Baldur


Baldur - 05.03.1908, Page 2

Baldur - 05.03.1908, Page 2
B A L D U R , V. ár, nr. 48. BALDl ER GEFINN ÚT Á GIMLI, - MANITOBA Siiiiilliii OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM tÍTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ZB^XEDTXIR., GIMLI, '/%" .^r Ver*c) á emá’i'n *a jUýsímc’im ’er 25 c.n yrir þamtungdálkslengclftr. Afslátturer efinn á strerr auglýsineum.sem birtast. j hlaðnu yfir lcngri tima. Vic>víkjandi lík im afslættiog öðrum fjármálum biaðs ns.eru menn beðnir að snúa sjer að ráðs manninum. “]?eir þurfa leiðsagnar við, sem samvizk- usamlegaviljataka þátt í almennum málum“, segír ritstjóri ‘Fjallkonunnar‘ í nokkrum inngangsorðum fyrir eft- irfylgjandi útdrætti úr ritgjörð eft- ir Guðmund Hannesson, sem fyrst var prentuð f Tngðlfi1: Hrærigrautur. Ójá, það er von þjer þyki margt hra:rigrautur, er Þú hefir hcyrt og lesið um sjálf- stæðismálið, en í raun og veru get- ur ekkert verið einfaldara. Það hafaaldrei komið fram nema tvær stefnur f þvf máli og munu aldrei koma fram : dannlia stefn- an og íslenzha stefnan eða land- varnarstefnan, Dönsku stefnunni hcfir danska stjórnin ætfð fylgt og fslenzkir skó- sveinar hennar, er jafnan hafa þeg- ið þingsæti, fcit embætti og krossa að launum fyrir þann göfuga starfa, að vinna fósturjörð sinni ógagn. Islenzku stefnunni hafa aliir helztu menn þjóðar vorrar fylgt allt frá Einari Þveræing til Jóns S’gurðssonar og merki þcirra er nú borið af landvarnarmönnum. En hver er nú munurinn ? Danska stefnan segir : Ríkið er eitt og það er danskt. ísland er partur af- danska ríkinu. Danir eiga landið. Landvarnarstefnan segir: Ríkin eru tvö, Island og Danmörk, bæði jafn rjetthá, ! hvorugt ’ undir annað gefið, bæði sjálfstæð, þó þau lúti sama kon- ungi. Islendingar eiga ísland. Danir Danmörk. Getur nokkuð verið einfaldara og auðskildara ? Öll þvælan um sjálfstæðismál vort, að bullinu frá- skildu, er sögð f þessum fáu orð- um, sem hvert barn skilur. Hver stefnan hefir sfnar ákveðnu afleiðingar. Þær eru margbreytt- ar. Við skulum hyggja að fáein- um til þess að skýra málið betur. Æðsta valdið. Það er ein- kenni sjálfstæðra ríkja að þau hafa æðsta vald yfir öllum pörtum rfkis- ins og öllum málum þess. Venju- lega hafa nokkrir menn, er til þess eru kjörnir, vald þetta til meðferð- ar. Þeir mynda þá ríkisráð sfns rfkis. I þvf getur enginn utan- ríkismaður átt sæti framar en hreppsnefndarmaður í hreppsncfnd annars hrepps. Samkvæmt dönsku stefnunni hefir danska ríkisráðið æðsta vald- ið yfir öllum fslenzkum máluin undantekningarlaust og ráðherra vor á þar að sjálfsögðu sæti. Samkvæmt landvarnarstefnunni hefir fslenzka stjórnin (konungur og a!þ.) æðsta valdið í öllum vor- um málum, danska ríkisráðið f dönskum málum. Ráðherra vor á ekkert erindi f danska ríkisráðið og á ekki að eiga þar sæti Oddvitinn í íslenzka hreppnuin getur ekki verið hreppsnefndarmaður f danska hreppnum. Þjer finnst þetta sjá'fsagt. Nátt- úrlega! Hver óbrjálaður maður ætti að geta skilið það. En það er nú svona stundum, að smæl- ingjum cr það opinberað, sem vitringum er hulið. Ilin mikla vizka gjörir þá æra. Ábyrgðin. ITvcrt sjálfstætt rfki ber ábyrgð á sfnum gjörðum og svarar til sakar gagnvart öðrum rfkjum. Það er að þessu leyti eins og myndugur fullveðja maður. Hver er nú mismunurinn að þessu leyti ? Samkvæmt dðnsku stefriunni bera Danir ábyrgð á Islandi, danska ríkishlutanum, og svara til sakar fyrir vora hönd. Svo hefir þetta gengið undanfarið. Samkvæmt fslenzku stefnunni eigum vjer Islendingar að bera á- byrgð á vorum gjörðum og Danir 4 sfnum. Skilur þú þetta ? Ágætlega ! Vö'rn landsins. ITvert ríki annast