Birkibeinar - 01.03.1912, Blaðsíða 8

Birkibeinar - 01.03.1912, Blaðsíða 8
24 BIRKIBEINAR íslensk frímerki. Bréf frá London, 1. mars 1912. Það þykir líklega mörgum öðrum en mér hálfskrít- ið að þurfa að lesa bresk blöð til þess _að fá upplýs- ingar um ýmislegt sem gerist heima á Islandi en þar- landsblöð þegja um. Eg þykist fá og lesa öll íslensk blöð en eigi hefi eg orðið þess var, að þau gæti bók- ar einnar sem hr. Stefán Stefánsson útlendingafylgd- armaður (guide) í Reykjavík gaf úr í fyrra. Er bók- in þó ekki um ómerkara efni en ísland, lýsing og leiðbeiningar. Hér hefir bókin vakið eftirtekt þótt ís- lenzk blöð láti sig hana engu skifta. Annað atriði ætlaði eg aðallega að minnast á, en það eru íslensk frímerki. Það vekur auðsjáanlega ekki mikla eftirtekt á ís- landi þótt eitthvað komi þar fyrir sem merkilegt er og snertir landsmenn sjálfa. Svo var það á aldar- afmæti Jóns Sigurðssonar að flestöll blöðin þögðu gersamlega um það, er þá gerðist markverðast heima, en það var útgáfa Jóns Sigurðssonar frímerkjanna. íslensk blöð stóðu þá á öndinni af fögnuði yfir því, að nokkrir embættismenn á þingi höfðu séð það ráð best til þess að hækka laun sín og sinna að stofna háskóla i Reykjavík. En blöðin höfðu ekki rúm til þess, að geta um það, sem einsdæmi má heita í heiminum að gefin sé út frímerki með mynd af manni sem ekki er eða var konungur eða slíkur þjóðhöfðingi. — Um þetta urðu landar helst að lesa í útlendum blöðum. Ekki hefi eg heldur séð á íslensku frásögn um hvern- ig frímerki þessi eru til komin, nema í einu bresku blaði, sem íslendingar gefa þó út (Lögberg). Síðan um aldarafmæli Jóns Sigurðssonar hafa komið út mörg ný frímerki íslenzk og er eins um þau, að útlend blöð geta þeirra en íslensk ekki, að Vísi einum undanskildum*). Mér finnst eg reka mig á margt ómerkilegra en þetta í blöðum að heiman. Hér er hægðarleikur að fá vitneskju um öll frí- merki, sem í gildi eru heima en þar mun það nokkr- um örðugleikum bundið víðast. Svo segja að misnta kosti hingað komnir ferðamenn frá Islandi og að það sé hreinasta undantekning ef hægt sé að fá fullkorrið safn islenskra frímerkja núgildandi í pósthúsum utan höfuðstaðarins. Líklega stafar það af því að sumar tegundirnar frá 1902 (og 1907 ?) eru að þrotum komnar en um það hefi eg ekkert fræðst að heiman. Til fróðleiks set eg hér skrá um þau frímerki og spjöld sem nú gilda á íslandi. Það sést á skýrslu þeirri að í elstu tegundina (Kr. 9., frá 1902) vantar þrjár tegundir, sem síðar hafa bæst við: 1 eyr. og tvenns konar 15 aur. Eyr- is merkin vóru aðallega gefin út vegna breytingar á greiðslu “óborgaðs,, burðargjalds, sem gerð var 1. jan. 1908. 15 aura merkin voru ekki þvörf fyrr en ábyrgðargjaldinu var breytt úr 16 aurum í 15 aura en þá urðu 16 aura merkin ekki bráðnauðsynleg og hafa nú lagst niður, sem skýrslan sýnir. Sama er að *) Þetta er ekki alveg rétt. Birkibeinar hafa getið allra J. S. frímerkjanna en það tölublað hefir ekki verið komið til bréfritarans, er hann skrifaði þetta. segja um 40 aura merkin. Þau vóru mest notuð á póstávísanir til Danmerkur eftir gjaldskrá sem nú er gengin úr gildi. Verður vel komist af án þeirra síðan. Kristján IX. Kr. IX. og Friðrik VIII. Jo'n Sigurðss. FriJrik VIII. Samtals Kr. ■* 1 eyr 1 eyr 0,02 3 aur 3 aur 3 aur 0,09 4 — 4 — 4 — 0,12 3 5 — 5 — 5 aur 0,15 t-1 <D 6 — 6 — 6 - 0,18 S 10 — 10 — 10 - 0,30 <s 15 — 15 — 0,30 16 — 16 — 0,32 fl c 20 — 20 — 20 — 0,60 <D 25 — 25 — 25 - 0,75 S 40 — 40 — 0,80 < 50 — 50 — 50 — 1,50 1 kr. 1 kr. 1 kr. 3,00 2 — 2 — 2 — 6,00 5 — 5 — 5 - 15,00 3 aur 3 aur 0.06 E 4 — 4 - 0,08 5 — 5 - 0,10 «4-1 10 — 10 - 0,20 a 15 - 0,15 C0 16 — 16 - 0,32 a 20 — 20 - 0,40 ;0^ A 50 — 50 - 1,00 10,87 11,18 54 8,85 31,44 3 aur 3 aur Bréfspjöld einföld 0,06 5 — 5 — — — 0,10 8 — 8 — — —- 0,16 10 — 10 — — — 0,20 6 — C — — tvöföld 0,12 10 — 10 — — — 0,20 16 — 16 — — — 0,32 20 — 20 — — — 0,40 4 — 4 — Spjaldbréf lokuð 0,08 10 — 10 — — — 0,20 0,92 0,92 1,84 Ný þjónustufrimerki hafa ekki verið gefin út né spjöld og skiftir litlu. Það er eftirtektarvert að Jón Sigurðsson er sett- ur á frímerki, sem eftir eðli sínu hljóta aðallega að vera notuð heimafyrir. Konungurinn er á hinum, — þeim, sem verða höfð á bréf og aðrar póstsendingar til út- landa. Fyrst vóru gefin út 4 aura J. S. merkin, sem allir vita að eigi eru þægileg né teljandi notuð nema á staðar- (local-)bréf þótt auðvitað sé ekki bannað að nota þau á annað. Um síðir gekk þó fram að fteiri teg- undir kæmi en þá kom í ljós að konunginum var ætlað rúm á almennustu tegundunum. Hvort hér er um pólitíska lævísi að ræða eða ekki þá hlýtur hver landi að finna „lykt“ af þessu. Það sést á framangreindri skýrslu að 56 tegund- ir frímerkja eru nú í gildi á íslandi, sem kosta sam- tals kr 31,44 og spjaldstegundir eru 20 að upphæð kr. 1,84, samtals kr. 33,28. — Erlendis er fjöldimanna sem safnar íslenskum frímerkjum og láta margir sér ekki nægja minna en algerlega fullkomið safn. Má því líklegt telja að Iandssjóður haíi nokkrar tekjur af frí- merkjakaupum útlendinga. A. M.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.