Baldur - 27.10.1909, Qupperneq 3

Baldur - 27.10.1909, Qupperneq 3
B A L D U R, VII. ár, nr. 12. 1 VINDFJELAGIÐ, SENNILEGU R SPÁDÓMUR EETIR JOHN SNYDER. —--:o:0:o:- (Framhald.) Óðum fóru nö að koma f Ijós 6- tal kennimerki um hina ‘góðu tfma’. Nýjar ljómandi hallir þutu upp f horginni, svo helzt leit út fyrir að hún hefði verið snortin með ein- hverjum töfrasprota. Óskabörn “Traustsins” reistu kostulega sumarbústaði á bökkunuin með- fram Bosphorus. Vinna var yfir- fljótanleg handa hverjum einasta manni, nema sonum og dætrum “Vindbarónanna”, og þau kærðu sig ekki heldur um neina vinnu. Borgin fylltist alveg af gimsteina- sölum; gullsmiðum; vfnsölum; þrælasölum; aðflutningsmönnum kvennabúrsins; mönnum, sem verzluðu mcð veðhlaupahesta; eða verzluðu með stásshunda; peninga- vfxlurum; lánfjelagaumboðsmönn- um; lukkuspilurum; leikurum; dönsurum; og söngvurum. í fögnuði sfnum yfir velgengn- inni, setti kalffinn á stofn nýja riddarareglu. Á skjaldarmerki hennar var dregin mynd af kiipptu lambi, og letrað með dcmöntum í kringum myndina þessi kenning úr Kóraninum: “Hinir góðu verða rfkir ” Viðhöfn sú, sem höfð var þegar þessi riddararegla var stofnsett, var óviðjafnanleg. Stærsta must- cri borgarinnar var troðfui't, Fánar og merki Reglunnar hjengu, brydduð mcð gimsteinum, á öllum veggjum. Loftið ómaði af hljóm- um siífurlúðra. Hinar þungu fordyrishurðir opnuðust. Austursins Ljómi, sem hafði látið tille'ðast, að sýna það náðarsamlega lítillæti að verða Stór Meistari hinnar nýju Reglu, gekk inn. Klæði hans voru úr gulli. Þau voru alsett mcð gim- steinum, og var þvf lfkast, þegar hann hreifði sig með hinum alvar- lega hátignarleik f ljósadýrðinni, e.ns og fjölskrej'tt blóm, þakið morgundðggum, bærðist fyrir hægri kælu f geislum sólarinnar. Næstur kalffanum gekk Sonur Múlsins, sem nú var orðinn Krún- unnar Æðsti Ráðherra, Rfkisfjár- hirzlunnar Vörður, Rfkissamvizk- unnar Verndari, og Aðstoðar Stór- Mcistari allra Riddara hins Reyfis- lausa Lambs Hann var og skrýddur svo sem konungur væri. Skrúðgangan Itið hljótt og alvar- lega inn musterisgólfið, og stund- arkorn stóð mannfjöldinn á öndinni af aðdáun. Loks var eins og stffla brysti, og hvelfingar hins mikla musteris gluriidu \ ið af fagn- aðarhrópum fólksins: “Lengi lifi Jarðarinnar Gimsteinn! Lengi lifi hinir Heilögu Riddarar! Lengi lifi hið Blessunarrfka Vindfjelag!” Athöfnin sjálf var áhrifamik Spánýju, sjerprentuðu vfgslupró- grammi var útbýtt. Hafði Stór- Meistari hins Trúbragðalega Bír- umpárs sjerstakalega samantekið það fyrir þessa hátfð. Á eftir löngum og mörgum bænahöldum, sem lutu að þvf, að fela guðlegri forsjón sjerstaklega umönnun á Hans Náðugu Hátign og hans fjöldamörgu eiginkonum, sýndi kalffinn sjálfur það lftillæti, að flytja nýsamda “Kollektu” til fyr- irbeiðslu fyrir vindfjelaginu. Var þar beðist guðlegrar handleiðslu á þvf fjelagi, hinum útvalda “viríi og hilggara fátæklingsins,” “vernd- ara rfkissjóðsins”, o.s.frv., o.s.frv. Á eftir þcssu gekk hinnj skrúð- klæddi Aðstoðar-Stór-Meistari fram til þcss að taka hollustu-eiðana af hinuin krjúpandi riddurum. Raust hans barst hátfðlega um hið há- reista musteri. “Riddarar hins Reyfislausa Lambs, góðir og sannir menn; viljið þjer vinna eið að þvf, við skegg hins heilaga Spámanns, að viðurkenna Ómar, Son Spámanns- ins, Ljóma Heimsins, Gimstein Jarðarinnar, Yfirboðara hinna Trú- uðu, Sverð hinnar Sönnu Trúar, hann og engan annan stjórnara þessa veldis?’’ <9 “Vjer viljum vinna eið að því,” svöruðu riddararnir. “Viljið þjer veita trúa þjónustu og undirgefni, honum og hans er- fingjum, hans konum, og hans tengdamæðrum til yðar dauða- stundar?” ) “Vjer viljum veita það,’’ svör- uðu riddararnir. < “Viljið þjer heyja strfð fyrir hina S'innu Trú? Viljið þjer slá f hel alla Vantrúaða, þeirra þjóna | og þernur, þeirra uxa og asna og annan kvikfjtnað? Viljið þjer kappkosta að samansafna öllum þeirra eignum til eflingar hinni Sannheilögu Trú?” “Það viljum vjer,” svöruðu ridd- ararnir einbeittlega. "Vilj.ð þjer vinna heit að þvf, að styðja hið Helga og Lofsverða Vindfjelag? Viljið þjer vinna heit að þvf, að hata og fyrirlíta, for- mæla, forðast, og niðurbrjóta alla þá andstyggilegu villukenncndur, [ sem hefja upp sítia raust .gegn fje- laginu, eða voga sjer að vefengja [ þess helgu rjettindi til allra vinda | í veldi Hans Hátignar?” “Vjer heitum þvf. ” “Hatið þjer sjerstaklega og ! varist villukenninguna um ‘frían vind’?” “Það gjörum vjer. ” Að þessu búnu stóðu riddararn- ir á fætur, og höfðu upp, cinum [ rómi cftir kalífanum, þessa játn- i ingu; “Vjer trúum þvf hátfðlega, að ! oss og vorri Heilögu Regiu hafi 1 guði f sfnum vfsdómi þóknast að fcla á hendur alla veðráttu-hagi- ! muni þessa rfkis. ” | Svo var þessi áhrifamikla at- ) höfn látin enda með þvf, að afi r í t t t t t t t t * u HiNAR AGÆTU ' SHARPLES TUBULAR RJOMASKILVINÐUR standa nú Ný-íslendingum ftl b'-ða Verð þeirra, sem aðskilja 200 pund á klukkustund, er $40 (aðrar tegi nd* sem afkasta jafn miklu verki, kosta venjulega $65 til $7') og þær sem dýrari eru afkasta að sama skapi meira verki. Sá sem hefir þær til sölu hjcr f nýlendunni er G-ISLI JOLTSSOLI. 'JRNES P. O. MAN. I I Í 1 i * i i hjúpa myndastyttu af Friðriki- mikla úr tæru silfri. Þegar Ljómi Austursins með sinni eigin hendi lyfti silkislæðunum af þéssu ágæta listaverki, gjörði hann það heyrum kunnugt, með hárri og snjallri raust, að þetta væri sá eini þjóð- höfðingi f löndum hinna Vantrú- uðu, sem hefði verið verðugur fyr- ir það, að tilheyra hinni Einu Sönnu Trú. Og með þvf var þessari hátfð- legu athöfn lokið. Riddarar hins Reyfislausa Lambs Ijetu sjer ekki falla það heitorð sitt úr minni, að afla fjár til eflingar hinni Sönnu Trú. Þeir vörðu ærnum fjármuuum til að útbrciða hana á allar lundir, og unnu að byggingu ótal mustera. Smámsaman, og þó með næst- um ómerkjanlega hægum skrtfum, auðnaðist vindfjelaginu að veita afrakstri i.f öllum “veðráttu-hags- rnunum” rfkisins inn í fjárhirzlu sfna, eins og þeim haföi f önd- verðu ver'ð heitið af guðlegri opin- berun, auk allra þeirra “eign- arrjetts”-hagsmuna, sem fyr eða sfðar koin f ljós að ætti skylt við þá. Fjelagið setti reglugjörðir um verkalaun; fjekk heppileg iög lcidd f gildi, til þess að tempra óhóf verkalýðsins; setti á fót ýms fyrir- tæki, sem hinir eignalitlu skyldu geta lagt sparipeninga súia f; og vörðu miklum fjármunum til upp- fræðslustofnana, sem sjerstaklega voru til þess ætlaðar, lað koma heilbrigðum stjórnmálaskoðuuum inn f unglingan-. I stuttu máli,, ! það kappkostaði af öllum mætti að verða fólkinu sem faðir. Og samt