Baldur


Baldur - 05.08.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 05.08.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R, VI. Ar, nr. 17. . BÁLDDR ER GEFINN ÚT Á GIMLI, -- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIo. , BORQIST FYRIRFRAM ÖTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ZB-A^ILIDTXZR,, GIMLI, TÆ-^YISr. VerÖ á smá'im auglýsingum er 25 cent yrir þnmlungilá-k«lengdar. Afslátturer e5nn á *tœrr auglýMÍngum,8em"hirtaM j blaðuu yfir lengri tíma. Viövíkjandi líkum afslæfcfciog öðrum fjármálun. blaðs ns,aru mðnn beðnir að snúa sjer að ráð*< anninum. Sigurvonir Sósía- listastefnunnar. & i. J. G. Phelps Stokes, milljónari og sósfalisti, og kona hans. Eftir A. E. Krístjiinsson. ----:o:--- (Niðurl.) “Að síinnu er venju- lega svo litið á, að hluthafarnir leggi fram þjónustu með þvf, að leggja til fjeð sem brúkað cr við iðnaðinn; en við Sósíalistarnir neitum þvf, að hluthafarnir leggi til fjcð í nokkrum sónnum skijn- ingi. Nærri allt, cf ekki allt það fje, sem brúkað er í iðnaði, sam- anstendur af samandregnum hlut- um af ágóðanum sem vcrkamenn- irnir framleiða, og sá ágóði hefir verið tekinn frá þcim, sem það gjald er þeir eru neyddir til að greiða fyrir þau hlunnindi að fá að lifa. Iðnaðarframleiðsla Bandarfkj- anna fyrir árið 1900 var hjer um bil $2,500 á hvern mann. Af þessari upphæð var um $1,500 cytt til að borga fyrir óunnið efni, og fyrir viðgerðirá áhöldum, bygg- ingum, o. fl. Þetta skilur eftir $i,Oooámann f hreinan ágóða. Af þeirri upphæð fcngu verka- menn að meðaltali $478 hver. Meir en helmingurinn var tekinn afþeim af eigendunum. Út úr þessum helming ágóðans kemur svo nokkurn veginn allur sá aukinn höfuðst<5ll, sem þarf til að láta iðnaðarstofnanirnar haldaá- fram að starfa, Verkamennirnir sjáifir framleiða þannigallan höfuð- stólinn. Það, að þetta fje er tek- ið af þeim undir skilyrðum sem þeir nú ekki geta ráðið við, breyt- irekki þeim sannlcika, að þeirhafa í raun og veru lagt hann til. Það eru verkamennirnir sem skapa auðinn, sem notaður er við iðnað- inn. Svo er hann tckinn fráþeim af þeim mönnum, sem þeir verða að láta hann af hendi við ef þeir vilja lifa. Sfðar, þegar verka- mennirnir þurfa þessa auðs við til að færa út iðnaðinn, þá verða þeir að borga rentu fyrir að fá að nota það sem þeir hafa sjálfir framleitt. í þessu þykir Sósfalistanum mikið ranglæti vera fólgið. Jeg vil að það sje vel skilið, að þegar Sósfalistarnir tala um ’verka- menn', í iðnaði, þá eiga þeir ekki að einsvið þá scm vinna lfkamlcga erfiðisvinnu, heldur við alla þá sem á einhvern hátt taka þátt f þeim störfum, sem iðnaðurinn nauðsyn- lega útheimtir. Verkamanna- stjeitin, samkvæmt þvf sem Sósfa- listarnir nota það orð, innibindur alla þá sem að framleiðslunni vinna, hvort heldur lfkamlega eða andlega, allt frá embættismönnun- um við skrifborðið til kolamokar- anna við gufuvjelarnar. En þó að verkamannastjettin, þannig út- skýrð, gefi öllum þeim varningi, sem keyptur er og seldur á mark- aðinum, sitt gangverð, þá fá þeir að njóta að eins helmingsins af á- góðanum af framleiðsiunni, og þeir fá ekki einu sinni lífeyri, nema þeir undirgangist að leggja til öðr- um til viðhalds, sem ekkert leggja fram í staðinn, hjer um bil annað eins, eins og þeir leggja til sjálf- um sjer og fjölskyldu sinni til við- halds. Á dögum þrælahaldsins, hvort heldur á Grikklandi eða f Róm, eða á Egyftalandi, eða f Suður- Bandarfkjunum fyrir þrælastrfðið, var rjettur þrælanna til síns lífs- viðurværis bundinn við viljugheit þeirra til að framleiða, ekki að eins það sem þeir þurftu fyrir sjálfasig, held’ir einnig það sem eigendurnir heimtuðu af þeim til að geta lifað í sællífi og munaði. Á dögum ljcnsdrottna-ánauðarinnar (feudal slavery), sem