Baldur


Baldur - 06.01.1908, Page 1

Baldur - 06.01.1908, Page 1
V * 1 VtHlr) |l|^ifi‘|l|^UiiV|Ul|'i'|MA|W *!f \>"m v' 1 'ii 1 tJMÍHAMI.l VlMMíAiAAUVftM xVUtfJftd'tWi HWgyÉHtWWt'É^HBCrmT rfclSrtiii‘iHTkiiKYy8MÍTr¥h^k!ifltT>rfww STEFNA: | Að efla hreinskilni og eyða j| |j hr.esni f hvaða máli, sem fyrir j| g k.'nur, án tillits til sjerstakra jgj j| fl ikka. 1 1 I H.fs» BALDUR. i i i I AÐFERÐ: | Að tala opinskátt og vöflu- í laufit, eins og hæfir því fólki ^ sen. er *f uorrœnu bergi g| brotið. É V. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 6. JANÚAR iqo8. Nr. 41. Oft þó vaidi öfund skæðri, er f titlum lftill fengur. Nafnbót tel jeg enga æðri en að kaliast GóðUR PRENGUR. E. J. C§C^C^c5&C&3C&3C&3C&)g] <8 FRJETTIR. g> t§[^)[03(^JI^3Cg3Cg3Cg]g) 21. des. Brezka stjórnin ætlar að fara að setja á fót herskipaflota í Kyrrahafinu, og verður Esquinalt f B C. aðal-hafnarstöð hans. Einn frski þíngmaðurinn f brezka þinginu dæmdur f 6 mánaða fang- elsi, sakaður um fyrirlitningu fyrir rjetti. Nefndin f sameiningarmáli evan- / gelisku kyrknanna búin að semja sameiningarfrumvarpið. 24. des. Yfir 26 milljónir dol!- ara höfðust upp úr ranadiskum fiskiveiðum árið 1906. Bandarfkin ætla að fara að gjöra miklar hafnarbætur hjá sjer á Kyrrahafsströndinni. [Ensku þjóð- urtum Ifzt ekki nú orðið á Japanfta. 25. des. Þrfr fimmtu áf allri “nickel“framleiðslu er sagt aö sje úr Sudbury-námunum f Ontario. í gær voru 16 nemendur niðri f kjallara f Pittsburg, að hlusta á kennara f launmorðafræði, þegar um 40 lögreglumenn steyptu sjer yfir þá, og stungu þeim inn f svart holin eftir snarpa og sögulega við- ureign. 27. des. Yfir nóvember fórust 142 verkamenn af slysförum hjer í Canada. Oddvitafjelagið f fylkinu beiðist nú eftir endurbættri aðferð við yf- irskoðun á sveitareikningum. 30. des. Nú liggur það í loftinu að Bandarfkin muni til vinfengis við Japanfta veita þeirn frfverzlun- arrjettindi á Filippseyjunum. 1. jan. 1908. Fylkið hefir keypt eignir BcIItelefónfjelagsins fyrir $3.3oo,ooo, borgað með 40 ára veðskuldabrjefum með 4°/o ' öxtum. sem eftir núverandi peningaverði f Vesturheimi er næstum sama sem verðið hefði verið $3,000,000 út f hönd. 2. jan. í Fort William eru 79 dúkobórar. Tólf af þeim, 6 karl- menn og 6 kvcnnmenn (Æsir og Ásynjur!!), hjeldu nýársdaginn há- tfðlegan með þvf, að ‘marsjera1 allsnaktir um götur bæjarins, svo að nam mflu vegar áður en lög- reglan gat stöðvað þá. Prósessfan hafði valdið talsverðu uppnámi f munnum manna. Humboldt, Sask , f vatnabyggð- unum fslenzku, á að verða ein að- alstöð C» P. R. brautarinnar, sem verið erað leggja til Prince Albert. Á nýársdaginn hlupu allir vagn- arnir f lest einni austur í Ontario, nema gufuvagninn, út af teinun- um, og ultu niður 35 feta brekku, fullir af fólki. Enginn beið lffs eða lima tjón, en 15 höfðu nokkuð meiðst. Ársskýrsla verkamáladeildarinn- ar sýnir, að yfir þúsund manns hefir misst lffið af