Baldur


Baldur - 08.03.1909, Blaðsíða 2

Baldur - 08.03.1909, Blaðsíða 2
B A L D U R, VI. ár, nr. 38. » ER GEFINN ÓT A GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIb. BORGIST FYRIRFRAM IlTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : G-XJSÆX,!, XÆ^XST. Verð & smáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsiáttur er gefinn á stærri auglýs- ingum, sem birtast f blaðinu yfir lengri tfma. Viðvfkjandi slfkum af- slætti ogöðrum fjármálum blaðsins, eru menrí beðnir að snúa sjer að ráðsmanninum. Nokkrar athugasemdir við stjórnmál|Canada. Eftir ÁRNA SvErNSSON. V Eins og okkur mun flestum kunnugt gaf Canadaþjóðin, eða fillu heldur meiri hluti hennar, völdin f hendur Ifberala, þann 26. oktöber sfðastliðinn. Svo að öll- um lfkindum halda þeir nú stjórn- artaumunum í samfleytt sextán ár. Um það, hvort íirslitin við þessar sfðustu kosningar hafi verið heppi- legar, eru sjálfsagt skiftar skoðanir, og vfst er um það, að fjölda mörg- um virðist að stjórnin hafi allsekki verðskuldað tiltrú kjósendanna, vegna hinnar hóflausu eyðslu og óráðvendni, sem komið hefir í Ijós 1 sumum stjórnardeildunum, þrátt fyrir tilraunir hennar, að hindra vfðtæka og óvilhalla rannsókn. Þar sem allar kosningaæsingar eru nú sjálfsagt fyrir löngp' um garð gengnar, svo menn geta þvf betur í ró og næði fhugað stjórnmál landsins, virðist mjer ekki 6r vegi að taka til yfirvegunar nokkur atriði f sambandi við ráðsmennsku Ifbcrala sfðastliðin tólf ár. Mun jeg þvf ieyfa mjer að gjðra nokkr- ár athugasemdir f þá átt, og þá fyrst taka til fhugunar mcðferð, þeirra á EIGNUM ÞJÓÐARINNAR, í sem þeir eru kærðir um að hafa selt f hendur auðfjelaga og ýmsraí flokksgæðinga, fyrir litla seni enga, borgun í rfkissjóð. Auðvitað reyna líberalar að gjöra sem minnst úr þeim ákærum, og verja gjörðir sfnar og stjórnarinnar í þvf sem öðru; og þar eð oft skortir gild og góð rök, reyna þeir að rjettlæta sig með þvf, aðconserva- tívar hafi gjört alveg hið sama á í þeirra stjórnarárum, og það sje að eins að stökkva úr “steikarapönn- unni í eldinn“ að gefa völdin í þeirra hendur. Auðsjáanlega er þetta engin vörn, og mun hvergi tekin til greina nema fyrir dóm- stóli blindra flokksmanna — það er að segja blindra f stjórnmálalegu tilliti —, þvf það er engin afsökun fyrir þá sem glæpi drýgja, að til eru raenn sem gjöra alvcg hið sama. Og viðvíkjandi conserva- tfvum er það að segja, að þó stjórn þeirra fyrir tólf árum, væri að ýmsu leyti ámælisverð, cr það lftil sönnun fyrir þvf, að þeir nú vernd- uðu ekki betur hag þjóðarinnar en Ifberalar, sem virðast vera komnir miklu lengra að þvf er snertir eyðslu og óráðvendni. Jeg hefi , leitast við að kynna injer nokkrar af þeim ákærum, sem komið hafa fram gegn stjórninni, og hefi kom- ist að þeirri niðurstöðu, að þær hafi 1 \ við gild rök að styðjast; að minnsta kosti virðist mjer ekki með rjettu hægt að neita þvf, að hún hafi selt f hendur vissra manna og auð- fjelaga af eignum rfkisins, svo skifti miljónum dollara, svo sem ; akuryrkjulönd, timburlönd, fiski- stöðvar og fleira, og fyrir svo lágt verð að það er varla takandi til greina, í samanburði við þá upp- hæð er þessir stjórnargæðingar vilja hafa fyrir rjctt sinn, er þeir selja hann, eða bjóða til sölu. í sambandi við timburlöndin má geta þess, að það er nú almennt viðurkennt, bæði í Canada og Bandarfkjunum, að skógurinn fari nú óðum minnkandi, og þvf sje það árfðandi að fara sem bezt með hann að öllu leyti. Stjórnin ætti þvf ekki að veita “timbur“-leyfi, nema þeim mönnum sem hafa sög- unarmylrtur,' starfrækja þær, og láta viðinn á markaðinn Sem al- genga verzlunarvöru. En þvf miður hefir stjórnin selt f hendur vina sinna stór svæði af beztu | skóglöndum. Hjá þeim mönnum, j sem virðast hafa fengið þau ein- ! göngu í þeim tilgangi, að taká þar | ríflegan