var algengt um alla Evrópu um nokkur hundruð ár, var rjettur mikils þorra fólks til að lifa, bundinn þvf skilyrði, að þeir afhentu helming af afrakstri vinnu sinnar til landeigendanna. Á þess- um dögum (nefnil. dögum kaup- gjalds-ánauðarinnar) er tækifæri fjöldans til að lifa, bundið því skil- yrði, að menn sje viljugir til að framleiða, ekki að eins þann auð, sem þcir þurfa til viðhalds sjálfum sjer, heldur einnig afarmikið þar fram yfir, til viðhalds þeirra sem ekkert framleiða. Hver þessi teg- und af ánauð, er jafnvirkileg eins og hinar tvær. Markmið Sósíalistanna er það, að eignarhald á landi og á hinum stærri vinnuvjclum, skuli vera f höndum verkamannanna sameigin- lega, svo að enginn maður sje þannig settur, að hann geti sett öðrum manni steininn fyrir dyrnar og sagt, aö annaðhvort verði hann að greiða sjer vissan skatt, eða | svelta að öðrum kostt. Höfuðatrið- ið í þvf scm Sósíalistarnir eru að j berjast fyrir, cr f eðli sfnu hið; sama, scm forfeður okkar í Nýja- Englandsríkjunum voru að berjast fyrir á dögum frelsisstríðsins. Stóra atriðið, sem varð að nokkurs konar herópi frelsisstrfðsins, var það, að skattálögur án samþykkis sjálfrar þjóðarinnar væri kúgun. Skatturinn, sem forfeður okkar risu öndverðir á móti, var f sjálfu sjer smámunir einir. Hann var að eins tveggja centa tollur á mun- aðarvöru, nefnil. te. En heldur en að beygja sig undir það rang- læti sem í þvf var falið, að láta leggjaásig skatt án sfns samþykk- is, jafnvel þó sá skattur væri Iftil- fjörlegur, kusu forfeður okkar að leggja út í frelsisstríðið. Við Sósíalistar álftum, að skatt- álögur án samþykkis hlutaðeigenda, sje eins ranglátar í iðnaði eins og f stjórnmálum. Við álítum að hvcr maður eigi að hafa Vernd mannfjelagsins til þess að hann fái að njóta alls ágóðans af starfi sfnu, að þvf cinu frádregnu sem hann á sfnum frjálsu þingum gengur inn á að greiða til almennra þarfa. Við viljum koma eignarhaldi á fram leiðsluáhöldunum í höndur þeirra einna, sem nota áhöldin við fram- leiðsluna, f því sk)mi að áfnema skattálögur án samþykkis þeirta er skattinn greiða, f þvf skyni að verkamennirnir geti verið sínir eigin herrar. Okkur finnst að undir öllum venjulegum kringum- stæðum, sje hin eina rjettláta að- ferð við að útbýta launum sú, að miða þau við verðmæti þeirrar starfsemi, sem hver og einn hefir fram lagt; að sá sem fram leiðir auð, eigi að hafa auð f rjettum hlutföllum við þá upphæð sem hann fram leiðir, og að tækifærið til að safna auð og njóta hans, eigi að vera öllum opið, f staðinn fyrir að nú er það opið fyrir að eins þá fáu sem eiga landið og áhöldin (hvern- ig sem þeir hafa komist yfir það), þvf þeir geta, sem afleiðing af slfku eignarhaldi, safnað auði sem aðrir fram leiða, án þess að fram leiða nokkuð sjálfir. SAMRANDSMÁLIÐ. m Að bræður okkar heima á P'róni kunna að meta viðleitni og áhuga okkar Vestur-íslendinga f frelsis- baráttu þeirra, ber nýkominn Ing- ólfur Ijóslega með sjer. Með þessu eintaki Ingólfs cr fylgiblað með fyrirsögninni “BRÓÐ.URHÖND“, og hcfir það inni að halda sýnis- horn af undirtektum Vestur-ís- leridinga f sjáifstæðismáli Islands, ásafnt þökkum fyrir þær undirtekt- ir, og álit blaðsins á þvf hvaða á- hrif þær geti og ættu að hafa á málið. P’ylgiblaðið byrjar þannig: “UNDIRTEKTIR VESTUR- ÍSLENDINGA. Svo vel og drengilega hafa nú Hæstmóðins orgei og píanó. Hinireinu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. pfanó. J. J. II. McLean <6 Co. Ltd, j 528 Main St. WlNNXPEG. vinir vorir og bræður vestan hafs tekið f strenginn með oss sjálfstæð- ismönnum hjer heima, að ekki mun firnast. Aldir og óbornir íslendingar, hvar um heim sem eru, munu minnast þcirra mcð verðskulduðu þakklæti fyrir það, að þeir rjettu fram bróðurhöndina, þegar