Baldur


Baldur - 16.09.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 16.09.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R, VI. ár, nr. 2r. EK GEFINN CT Á GIMLI, ----- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIfi. BOROIST FYRIRFRAM IÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTAN ÁSKRIFT TIL ÉLAðSINS : BALDITE, GIMLI, TÆ^VIsr. Verð á Bnoánm auglýsingum er 25 oent yrir þii'nlnngdálk<'ieng<Iar. Afsiáttur er efinn á st<err auglýHÍogum.sem'birtaet í blaðun yfir iengri tíma. Viðvíkjandi líkum afsiæbtiog öðrum f jármálum blaðs na,ern menn beðnir að «núa sjer að ráð' anninum. ■” Úr ferðalagi. Eftir J. P. Sólmundsson. Framhald, P'yrsti maðurinn, sem við sner um okkur að, þegar komið var til Foam Lake, var Ólafur kaupmað- ur Pjetursson. Hann hefir þar búð alveg nýbyggðá, og er undra- vert hversu myndarlega hann er búinn að koma sjer þar fyrir á fá- um árum. Þar hittum við einnig hr. Ingvar Ólafsson, sem rekur timburverzlun í fjelagi við annan Islending, bæði þarna f Foam Lake og norðvestur í Wadena við C. N. R. brautina. Hann var gagnkunnugur vfðsvegar um byggðir íslendingá þar vestur frá, og gaf okkur f því sambandi ágætar bendingar til að fara eftir. Eiginlega byrja ekki fsJenzku byggðarlögin fyr en nokkrar mflur fyrir vestan og norðvestan Foam Lake stöðvarnar. í fyrstu ætluð- um við að komast sem beinasta leið f vestur, til hr. Jóhannesar Davíðssonar og þess fólks, en svo hittíst þá á, að hr. Sigurjón Jóns- son, hinn únftariski trúfræðisnem- andi, sem starfað hefir þar vestra í sumar, var þá einmitt staddur inni í bænum, með Ingimundi bónda Eiríkssyni, sem hann hjelt til hjá. Bauð hr. Eirfksson okkur heim með sjer, og var fýsilegt að taka þann sveig þar norður eftir, til þess að sjá þann hluta byggðar- innar, ekki sfður en landið f grennd við járnbrautina. Fremur má heita að þetta Foam Lake, sem vegurinn þarna norður eftir Iiggur með fram, sje stórtjörn heldur en stöðuvatn, og þó ermik- ið viðkunnanlegra fyrir auga þess, scm vanur er sjó cða vötnum, að hafa það heldur en ekki neitt. Frá veginum sjer meðal annars heim á heimili hr. Gísla J. Bfldfell. Þar eru einhver hin myndarlegustu gripahús, sem nokkur bóndi hefir þar, stóreflis fjós með steinveggj- um og reisulcg timburhlaða þar yfir. Sfðar í ferðinni sá jeg, að hr. Sigurður Bjarnason (bróðir sjera Jóhanns á Hnausum og Björns smiðs hjer á Gimli) var að smfða svipaða hlöðu hjá hr. Tómasi Páls- syni, vestan við vatnfð. Er ekki minna um þess kyns framkvæmd- ir vert heldur en mannahýbýlin, enda láta surr.ir það gangaáundan. Þegar heim kom til Ingimundar gaf á að lfta reisulegra hús en sjcst hafði hjá nokkrum fslendingi iiðr- um á leiðinni vestur, en ekki var það fullsmíðað.' Vestur um þær slóðir sá jeg ekki heldur annað heimili, sem við það jafnaðist, nema hjá hr. Guðbrandi Narfasyni. Hans hús er að öllu fullgjört, og svo um gengið, sem f borg væri talið f góðu lagi, enda eiga þau hjón uppkomin börn og mannvæn- leg, stúlku elzta, sem orðin er kennari þar í byggðinni, og pilt næstan, sem nýlega er orðin banka- skrifari í Sheho. Það var mjer á- nægjulegast á að horfa, hve jafn- vígur þessi íslenzki bóndamaður var á bæði pcnnann og sleggjuna, því jeg sá hann beita báðum. Það uggir mig að fslenzkir unglingar, sem hjer alast upp, megi vara sig á að verða ekki lakar fyrir það kallaðir, að taka hverri hliðinni sem æfin snýr að þeim, heldur en sumir óskólagengnu fyrirrennararn- ir þeirra, sem frá íslandi hafa komið. Sú hugsun minnir á aðra flr sama flokki. Maður sá, Jakob J. Normann, sem flutti okkur frá Ingimundi vestur til Wynyard, kunni þau ógrynni af fslenzkum söngvum, að fæstir fslenzkir ungl- ingar hjer læra jafn mikið þess kyns, enda sagðist hann