hlut á þurru landi, kemur það svo greinilega fram, er þeir auglýsa timburleyfi sfn til sölu, svo sem “The Cedar Lake timber limit“, sem Mr. A. W. Fraser fjekk fyrir $500, en auglýsir til sölu fyrir hálfa miljón — og set j jeg hjer nefnda auglýsing. —- “The timbcr is of good quality and fairly clean. More so, than 1 the timber in the Ertvood and Red Deer districts. The price for this block is $500,000“. Annað “timber límit“, sem Mr, Fraser borgaðí $1650 fyrir, seldi hann fyrir $ioo,oco, samkvæmt hans eigin framburði fyrir rjetti. j Og Mr. Burrows borgaði $6000 j fyrir “timber limit“, er hann seldi til trjúviðar sölumanns fyrir $80,000. Þessi dæmi sýna með- ferð stjórnarinnar á hinum dýr- mætu skógarlönúum, og hversu hún lætur gróðabrallsmenn græða á kostn3ð almennings, án þess rfk- ið hafi veruleg not af því. Og það er bersýnilegt, að þegar mylnu- menn þurfa að borga afarháa upp- hæð til gróðabrallsmanna, verða þeir að leggja þetta aukagjald á okkur, sem kaupum viðinn, og þvf eðlilegt þó hann hækki í verði. Sem betur fer, virðist Mr. Fr. Oliver, innanrfkisráðgjafi, vera að reyna að koma f veg fyrir að slfkt viðgangist framvegis, og er von- andi að það heppnist, þvf ekki verður annað sjeð enn sem komið er, en að það hafi verið heppileg og góð umskifti þegar hann tók við ráðsmennskunni af Mr. Sifton. Hin nafnfrægu fiskivötn ogstór- ár norðvesturlandsins, eru einnig álitin talsverð auðsuppspretta fyrir Canadaþjóðina, ef rjettilega er með farið, enda hefir slfkt ekki dulist hinum hungruðu stjórnarvinum, og hafa sumir þeirra reynt, og tek- ist líka, að mata krókinn. Þvf ekki var hætt yið að stjórnin stæði þar í vegi, enda hefir hún náðar- samlegast leigt þeim margar hinar beztu fiskistöðvar f stórvötrtum og fiskiám norðvesturlandsins og svo fram með ströndum Hudsonflóa og Jamesflóa, þrjár mflur á sjó út. Fyrir þessi einkarjettindi borga þessir útvöldu stjórnarvinir frá $10 til $100, og mun þessi auðvirði- lega upphæð fremur sett í samn- ingana, til þess að reyna að gjöra þá löglega og bindandi, en til að auka tekjur ríkissjóðs. ÞJÓÐLÖNDII^ Það kemur vfst flestum saman um það, að löndin, hvort sem þau eru eign rfkisins, auðfjelaga eða einstakra manna, sje sú auðs upp- spretta og undirstaða, sem heil! og framfarir þjóðfjelagsins hvflir á, f hagfræðislegu tilliti. Það er þvf mjög árfðandi að landeigninni sje sem jafnast skift meðal einstakl- inganna sem mynda þær; ættu þvf allir að sjálfsögðu að njóta þar jafnrjettis. Þvf reynsla liðinna alda sýnir og sannar, að þar sem löndin hafa verið f höndum vissra manna og stjetta, hefir fátækt, eymd og fáfræði fjöldans verið rfkjandi. Stjórnendur rfkjanna ættu þvf ekki að látaslfkt viðgang- ast, heldur styðja að þvf að lönd- unum sje sem jafnast skift meðal þeirra sem yrkja þau og vinna, því me^ þvf fyrirkomulagi myndi verða meiri jöfnuður á kjörum manna og færri ósjálfbjarga. En gjöra nú stjórncndur skyldu sfna f þessu tilliti ? Jcg held ekki, að minnsta kosti ekki hjer f Canada, og mun þó óhætt að fullyrða, að varia muni ‘nokkur stjórn iiafa haft betra tækifæri til að vinna í jafn- aðaráttina f þvf sambandi, þar eð svo að segja allt landið var eign rfkisins, og þar af lpjðandi f hönd- um stjórnarinnar, sjerstaklega hjer f Manitoba og Norðvesturlandinu. Hin fylkin munu hafa haft, og á- skilið sjer að halda yfirráðunum yfir löndum sfnum, þegar þau I THE GIMLI Tttu&JJDTJSTGr O. GIMLI. MAN. Selur eftirfylgjandi vörur með m i k 1 u m afslætti yfir marzmánuð, meðan þær endast: Karlmanna peysur. Drengja peysur. Þykkar karlmanna skyrtur. Stök vesti. Drengja nærfatnaður. Þykk blankett. Karlmanna snjósokka Drengja snjósokka. Leðurvetlinga. Stakar buxur. Karlmanna nærfatnað. Einnig birgðir af eftirfylgjandi vörum, sem að við seljum með eins lágu verði eins og hægt et, fyrir borgun út