Breiðablik - 01.04.1909, Page 11

Breiðablik - 01.04.1909, Page 11
BREIÐABLIK áttina. Hví þá a8 finna aö viö mig? Hví ekki eins aö stinga penna niður til þess, eins og til þessarrar árásar á mig; ? Eöa var þaö ljúfara ? Og meiri átiægfja aö fylla hópinn ? ,,Svo mæli eg sem aörir. “ Ef til vill á líka þessi grein að vera þakklætisfórn. Enn er mér fundið það til foráttu, aö eg þoli ekki mótmæli. Einmitt þaö. Höf. á nú samt eftir að sýna,aö hann þoli þau betur. Sízt af öllum ætti hann aö kvarta. Þetta er eigfi í fyrsta sinni, sem hann g-jörir árás á mig, en fyrsta sinni, sem eg svara. Þaö eru sex ár síðan síra Rúnólfur réðst á mig í ritgjörð, fjögurra kapítula langri í Sam., út af erindi, sem eg flutti á kirkjuþingi (sbr. 17. árg. t9o3). MeÖ ööru góögæti, sem þar er á borö borið, er þar gefiö í skyn, aö eg hafi búiö mér til skurðg'oö, „og sé fallinn fram að tilbiöja það“- Flest er mér nú til lista lagt! Aldrei hefi eg svarað þessarri fjögurra kapítula árás og ásökun um skurögoðadýrkan í öll þessi sex ár. Svo eigi er furða, þó síra Rúnólfur kvarti um, aö eg þoli ekki mótmæli. Eg held hvorki hann né aðrir bræöur mínir í kirkju- félaginu hafi undan miklu aö kvarta í því efni. Ennþá hefir enginn þeirra sýnt, aö þeir sé mér þar mikið tremri. Eg hefi eigi svaraö hundraöasta parti af þeim getsökum, ófrægingum og aödróttunum, sem gjöröar hafa veriö í minn garö. Og þegar eg hefi svarað, þori eg óhræddur aö leggja þaö undir dóm óvilhallra manna, hvort eg hafi verlö illvígari í garö and- málsmanna minna en þeir í minn. Þá er únitarinn. Rétt-trúnaöarstefnan hefir fundiö upp það óumræðilega skot- vopn, eins konar gatling gun, í trúvarn- arbaráttu sinni, aö nefna hvern þann úni- tar, sem ekki er eftir hennar sniöi. Þaö nafn er þeim svíviröing f o r e y 8 s 1- u n n a r, svo eg tali á hinu eldra biblíu- máli. Þó prestur í klrkjufélaginu þurfi aö víkja sér eitthvaö brott frá söfnuöi sín- um, getur hann þaö ekki. Þá lendir öll 171 hjöröin í gínandi úlfakjöftum. Síra Rúnólf rekur ef til vill minni til, hver komst svo aö orði á síðasta kirkjuþingi. Sé hægt að koma því inn í huga lúterska safnaöarfólksins, að eg eöa einhver ann- arséúnítar,álíta þeir björninn unninn. Þá er sá hinn sami orðinn úlfskjaftur, sem menn eiga að flyja,eins og rauðan dauöann Enda hefir því vopni verið beitt látlaust, síöan deilan hófst. Og út af því var hún loks hafin af minni hálfu. E11 eigi eru andmálsmenn mínir sem bezt ánægöir meö, hvernig þetta hefir enn gengið. Þeir eru hræddir um, aö enn sé eigi nógu margir, sem trúa. Auð- sætt, aö fyrir því ber síra Rúnólfur sáran kvíöboga. Hann segir, aö eg hafi getað hrópaö sigri hrósandi á síðasta kirkju- þingi: ,,Komiö meö ákveðnar ákærur!“ Og hann er auðsjáanlega hræddur um, að sama muni eg enn geta gjört. Þeir vilja út af lífinu sanna, aö eg sé únítar, en geta ekki. Niöurlag ritgjöröar síra Rúnólfs er eins konar neyöaróp til mín aö hjálpa þeim nú út úr þessari klípu og leggja nú fram ákveönari trúarjátning. Yröi auösætt af henni, aö eg væri únitar, þá væri sfra Rúnólfur ánægöur og mikill fögnuður í herbúðunnm. En bæri hún með sér, aö eg væri nú eftir alt þeim braörum mínum jafn-lúterskur maður, væri hún einskis nýt og að eins dularkufl, er eg væri aö vefja utan um únitarann. Eg finn því alls enga ástæöu til aö leggja fram frekari trúarjátning en eg hefigjört. Eg fæ ekki séð, að síra Rúnólfur eöa nokkur bræöra minna annar hafi nokkurn rétt til aö heimta neitt þess konar af mér. Ekkert meiri rétt en eg hefi til að heimta trúarjátning af þeim. Ef þeir haldaáfram, að gefa þaö í skyn, leynt og Ijóst, aö eg sé únítar, þá sanni þeir það eöa sé minni menn ella. Sönnunar-skyldan (onus probandi) hvílir algjörlega á þeim. Og þaö er heilög skylda allra heiöviröra manna aðálíta sakborning sýknanþangaö til hann hefir verið sannaöur aö sök

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.