Birkibeinar - 01.03.1912, Blaðsíða 3

Birkibeinar - 01.03.1912, Blaðsíða 3
BIRKIBEINAR 19 máði í skottið á gamla sáttmála, hefir hann verið að sarga og sarga — og nú þekkja allir manninn, hann er prófessor og stjórnmálavéfrétt með meira! Eg ælla annars ekki að iara út í þá sálma, hve rökstuddar skoðanir hans eru á sögulegum réttindum okkar. Eg er ekki bær til að dæma um það — og per- sónulega met og rökræður um söguleg réttindi einskis og læt þá, sem hafa tíma og tóm til þess, um það. Sé eg svangur er eg ekki að eyða tímanum í að skýra frá að eg hafi sögulegan rétt til að eta, og þarfn- ist þjóð með sérstöku þjóðerni sjálfstæðis, er það ær- in orsök til að krefjast þess, já meira að segja til þess að eiga heimtingu á að fá það. Nú, en þetta eru nú mínar kreddur, og þessvegna legg eg mesta áherslu á framkomu herra Berlíns í deilumálum dagsins milli Dana og Islendinga. Mér er sama um hinar sögulegu ritgerðir hans — já, það getur meira að segja verið, að hann geri fremur gagn en ógagn með þeim. En í öllum öðrum afskiftum hans af Islandsmál- um, hef eg reynt manninn sem ódreng, mann sem metur sannleikann einskis, og misbýður honum heríi- lega. Þetta hefur meðal annars hvervetna komið fram í ritdeilum hans við mig i dönskum blöðum — sem íslensk blöð hafa ekki látið svo lítið að tala um, enda þótt eg sé sá eini Islendingur, við hliðina á ritstj. þessa blaðs, sem haldið hefir vörn uppi fyrir málstað vorn í erlendum blöðum, og fengið að koma grein- um að um þau efni. Af þeirri reynslu finst mér þvi, að það sé að gera herra Berlín of hátt undir höfði að rökræða grein- ir hans jafnmikið og raun er á í íslenskum blöðum. Og allra síst skyldu menn láta berlínseyrun, sem standa upp úr svo mörgum blaðafeldum hér í Dan- mörku, hræða sig frá að standa sem einn maður i því máli, sem allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sammála um: Ríkisráðssetunni. Sé ráðherra vor einbeittur og rökfróður maður, sem eg skal ekki bera brygður á að hann sé, er ekki víst að úlfaþytur sá, sem hefir verið í dönskum blöðum um málið, sé svo þýðingarmikill; því sá sem teygt hefir i sitt eigið skott og hrynunum veldur er enginn annar en hr. Berlin einn. Það skyldi þá vera ís- lenskur aðstoðarmaður, sem lengi hefir gengið með ólæknandi ráðherrajóðsýki, sem kann að hafa hjálp- að til. En lofum þeim herrum að sænga saman. Að- alatriðið er, að vér Islendingar, af öllum flokkum, erura sammála um, að það er réttur vor að ákveða, hvort ríkisráðsákvæðið skuli vera í stjórnarskránni eða ekki, og að það er ekki annað en hártogun, brigðmælgi og illgirnisárás, að bera á móti þeim rétti frá Danahendi, sbr. ummæli danskra stjórnmálamanna um það í athugasemdunum við frumvarpið frá 1908. Og eg held, að mér sé óhætt að fullyrða, að sann- gjörnum og velviljuðum Dönum, líki miður framkoma herra Berlíns og jábræðra hans í þessu máli. Þeir líta svo á, eins og einn af merkustu og ágæt- ustu mönnum dönsku þjóðarinnar sagði við mig nýlega í umræðum um þetta mál: „Það er dauðadæmd pólitík fyrir hverja þjóð að ganga á bak orða sinna. Aftur á bak getur maður aldrei farið!“ Bíðum því rólega málaloka, og látum herra Berlín ganga svo langt aftur á bak sem hann vill, með íslenska strokkbullu í klofinu. Og umfram alt: gefum ekki tilefni til útúrsnún- inga og hártogana, með því að taka greinir herra Berlins of hátíðlega og skrifa of mikið um þær. Mað- urinn er ekki þess virði, og það gerir ekki annað en spilla því, að samkomulag komist á milli Dana og ís- lendinga, sem vér allir óskum. Höfn *7a ’12. Jónas Guðlaugsson. Fáein orö. (íslendingafélag y8 1912.) Orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks. Góðir Islendingar, konur og karlar! Eg hygg það rétt mælt, er ég sagði fyrir rúm- um fjórum árum, að „harmatölur eru tamastar tungu þeirra manna, sem ratað hafa mjög í raunir. Og sú þjóð hefir þolað svo þungar raunir, sem þetta Iand byggir, að mestur erfðahluti vor er sorg og samvisku- bit. En einna sárust sorg er það, að vér, landlausir fylkiskonungar, höfum lagt svo ríkan öfundarhug hver á annan, að vér höfum jafnan séð um seinan, hvaðan oss var mest hætta búin. Þaðan er sú alda runnin, sem fleygði oss á fótskör erlends drottinvalds. Það- an er runnið böl vort, „alt, sem vargsauga væta mætti“. Þess vegna verða oss langfyrst harmatölur á munni, þegar hugurinn rekur feril þessarar þjóðar. Á þeim ferli heyrir hann hvert strá „stynja ungbarns ópi sem þess er ófætt dó.“ Þar eru kvein allra afbragðs

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.