nauðsynlegar landvarnir og lögreglustjórn, er tryggi það sem bczt gegn erlendum yfirgangi. Hversu fer með þetta atriði ? Eftir dörisku stefnunni eiga Dan- ir að annast landvarnir allar hjer sem annarstaðar f danska rfkinu og strandgæzluna eiga þeir að hafa á hendi. Eftir landvarnarstefnunni eiga Danir að sjá um sig, vjer um oss. Fáni og merlci. Hvcrt sjálf- stætt ríki hefir sinn sjerstaka fána og sjerstaka merki, er táknar sjálf- stæði þess og jafnframt þjóðerni. Hvorutveggja er þjóðunum helgi- dómur, sýnilegt tákn frelsisins og ættbálksins. Danska stefnan krefst þess, að ! danski fáninn og danska ríkismerk- ið gildi fyrir oss cins og aðrahluta ríkisins. Samkvæmt þessu er ís- lenzki fálkinn settur f eitt hornið á danska ríkismerkinu við hliðina á Færeyjahrútnum og grænlenzka birninum. Landvarnar stefnan krefst þess, að Island hafi íslenzkan fána ogís- lenzkt ríkismerki, svo sem önnur óháð lönd. Þú segir að merkið höfum vjer fengið þar sem fálkamerkið er. Nei! Merkið, er Danir gáfu oss, var aldrei ætlað til annars en að vera ríkishlutamerki.líkt og dansk- ir bæir og hjeruð hafa. Það var ekki ætlað til þess að vera rfkis- merki og var heldur ekki sctt í þann búning, þó sennilega fari öðr- uvísi en ætlast var til. Þegnrjettur. Hvert sjerstakt ríki áskilur samþegnunum jafn- rjetti f öllum atvinnugreinum o. fl. Útlendingunum er gjört erfiðara fyrir til þess að þeif taki síður brauðið frá börnum landsins. Danska stefnan gengur að þvf sjálfsögðu, að Danir og Islending- ar hafi sama danska þegnrjettinn og Danir geti því rekið hjer alla atvinnu, sjómennsku o.s.frv., sem innfæddir menn. Landvarnar stefnan vill halda íslandi fyrir íslendinga og skipa Dönum á sama bekk og öðrum út- lendingum. Hún krefst að þegn- rjettur landanna sje skilinn. Þessi eru aðalatriðin, Þú segir það hverju orði sannara, að öll eru þau einföld og auðskilin. Þaðþarf heimskan. mann, nautheimskan vildi jeg sagt hafa, til þess að botna ekkert í þeim. Vonandi er að slfkum grasösnum fækki fljótlega á landi voru. * * * Jeg heyri, jeg heyri! þú spyr hvort útlendingar gleypi oss ekki og slái eign sinni á landið, er danska verndin cr horfin. Já, hún kom oss að góðu haldi verndin sú, er ‘Týrkir1 rændu hjer fje og fólki forðum daga og fluttu Tyrkja-Guddu suður f lönd. Aldrei hefir þessi vernd orðið svo oss að gagni, þvf aldrei hafa útlend rfki ásælst land vort og aldrei getur hún orðið oss að gagni af þeírri einföldu ástæðu, að Danir sjá eng- an veg til þess að verja sjálfa sig, hvað þáoss. Þetta játa þeirsjálfir og jegveitekki til að nokkurskyn- bær maður hafi aðra skoðun á því, ef hann er kunnur málavöxtum. Hvernig á vernd þeirra að koma að gagni, sem sjálfir eru ósjálf- bjarga? Þú spyr hvort strandvörnin sje oss eigi ofvaxin og of dýr ? Danir hafa nú eina fleytu hjer til strandvarnar. Nokkurn hluta árs er hún suður f Danmörku, oft liggur hún inni f fjíirðum. Núeru hjer sunnanlands nokkrir botnvörp- ungar, sem sjómenn og einstakl- ingar eiga og halda úti allan ársins hring. Dettur þjcr í hug að öllu landinu væri ofvaxið að eiga strand- varnarflcytu og halda henni úti ?