Breiðablik - 01.08.1909, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK
41
tilvitnanir úr g. t. í hinu nýja. Af þeim
er að eins 5i,eða tæplega '/6, heimfærðar
með nafni, sem sýnir, hve litla þj'ngd það
hatði í hug-a n.t. höfundanna. Þeir vitna
til orðanna efnisins vegna, af því þeim
finst þar tekin frarn einhver sannindi,
sem allir fallist á, og hafi varanlegt gildi.
Það er oft gjört lauslega og með tölu-
verðri ónákvæmni, sem sýnir glögt, að
Kristur o g postularnir hugsuðu um
andann einungis, «n hirtu eigi um bók-
stafinn. Stundum er farið rangt með
nöfn, eins og þegar spámanninum Jere-
mía er eignað orð eftir Sakaría spámann
af Matteusi (279). Tala þeirra, er létust
í plágunni, sem féll yfir ísraelslýö fyrir
hjáguðadýrkan og hórdóm, er Móabítar
leiddu þáútí,er í g.t.24 þúsundir(4M 259).
Pállpostuli segir,að það hafi verið að eins
23 þúsundir (íKorio8). Presturinn, sem
gaf Davíð brauðin helgu, heitir í g.t.
Ahimelek (iS^i'þen í n.t. er hann nefnd-
ur Abíatar (Mk226) og það, þar sem ræð-
an er lögð frelsaranum í munn. í g.t.
stendur hallærið, sem upp kom í ísrael á
ríkisárum Akabs, á þriðja ár (1K18'), en
í n. t. hálft fjórða ár (Lk42-5). Sakaria
Jójadason (2Kr242°) er í n.t. kallaður
Barakíason (Mt2335) af því honum er
ruglað saman við spámanninn Sakaría
(i1), sem var miklu frægari maður. Á
þessu ætti öllum að vera augljóst, sem á
annað borð vilja sjá, að það sannar
býsna Iítið, þótt eitthvað í g.t. sé nefnt
á nafn í hinu nýja.
Ekkert af ummælum Krists um g.t. né
nokkurra n.t. höfunda getur því komið
í veg fyrir frjálsa, sögulega rannsókn, né
hamlað hemni frá að komast að þeirri
niðurstöðu, sem fullkomnasta þekking
hverrar tíðar bendir henni til. Þótt hann
eða þeir nefni einhvern mann í sambandi
við eitthvað, sem vitnað er í, er það alls
engin sönnun þess, hver höfundur sé.
Þegar hann vitnar til einhverrar sögu,
eins og t.d. sögunnar um konu Lots eða
sögunnar um Jónas spámann, sannar það
alls ekki, að sagan hafi farið frarn ná-
kvæmlega ineð þeim hætti, sem frá er
sagt, heldur að eins að hún sé til með
ákveðinni mynd í bókmentum Gyðinga
og hafi þá andlegu merkingu, sem hann
bendir á; af henni sé hægt að draga
þenna andlega Iærdóm.
Kristur kennir ekkert, sem vísindaleg
rannsókn ber á móti. Hann kennir
hvorki mannkynssögu né bókmentasögu.
Hann neitar einmitt að sinna þeim hlut-
um, sem komu frelsisverki hans ekkert
við (Lki2’4). Hann talaði ekkert orð,
sem kemur í veg fyrir vísindalega rann-
sókn eða hamlar henni frá að komast að
þeirri niðurstöðu, sem hún finnur rök
liggja til.
UNDIRBÚNINGSMENTAN
PRESTA.
EITT af málum þeim, sem presta-
stefnan á Þlngvelli hafði til með-
ferðar, var undirbúningsmentan presta.
Þeim er orðið ant um það á fósturjörðu
vorri,aðhún sé í svo góðu lagi,að prestar
verði sínu vandasama starfi vaxnir, þeg-
ar þeir taka við því. Þeir hugsa ekki um
að snöggsjóða eins og við hér, heldur
láta undirbúninginn verða sem allra-ræki-
legastan. Prestaskólinn í Reykjavík er
nú ólíkt tullkomnari mentastofnan presta-
skólunum lútersku hér í landi, og nær
væri það miklu, að ungir menn, sem
hugsuðu sér að gjörast prestar með Vest-
ur-íslendingum, leituðu þangað og lærðu
guðfræði sína þar, hetdi r en hér. Þeir
myndi þá eigi þurfa að óttast, að söfnuð-
irnir ræki þá af höndum sér eftir skamm-
an tíma, sökum þess þeir væri að troða
að þeim kristindómi gagnólíkum þeim,
er vér höfum flutt með oss af fósturjörðu
vorri sem þjóðernislegan arf. Þar myndi
þeir fá ágætt tækifæri til að nema tungu
vora til hlítar. Þar fengi þeir að kynn-