Breiðablik - 01.04.1909, Qupperneq 3
BREIÐABLIK
keppist hver þjóð við aðra að
sökkva velmeg'an sinni í þessar
óg'urlegu drápsvélar.
Árið 1895 vörðu Englendingfar
17,545,0°° pundum sterling- til
herflotans, eða 87,725,00° dollara,
sem jafngildir 350,900,000 króna.
Áætlan fyrir næsta ár er 35,100,
000 pund sterling, 175,500,000
dalir eða 702, 000, 000 krónur.
Síðustu tíu ár hefir England eytt
138,647,127 pundum st. til her-
flotans, en Þjóðverjar 107,927,573.
Það er naumast furða, þó Þjóðver-
jum sé eigi um sel,því einn herflota
lávarður þeirrar stjórnar, er sat að
völdum næst á undan þessarri,
gortaði af einum bryndrekanum
eins og skammbyssu, er miðað
væri á hjarta Þýzkalands“. Það
er engin furða, þó Sir Edward
Gray nefni þetta athæfi ,,kald-
hæðnisleik siðmenningarinnar“.
Rétt á undan stríðinu í Suður-
Afríku, einu hinu hryggilegasta,
þó eigi sé um annað hugsað en
mannfall og fjárlát, talaði einn
brezki herforinginn um,,hinndýr-
lega leik hernaðarins“. Og af
foringja einum í Liverpool er það
sagt, að hann hafi í ávarpi til her-
deildar, er hann var að senda yfir
hafið, látið þá von í ljós, að ófrið-
urinn yrði ekki um garð genginn
áður þeir kæmist leiðar sinnar, svo
163
þeir fengi þó oíurlítinnblóð-smekk.
Meðan hugsað er og talað og
breytt á þann veg með helztu
þjóðum heims verður naumast
sagt, að friðar-horfur sé glæsileg-
ar.. Kristnar þjóðir ganga á und-
an með þessa heiðni mitt í kristinni
siðmenningu, er þær aldrei þreyt-
ast á af að gorta.
I öllum stórborgum Englands
er mesti aragrúi fólks sokkinn
niður í dýpstu örbirgð, er heimur
þekkir. Ollu því fólki mætti
bjarga, væri fúlgunni miklu, sem
eytt er árlega til herkostnaðar og
drápsvéla, varið til að flytja fólk
þetta brott úr borgunum og koma
því fyrir með einhverjum hætti úti
á landsbygð, þar sem það gæti
byrjað nýtt líf og aftur orðið sjálf-
bjarga.
En þeirri fátækt og mörgum
stærstu meinum mannfélagsins er
gleymt, til að hervæðast, hver
kristin nágranna þjóð gegn ann-
arri, og því er við borið, að þetta
sé eina ráðið heims-friðinum til
tryggingar. Svo ala menn rán-
dýrseðlið í brjósti sér með alls kon-
ar æsingum og digurmælum, svo
hug skuli eigi bresta að leggja út
á orustuvöllinn, ef til kemur.
Hve lengi skyldi slíkt athæfi
eiga sér stað? Skyldi það ætla að
verða mannkyninu jafn-gamalt ?