Breiðablik - 01.08.1909, Síða 3
BREIÐABLIK
35
uðust,svo þeir sæi,hvílíku ólífissári
og- holund málefni kristindómsins
er slegið með slíku fádæma um-
burðarleysi ?
Hvað annað geta þeir gjört, sem
fyrirdæmdu skoðanirnar hafa og
réttlausu ?
Þeim er t.d. sagt, þeir megi alls
eigi fara eftir trúarvitund sinni í
sáluhjálparefnum. Trúarvitundin
erfyrirdæmd. Hingaðtil hefir'þeim
skilist, að mönnum vera gefin tvö
ljós til að ganga við, —ljós skyn-
seminnar og ljós trúarinnar, sem
vitaskuld renna saman í sálu
mannsins.
Þetta tvent, trú og skynsemi,—
skynsemi helguð aftrú, hafa menn
skírt einu nafni og kallað trúarvit-
und. I metum svo miklum hafa
menn þetta hugtak,að menn segja:
Sá sem það hefir, hefir heilagan
anda — guðs anda — anda Jesú
Krists. En að hafa heilagan anda,
er að hafa guð sjálfan í sálu sinni,
ef það er annað en marklaust hjal.
Rétt-trúnaðurinn hefir ávalt
haldið því fram, að með trúnni
öðlist maðurinn heilagan anda.
Helzta starf hans er upplýsing-
in í trúarefnum—sjónaukinn, sem
maðurinn fær, þegar hann horfir
út yfir landamæri blákaldrar skyn-
semi og inn á land trúarinnar.
Nú er þessi sjónauki—þessi ein-
ing trúar og skynsemí—tekin af
manninum, —þeim, sem í kirkju-
félaginu eru að minsta kosti. Trú-
arvitund sinni verður það fólk alt
að stinga undir stól, þegar það
les ritninguna, samkvæmt yfirlýs-
ingunni frá kirkjuþingi. Það má
e"kki velja og hafna. Trúarvitund
þess hefir alls ekkert úrskurðar-
vald.
Hugsum oss einhvern aumingja
kristinn mann,sjúkan á sálu. Eins
og sá, sem sjúkur er, leitar lækn-
is, leitar hann til ritningarinnar
og hygst þar að fá meinabót. Nú
fer honum líkt og sjúkling, sem
fær margs konar lyf við líkamleg-
um sjúknaði. Reynslan segir hon-
um: Af þessu verður mér ilt; það
gjörir mig enn sjúkari en eg áður
var. Eg hafna því. Enafhinu
lyfinu verður mér gott. Eg verð
betur og betur var við lækniskraft
þess; það færi eg mér sem bezt í
nyt.
Eins fer andlega sjúkum. í
ritningunni finnur hann ef til vill
ótal margt, sem gjörir hann enn
sjúkari á sálu en hann hefir verið,
svo birtan af augliti guðs ætlar að
hverfa honum með öllu. Haldi
hann áfram að hugsa þessar hugs-
anir, finnur hann, að hann muni
glata allri guðstrú og þeirri hugg-
un, sem sú trú hefir veitt honum.
Hann hrekkur frá með hryllingi
og segir: Þetta hefir dauðann í
för með sér. Þessu hafna eg.
Svo leitar hann, hvort ekki sé
annað,—leitar og finnur. Hann
les og les með áfergju. Sól skín
í huga hans. Hann les um kær-
leika og fyrirgefning. Hann les
um föður, sem gengur til móts við
glataðan son. Þeim föður fellur