Breiðablik - 01.08.1913, Page 4

Breiðablik - 01.08.1913, Page 4
BREIDABLIK 36 eðli er menningin fólgin í góðum sið- um. Hún er sfömennitig. Engin sið- lítil þjóð getur verið menningarþjóð. En eftir því sem siðirnir eru á hærra stigi og siðferðið betra, verður menn- ingin meiri. Siðferðishugsjónirnar eru mannanna æðstu hugsjónir. Að vera þeim trúr er þjóðargæfa. Að svíkja þær er hamingjurán og auðnuleysi. Kanada verður að vera trúrœkin þjóð. Því trúin er andans sjón inn í hugsjón- anna heim. Trúlaus þjóð er blind þjóð. Blind þjóð er ósjálfstæð þjóð. Hún vel- ur sér blinda leiðtoga og þeir leiða út í gryfju, þar sem allir Iiggia flatir. í einu er Kanada þegar á undan öðrum; það stendur í sambandi við trúræknina og er um leið menningarmál í fyrstu röð. Hér eru kirkjudeildir, sem verið hafa skildar og skiftar og hver að toga í sína átt, nú að sameinast. Það er eitt af hinum miklu velferðarmálum mannkynsins. Allir ætti að vera eitt, sem leggja vilja rækt við trú og siðgæði og verja lífi sínu vel. Það er hinn sameiginlegi nefnari, sem allar tölur trúarinnar ganga upp í. Skoðið bygðina ykkar sem Kanada í smáum stíl. Látið alt það þróast í bygð- inni, sem yður finst þjóðarprýði og þjóð- arsómi. Elskið öll velferðarmál mannkynsins og láfið þau vera yðar velferðarmál. Elsk- ið mannréttindin. Farið vel með þau sjálfir og kennið öðrum. Auðgist ekki á annarra kostnað. En verðið auðugir með því að auðga aðra, einkum þá sem minst hafa. Verið ljóselskir menn. Lát- ið sólskin vera eins bjart í hugum yðar og hugum annarra í kring um yður og það er í náttúrunni. Aflið yður fylstu þekkingar í hverjum hlut og látið hana ráða, en gerið þekkingarleysið sveitarút- laga; gerið það landrækt. Verið siðrækn- ir menn. Rekið yður af höndum alt sem verður góðum siðum til niðurdreps. Verið trúræknir menn. Á þenna hátt tekst yður að skapa nýjan heim, nýtt söguland, sjálfstpett Kanada, ekki með herskipum og bryn- drykum, heldur með hinu kyrrláta starfi þeirra rnanna, sem stöðugt eru að breyta heiminum sem er, í heim eins og hann á að vera. Lengi lifi Kanada! BIBLÍAN, INNBLÁSIN OG ÓSKEIKUL. Erindi flutt aS Mountain 22. júní 1913 Eftir Magnús Jónsson. (NiBurl.). Höfuð sönnunargagnið gegn bókstafs- innblásturskenningunni liggur þó í því, að samkvæmt henni verður biblían að vera óskeikul í öllum atriðum, en sé nokk- urn hlut á þessari jörð hægt að fullyrða, þá er hægt að fullyrða það, að það sé hún ekki, og hafi aldrei þózt vera það né gert kröfu til þess að vera það. Nægir að benda hér að eins á einstaka atriði þessu til stuðnings. Fyrst mætti benda á mótsagnirnar innan biblíunnar sjálfrar, þessar mót- sagnir, sem svo mikið hefir verið talað um af ónytjuorðum, og svo margir hafa hneykslast á. Og óhætt er að skrifa all- an þorra þeirra hneykslana á syndareikn- ing innblásturskenningarinnar umræddu. Þessar mótsagnir eru svo ótvíræðar, að ekkert er hægt á móti þeim að segja ann- að en neita þeim, segja blákalt nei og færa engar frekari ástæður fyrir. En þeir dagar eru nú vonandi taldir að slik að- ferð haldist uppi. Eg vil neftia að eins örfá dæmi, af handahófi. I Post. 7,16 er ruglað saman kaupum Abrahams á Makpelahelli af Efron Hetitai) og því er Jakob keypti Iandspilduna hjá Sikem af sonum Hemors.2) I fyrstu Kor. 10,8 eru þeir, sem dóu í plágunni nefndir 23000, en í 4 Mós. 25,9, sem vitnað er í, stendur, að þeir hafi verið 24000; Mark- 1) Mós. 23,8-9. 2) Mós. 33,19.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.