRFRAM ÍÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAöSINS : C3-ILÆTL.Z, 3VC-A.3ST. Verð á smáum auglýeinjjum er 25 cent fyrirþii'nlaiigdá' kslengdar. Afeláttur er gefinn á stœrri auglýaingam, sem birtaat f blaðinu yfir lengri tíma. Viðvikjandi ilíkam afalættiog ððrum fjármálum blaða- ina.eru maun beðnir að anúa sjer að ráða manninum. FÖSTUDAGINN, I 7. MAÍ. I9O7. “Hver|hefir kennt þier dönskuna, kláus ?cc * (Niðurlag). Sfðast í fyrri hluta þessarar greina*- var bent á það, að kyrkju- dðmurinn væri ekki boðskapur, eins og kristindómurinn, heldur á- hald til að að fara með boðskap. Það er sarr.t langt frá þvf að s& boðskapur sem kyrkjudómurinn hefir farið með, hafi ætfð verið kristindómur, eða skyldur kristin- dómi. Stundum hcfir óneitan- lega bólað á kristindómslegri hugs- un f boðskap kyrkjunnar, og ávalt er það básfnað út um veröldina, að hún stjórn st að eins af þess- konar hugsun. En kristindómur kyrkjunnar hefir lang-oftast verið þunn gylhrig utan á fi&ráðum kyrkjudómi, sem hefir svo oft orð- ið til þess, að fólk hefir í einlægni sinni tekið við öllu sem kyrkjan að þvf rjetti, og ekki áttað sig á þvf fyr en sfðarmeir, að þvf hefði ver- ið byriuð kyrkjudómsólyfjan f kristindómshjúp, hafi það annars nokkurntíma áttað sig á því. Hvort þessi ‘vinur* Argyle- manna hefir nokkumtíma reynt að gjöra sjer grein fyrir mismuninum & kristindóm og kyrkjudóm, er nokkuð sem mjerer ókunnugt um; en hitt er víst, að f grcin han? í Lögbergi bólar ekki á nfcinni við- leitni t þá átt, Kyrkjuleg starf- semi er þar sama og kristileg starf- semi, bæði hjcr og á íslandi til forna. Allt er tekið í forsvar í kristninnar nafni, og ekkert er að- finnsluvert sem kyrkjan hefir lagt sína blessun yfir — galdrabrennur eins og hvað annað. Og svo leit- ast hann við að sýna með tilvitn- unum í íslandssögu, að ekki þurfi að bera brigður á álit sitt um hin blessunarrfku áhrif sem kristindóm- inum = kyrkjudðminum sje jafn- an samfara. Eitt dæmi, af Birni Hítdælakappaog Þorsteini Kugga- syni, ásamt nokkrum staðhæfing- um um það, að breytingar til hins betra hafi orðið á íslandi, eftir að kristni var þar viðtekin, að því er kallað er, álftur hann nægilegt til að sýna, að áhrif kyrkjunnar, sein hann misnefnir kristindóm, hafi æ- tfð haft f för með sjer blessun og menningu. Að þú skulir vitna svona gálauslega í íslandssögu, ‘vinur* sæil, gegnir 'stórri furðu. Máske hefirðu ætlast til að maður líti á skástu blettina 1 kyrkjusögu íslands, og hlypi yfir allt hitt. Slíkt gjöra þeir sem ekki ætla sjer að segja sannleikann, en hinirtaka hvað með öðru og bera saman — taka kyrkjudóminn f heild sinni, með þær kenningar sem hann flyt- ur, með þau meðul sem hann beit- ir, með það vald sem hann hefir, með þá hreinskilni sem hann á, með þá hræsni sem hann sýnir, með þá starfskrafta sem hann not- ar, og með þær afleiðingar sem starfið hefir, ekki f einu eða örfá- um tilfellum, heldur í eins mörg- um eins og náð verður til. Mef þetta í huga skulum við svo, til samanburðar við tilvitnanir þfnar, skoða nokkur atriði í sambandi við kyrkjudóminn á íslandi til forna—- kyrkjudóminn, sem