f hönd: Groceries. Patent meðul. Leirvöru. Axarsköft. Brooms. TrjePitur. Álnavörur. t Stffskyrtur. Ovaralls. Skófatnað. Og margt fleira. GIMLI. TRADING C°. gengu f sambandið. En þrátt fyrir það, þó fylkin og sambands- stjórnin hefðu yfirráðin, og gætu komið f veg fyrir að löndin lentu of mjög í höndum einstakra manna og auðfjelaga, hefir lítið verið unn- ið f þá átt; miklu fremur hefir hið gagnstæða átt sjer stað. Milj- ónir ekra hafa verið seldar f hend- ur auðfjelaga og sjerstakra manna, og sambandsstjórnin, sem hefir haft yfir mestu að ráða, hefir f þvf verið fyrirmynd fylkjanna; Og engin efi er á þvf, að þar er sökin meiri hjá conservatfvum ; auðvit- að voru á þeim árum, sem þeir veittu landstyrk tii járnbrauta, kringumstæður ólfkar þvf sem nú er. En hvað sem þvf lfður, virð- ist óhætt að fullyrða, að þeir hafi gengið allt of langt með styrkveit- ingar, einkum þar svo virðist sem sum þessi fjelög hafi verið gröða- brallsfjelög, mynduð að eins f þeim tilgangi að eignast rjettindabrjef —- Charter — til að byggja járn- braut, og svo auðvitað fá ríflegan landstyrk með ; serlja svo^jettindi sfn þegar gott tækifæri byðist. Enda gjörðu sum þessi fjelög lftið eða ekki neitt, en fengu samning- ana endurnýjaða jafnharðan og sá tfmi útrann, sem rjetjándabrjefið ákvað, og var það oftast auðfengið með hjálp þingmanna, og munu báðir flokkarnir vera þar jafn sekir, — Þegar liberalar voru í minni hluta fóru þeir mjög hörðum orðum um meðferð stjórnarinnar á þjóð- löndunum, lofuðu þeir í því sem öðru að gjöra miklu betur, ogsettu f hina makalausu stefnuskrá sfna: “The land for the settler, not for the speculator“. En'ííafa þeir nú breytt samkvæmt þessu ákvæði ? Nei, alls ekki, þvf þó þeir f þessu tilliti hafi ekki gengið eins langt og fyrirrennarar þeirra, þá hafa þeir þó, bæði beinlfnis og óbein- lfnis látið af hendi talsvert af þjóð- löndum, með þvf að endurnýja þá samninga sem ákváðu landstyrk meðviSsum skilmálum, eu sem ekki voru uppfylltir, höfðu þvf hlutað- eigendur engan rjett til landsins nema hann væri veittur þeimáný, og það gjörðu liberalar góðfúslega. Einnig hefir §tjórnin selt lönd f hendur gróðabrallsmanna undir þvf yfirskyni að styðja að bygging landsins, og vil jeg í þvf sambandi leyfa mjer að benda á Saskatche- wan landsölumálið, sem svo margt hefir verið rætt og rifað um frá báðum hliðum. Halda liberalar þvf fr’arn að sú lartdsála sje eitt hið þarfasta fyrirtæki stjórnarinnar, vegna þess að landið hafi verið svo lftið þekkt og álitið lftt byggilegt, og svo frábrugðið öðrum lönduin, að Canadamenn höfðu ekki vit eða þekking til að sjá hvort landið f hinum nafnfræga Saskatchewan- dal væri hæfilegt til jarðyrkju. Svo það þurfti Bandaríkjamenn til þess að koma fólkinu í skilning um það, að landið væri nú f raun og veru byggilegt. Þessir Banda- rfkjamenn ásamt nokkrum Canada- mönnum mynduðu svo “Saskat- chewan Valley landfjelagið“, sem keypti eða fjekk umráð yfir nærri miljón ekra af járnbrautarlöndum, og stjórnin seldi þvf einnig 250,000 ekruraf heimilisrjettarlöndum fyrir 1 dollar hverja ekru. Undirgekkst fjelagið að koma þvf f framkvæmd, að 12 landnemar settust að á þeim löndum, sem það hafði umráð yfir, og svo cnnfremurað aðrir 20 land- nemar settust að á gefins sjjórnar- löndum f hverju Townshipi. Fyr- ir þessa samninga og framkvæmd- ir fjclagsins, varð hið óálitlega og Iftt þekkta landsvæði fjölmenn og blómleg byggð. Þannig virðist að vera aðal-inn- takið f útskýring libcrala viðvfkj- andi þessu lands'ilu máli, en ekki kemur það vel heim við þær upp- lýsingar sem jeg hefi aflað mjer. Gegnum áreiðanleg heimildarrit_ hefi jeg reynt að kynna mjer þetta mál sem bezt, vegtia þess að svo mikið hefir verið um það þráttað. Járnbrautarlöndin, sem Saskat- 0

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.