n:est lá á, — gjörðu það fljótt og vel og af fúsum huga. Það er hið sanna íslenzkaþjóð- erni, er þar segir til sín. Hamingjunni sje lof fyrir það, að Vestur-íslendingar hafa fengið varðveitt þann kjörgrip. Eigum vjer ekki allir að vera samhuga um að varðveita hann, gimsteininn þann. Eða eigum vjer að láta bræða hann saman við erlenda málma, —- slá úr honum erlenda mynt ? Mætur landi vor einn í Winni- peg skrifar Ingólfi og sendir hon- um fyrstu blöð Vestur-íslendinga (Baldur, Heimskringlu og Lög- berg), ér út komu eftir að sam- bandsnefndarfrumvarpið var kom- ið þeim í hendur f blöðum hjeðan, og eftir að kunnugt var þar, að menn skiftust hjer f flokka um frumvarpið — sumir vildu gjöra það að lögurn ; því furðar þá á, ís- lendinga vestra. ‘ Vestux-íslendingar eru ALL- IR á móti frumvarpinu, m.eð STcúla‘, skrifar þessi landi vor. Nú verður að durja vel. ÍS- LAND ER í VEfíP. Sama mæla blöð þeirra“. Svo fylgir all-löng grein úr Baldri, með fyrirsögninni ‘Heima(!!jstjórn‘ íslands. Svo kemur útdráttur úr grein úr Heims- kringlu og þar næst undirtektir Lögbergs. Blaðið endar svo með þessum athugasemdum : “Ilvort munu nú vinir vorir og bræður vestan hafs ekki vera öðr- um jafnsnjallir að sjá hvað væn- legt er og hvað óvænlegt fóstur- j'irðinni til handa, f þvf máli, sem hjer liggur fyrir ? Þeir, sem um margra ára skeið hafa búið við eina hina ágætustu stjórnartilhögun f heimi ; og þeir, sem í þvf.hinu mikla menningarlandi hafa getið sjer orðstfr svo mikinn, að gjörviieg- ustu þjóðir heimsins hafa dáðst að hæfileikum þeirra og andlegu at- gjörvi. Eða getur verið þar um að tefla nokkra. tilhneigingu til mótþróa gegn stjórninni fslenzku, valdafýkn eða annað þess háttar? Samræður við vini okkar um orgel og pfanó eru okkar ánægju- efni, því okkur cr óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að þvf, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer f landi. Fjarri fer þvf. Vjer crum ekki í minnsta efa um, að það sem öllu ræður um undir- tektir þeirra er : Gott slcyn á málinu og Sönn föðurlandsást. Það og annað ekki. Hugsum oss hópa af Vestur-ís- lendingum koma saman þarflandi, ( Vesturheimi. Um hvað eru þeir að hugsa? Um hvað tala þeir? ‘Sjálfstœði gamla Fróns‘ er f hvers manns huga, á hvers nianns vörum. ' Þeim sýnist bjarma af degi í austurátt, — áttinni sem þeim er kærust og hugur þeirra hcfir oftast hvarflað í. Þeim sýnist margþráða frelsis- sólin vera í þann veginn að roða fjöllin á Islandi. ísland frjálst! ísland sjálfstætt rfki, eins og til forna ! — scgja þeir. Og ‘hsim fararlöngunin hloss- ar upp á svipstxrndu í hugum þeirra‘. , Þeir vilja keppast um að komast sem fyrst heim. En sýnin reynist sjónhverfing. Leiðbeiningarlaust og af sjálfs- dáðum sjá þeir það og finna að það er allt annað en írelsi og sjáif- stæði, sem fósturjörðu þeirra er nú boðið. Og feir mótmæla allir. Hiklausu og óskoruðu fylgi heita þeir þcim, sem vinna móti þvf, að ófrelsisfjötrarnir verði lögfestir á íslandi og fslenzku þjóðinni. Það eru vinir, sem f raun reyn- ast. Eigum vjer að kigfesta innlim- unina og leika þann vcg úr hönd- um vorum mcðal annars þeirri heill, að þúsundir úlendinga f Vesturheimi leiti aftur hingað heim og hjálpi oss til að gjöra arð- bærar auðsuppsprettur landsins ?“ Undirtektir íslcndinga hcima, viðvfkjandi sambandsmálinu, sarn- kvæmt þvf sem ‘Ingólfur' segir frá 12. f. m., eru þessar : ÞINGMÁLAFUNDIR. Af SELFOSSFUNDINUM (2. júlf) höfum vjer fengið þessar nánari fregnir. Fyrstur tóktilmáls HannesÞor- steinsson ritstjóri og rakti sjálf- stæðismálið ljóst og skipulega. Hann gjíirði og ýmsar fyrirspurnir til Hanncsar ráðgjafa. Honum næstur tók til máls Sig- urður Sigurðsson, þingmannsefni.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.