Birkibeinar - 01.02.1913, Qupperneq 2

Birkibeinar - 01.02.1913, Qupperneq 2
10 BIRKIBEINAR bæði er landið víða vogskorið og eyjabálkur víða fyrir landi og auðsiglt um eyjasundin. Er )>ví segin saga og harla eðlilegt, að landið og skapnaður þess benti landsmðnnum til að fara ferða sinna sem mest á sjó. Þessu var og sá hlutur til stuðnings, að þar í Iandi var hin mesta gnægð skóga til skipagerð- ar Urðu landsmenn ])ví ágætir sjómenn, er tímar liðu, og tömdu sér langar sjóferðir, þegar fram í sótti, bæði til hernaðar og verzlunar. Svo var háttað samgöngum Noregsbúa, er Har- aldur lúfa brauzt þar til ríkis. Þá stukku margir ágætismenn úr landi, og leituðu sér bólfestu annar- staðar. En allir áttu þeir yfir haf að sækja, hvert sem leiðir þeirra Iágu. Saga Islands hefst, þá er flóttamenn þessir leit- uðu hingað til landnáms. Er þá fljótséð og auðsætt að þeir nutu þess, er þeir áttu ærin kost skipa, því að „djúpir munu Islands álar“, svo sem tröllkonan komst að orði, og ekki væðir tröllum, hvað þá mennsk- um mönnum. Má vera að flestum þyki óþarft að geta um svo sjálfsagðan hlut, er allir megi skilja ó- sagt. Mundi eg og eigi hafa á það minnst, ef Is- lendingar hefði eigi fyrir mörgum öldum gleymt því, sem er jafnauðsætt, og ef þeir væri skyggnari á það nú, en raun gefur vitni. En Það er önnur hlið sama hlutar, sú að eigi verður fremur búið skipalaust á Islandi en þangað komist. Það mun reynast erfitt að segja með fullri ná- kvæmni, hve mörg hafskip voru í eign Islendinga í lok landnámsaldar. Þó hefi eg gert tilraun til þess. Hefi eg leitað í landnámu þeirra manna, sem sagt er um berum orðum, að þeir hafi komið á skipi. En þetta er sagt um fremur fáa, og er auðsætt að miklu fleiri hafa siglt hingað eigin skipi. Reyndi eg þá fyrst að telja þá landnámsmenn, er sjá má að komið hafi ineð öðrum eða verið fæddir hér á landi. En er þessir tveir flokkar voru taldir, þá leitaði eg við að ráða af líkum, hverjir hinna hefði stýrt skipi. Hafði eg þar til samanburðar aðrar íslendingasögur. En sökum þess, að verkefni mitt er annað, en að rekja þessa hluti með fullri vísindanákvæmni og hins annars að eg hafði nauman tíma, þá má vel vera að mér hafi skotizt um nokkra menn. Mun eg því síðar verða að fullgera þenna þátt. — Auk þessa hefi eg og talið skip þeirra manna, sem teljast eigi með Iandnámsmönnum, en komu þó á skipi sínu til Islands á landnámsöldinni. Nú verða taldir þeir landnámsmenn, sem Iand- námasaga getur um að komið hafi á eigin skipi. Áfr enn egðski ( . . kom skipi sínu í ós þam> er við hann er kendr ok Alfsós heitir. Ldn. F., 2304.) Björn Herfinnsson (Skjalda-Björn . . . hann kom til Islands í Biarnarfiörð með alskiölduðu skipi Ldn. F. 17510). Brynjólfr enn gamli [og bræðr hans| (þeir fóru allir til Islands á sínu skipi hver þeirra. Lnd. F. 2057.) Böðólfr or Hvini ( . . þau fóru öll til Is- lands ok brutu skip sitt við Tjörnes. Ldn. F. 200n.) Einar Þorgeirsson ( . . þá kaupir Einar í skipi með bræðrum tveimr, Vestmanni ok Vemundi; þeir fóru til Islands. Ldn. F. 201a5.) Eysteinn Þorsteinsson ( . . hann fór til ís- lands af Hálogalandi ok braut skij) sitt, en meiddist sjálfr í viðum. Ldn. F. 2 1 437.) Eyvindr ham (kom út sið landnámstíðar. Hann átti skip við Þorgrím Hlífarson. Ldn. F, 1951314). Eyvindr Þorsleinsson ( . . Eyvindr kom í Húsavík skipi sinu. Ldn. F. 19928.) Eyvindr vápni (. . ok Refr enn rauði, synir Þorsteins þjokkubeins, bjoggust til Islands af Strind ór Þrándheinn', því at þeir urðu missáttir við Harald konung, ok hafði sitt skip hvárr þeira. Ldn. F. 20236) Geirmundr heljarskinn (Þeir Geirmundr höfðu samflot, ok stýrði sinu skipi hver þeira. Ldn. F. 16218.) Geirólfr (. . . braut skip sitt við Geirólfs- gnúp. Ldn. F. 17524.) Gnúpa-Bárðr (Bárðr, son Heyangrs-Bjarnar kom skipi sínu i Skjálfandafljótsós. Ldn. F. 19818.) Hállsteinn Atlason (. . . kom í Hallsteins- sund fyrir austan Stokkseyri, ok braut þar. Ldn. F. 22419.) Haraldr hringr (. . hann kom skipi sínu í Vestrhóp. Ldn. F. 1819.) Helgi enn magri (Þá er Helgi sá Island, gekk hann til frétta við Þór, hvar land skyldi taka. . . . Helgi tók land fyrir utan Llrísey, enn fyrir inn- an Svarfaðardal. Ldn. F., 19215, 20. Helgi hinn magri kom skipi sinu fyrir norðari land. Laxd. S. K. 412.) Herjólfr Þergeirsson (sjá Brynjólf .) Hrnllaugr Rögnvaldsson (. . Iiann kom austr at Horni ok skaut þar fyrir borð öndvegissúlum sín- um, Ldn. F., 21034.) Hrómundr Þórisson (Hrómundr kom skipi sínu í Hvítá. Ldn. F., 14320.) Ingímundr enn gamli. (Nú lætr Ingimundr í haf, . . . ok sigldu inn í Borgarfjörð í Grimsárós? Vd. S. K. 3429. — Þá gaf Haraldr konungr Ingi-

x

Birkibeinar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.