slysförum hjer í Canada árið 1906. Hæstirjettur hefir nýlega fellt dóm yfir Grand Trunk fjelaginu. Fjelagið unir þessu svo illa, að það ætlar að áfrýja málinu, auðvitað til Englands. Það getur það. Vegna rigningafrjetta frá Ar- gentfna (sem nú hefir sumar með- an veturinn er hjá okkur), hækkaði verð á hveiti um 2 cent f Minnea- polis. [Ekki gjöra menn sjer nú almenrit grein fyrir því, hvað fjar- læg lönd og þjóðir hafa við sín kjör að gj<,raj. ‘Nú heyja C. P. R. og G. T. fjelögin sameiginlegt strfð gegn járnbrautalöggjöf þeirri, sem á að leggja fyrir sambandsþingið1, segir Free Press. [Engum greindum manni dettur f hují að trúa þvf, að stjórnin sje að herða skóinn að G. T. fjelaginu, sem er hennar aðal- hjálpræðishella; en mótþrói við járnbrautafjelög er orðinn svo vin- sæll, að heppilegt er að leika sem bezt svona Iátalæti]. Haffloti Bandarfkjanna, sem ný- lega er lagður af stað til Kyrrahafs- ins, og fer suður fyrir Ameríku, á að koma heim aftur hina Ieiðina, þ. e. a. s. kringum hnöttinn, eftir indverska hafinu, Suezskurðinum, og Miðjarðarhafinu. Nýlega fóru tveir þingmenn f Washington f handalögmál inni í þingsalnum, og voru búnir að blóðga hvor annan áður en hinir þingmcnnimir gátu skilið þá. [Það er engin furða þótt þjóðirnar búi við viturlega og friðstillandi iöggjöf f svona frjálsum og siðuðum lönd- um]. Presbyteriana, Meþódista, og Congregationalista kyrkjurnar eru vel á veg komnar með það hjer f Canada, að sameina sig f eina heild. Enska kyrkjan getur ekki veitt af- gjörandi svar fyr en á ársþingi sfnu að hausti. Baptistar vilja að vfsu vera með, en setja það upp að all- ir verði kaffærðir f skfrnarlauginni. Án þess geta þeir ekki sálu sinnar vegna, aðhyllst þetta bræðralag 1 sáluhjálparverki evangeliskra rnanna. Á lútersku kyrkjuna minn- ist enginn f þessu sambandi, frem- ur en hún væri engin til hjer f landi. [“Margt er manna bölið“. Nú er það skfrnin]. Heimafrj^ttir. W INNBROT3ÞJÓFNAÐUR var framinn hjer á Gimli á nýárs- nótt. Suðurglugginn á búð þeirri j sem Gyðingarnir verzla f syðst f strandgötunni að austanverðu, var brotinn upp. Allmiklu af fatnaði og ýmsu fleiru var stolið. Ekki eru neinar bendingar fyrir hendi um það hver unnið hafi verk þetta. Maður úr leynilögreglunni f Winni- peg hefir komið hingað niðureftir, en horfið jafn harðan til baka, vegna þess að engin spor væri hægt að finna, sem slóð þjófsins vrði rakin eftir. Sennilegt þykir að hvorki íslendingar nje jafnvel neinir Pólverjar hafi gjört þetta. HÁTÍÐAHÖLD talsverð hafa verið hjer nú að und- anföríiu. Á aðfangadagskvöld var jólatrjessamkoma og aftansöngur f únítarisku kyrkjunni hjer á Gimli, og á jóladagskvöldið samskonar samkvæmi f nýju lútersku kyrkj- unni, sem þann dag var einnig f fyrsta skifti messað í. Á gaml- árskvöld var enn samkvæmi hjer f gömlu lútersku kyrkjunni að til- hlutun lúterska kvennfjelagsins, og önnur áramótasamkoma f skólahús- inu f Árnesi, að