Breiðablik - 01.04.1909, Qupperneq 14

Breiðablik - 01.04.1909, Qupperneq 14
174 B R E I Ð A B L I K NÝÞÝDDA BIBLÍAN LVEG nýlega er biblían öll, nýþýdda útgáfan, komin hingað vestur, þó naumast sé farið að selja hana enn, því einhver vafi leikur á um verðið. Á Islandi er það 5 krónur og verður að líkindum $1.35 eða $1.50 hér. Bókin er ofurlítið meiri ummáls að lengd og breidd en eldri útgáfan frá 1866, en álíka þykk, þó blaðsíðutala sé dálítið hærri, 1298 í nýju útg. en 1160 í þeirri eldri; þyktin nokkurn veginn sú sama, því pappir er þunnur, en sérlega vandaður í þessarri nýju útgáfu. Þau eintök, sem hingað HARALDUR NÍELSSON. eru komin, eru bundin sterku léreftsbandi, dumb- rauðu eða svörtu. Er það vitaskuld hverg> nærri jafn-sterkt leðurbandinu á eldri útg. Töluverðrar tilbreytingar verður augað þegar vart, um leið og bókin er opnuð. Hver blaðsíða í tveim dálkum í hinni eldri útg. Hér engir dálk- ar, en línur jafn-langar blaðsíðubreidd. Hér er lesmál eigi heldur slitið sundur með stöðugum greinaskiftum eins og í hinni eldi i og með því gjöri ólíkt lesmáli í öllum öðrum bókum. Greina- skifti eru eftir efni að eins, en smáleturs tölur við hvert vers, eigi úti á spázíum, eins og í nýja test. nýja, heldur ofanvert í línu í vers byrjan í óbundnu máli, en framan við hvert stef í bundnu máli. Kapítular sýndir með stórum tölum og svörtum, svo ekkert raskast frá því,sem áður var En sú skitting var víða mjög af handa hófi og sýndi skilningsskort fyrri tíða á efni bókanna. Nú er það lagað með því að tengja saman það, sem áður hefir verið slitið sundur. Tölurnar, sem tákna kapítula, ósjaldan látnar standa í samanhangandi lesmáli, en stórt bil oggreinilegt þar sem nýtt efni byrjar. Fyrirsagnir eru hér, stuttar og gagnorðar, eigi ávalt þar sem kapítuli byrjar, heldur þar sem nýtt efni hefst í sagnarit- unum öllum. I spámanna og skáldskaparritum er engar fyrirsagnir. Þ>að, sem gjörir þessa nýju útgáfu ólíkasta hinni eldri að ytra útliti, er samt ótalið, þó mest sé um vert. Alt, sem í frumtextanum er í Ijóðum, er hér prentað í stef- jum eins og vant er um skáldskap í öðrum bókum, svo augað verður þess vart um leið og það lítur á opnuna, hvað eru ljóð og hvað óbundið mál. Það út af fyrir sig er skilningnum enginn smá- vegis léttir. Tilvitnanir eru neðanmáls og að þeim stór-mikill ávinningur. Þær vantaði alveg í hina eldri útgáfu. En þægilegra hefið verið að hafa þær á spázium út frá þeim ritningar-grein- um, er þær eiga við, Það er nokkurn veginn hið eina,sem betur hefði mátt fara í ytra búningi, og er þó smávægilegt. Stafsetning er samkvæm blaðamannaréttritan á allri bókinni. Letrið er sérlega gott, hæfilega stórt og fremur feitt, ágætt aflestrar. Mikils til ofstuttan tíma liefi eg haft bókina með höndum til að geta dæmt til nokkurrar hlítar um þýðingu gamla testamentisins, sem hér kemur almeningi fyrsta sinni fyrir sjónir. En hún ber með sér að vera fyrirtaks vel vönduð. Naumast inun nokkuð af síðustu þekkingarfær- um hafa verið látið ónotað til að gjöra hana sem fullkomnasta og auðsætt að málkend mannsins, sem að henni hefir starfað svo dyggilega, er í bezta lagi,að því er til íslenzku kemur. Við þann samanburð, er naumur tími hefir leyft, finst mér þessi nýja þýðing ritningarinnar, sem þjóð vor hefir eignast á sína gullfögru tungu, taka þeim nýjum þýðingum fram, sem eg þekki, að ná- kvæinni og réttum skilningi. Meir en fjórðung- ur aldar er nú liðinn síðan endurskoðaða þýð- ingin enska birtist, enda er þessi þýðing óefað í sumum efnum henni fremri, þó vönduð væri ; sú þýðing líka sérlega íhaldssöm og fremur á eftir tímanum en undan, er hún birtist. Er það þjóð vorri eigi lítils vert að eiga nú eina full- komnustu þýðing ritningarinnar á tungu sinni, sem til er, enda fullkomnari en sumar stærstu menningarþjóðir. Sýnir það bezt, hvílíkt óvit var að halda því fram, sem hreyft hefir verið af sumum, aðjafn-lítil smáþjóð og Islendingar ætti ekki að vera bisa við að eignast sjálfstæða þýðingu biblíunnar, en að eins endurþýða ein- hverja nýja þýðing stórþjóðanna. Sjálfstæðið er bezt í hverjum hlut og hér hefði þýðing þýðingar að eins orðið svipur hjá sjón í samanburði við það, sem vér höfum nú eignast. Meðvitundin eiu um að hafa eigi orðið að sækja til annarra er í þessu efni óumræðilega dýrmæt og er bakhjarl ómentanlegt íslenzkum kristindómi. Ný biblíuþýðing er stór viðburður með öllum A

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.