var ckki frítt við al- menningsóánægju, þrátt fyrir öll þessi ytri kennimerki íöðurlcgrar umhyggju. Nokkrir hálfgeggj- aðir æsingaseggir glömruðu til og frá á strætishornum um það, hví- lfk blessun það væri að hafa “frfar. vind”, og söfnuðti f kring um sig dálitlu af “lakasta skrflnunv” En [ hinir hugprúðu Riddarar hins Rcyfislausa Lambs eyddu bráð- lega öllum eldkveikjutilraunum, og dreifðu hinum síðustu neistum. Þegar fjelagið var nú þannig til hlýtar búið að tryggja sjer vel- þóknun þjóðarinnar, steig það loksins hið þýðingarmesta spor á allri sinni ágætu framfarabraut. Vegna þess, að f þvf var fólgið hið langstórfelldasta fjársöfnunar- atriði, var það ekki stigið fyr en eftir hina allra-ftarlegustu yfirveg- un, Krúnunni sjálfri var gefiri lag; leg tilkyntiing um það, að f satnræmi við veitingarbrjef henn- ar( sem stofnskrá fjelagsins væri byggð á, krefðist fjelagið upp frá þvf ákveðins ríkissjóðs-tillags fyrir allt. það loft, sem fbúar veldisins eyddu til andardráttar. Þótt kaiffinn og hinir djúpvitru ráðgjafar hans könnuðust fúslega við hina margvfslegu blessun sem þjóðinni hefði stafað af vindfjelag- inu, og finndu til hinnar innileg- ustu ánægju yfir þeiin ótalmörgu atvinnuvegum sem það hefði opn- að almenningi, þá gátu þeir ekki samt rekið sjálfa sig úr vitni um það, að þessi nýja krafa gengi nokkuð langt, og þótti hætt við, að hún kynni að leiða til alvar- legra cftirkasta. Ráðaneytið forð- aðist að vfsu, að láta á sjer finna nokkra Iftilsvirðlngu fyrir helgi eignarrjettarins, en það rjeð til þess, að hjer væri farið með allri stillingu. Að sfðustu var ályktað, að svona þýðingarmikið mál' hæfði ekki að útkljá með öðru móti en þvf, að skjóta því til hæztarjettar. (Framhald). Fyrir stuttu sfðan sinnaðist sonarsonum Játvarðar kotiungs hvorum við annan, og byrjuðu einvfgi á þann liátt sem drengjum er títt. Af tilviljun kom faðir þeirra að þeim meðan á bardagan- um stóð- Kennari ðrengjanna vildi skilja þá, eti faðir þeirra bannaði hotium það. Hann sagði við stráka sfna, að þegar þeir væru búnir að berjast, skyldu þeir sættast og verða aftur vinir. Tveim mfnútum sfðar kom hann aftur til þeirra, og þá stóðu þeir f faðmlögum og voru alsáttir orðnir. Matthías. Hann hjartastrengjum hefir náð, hátt hans Ijóða-trumban gellur. Orð hans verða aldrei máð, til unnar meðan lækur fellur. R. J. D. Heilræði. Elska ei of mjög heimsins hnoss, huggaðu veikan bróður grátinn, varaðu þig á vinar koss, þú veizt hann Júdas er ei láfinn. R. J. D. Vandlætingastökur þessar flytur “Norðri”, eftir Hall á Heiði: “Rcvra landið ráðin Loka; rækt er anda frjettíleit. Yfirband af öskupoka óviljandi þjóðin sleit’” Margan bindurhörðum hiekfUím hatri blinduð Mammnns ást. Glæst að fyndist gu\l f seknum góð f skyndi vonin brást. Illa svikið ísland þreyir, — ýmsra hvikar sannfæring. D"-kka bliku augaðeygir, öskuryk og sjónhvernng”. —Eftir LöGRjETTU. IIJÁ BÓKSALANUM. Bóndinn: “Get jeg fcngið almanak?” Búðardrengurinn; “Á það að vera 20 eða 60 centa almanak?” B.: “Er nokkur munur á þeim?” Búðardrengurinn: “Auðvitað, Taktu 60 centa almanak, þá færðu bæði fleiri helgidaga og betra veður”. (jjjórið þið nú svo vel, að reyna sem fyrst að borga það, sem þið kunnið að skulda fyrir BALDUR. N

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.