hafa kom- ið stálpaður að heiman. Sfðar var jcg f hópi annara kátra drengja, sem sumir voru fullgóðir söngmenn, en lögin þeirra voru ensk og af öðru sauðahúsi, nema nokkur, sem j þeir höfðu lært hjá Hclga söng- fræðingi Helgasyni, enda báru þau allmikið af hinu dótinu. Þegar til Wynj’ard kom fannst mjer einhvetn veginn eins og ferð in væri á enda, — maður væri kominn aha leið til aðalbóls byggð- arinnar. Ekki get jeg vel útskýrt hvað þeirri tilfinningu olli. Þó hygg jeg það stafi mikið af útsýn- inu þar. Dagur var kominn að kvöldi, og Big Quill vatnið blasti við auganu f norðvestri, rjett und ir hinni hnfgandi kvöldsól. Það var fallegt. Á þeim bletti vildi jeg helzt eyða dögunutn, þeiria sem jeg sá f ferðinni. Til vesturs þaðan er líkast þvf að sjá scm maður standi við endann á bekkja- röð, sem hverer ögn öðrum hærri, og sitja býlin, eins og áhorfcndur í leikhúsi, á hverjum hjallanum upp af öðrum, og væri lciksviðið norður undan þar sem vatnið er, en að baki skógarnirírótum Touch- woodhæðanna, Svfkur það aug- j að hlægilega, hversu skammt sýn- | ist af hverjum hjalla niður að vatn- inu, þótt mörgum mílum skifti, en af sljettlendinu austan við vatnið má aftur sjá til flestra býlanna, að horfa upp í móti brekkunum. Þangað ‘norður og niður' höfðu Ný- íslendingarnir sumir leitað til landa, enda er þar bæði fallegt að sjá til hæðanna, og skógur og grasnytjar betri en annarstaðar þar um slóðir. Aftur á móti höfðu landnemar frá Dakota meira haldið sig uppi á skóglausa landinu, og svo virtist mjer, sem þeir hefðu, öðrum frem- ur, sett sinn stimpil á byggðar- braginn f þessu plássi. Lasta jeg ekki fjör þeirra, — fannst miklu fremur f því hressandi tilbreyting frá þvf, sem maður á að venjast í eldri byggðunúm hjer f Manitoba. Vegalengdir hurfu þar allört að baki manns. en vera má, að hest- arnir fengjust sfður til að lofa það en mennirnir. Fyrsti maðurinn, sem við gist- um þar hjá var hr. Sigurjón Sveins- son, tengdabróðir sjera Páls heit- ins Þorlákssonar og bræðra hans. Sigurj.hefir stærra um sigen nokkr- ir menn þar aðrir, 5 lönd sjálfur, og sonur hans, tengdafaðir og tengdasonur sitt landið hver f við- bót. Hinn sfðast nefndi, Friðrik Þorfinnsson, hefir byggt sjer mjög laglegt “cottage“, og er það vist- lcgt heimili fyrir ung og mannvæn- !eg hjón, einsog þau eru, að byrja búskapinn f. Hvergi leit jeg þar fegurra útsýni til vatnsins, heldur en einmitt frá því heimili. Þetta Big Quill vatn er ekki smærra en svo, að ekki sjest norð- ur yfir það til lands, en reykir sjást giöggt úr vögnum þeim, sem þar fara eftir brautum C. N. R. fjelagsins, norðanvert við vatnið. Er það byggðinni svo mikill feg- urðarauki, að engin önnur svip- brigði náttúrunnar neinstáðar, sem jeg fjekk sjeð, fá við það jafnast. Þvf verður mjer margræddast um þetta plássið, að það er falleg- ast í heild sinni. Annarstaðar eru f byggðunum blettir, þar sem vfð- sýnt cr, t. d. hjá Jóhannesi Da- vfðssyni, ekki all-langt fyrir vest- an Foam Lake, og við Hólaskóla f syðri Vatnsdalsbyggðinni, en það er um þá staði eins og t. a. m. á Mountain f Dakota, að augað vantar — vatnið. Islenzku auga er aldrei til hlvtar fullnægt, fyr en vötn og hæðir renna saman í eina mynd, Að arðvænleika tel jeg upp áað byggðin, sem er enn þá vestar, taki þó öllum byggðunum fram. Það er í Mímis-pósthjeraði, ogber þar mest á Argylemönnum, þeirra semþat hafatekiðsjer bólfestu. Lfk- legt þykir mjer að þar sje mesta kornyrkjulandið, sem íslendingar hafaundir höndum f Canada, enda heyrði jeg það talað, að þar hcfði Jón nokkur Guðnason og bræður hans 275 ekrur plægðar í einum GÓD TIL SÖLU. BUJÖRD Á GÓDUM STAD í ÁRNESBYGGÐ. EINNIG LODIR I GIMLIBÆ. Sanngjarnt verð og