Baldur - 20.10.1909, Blaðsíða 1

Baldur - 20.10.1909, Blaðsíða 1
STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða S hræsni í hvaða máli, sem fyrir líemur, án tillits til sjerstakra flokka. BALDUR e AÐFERÐ: Að tala opinskátt og vöflu- laust, eins og hæfir þv£ fólki, sem er »f uorrœnu bergi brotið. VII. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 20. OKT. 1909. No. 11. SUNNUDAGASKÓLI hins únftariska safnaðar hjer á Gimli ætlar að hafa skemmtisam- kvæmi að kvöldi hins 5. næstkom- andi mánaðar. Greinileg auglýsing um sam- kvæmi þetta verður væntanlega birt í næsta blaði. Dómsmorð. Nýr píslarvottur líflátinn. Annar tírúnó. Hinn 13. þ. m. var prófessor einn, Fransisco Ferrer að nafni, líflátinn samkvæmt herrjettar-úr- skurði f Barcelóna á Spáni, Kennari þessi var nafnkenndur frelsisfrömuður, og endurbótamcnn víðsvegar um Evrópu höfðu heitið á hinn unga Spánarkonung, að staðfesta ekki dauðadóminn. Eng- landskonungur hafði verið beðinn, að beita áhrifuin sfnum til að af- stýra þessu, en spánverskir stjórn- málamenn höfðu orðið svo æstir, að hann hikaði sjer við að gjöra þr.ð. Dóttir Ferrers hafði farið á fund Spánarkonungs og gratbænt hann miskunar, cn allt kom fyrir ekkert. Alfons skrifaði undir; prófessorinn var leiddur út úr klefa sínum, og tólf hermenn, sem vald- ir höfðu verið með hlutkesti, voru látnir miða á höfuð honum allir f senn, og merkið gefið. Þegar púðurreykurinn lcið frá, lá kennar- inn f blóði sfnu með mörg kúlugöt á höfðinu fyrir fótum böðla sinna. Þeir voru búnir að láta höndur sínar fullnægja vilja þeirra, sem völdiii hafa; hann hafði varið fræðslu þessa hötuðs til að upplýsa hina fáfróðari meðbræður sfna sem ekki hafa nein völd. Svo mikið uppnám varð á Spáni, þegar almenningi varð það kunn- ugt, að Fcrrer hafði virkilega ver- ið líflátinn, að herstjórn varð að setja f Barcelóna og í höfuðborg- inni Madrid. Alfons konungur var umkringdur af hinum sterk- asta lífverði, og fjölskylda hans skalf af ótta fyrir afleiðingunum af iffláti Ferrers. Daginn eftir fóru frjettir að ber- ast hingað vfðsvegar úr Evrópu. Hjeraðsstjórnin f cinu hjcraði Frakklands, sieit fundi, til kennt- mcrkis um hryggð sfna, þegar líf- látsfrjettin kom. Sósíalistablöðin í París, “Mannfjelagsstríðið” (La Guerre Sociale) og “Mannúðin” (Humanité) voru við þvf búin að svona færi, og höfðu boðað til al- mcnns fundar. 1-ögreglan hafði þá jafnframt viðbúnað til að af- 'stýra þvf að sendiherra Spánar yrði unnið tjón, enda fór svo að 200,000 manns þyrptust þangað í heiftarmóði. Herinn og lögreglan beittu nöktum sverðum, og einn yfirmaður f lögreglunni var dauð- skotinn, rjett við fixlina á sjálfum lögreglustjóranum, með kúlu, sem honum hafði verið ætluð. Enginn veit hversu margir kunna að hafa særst, en 200 voru fluttir á sjúkra- húsin. I fangelsunum voru 300 vistaðir; þar á meðal ritstjóri “Humanités”, Joures þingmaður, einn hinn nafnkenndasti sósfalisti, sem nú er uppi. í Brussels, höfuðborg Belgfu, fór allt á