Birkibeinar - 01.02.1913, Page 12

Birkibeinar - 01.02.1913, Page 12
20 BIRKIBEIN AR biskupar voru og neyddir til að hafa nökkra verzlun til að verja tiundum stólanna í kaupeyri sem staðn- um vœri hagfeldastr. Ekki er heldr skortr á dæm- um til þess að margir aðrir einstakir menn af ýms- um stéttum fengust við verzlun eða áttu hlut í skipi Þó er oftast svo, þar sem getið er um skip, sem far- ið hafi milli Islands og Noregs, eðr um skiptapa, sem opt og einatt urðu við Island, þá er þess látið óget- ið, hvort skipið liafi átt norrænn maðr eðr íslenzkr".1) Þessi orð eru eftir Maurer liöfð. Telur hann næst á eftir sterkar líkur til þess, að jafnan hafi íslending- ar átt nokkur af skipunum.2) En þótt svo vseri, þá hafa þau nú verið svo fá orðin, að íslendingar hafa verið sjálfum sér alls ónógir um skipakost. Því að á síðustu áratugum fyrir 1350 eru aldrei nefnd fleiri en 21 skip en opt færri. En þótt nú annálar telji eigi öll skip hvert ár, þá getur naumast skakkað meiru en svo, að sá halli vinnist upp ef gert er ráð fyrir að skipin hafi verið 21 öll árin. Þótt vér gerðum nú ráð fyrir að Islendingar ætti þriðjung þeirra, þá var sú skipaeign alls ónóg, og allmjög er þá þorrinn skipa- kosturinn frá því, er var á landnámsöld. Gefr raun vitni um að svo hafi veríð. Því að um þetta leyti tekr Noregskonungur og íslands að þröngva kosti islenzkr- ar verzlunar og binda hana við ákveðinn stað í Noregi, en íslendingar urðu vanmegna sakir skipa- fæðar. Þá er Smiður hirðstjóri kom út með konungs- bréf, er að þessu lutu, þá varð mótspyrna mikil af hálfu íslendinga. Þá fóru Eyfirðingar utan á ferju, er þeir keyptu af Þverárstað. Þá er skipafœð svo mikil, að enginn á skip í Eyjafirði, nema Þverár- klaustr, og hefir þó eigi verið knörr. Þá var yfir- gangur konungs svo mikill, að skip og eigur þess- ara manna var gert upptækt, þegar til Noregs kom.3) Komu nú tram aíleiðingar þess, að verzlun var öll í höndum einnar þjóðar og skipakostur sama sem eng- inn. Raunar var svo að sjá um rúmt aldarbil að Englendingar og Þjóðverjar mundu verða oss til bjarg- ar,4) en Islendingar uku eigi sinn skipastól, þeldur létu hann verða að engu. Lítilmenni þau, er íéðu Skál- holtsstað eftir siðaskiftin, hirtu eigi um að gera skip í skarðið, þegar skúta sú brotnaði, sem Ögmundur hafði gera látið. Og þá er skip það fórst, sem Guð- brandur biskup hafði keypt, þá var lokið skipaeign Hólastóls. Lögmenn og lögrétta kalla það óþarfa og hœttu >) Ný félagsrit, XXII ár 105—106. *) - — - 106—108. *) Konr. Maurer, Ný fél. XXII ár 133 — 134. 4) Landfrs. Þorvaldar I, 459—173, að íslendingar eigi kaupför og sést á því, að eigi að- eins skipastóll tandsins var glataður heldur og hugur landsmanna. Þjóðin hafði lagt árar i bát. IV. Afleiðingar. Þess var fyr getið, að landsmenn önnuðust eigí samgöngur sínar sjálfir nema að nokkru leyti, þótt nægur væri skipakostur um og eftir landnámsöld. Þessu olli upphaflega mannfæð. Þá tóku Aust- menn þegar að sigla hingað og varð síðan að venju" Þó er svo að sjá sem íslendingar hafi séð, hver hætta þeim var búin af einræði erlendra kaupmanna. Því að þar af stafar það vafalaust að goðarnir áskildu sér rétt til að hlutast um verzlun við erlenda menn1), leggja verð á varninginn og banna verzlun ef eigi var hlýtt. Voru síðar kjörnir menn er leggja skyldu lag á varning manna, og heldust þær „kaupsetningar“ Iengi frameftir öldum 2). Þetta var að visu viturleg aðferð úr því, sem komið var. En sá böggull fylgdi því skammrifi, að þetta gerði menn andvaralausa, og varð til þess a5 menn fengu ekki neitt hart af fyr en um seinan. Festist því sú venja að eingöngu var verzlað við Noreg. Þar af leiddi svo að Islendingar kynntust lítt öðrum þjóðum og hengu við Noreg, hver ósvinna sem þar var höfð í frammi við þá. Olli þessu hugsunarlaus fastheldni við venjuna. Þeir leituðu eigi að neinu ráði verzlunar við aðrar þjóðir en Norðmenn, jafnvel þótt lagt væri á þá landauragjald og þeir væri skyldir til landvarnar með konungi og fyrir þá væri lagt far- bann þegar konungi sýndist. Sigling Austmanna hing- að og verzlun dró og mjög auð út úr landinu, því að verzlunarhagurinn gekk að miklu leyti Lil þeirra. Liggur það og í hlutarins eðli, að þeir hættu eigi að verzla, þótt konungur legði gjald á verzlunina, alla þá stund sem þeir græddu á henni. Svo má lengi illu venjast að gott þyki, segir máltækið; hefir það jafnan sannast á Islendingum. Og Einar Þveræing- ur bjargaði þeirra málstað ekki nema einu sinni. Þeir léðu erlendu valdi þegar i upphafi fangstaðar á sér og urðu því síðar teknir tófutaki. Þessar voru hinar fyrstu afleiðingar þess, að Islendingar önnuðust eigi sjálfir alla tlutninga sína frá upphafi. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Næsta afleiðing þessa var sú, að Islendingar vönd- ust á að hlýða Noregs konungum, löngu áður en þeir >) Ný fél. XXII ár, 110. — Gullöld ísl. J. J. 271. ») Gullöld ísl. J. J. 272.

x

Birkibeinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.