þú kallarkrist- indóm, annaðhvort af ásettu ráði, til að villa mönnum sjónir, eða af fávizku. Eftir að þú ert búinn að segja frá þvf, hvað Þorsteinn Kuggason álítur að sómi kristnum mönnum, segir þú: “Þorsteinn viðurkennir að vfga- og manndrápahugmyndir heiðn- innar, geti ekki samrýmst við kristna trú“. — Hve margir við- urkenndu þetta með honum ? Hvað viltu segja um Þangbrand prest, sem Ólafur konungur Tryggvason sendi til Íslands sem trúboða fyrir aldamótin 1000? Um hann er sagt f íslandssögu (sjá ‘Á- grip af sögu fslands* eftir Þorkel Bjarnason, bls. 12), að honum hafi verið ‘jafntamt að vega rnenn og boða trú’. Heldurðu að hann hafi álitið manndrápahugmyndina ósamrýmanlega kristinni trú, eða öllu heldur kyrkjudóminum, sem hann var að stofna á íslandi fyrir Ólaf konung? Og hvað viltu segja um Ólaf konung sjálfan, þessa kristnu trúboðshetju sem svo er kölluð ? Um hann er þetta sagt á bls. 13 f sömu bók, að þá er Þang- brandur kom út til Noregs, ásamt þeim Hjalta Skeggjasyni og Gizuri ifla sjer gengi trúboðið meðal fs- lendinga, bafi hann orðið reiður mýfg, og ætíað að láta dcepa nokkra ísknzka uienu e.r voru í Þrándheimi; en að Hjalti og Giz- ur hafi beðið þeim griða, og heitið að fara til íslands og flytja þar rrú- boð, og að konungur hafi tekið því. Hjer verður ekki betur sjeð en að Ólafi konungi hafi ekki ein- ungis virzt manndráp samrýman- leg hugsunarhætti þeirra, sem töldu sig kristna, heldur og sam- rýmanleg trúboðs-starfseminni sjálfri. Við höfum nú hjer fyrir augum tvö stórmenni f trúarbragða- starfseminni á Norðurlöndum um aldamótin 1000, Þangbrand og Ó- laf; og bvort eigum við svo að draga ályktanir um eðli og ein- kenni trúarbragðanna, af orðum þeirra og verkum, eða af orðum og verkum Þorsteins Kuggasonar ? Flestum mundi vfst verða það á, að hafa augun áÓlafi Tryggvasyni, og ekki ætti þessi prestelski ‘vin- ur‘ Argyle-búa að ganga fram hjá Þangbrandi. Svo segir þú sfðar : ......tæp- um þrjátfu árum eftir að hún (kristnin; var lögtekin, hefir sið- menning hennar rutt sjer svo til rúms, að rán, morð og vfgaferli mega heita horfin'. Ja, nú er heima. Viltu ekki litast ofurlftið betur um, og skyggnast t. d. fram á Sturlungaöldina (1230—1262)? Ekki ætti landið að vera lakar kristið um I230 helduren 1030. Hvenær voru manndráp morð og svik meiri á íslandi en á Sturl- ungaöldunni ? Á bls, 1 7 f fslands- sögu Þorkels Bjarnasonar stendur, að þá hafi deilur og vfgaferli geng- ið svo úr hófi, að nálega aldrei hafi jafn mikil verið ; og í sömu and- ránni segir hann: ‘Á árunum 1122—33, var lögtekinn kristni- rjettur þeirra Þorláks og Ketils, biskupa, og gilti hann rúma hálfa aðra öld (fram yfir lok Sturlunga- aldar), eða þann tfma, er klerka- valdið var að myndast, staðfestast og eflast hjer á landi ?