Breiðablik - 01.08.1909, Qupperneq 16

Breiðablik - 01.08.1909, Qupperneq 16
48 BREIÐABLIK fellur úr hendi hennar — g'ú'gg'i er opn- aður og hrópað út bistri röddu: ,,Hver er þar? ,,Gínerva þín —“ Hann hrekkur aftur á bak og hljóðar upp ytir sig í angist: „Gínevra? Nei, nei — far þú í gröf þína!“ ,,Gröf mína ? Nei, eg er á lífi !“ ,, Far þú í gröf þína !“æpti hann hærra, fullur skelfingar, ,,far þú, far þú ! Eg skal láta syngja raessu, svo sál þín fái risið upp í friði. “ Og glugganum var lokað og ein stóð hún úti nötrandi í tunglsljósinu. Hún hallaði sér upp að veggnum og var nærri hnigin til jarðar, þegar hún alt í einu gat lisið upp; blóðið streymdi út í kinnar henni og skjálfandi á beinum hélt hún brott. Mú stendur hún fyrir utan hús Antonio Rodinelli, beitir síðustu kröftum til að lyfta hamrinum, lýstur högg að dyrum, en fellur um leið til jarðar. Dyrnar opnast í sömu svipan og An- tonio Rodinelli stendur yfir henni með lampa í hendi. ,,Hver ber að dyrum ?“ Er hún heyr- ir rödd hans, stendur hún enn upp, tunglsljósið breiðir birtu sína yfir hana, lampinn fellur úr hendi hans og hann hljóðar upp vfir sig: ,,Gínevra !“ Munnur hennar opnast, en hún fær eigi mælt orð frá munni. Þá rétti hann henni útbreiddan faðm sinn og talaði blíðlega til hennar. ,,Gínevra, þú kemur, Gínevra, kom þú sæl, dýrlegi andi, guðsmóðir sé lofuð, þú kemur til að sækja mig til hinna himn- esku samfunda — þú kallar, eg kem!“ Og hann þreif rýtinginn af belti sér og ætlaði að reka sér í hjarta. En þá þaut hún til hans, hann fann hjartað hennar, heita hjartað hennar slá upp að barmi sér; heyrði rödd hennar: „Antonio, Antonio !“ Hann tók hana í faðm sér og þrýsti henni að brjósti sér, — grét, en var þó glaður. „Gínevra, yndið mitt, þú ert á lífi—þú ert nú mín !“ Og hurðin luktist eftir þeim, tunglið skein vfir þögula borg. En hátt áhimn- um uppi brosti hin milda móðir Jesú ofan til barna sinna. í bókhlöðu Vatikansins er skjal með undirskrift erkibiskupsins i Fiorenza og er það á þessa leið: ,,Þar sem Francisco Agolanti de Ester hefir borið frain kæru gegn konu sinni, Gínevra Amieri de Donati, sem skildi við þetta líf í plágunni árið 1396 og er síðan sögð að hafa komið til lífs aftur á dularfullan hátt og hafa verið tekin frá honum af Antonio Rodinelli, lýsum vér yfir því, að þar sem heilög kirkja hefir veitt þessari sömu Gínevra síðasta sakra- menti, sem er staðfest með eiði, og vígt hana til lífs 1 Kristi Jesú og lagt líkama hennar í kapellu Donati-ættar, geturhún ekki verið sama Gínevra Amieri, sem fyrir dauða sinn var föstnuð fyrnefndum Francisco í heilögu hjónabandi, heldur önnur Gínevra, og skal hjónaband henn- ar og Antoniq Rodinelli þess vegnaífullu gildi. “ Skjal þetta sýnir þess vegna, að Fran- cisco Agolanti, síðar er plágan var um garð gengin, hefir fengið að vita um þenna furðulega atburð og heimtað konu sína aftur. En guðsmóðir hélt verndar- hendi yfir elskendunum tveimur og lifðu þau sæl og ánægð í hinni fögru Fiorenza borg til dauðadags. Það er ekki eftir beiðni föðursins, að Gesti heitnum Stephanssyni er helguð þessi blaðsíða hér að framan. En hann sendi mér þetta í bréfi svo eg sæi, hvað hann hefði hugsað á þeirri mótlætis- stund, er sonur hans var lagður í gröf. Mér varð svo starsýnt á þessi látlansu orð, að eg las hvað eftir annað, og fund- ust of góð til að glatast. BREIDABLIK Mánaðarrit til stnðnings íslenzkri menning. Fridrik J. Hergmann ritstjóri. Heimili: 259 Spence St., Winnipeg-, Canada. Telephone 6345. Utgefendur: Breidablik Publishing Co., P. J. Thomsen, ráðsmaður. 552 McGee St., - Winnipeg, Canada. Verð : Hver árg. 1 doll., á íslandi 4 kr. Hvert eintak 10 cts. Borgist fyrirfram. Prentsmiðja Ólafs S. Thorgeirssonar 678 Sherbrooke St., Winnipeg, Man.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.