Breiðablik - 01.04.1909, Qupperneq 13

Breiðablik - 01.04.1909, Qupperneq 13
BREIÐABLIK komið til nokkurra mála, að hann yrði kennari ogf sjálfsagt yrði hann rekinn frá prestsembætti með smán. Þetta vakti fjarska mikla eftirtekt og' öllum skildist, að þetta myndi verða til þess, að opin- berlega yrði útkljáð, hvort kenna mætti niðurstöðu biblíurannsóknanna í Meþó- dista kirkju. Mörg prestafélög Meþó- dista á ýmsum stöðuni í Kanada létu í ljós álit sitt út af þessu og voru sam- mála um, að eigú dygði að dylja menn þeirrar niðurstöðu, sem biblíurannsókn þessarra tíma hefði komist að, hvorki við guðfræðiskóla né í kirkjunum; þó réðu þau jafnframt til, að gætilega væri farið í þeim umræðum, sem út af því kynni að spinnast. Málið var útkljáð miklu fyrr en varði og datt svo niður um leið. Stjórnarráð skólans, sem Jackson prestur hafði verið kallaður til, átti fund með sér út af þessu og kom sér saman um að gjöra yfirlýsing, alt í einu hljóði, sem tæki af öll tvímæli. Merkilegast í þessu sambandi er það, að Dr. Carman, sem farið hafði hörðustum orðum um Jackson prest og rneðal ann- ars tekið fram, að hann væri miklu verri og hættulegri maður en Robert Ingersoll, var forseti skólaráðsins og varðnútil þess neyddur að rita nafn sitt undir yfirlýsing þessa með þeim hinum. Jackson prestur verður framvegis í Toronto og kennari við skólann eins og til var ætlast. Yfirlýsingin hljóðar svo : ,,Með því að fullkomin einlægni í rannsókn sann- leikans og ótakmörkuð hreinskilni í stað- hæfingum eru eitt af frumskvldum trúar- bragða vorra, og einkum teknar í arf af guðfræðiskólum vorum, þar sem þeir standa hlið við hlið hinum miklu vísinda- stofnunum landsins, er það sannfæring Victoria-skólans, að guðfræðikennarar vorir hljóti, alla þá stund, er þeir standa í lifandi trúarsambandi við Krist, hei- laga ritningu og játningarrit kirkjunnar, að hafa frjálsar hendur að störfum sínum til þess þeir í andrúmslofti fullkominnar 173 kristilegrar hreinskilni og samvizkufrels- is geti varðveitt trú kirkju vorrar í hjört- um þeirra, er á komandi dögum eiga að prédika í söfnuðum vorum. Reynsla vor er sú, að einungis með því móti, að ung- ir námsmenn við þenna mikla háskóla beri fulttraust til kennaranna um,að þeir leggi fram fyrir þá einlæga sannfæringu sína, er þeir hafi öðlast með öllum tæk- jum þekkingarinnar, varðveitist tiltrú þeirra til kristindómsins sjálfs. Vér mæl- um með því, að opinber ummæli vor um þetta, hvort heldur í kirkjunum eða öðr- um ræðustólum, eða dagblöðunum, leitist við að koma mönnum í skilning um hin nýju sjónarmið biblíuskýringanna ein- ungis með þeim hætti, að andlegt afl guðlegra sanninda ritningarinnar verði enn augljósara en áður“. Umræður höfðu verið langar og heitar áður þessi vfirlýsing náði fram að ganga, eins og nærri má geta, þar sem hún að öllu leyti braut bág við skoðanir æðsta manns kirkjunnar. En að síðustu lét hann sannfærast, beygði sig fyrir viti og reynslu þeirra manna, sem ábyrgð hafa á því að hjörtu þeirra ungmenna, sem eru að búa sig undir prédikunarembættið, verði ekki fráhverf kristinni trú við þann undirbúning. Skilyrðið fyrir að það verði ekki, er hreinskilni kennaranna, að segja blátt áfram og hispurslaust frá nið- urstöðu síðustu rannsókna í hverjum hlut og skoða kenningar kirkjunnar allar í ljósi síðustu og fullkomnustu þekkingar. í öllum efnum er hreinskilnin góð, en hvergi er hún jafn-áríðandi og í trúarefn- um. Ef kennarinn eða presturinn geym- ir eitthvað í sálu sinni, sem hann álítur sannara og réttara en það, er hann held- ur að öðrum, verða menn þess fljótt varir og orð hans fá ekkert vald yfir hugum þeirra. Meþódistakirkjan hefir því sýnt í þessu efni þau hyggindi og sannleiksást, er á- valt ætti að einkenna ífsstefnu trúaðra manna.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.