‘ Svo segir hann enn á bls. 23, um ástandið fyrir StuWungaöldina: ‘Á sfðari parti 12. aldarinnar, tóku siðir manna mjög að spillast, eink- um í tilliti til ásta karla og kvenna; þá var náiega enginn sá höfðingi, er ekki hafði frillur, og það oft margar. Þá var hið mesta virð- ingarleysi fyrir lögunum, og menn treystu rniklu meira á rfki sitt, mannfjölda og harðfengi, en & rjett málefni, Þá var hið fyrra dreng- lyndi horfið, og varla fannst nokk- ur sá er hikaði við að svfkjast að óvinum sfnum og ganga á gjörðar sættir. Grimmd f hernaði var fjaiskaleg, að handhöggva og fót- höggva þóttu smámunir, en rán og brennur og hryllileg manndr&p vanalegir atburðir*. Þegar þú nú athugar þetta allt, Ifzt þjer þá enn svo sem rán, morð og vfgaferli hafi mátt heita liðin undir lok, 30 árum eftir að kristni var lögtekin, og heldurðu eins eft- ir sem áður, að þú viljir álfta að kyrkjunnar starfsemi sje einskær kristilcg starfsemi ? ‘Hið fyrra drenglyndi var horf- ið‘, segir söguritarinn. Hvernig stóð á þvf? Það stóð óefað þann- ig á þv(, að. sú. stofuun, kyrkjan, sem eftir kristnitökuna Ijezt vera fyrirmynd f kristilegu framferði, var sjálf ofbeldisfull, rangsleitin, fláráð og mannúðarlftil, og dró landslýðinn með sjer í sömu &tt. f gegnum þessi dæmi og önnur þvf lfk sjerðu kyrkjudóminn, sem svo margir, þvf miður, hafa í grann- leysi sínu kallað kristindóm — kyrkjudóminn með þann glampa af kristindóm sem annað slagið bregður fyrir hjá honum, og villir svo ótölulega mörgum sjónir, að þeir ftlfta hann allan kristindóm, og varpa sjer í hans skaut í and- varaleysi. Það er þessi kyrkju- dómur með allan sinn yfirdrep- skap, falskenningar, sjónvillandi seremónfur, sem frfhyggjendurnir eru að biðja menn að gjalda var- huga við, bæði Argyle-búa ogaðra, þvf hann lifir enn á meðal vor og á sjer djúpar rætur í ísl. lúterska kyrkjufjelaginu, þó hann hafi enn ekki n&ð lfkt þvl sömu tökum á mönnum hjer vestra, eins og hann náði á mönnum & kyrkjuvaldstfma- bilinu á íslandi; en sú gæti komið tfðin, að hann næði sjer niðri ftlík- an hátt, ef menn reyna ekki að reisa skorður við þvf. Hyrningarsteinn kyrkjudómsins er villukenningin um innblásturinn, Með klerkanna útskýringu á ritum, sem sögð eru guðdómleg og óyggj- andi, hefir kyrkjan gjört kröfur til að vera leiðarsteinn manna. Ihinu innblásna orði, sem kennilýðurinn gat og getur útskýrt á eins marga vegu og þörf var &, mátti finna af- sökun fyrir aflri hinni kyrkjulegu starfsemi, hvort sem hún miðaði til góðs eða ills, hvort sem hún var yfirgangur og ániðsla, eða upp- byggileg starfsemi; og fyrir trú almennings á innblásturskenning- una, hefir kyrkjunni tekizt að drottna yfir hugum og hjörtum manna, beita menn rangsleitni, þegar henni hefir svo sýnzt, draga undir sig eignir og ráða yfir löggjöf og borgaralegum rjettindum ; og eins lcngi eins og menn trúaþeirri ketiningu, eins lengi stendur kyrkjudómurinn fyrir kristindóm f hugum manna. En athugum nú til frekari skýringar við kyrkjumál á íslandi, nokkrar Ifnur ú bók Jóns sagnfræðings, “Þjóðemi íslands“. Á bls. 133 stendur: “Eins og áður er getið, fjell lengi fram eftir allt f Ijúfa löð með konungsvaldinu og kyrkjuvaldinu. Þau tóku oft höndum saman til innbyrðis að- stoðar og eflingar, lögðust & eitt til að hnekkja sjálfstæði manna og svifta þá eignum, og skiftu bróður- Jega með sjer herfanginu. En það hlaut öllum að vera Ijóst, að friður og samlyndi gat ekki haldizt til