Birkibeinar - 01.02.1913, Blaðsíða 14

Birkibeinar - 01.02.1913, Blaðsíða 14
22 BIRKIBEINAR •skip, til þess að geta varist erlendum yfirráðum yflr verzlun sinni, þá gerðu konungar þeirra ekkert þeim til hvatningar eður hjálpar, heldur lögðu sömu bönd á þá sem á útlendinga. Eina ívilnun höfðu þeir þó um stund, sem að framan var ritað, að konungar reyndu að einskorða verzlun Islands og skattlandanna við Noreg. En þetta dugði þó eigi, þvi að skipagöngur Norðmanna minkuðu meir og meir og aðrar þjóðir tóku úr höndum þeira verzlun á Islandi að mestu leyti og í öllum skattlöndum, nema einu, og í þeira eigin landi. En þótt aðrar þjóðir tæki eigi af þeim verzlun í einu skattlandinu, þá héldu Austmenn henni ekki. Landið var Grænland. Þangað sigldi enginn. Konungar höfðu gert að engu skipagöngur Islendinga, sem í Grænlandi bjuggu, með álögum og einkaleyfum svo að sjálfir gátu þeir eigi sótt nauðsynjar sínar. Skipastóll íslendinga sjálfra var í andarslitrunum af vanhyggju þeirra sjálfra og af sömu konungsheimsku sem á Grænlandi. Ekki gátu þeir liðsint frændum sínum, enda mundu þá hafa sætt afarkostum af kóngs- þrælum. Og að lokum var skipastóll Noregs og dug- ur svo þorrinn, að þeir hættu að sigla þangað. Þá var norrænni sjómennsku og herðfrægð svo komið, að þeir létu skrælingja höggva frændur sína niður sem búfé, hvern einasta mann. Þar sást það ljóst, hver örlög skipalausra eylanda mega verða. I Noregi og á íslandi vissu menn þó ennþá, hvað hafskip var, fram yfir siðaskiftin. En þá koll- féll allt hér á landi í höndum þeira varmenna og uppskafninga, sem þá voru að starfi með erlendum óþokkum gegn Ogmundi og Jóni Arasyni. I Noregi fór eins. „Siðaskiftununum var komið á með klækj- um og þarmeð var Noregur höggvinn úr tengslum við Norðurálfuna . . . . og varð skattland fjandans og fátæktarinnar!)“. Afstaða Islands til þýzskra og enskra kaupmanna var öll önnur en Noregs, því að þeir bættu verzlun vora og hún varð eigi útlendari en hún hafði þá ver- ið um langan tíma. Enda er það áreiðanlegt að hag- ur þessa lands hefði orðið allur annar ef Kristján fjórði hefði eigi stökt þessum kaupmönnum hurt. — Eg hefi áður rakið það nokkuð, hvað Noregskonung- ar buðu þjóð vorri, er hún var mjög svo þrotin að skipum, en þeir fóru þó eigi lengra en að leggja gjöld á þá, sem hér verzluðu. Eftir 1600 sést fyrir alvöru hvað má bjóða þjóð, sem býr á umflotnu landi og getur eigi sjálf annast flutninga sína. *) Fr. Macody Lund: Fisk, penge, kultur og politik Kringsjaa XXII bls. 88—89 1. Hún megnar ekki að sporna við því, að henni sé valdir viðskiftamenn og viðskiftavegir eftir geðþótta eins manns, konungsins, eða félaga, sem gjalda ákveðið verð fyrir og mega setja henni afar- kosti. Þetta var og framið á Islendingum, og nú var þeim ómáttugt að rísa við því, þvi að þeir bjuggu í skóglausu landi og blóðsugurnar fluttu þeim ekki skipavið. 2. Hún verður og ósjálfráð heimafyrir, því að hún ræður engu um, hvar vörur eru settar á land. Vilji hún ýfast við, þá má svelta hana, þangað til hún beygir sig. Að lokum fer svo, að landinu er skift í verzlunarhéruð, og má enginn verzla utan þess héraðs, er honum er skipað. Þá eru menn orðnir þrælar fastir á fótum. En hvað eiga mennaðgera? Ekki fljúga steiktar dúfur i munn þeim, og ekki geta þeir vaðið yfir heimshöfin. Islendingar urðu eigi aldauða eins og Grænlend- ingar, og má vera að vér eigum líf vort því að þakka að skrælingjar náðu ekki til vor. Raunar voru jafn- an skipagöngur til landsins, því að velgerðamennirn- ir þurftu að flytja oss ormakorn og fleira, þótt af skornum skamti væri, en einkum þurftu þeir að flytja héðan ránsfeng sinn, góðar vörur vorar, sem þeir auðguðust á. Eigi hefi eg fundið, hversu mörg skip hafi gengið hingað á einokunartímanum, en sjálfsagt hafa þær skipagöngur verið alls ónógar. Jón Sigurðs- son1) segir að ú tima konungsverzlunarinnar hafi komið 30 skip til íslands á ári. Er sennilegt að all- an tímannn hafi gengið hingað 20—30 skip. Má telja víst að aðflutningar hafi verið allsendis ónógir, einkum er hallæri var í Iandinu, og hafi samgöngu- leysi verið mikil orsök þess, er menn urðu hungur- morða. Sést þetta meðal annars á því, að skipin gátu ekki tekið alla vöru til útflutnings eftir það er lengt var tjóðurbandið og öllum þegnum Noregskonungs leyft að verzla hér; og höfðu þó þá vaxið skipagöng- ur. I almennri bænarskrá, dagsettri á Alþingi 24. júlí 1795 „kvarta þeir þar yfir að verzlun kaupmanna sé ófrjáls, magnlaus niðurdrepandi og óbærileg, og biðja þess vegna um að veitt verði frjáls verzlun við allar þjóðir. Þeir kvarta einkum yfir að verzlun þeirra sé bundin við ríki Danakonungs einsaman; að kaupmenn flytji bæði oflitla vöru til landsins, einkum þó sem menn þarfnast mest til atvinnuveganna, og vara sú, sem flutt sé, sé bæði skemd tíðum og ein- att, og svikin, og þar að auki illa útilátin að vigt og ’) Jón Sigurðsso: Ura verzlum á íslandi, Ný félagsrit III ár, 37.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.