sömu leið. Þar mátti lögrcglan hafa sig alla við, að verja heimkynni spánska sendiherrans. Rómaborg ljek á reiðiskjálfi. Þar lá sú meðvitund I brjóstum manna, að fjandskapur klerkalýðs- ins á Spáni væri vaidur að lffláti Ferrers, og páfinn hefði getað af- stýrt þvf. “Niðurmeð Afturhald,” “Niður með Jesúfta,” hrópuðu Rómverjar. Páfanum er ekki einusinni liðið að ganga út f ha.II- argarð sinn af ótta fyrir grjótkasti; hótað hefir vcrið að hleypa af stað uppreisn gegn kyrkjunni á ítalfu, svipaðri þeirri, sem orðið hefir á Frakklandi; og samskot eru byrj- uð til að rcisa beint á móti Vatík- aninu skóla, til minningar um Ferrer og f hans anda. Fiá London er ekki getið um neinar veridegar æsingar, en lfk- legt þykir að þessi spánverski at- burður hafi áhrif á stjórnmálastrfð- ið, sem nú stendur yfir á Engtandi. Skyldi svo fara, að stjórnarbylting hlytist af þessu á Spáni, þykir hætt við að sá eldur gæti kveikt meira en góðu hófi gegndi út frá sjer. Grafi það mikið um sig f veikalýðnum, að Edvvard konung- ur hefði getað bjargað P'errer, cn látið það þó ógjört að rej na það. er eins vfst að sú undiralda, sem nú brýzt f enskri alþýðu gegn lá- vörðunum, leitaði alla leið að há- sætinu. Raddir f þá átt, að Ed- ward megi búast við því, ef hann skifti sjér of mikið af fiokkabarátt- unni, eru jafnvel strax farnar að heyrast:—að þegar kóróuur lávarð- anna verði bræddar, þá kunni hans að verða mcð í sömu deiglunni. Rithöfundurinn frægi, W. T. Stead, kallar lfflát Ferrsrs hrcmt og beint dómsmorð (judicial murd- cr). Lftir dauða sinn verði nú Ferrcrs getið f sögunni svo sem hann væri annar Giordano Brúnó og píslarvottur svona seint á tím- um. Með samþ}'kki sfnu, segir Mr. Stead, að Spánarkonungur hafi gjört glappaskot, sem alveg sje dæmaiaust. Það sje ekki orð- ið neitt leikspil að láta taka heims- frægan mann af lffi fyrir frjálslyndi. Alltaf hafi Rússar verið svo viti- bornir, að sncrta ekki Tolstoy, þótt hann hafi vitanlega margfald- J ar dauðasakir á móts við þá, sem j þeir hafa Ifflátið. Svipað er álit Herves ritstjóra í “La Guerre; Sociale”. Hann kallar Alfons “hinn unga krýnda vitfirring,” og segir, að engum almennilegum vandalausum manni mundi hrjóta tár af auga, þó að hann væri skot- inn niður eins og hundur. Þegar komið var fram á þann 15. þ. m. fóru frjettirnar að verða cnnþá meiri, Ein þeirra hljóðar svo: “Parfs, 15. okt.:— Uppreisnar- alda veltur nú yfir alla Evrópu. Æsingin út af Iffláti Farrers fer sf- vaxandi. Frakkland er tryllt, og orustufrjettir berast úr ótal borg- um. Á ítalfu er sagt það sje þó ennþá verra, og f Austurrfki er ólga og sama er á Þýzkalandi. í Parfs er aðalbardagavöllurinn f latneska hlutanum, og er þar hv.fldarUust uppistand milli lög- reglunnar og háskólastúdentanna.” Meðal annars sýndu Parísar- stúdentar hugarfar siti með þvp að brenna á báli eftirstælingar- mynd af Alfons konungi. I Austurrfki höfðu fylkingar gengið um með svarta fána og hrópað: “Dauða fyrir Alfons;” ‘‘dauða fyrir