— Það lá að ! þjer finnst það næsta ólfklegt. Það eitt er undarlegt, að sömu mennirnir sem hræðast strandvarnarfleytuna, er gæti orð- ið sjómönnum vorum gagnlegur æfingaskóli, treystast óðar til þess að verja meira fje í konungsfagn- að, mat og drykk, jeg meina vín- föng. Þú spyrð hvort stjórnin verði oss ekki of dýr með þessu lagi. Jú, ef við höfum þau átvögl f búrinu, sem skammta sjer sjálf all- an matinn alls heimilisfólksins. En sömu menn geta lfka sökkt landinu í skuldir, þó við hjengjum aftan í Dfinum. Hvert land sníð- ur sjer stakkinn eftir sfnum vexti en ekki annara, og sje það gjört, er öllu borgið. Ekki bar á því að stjórnarfarið yrði forfeðrum vorum dýrara en það er nú, þau 400 árin, er Island var óháð lýðveldi. San Marino er miklu minna en ísland og er þó með elztu rfkjum í álfunni. Stjórn þess er ódýrari en stjórnin er hjer nú. Ætti oss að vera ofvaxið að fara jafn skynsamlega að ráði voru? Þjer finnst að enginn góður Is- Iendingur geti verið.andvfgur land- varnar stefnunni. Það er ekki nóg. Þú verður að efla hana og styðja ef duga skal, Eigum við ekki að binda það fastmælum. ITjer er hendin ! Guðm, Ilannesson. ÁFENGISEYÐSLA STÓRÞJÓÐANNA. Árið 1906 eyddi enska þjóðin 166 milljónum og 400 þúsundum punda fyrir áfengi. Sú upphæð er hjer um bil 100 milljónum meiri en öll ríkisútgjöldin. Þegar tillit er tekið til fólksfjölgunarinnar, er áfengisnautn öll að minnka, sem svarar hálfri milljón punda árlega. Bandafylkjamtnn standa ekki langt á baki frænda sinna. Sama ár þurfti 1400 millj. dollara til að slökkva áfengisþorsta þcirra. Fyrir tveim árum sfðan þurftu Þjóðverjar 2,918 millj. mörk fyrir áfengi, og Ifkur til að það hafi hækkað sfðan. Ekki er ásigkomulagið betra hjá Frökkum. Árið 1829 voru vfn- söluhúsin 297,000, en nú eru þau helmingi fleiri og þó hefir íbúum landsins að eins fjölgað frá 32 og hálfri milljón upp í 39 milljónir. Sama aukningin á áfengisbrúk- un og fjölgun vínsöluhúsa er f Belgíu. FÓLKSFJÖLGUN í NOREGI. Landshagsskýrslur Noregs geta þess, að árið 1900 hafi íbúatalan verið 2,240,032 en 1905 vnr hún orðin 2,3 r 1,527, hefir því aukist um 61,495 menn á 5 árum. íbúatala helztu borganna er þannig : 1900 1905 Bergen ..... 72,251 — 80,000 Trondhjem .. 38,180 — 40,9^9 Stavanger ... 30,613 — 34,844 Drammen .. . 23,093 — 24,500 Aalesund .... 11,777 — 14,000 Kristianssund 12,050— 13,085 í nokkrum bæjum hefir fækkað íbúatölunni, mest í höfuðborginni, þar hefir fækkað um 1154. Það einkennilegasta við þetta fólkstal er það, að í sveitunum hefir fólki fjölgað tiltölulega meira en 1 bæjunum, og hefir það ekki komið fyrir áður f síðastliðin 40 ár, enda mun það ekki eiga sjer stað f öðrum löndum. EINAR OLAFSSON. ----:o:---- 1. Mörgum verður brimsöm braut á bröttum heimsins vogi; þeir hrakning þola’ og harða þraut í hverju árartogi. Er þá von að ljett sje lund lúnu jarðar barni, er hröklast, slegið und við und, eitt á lífsins hjarni ? Dæm þú ekki eins og flón, að þjer gættu betur : horfðu’ ei bara 4 “heppna-Jón“, hugsaðu’ líka’ um Pjetur. II. Ei þú hylltir kyrkju’ og kjól — þar k e y p t u r veitist friður. — Þitt var orðtak : “Upp — mótsól, en ekki — f myrkrið — n i ð u r“. “Vera ætti sjerhver sæll sína skyldu’ að gera ; enginn herra, enginn þræll ætti til að vera“. Þessi kenning þótti’ æ styrð, þar frá greina sögur; cn þótt hún sje að vettugi’ virð, víst er hún þó fögur. Þitt var ei skap, að hopa’ á hæl á hólmi’ hið allra minnsta; þfn voru’ vopnin sigursæl í sóknum til ins hinsta. Vinum trauðla maður má meiri drengskap sýna. Jólhelgan hann sffellt sá sannleikan að skfna. Frjáls hann vildi’ f landi lög, þars leynd ei felist naðra. Á eiginn hag hann hugði ei mjög, en hugsaði’ meira’ um aðra. Steini að kasta’ ei hæfir hjer hugarveilum dárum á hann, sem flatur fallinn er, flakandi f sárum. Lúið gistir holdið hel, hvass er brotinn vigur, ÞÍN er hvíldin. ÞJER sje vel, ÞÚ hefir unnið sigur. III. Nú heilt er orðið hjartasárið — það hulið miklu bitrar sveið.— ITann faldi einnig frosna tárið ; hann fann, að varð að styttast leið. Sitt hugfangs-verk sem hetja vann, hann hræddist guð — en engan mann. S. G. THORARENSEN.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.