Breiðablik - 01.08.1913, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK
35
á aö vera, — ef stóra Kanada verður
þessu litla Kanada samferða, — þá verð-
ur fólkið orðið margt, frarr.kvæmdirnar
miklar, sagan göfug, bókmentirnar glæsi-
legar, þjóðernismerkin glögg,— þá efast
enginn maður um að Kanada er þjóð,
glæsileg þóð, sem leyst hefir ætlunar-
verk sitt vel af hendi og lagt fram sinn
skerf til alheimsframfaranna.
En hér í bygðinni voruð það þið, sem
lögðuð grundvöllinn til þúsundárablóm-
ans. Þá verður huganum rent til baka
og spurt: ,,Hverir voru það, sem hér
unnu fyrstu handtökin? Hverir ruddu
landið? Hverir hrópuðu fyrst til ux-
anna, sem drógu arðurinn? H\erir
iögðu fyrstu brautirnar um landið?
Hverir gróðursettu fyrstu trjágarðana
kring um húsin sín? Hverir reistu fyrstu
skólana? Hverir stofnuðu söfnuði fyrstir
í landinu? Hver andleg áhugamál voru
þá efst á baugi? Um alt þetta verður
spurt. Því það liggur í eðli mannsand-
ans að vera stöðugt að grafast fyrir ræt-
urnar. Og svarið verður vi‘asktild: Það
voru synir víkinganna gömlu norðan úr
höfum. Þegar þeir höfðu lifað þúsund
ára sögu á Fjallkonu-Iandinu norður við
heimskautabauginn og gert þann sögu-
lausa stað að sannkölluðu sögulandi, —
tóku nokkurir þeirra sig upp af nýju og
breyttu þessarri sögulausu ogtilbreytinga-
litlu sléttu í þetca mikla söguland, sem
það nú er orðið. Pá verða drápur ortar
og skáldsögur ritnar um íslenzka menn
og konur,sem grundvöllinn lögðutilmenn-
ingar og velferðar bygðarinnar.
Þér eruð að lifa mannkynssögu. Þér
eruð að skapa riýjan heim. Þér eruð að
reisa sjálfstætt Kanada- Þér eruð að
skapa nýja þjóð. Þér eruð að leggja
grundvöllinn til glæsilegrar menningar
á komandi öldum.
Það gjörist ekki með hernaði og blóð-
ugum bardögum. Þeir tímar eru liðnir.
Það gjörist ekki með bryndrekunum, sem
verið hefir svo tíðrætt um hér í Kanada.
Kanada verður aldrei sjálfstæð þjóð fyrir
bryndryka og drápsvélar, hvort sem þeir
gefa þá öðrum eða eiga sjálfir. Slíkt er
barnalegur hugarburður. En Kanada
verður sjálfstæð þjóð með því aðtaka vel-
ferðarhugmyndir mannkynsins að sér.
Kanada veiður sjálfstæð þjóð með því að
gera það sem í hennar valdi slendur til
þess að þjóðirnar hætti að hervæðast og
alþjóðafriðurinn renni upp.
Kanada verður sjálfstæð þjóð eftir því
hvað ant þaö lætur sér um mannréttindin.
Hagur engis manns og engrar stéttar má
vera fyrir borð borinn. Mannfélagið má
eigi eiga nein olnbogabörn. Almennur
atkvæðisréttur verður að komast á, þar
sem allir, konur jafnt sem karlar, greiða
eitt atkvæði um almenningsmál, og eng-
inn nema eitt. Hví ekki konurnar líka?
Hverir taka sér nær um velferðarmálin
en þær? Hví skyldi helmingur mann-
kynsins segja við hinn helminginn: Eg
á öllu að ráða og þú engu? Nei. Mann-
réttindin verður Kanada að taka að sér
og vermda og gefa öllum jafnt, ef hún á
að verða sjálfstæð þjóð.
Kanada verður sjálfstæð þjóð eftir því
hvað hún verður mentuð þjóð. Þekking-
una verður hún að elska. Þekkingar-
leysið verður hún að reka úr landi. Skóla-
skyldan verður að vera almenn og skól-
arnir betri og fullkomnari með líðandi
árum. í þessu sólríka landi máenginn
Ijósfælinn maður búa. Kanada verður
að vera ljóselsk þjóð, ef hún á að vera
sjálfstæð þjóð. Fullkomnustu þekking
hverrar aldar á öllum svæðum verður hún
að láta leiða sig í öllum efnum. Á þann
einn hátt starfar hún að síduhjálp sii.n
með ótta og andvara. Þekkingatleysið
er þjóðarsmán og sjálfstæðishamla,
Kanada verður að vera siðrakin þjóð,
til þess að geta orðið sjálfstæð þjóð. Góð-
ir siðir eru undirrót allrar þjóðmenningar.
Kanada verður að vera djörf og einbeitt
til að taka í tauma og fjarlægja alt, sem
góðum siðum er til niðurdreps. í insta