Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 2
B R E I Ð A B L I K
SJÁLFHÆÐNI SIÐMENNINGARINNAR.
AGURT var fyrsta
skeytið, er sent var
yfir Atlantshaf með
sæsímanum, er því
mikla verki var lok-
ið að leggja hann á hafsbotni
landa á milli:
Dýrð sé í upphæðum guði
og- á jörðu friður meðal manna,
sem velþóknan er á.
Fögur var sú hugfsan, hver sem
hana átti, að láta þetta vera fyrstu
boðin, er þetta furðuleg'a tæki nú-
tímans flytti yfir hafið. Trú og
siðmenning haldast í hendur.
Svo ætti það ávalt áð vera.
Langt sýnist friðarhugmyndin
enn eiga í land með þjóðunum.
Viðburðir síðustu vikna með vold-
ugustu menningarþjóð heimsins
hafa sannfært þá um það, sem
einhverjar aðrar vonir kunna að
hafa haft. Vígahugur óskaplegur
hefir alt í einu gosið upp á Eng-
landi, án nokkurrar verulegrar
ástæðu. Stjórnmálamönnum þar
tekst að æsa svo upp hugi manna
á þingi, að menn verða frá sér, út
af þeirri óskaplegu hættu, sem
vofi yfir brezku landi oglýð, vegna
þess að Þýzkaland verði búið að
koma sér upp bryndrekum, nærri
því jafnmörgum og England, að
nokkurum árum liðnum.
Og sú hræðilega tilhugsan flýg-
ur út um alt land og allar hrezkar
nýlendur og kveikir í hugum
manna eins og eldur í sinu; nái
slík fádæmi fram að ganga, sé alt
í voða, brezk yfirráð eða þjóðafor-
ysta í Norðurálfu, brezk menning
— og með henni vitaskuld alt, er
bezt sé í heimi.
Nýlendurnar verða upp til handa
og fóta. Lofa sínum bryndrekan-
um hver, ættjörðinni að gjöf, svo
Þjóverjinn skuli ekki hugsa, að
hann komist nokkuru sinni fram
úr. Alt þetta veður verður í lofti,
til þess fjárveiting til herflota-
aukningar fáist nógu rífleg á þingi,
svo hugmyndum herforingja og
stjórnmálamanna sé fullnægt. Nú
er eigi Englendingum nógaðvera
langt á undan mesta stórveldinu
einu. Þeir vilja vera langt á und-
an tveimur þeim stærstu, ef til
kæmi, svo þeir gæti barið á bæði
Þjóðverjum og Bandaríkjamönn-
um í einu, ef á þyrfti að halda.
Þetta bryndreka og drápsvéla
kapp með kristnum þjóðum er
annars bæði hlægilegt og grát-
legt. Hve lengi getur það haldist?
Hve nær verður sagt: hingað og
ekki lengra? Englendingar hófu
leikinn og hleyptu fyrsta bryn-
tröllinu (dreadnaught) af hlunn-
um. Svo komu Þjóðverjar, Banda-
menn og Japanar á eftir. Nú