páfann. ” í höfuð- borginni, Vfnarborg, bættu þeir við: “Niður með kaþólsku yfir- drottnarana í Austurríki og á Spáni.” Þegar lögregian þar ætl- aði að fara að dreifa mannþröng- inni var tekið á móti henni með skothrfð, og sló þá f algjörða orustu. Sósíalistar f Brussel hafa ákveðið að kaupa etigan spánskan vaaning, og að flagga f hálfa stöng á fundar- sal sfnum þangað til Ferrers sje hefnt. Jafnframt þessu koma greini- lcgri frásagnir urn það, hvernig Ferrer hafi orðið við clauða sfnum. Tveir prestar, sem hann neitaði nokkuð af að þiggja, fylgdu hon- um til aftökustaðarins og þuldu bænir fyrir munni sfnutn. Þess baðst Ferrer að ekki væri bundið fyrir augun á sjer, cn hershöfðingi sá, sem merkið átti að gefa, svar- aði: “Það hæfir ekki að svikari fái að lfta hermannsandlit.” Ferrer neitaði að leggjast á hnjen; stóð upprjettur, og kallaði, þegar hann heyrði hermennina hreifa byssurn- ar: “Miðið þið rjett. Lengi lifi nútfðaruppfræðslan.”* 4 Það rifjast nú upp fyrir manni aftur, að þetta er flokkurinn, setn mest var hallmælt í einu fsl. mán- aðarritinu f Winnipeg fyrir skemmstu. Margt er undarlegt. THE (jlMLl FRUIT STORE. Eyddu B centum fyrir $1 virði at ánægju handa vinum þínum. PÓSTSPJATD kostar svo lítIð, cn ánægjan, sem það vcitir, er svo mikil, að enginn ætti að láta þurfa að minna sig á að gleyma ekki vinum sfnum. JEG hefi ævinlega það nýjasta og fásjeðasta, — auk algengu tegundanna, — af póstspjöldum. YKKUR er ævinlega velkomið að skoða spjöldin, jafnvel þó þið kaupið ekkcrt; — en ef þið kaupið þau, þá er allt strax við hendina, borð, blek og penni, til afnota ókeypis. TT^VTsTISrÆIS KRISTJANTSSOK. Jilinni Nýja íslands. GlMLI 2. ÁGÓST 1909. ----:0:---- Byggðin ertu mesta, hin bezta og stærsta. Byggðin ertu helzta, h n elzta og kærsta. Fegurst áttu kvæði og fræði og hljóma, fuglasöngvabólið og skjólið vors blóma. Sk(5gar!jóðin hljóma og óma uir. engi; undir leika vogar sem bogar við strengi. Raddir náttúrunnar, oss kunnar og kærar, kveða ekki víðar eins þýðar og skærar. Tungu vorrar griðland, þú friðland hins forr.a fjársjóðs vors f bögu og sögu þess horfna. Móðir þeirra svanna og mannrl, sem ganga menntaveginn hraðast og glaðast hinn stranga. Talið er þig saki af akri að áttu öðrum byggðum smærra, en hærra samt máttu stefna, hvar sem fer þú, langt ber þú af byggðum, bamsins vöggu ifkust og rfkust að tryggðum. Rauna þinna þætti hjer ætti að inna, eldtendrandi þræði f kvæði hjer finna. — Birtir yfir lundi og sundi ef sortinn sólar bogaskotum og sprotum er snortinn. Rækt við þig það glæddi og fræddi um framför feðra vorra, bræðra og mæðra á samför fram til betri daga, þvf Saga það sannar sjálf, að ógreið leiðin og neyðin oss mannar. Hug minn tengir tryggðin, þjer byggðin mfn bjarta, bezt hefirðu lýst mjer, rojer þrýst þjer að hjarta. Sá, sem vfkur frá þjer en hjá þjer er hálfur, heim til sfn ei ratar og glatar sjer sjálfur. Guttormur J. Guttonnson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.