tilhlutun hinria únítarisku kvenn^ f þvf byggðar- lagi. Svo var árinu 1908 heilsað með nýárs'balli1, bæði norður við íslendingafljót og hjer suður á Gimli, Piltaklúbburinn hjerna stóð fyrir þvf ballinu, sem hjer var haldið. Loks var mannmargt prfvat- samkvæmi haldið hjer að kvöldi hins 3. þ. m. f Lakewievv hótelinu, og eru þar, eins og kunnugt er, fullkomnari skilyrði fyrir hendi, að húsakynnum. og öðrum kringum- stæðum, heldur en nokkurstaðar annarstaðar f sveitinni, til þess að láta gestunum lfða vel. UM SVEITARMÁL hefir enn ckki þótt varlegt að fara mörgum orðum hjer í blaðinu. Þau eru á ýmsan hátt svo viðkvæm, að vandi er að stilla svo orðum að ekki verði til tjóns. Óhætt virðist þó að rifja nú upp uokkur spor sem stigin hafa verið sfðastliðin í mánuð. Að morgni hins 3. des. hóuðu ! milli 10 og 20 fslenzkir menn sjer j hjer saman á afvikinn stað, til þess I að fhuga framtfðarhorfur opinberra mála f Gimlisveit, eins og henni er nú orðið háttað sfðan norður- j hlutinn var f fyrra gjörður að nýrri I s'-eit eins og kunnugt er*. Fyrst- ' * Þegar beiðni norðanmanna urp ur allra hófst sá maður máls, sem f fyrra var öruggastur um það, að aldrei yrði hætt við ofrfki í íslend- inga garð af hálfu pólskra manna. Kannaðist hann hreinskilnislega við, að sjer hefði manna mest glap- ist sjónir í þessu efni fyrirfarandi ár, og bað menn, f stað þess að á- mæla sjer, að taka nú drengilega saman höndum, og þiggja sfna krafta með, til þess að afstýra, ef kostur væri, óhöppunum, sem yfir vofðu. Undir þetta varvel tekið. Var mönnum þá kunnugt orðið, að pólskir menn ætluðu sjer að hafa þegar f stað algjör hausavíxl.þann- igað enginn íslenzkur maður skyldi komast f sveitarstjórnina, ekki einu sinni f 2. kjördeild, sem Gimliþorpið er í. Virtist öllum við stöddum þetta svo stórt af stað riðið, og svo þrungið af þjóðernis- heift, að lftillar sanngirni þyrfti að vænta þegar fram f sækti, þarsem byrjunin var svona svarraleg. Fannst flestum ókarlmannlegt, að láta ginkefla sig umbrotalaust. Varð það svo úr, að gengið skyldi á hólm við oddvitaefni nýkomend- anna og þrjú meðráðendaefnin. Þótti þá ekki óhugsandi að þrjú sæti ynnust. Engum þótti fýsi- legt að heyja þessaorustu. og mun það f fyrsta skifti hjer, að allirhafi látæðislaust færst undan virðingar- sætum mannfjelagsins. Það þótti sjálfdæmt^ hr. Björn B. Olson að sækja í 2. deild. Það eina sæti var ugglaust, en sækjandinn átti það á hættu að verða einn f Ijóna- gryfjunni, eins og raun varð á að lokum. Mestar lfkur þóttu fyrir þvf, að hr. Arnljótur B. Olson kynni eitthvað að kvarna utan úr hinu pólska mannfjelagi f 1. deild, og var honum þvf þar vfsað til at- lögu. Úr 3. deild var að einseinn gjaldandi við staddur, sjera J. P. Sólmundsson, og var honum þvf annaðhvort að gjöra, þar eð komið var fast að útnefningartfmanum, enda sá, som ákjósanlegastur þótti fyrir oddvitaefni, hr. Jóhannes Sigurðsson, ófús á að slást f