lengdar. Bæði stefndu þau að sama takmarkinu : óskertum yfir- ráðum yfir landi og lýð“, Og á bls. 134 stendur: “Þegar kemur fram yfir 1500, er kyrkju- valdið orðið svo rfkt og magnað, að konungsvaldinu fer að standa stuggur af. íslenzka kyrkjan var þá komin á alveg sama rekspöl eins og allsherjar kyrkjan f öðrum löndum, Hún var orðin að sterkri og sjálfstæðri stofnun ú,t af fyrir sig, með ógrynni fjárí vörzlum sfn- um og sjerstaka löggjöf og stjórn. Og hún Ijet sjer ekki nægja með þau völd sem hún var búin að ná f, heldur var hún stöðugt að seilast lengra og lengra inn & valdasvið almennra borgaralegra laga og rjettinda“. Hvernig skyldi það ganga að hjúpa þetta með kristin- dóm, og gjöra úr þvf kristið sið- menningarstarf, með hliðsjón afþví hjerna kemur & eftir? Á bls. 175 stendur : “Það var eitt af aðal-einkennum kaþólsku kyrkjunnar, meðan hún drottnaði hjer á landi (fram um miðja 16. öld), að hún leitaðist við að hnekkja sjálfstæði þjóðarinnar f andlegum efnum. Það mætti þvf ætla að það hefði verið sannur ljettir fyrir þjóðina, þegar hún við siðaskiftin losnaði undan þrældóms- fjötrum kyrkjunnar. Þetta var þó f raun og veru lítið gleðiefni, þvf þjóðin skifti að eins um fjötra, Konungsvaldiðtekur við af kyrkju- valdinu, og verður engu afskifta- minna í andlegum efnum, en ka- þólska kyrkjan hafði áður verið“. Og hvað var svo konungsvaldið eftir siðabótina? Samsteypa af konungsvaldi og kyrkjuvaldi, þvf með siðabótinni varð Danakon- ungur höfuð kyrkjunnar á íslandi, þar sem páfinn var höfuð hennar & meðan kaþólska kyrkjan stóð. í gegnum kyrkjuna sem rfkisstofnun vann konungsvaldið ýms af sfnum mestu nfðingsverkum & íslandi, dró undir sig landeignir, bældi niður sjálfræði með grimmum hegn- ingum og kyrkjuaga, og hjelt 60 ára galdrabrennur yfir höfði þjóð- arinnar á 17. öldihni. Þetta er vfst það sem ‘vinurinn1 kallar ‘sið- menningu kristninnar eftir siða- bótina'. Þessi atriði ættu að nægja til að sýna hve viðsjárvert það er, að kalla það skilmálalaust kristna sið- menningu, sem kyrkjulega starf- semin var samfara á íslandi, ög vonandi er að vinurinn sjái nú, að það hafi ekki verið óhyggilegt af mjer. að kallajhana ‘siðmenningu‘ kyrkjunnar. Þ& segir þú : ‘í heiðni mátti hver húsbóndi drepa þræla sfna, þeir voru ekki rjetthærri en skyn- lausar skepnur. En með kristn- inni kemur mannúð og samvizku- semi'. Um mannúðina og sam- vizkusemina ber það sem áður cr | sagt að nokkru vitni ; og bregðum okkur svo út fyrir ísland sem snöggvast, og sjáum hvemig kyrkjudómurinn, sem þú munt vilja kalla kristindóm, hagar sjer þar. Lftum á það sem er nálægt okkur, Sftum á Bandaríkin á öld- inni sem leið. Var mikið um sam- vizkusemi í sambandi við þræla- haldið þar, og sýndi sig mikill kristindómsandi 1 framkomu kyrkj- unnar f þeim málum ? Þar hefirðu það sem þú kallar kristið land fullt af kyrkjum, og þá náttúrlcga krist- inni siðmenningu. Hcldurðu enn að allt sem er merkt með krossi sje kristilegt, og að það sje só>ma- samlegt starf fyrir þig eða aðra, að biðja menn að glcypa við því ölUi

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.