söluskilmálar. G. THORSTEINSSON. GiviLI. --- - --- Man. akri, og má þó vel ske að einhverj- ir aðrir hafi meira. Á Mfmirvorum við förunautarn- ir f fjölmennu samkvæmi, en skild- um þar, og fórum sína leiðina hvor til baka. Fór jeg aftur sömu lcið, til þess að koma við f Þingvalla- nýlendunni, og vera viðstaddur á mannamóti f syðri Vatnsdalsbygð- inni hinn 7. ágúst, samkvæmt ráð- st'Jfun í vesturleiðinni. Af Þingvallanýlendunni er það stvzt að segja, að þar virtist mjer svo, sem fólkið tæki landinu mikið fram, — væri blátt áfram of gott. fyrir jafn hrjóstrugt og úrgangs- samt land eins og þar er. Samt sem áður eru þar til stórefnaðir mcnn, sem hafa urmul af búpen- ingi, talsverða akra, og auðvitað jmörg lönd, Hfbýli eru þar til fyrir taks góð, t. d. hjá hr. Magnúsi Hinrikssyni og hr. Frcysteini Jóns- syni, og svo mun að líkindum vfð- ar vera þótt niáske sje ekki í eins reisulegum stfl. * * Vitanlega kynntist jeg fjölda mannsáferðum þessum, aukþeirfa sem nefndir hafa verið. ÞeÍrra af þeim, sem einhverja sjerstaka verzlun eða embætti stunda, ætla jeg að geta sfðar út af fyrir sig, Ekki hefi jeg heldur lokið við, að lýsa því hvernig mjer kom fjelags- lffið fyrir sjónir, hvorki f kyrkju málum, stjórnmálum, nje bindind isinálum og jafnvel fleiru þvf, sem almcnning varðar miklu, hvert sem sá eða hinn er með eða móti einum eða öðrum flokki f þvf og þvf atriði. LESIÐ. Stórt og gott íveruhús í mið- bænurn á Gimli, er til leigu með mjög góðum skilmálum. FINNIÐ Jónns ITalldórsson á Gimli. TLL SOLU. Greiðasölu-plássið “SPRING LAKE“ með fram P’isher River brautinni, gott húspláss og fjósfyr- ir 24 team. Ágætur staður fyrir greiðasölu. Lysthafendur snúi sjer hið allra fyrsta til Kk. S. Thorsteinsson. Hnausa.----Man. var bezt að bíða til haustsins. Þá ber mesta nauðsyn til þess fyrir fjelagið, að hafa flutningsfæri sín f góðu lagi, svo þá getur það sfzt boðið mönivunum byrginn. Verkamannafjelögin hafa þann- ig, að þessu sinni, farið bæði stilli- lega og viturlega að ráði sfnu, hver sem leikslokin verða. Og þau eru ekki að bejast fyrir þvf núna. að fá kaupið hækkað, heldur fyrir því, að láta C. P. R. ckki komast upp með að kreista úr sjer Iffið Yerkfallið. Niðurlag. “Að vera til eða vcra ekki til, það er spursmálið", stendur f Shakcspeare. ‘ ‘ Að vcra viðurkenndur eða vera ekki viðurkenndur, það er spurs- málið“, sögðu verkamennirnir strax f vor, ogum það berjast þeir enn þá, — ekkert annað. Þeir byrjuðu á því að heimta, að stjórnin ljeti sáttasemjara fjalla um ádciluefnið, samkvæmt löggjöf þeirri, sem kennd er við Lemieux ráðgjafa. í fyrsta lagi þótti þeim það heiðarlcgasta aðferðin, að fá rjcttindi sfn til fjclagsskapar þann- ig viðurkennd, og á hinn bóginn sáu þeir, að ef til þess þyrfti að taka, að láta hart mæta hörðu, þá Gróðafjelögin vilja ekki að verka- mannafjelögin sje til, cn vilja mega vera til sjálf. Þú heldur kannske, lesari góður, að það sje þá kaups kaups, vcrka- mannafjelögin vilji ekki að gróða- fjelögin sje til, en vilji sjálf vcra til. Þvf er þó ekki svo varið. Sje öll prfvat-gróðafjelög gjörð að einu almennu þjóðargróðafjelagi, þáþarf einskis vcrkamannafjelags. Þau hlytu þá af sjálfu sjer að deyja. Þegar það væri sjálfsagt lögmál, að ailir legðu fram starfskrafta hcildinni til viðurhalds, þá yrði ekkert inciri vandi að hafa höndur f hári þeirra, sem óhlýðnuðust því lögmáli, heldur en nú er að fást við þá sem óhlýðnast núgildadi regl- um sinnar þjóðar. Það eru ekki nema einstökustu vantrúarmenn og sauðarhöfuð, scm vantreysta mannkyninu til þess að lagfæra hjá sjer ýmislegt fyrirkomulag, sem ennþá er í ólagi. Og hernaðurinn f iðnaðarheim- inum ber vott um ólag, alveg eins og annar hernaður. J. P. S.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.