leik- inn, nema allur bekkurinn væri setinn. Sjaldan munu fslenzkir menn hafa staðið betur hlið við hlið, eú að þessu sinni, og þó er það fs- lenzkra manna skuld, hvernig úr- slitin urðu. Hjer á Gimli greiddu f það minnsta 5 íslenzkir kjósend- ur atkvæði á móti íslenzka odd- vitaefninu, og 11, sem heima voru, komu ekki á kjörstað, en í það heila tekið vantaði að eins 11 at- kvæði til að vinna. í I. deild vantaði 3 atkvæði, og f 3. deild 2, og þar greiddu líka að minnsta kosti 5 íslénzkir kjósendur atkvæði á móti íslendingum. Ekki var þó trúarbragðalegur ágreiningur þess valdandi, því þar vann lúterski presturinn manna bezt að kosningu hins prestsins. Flestir sáu og sjá, að nú liggur fyrir spurningin um það, hvort saga okkar hjer á að vera búin. eða ekki búin, Þeir fáu, sem missáu sig svo, að þeir báru vopnin á fslenzkt þjóðerni, ættu að láta sjer farast eins og Bolla forð- um, að kasta þeim sem allra fyrst frá sjer, enda hafa sumir þeirra þegar gjört það. Sjálfsbjörgunarviðleitninni hefir nú verið bent f það horf, að biðjast enn á ný þess, sem synjað var um f fyrra, aðskilnað strandarinnar frá hinum víðlendu nýbyggðum uppi í landinu, Eftir fundarhöld f hverri kjördeild á strdndinni, og tvfvegis f Gimliþorpi, er nti 13 fnahna nefnd til þess valin, að hafa skift- ingarmálið i hðndum : Fyrir Gimliþorp: Stefán Sig- urðsson, Jóhannes Sigurðsson, sjera Rtinólfur Marteinsson, og Árni Þórðarson; fyrir nágrenni Gimliþorpsins: Björn B. Olson (skrifari nefndarinnar), og Jón Pjetursson ; fyrir suðurbyggðina : Arnljótur B. Olson, Þorvaldur Sveinsson, og Sigurður Sigurðsson; fyrir norðurbyggðina: Þorvaldur Þorvaldsson, Jóhannes Magnfis- son, og sjcra J. P, Sólmundsson ; og oddamaður kosinn í einu hljóði af nefndinni sjálfri: Sveinn Þor- valdsson (formaður nefndarinnar). í nefndinni eru þannig allir fyr- verandi oddvitar hinnar gömlu Gimlisveitar, nema hr. Guðni Þor- steinsson, scm lá rúmfastur þegar nefndin var kosin, ítarlegar er ekki vert að segja frá þessum málum að svo komnu. þá sveit var veitt, þávarbeiðni þeirra sunnanmanna, sem á ströndinni búa, synjað. Sú beiðni var þess efnis, að fá hinni gömlu Gimlisveit sundr- að f þrennt, svo hinir eldri inn- byggjendur suður með vatninu gætu framvegis fengið að vera sjálfum sjer ráðandi, en yrðu ekki yfirþyrmdir af nýkomnum mönnum.sein ótal orsaka vegna var sýnilegt að yrðu um langan aldur óhentuglega valdir stall- bræður þeirra, sém fyrir voru og mest höfðu sveizt og þreyzt á landnámsárunum. TVEIR GRIPIR tvævetrir, uxi og kvlga, hafa tap- ast, Uxinn alrauður, en kvígan | rauðskjöldótt, Finnandi beðmn að gjöra mjer aðvart, JÓN JÓNASSON. Árnes P. O., Man, TAPAST 1 hefir haglabyssa, tvfhleypt, á leið- i inni frá B. B. Olson norðurað járn- brautarstöðinni á Gimli. Finnandi | beðinn að skila henni til S t e f á n s j Eldjárnssonar á Gimli pósthúsinu, ;gegn borgun.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.