Breiðablik - 01.08.1913, Page 5

Breiðablik - 01.08.1913, Page 5
BREIÐABLIK 37 ús vitnar í Malakía undir nafní Jesaja; nefnir Abíatar í stað AhímeleksOi Matt- eus eignar Jeremiasi orð Sakaría1 2 3) og nefnir Barakia í stað Jojada. Höfundi Hebreabréfsins skjáltast hvað eftir annað þegar hanr. er að lýsa tjaldbúðinni3) og fleira og fleira mætti halda átrarn að tína til ef nokkur minsta þörf gerðist. Það getur yfirleitt Æiiginn lesið svo guðspjöll- in, t. d. frásögurnar um fæðingu Jesú, eða upprisu, að hann ekkí sjái—hafi hann augun opin—að mótsagnir eiga sér stað. En auk þessa, sem rit biblíunnar þann- ig hrekja hvert annað og rekast á, þá tjáir ekki að neita því, að biblían rekst í ýmsum atriðum á þekkingu nú ímans. Það er t. d. alveg ótvírætt, að sú skoðun á heiminum, sem ritningin gengur út frá, er skoðun þeirra tíðar manna, með öllum sínum annmörkum og ófullkomleikum. Það er geng'ð út frá því, að jörðin sé flöt og standi kyr, en sól, tungl, plánetur og fastastjörnur snúist k'ringum hana. Þetta er svo ótvírætt, að þeir sem sam- ríma vilja, þeir neyðast til að neita nútíma þekkingunni. Þeir geta ekki komist kring um hitt. Nátturufræðisþekkingin er vitaskuld mjög ófuilkomin, og hlýtur að reka sig á þekkingu nútímans um uppruna jarðarinnar, og „uppruna teg undanna“ o. fl. Engum alvarlega og einlæglega hugsandi manni getur heldur komið til hugar, að höfundar biblíurit- anna hafi þekt t. d. Ameríku eða Ástralíu, eða ísland,hafi vitað utn heimsskautin og helkuldann þar. Þeir héldu auðvitað að því heitara yrði sem sunnar drægi, af því að það vnr þeirra reynsla, svo langt sem hún náði. Þeir héldu auðvitað eitis og aðrir samtíðarmenn, að utan um þessi fáu lönd, sem þeir þektu, lyki úthafið og það næði svo til endimarka jarðarinnar. Þá hefir og mannkynssagan sínar 1) Mark. 2,26. 2) Matt. 27,9 23-35- 3) Hebr. 9,2-3. kvartanir frám að bera gegn bókstafsinn- blásturskenningunni. Sérstaklega hafa á síðustu tímum verið gjörðar margat Óg miklar uppgötvanir í sögu austurlanda- þjóðanna, og hefir sagan í því notið forn- leifafræðinnar. En þessar uppgötvanir fara að ýmsu leyti í bága við biblíuna, ef hún er skilin samkvæmt bókstafsinn- bíásturskenningunni. Og þó hafa þær gjört annað enn þá meir. Þær hafa sýnt fram á og leitt rök að því, að biblían er ekki eins einstæð og fráskilin öllu eins og menn héldu, heldur má rekja þræðina utan að hentii á ýmsa vegu. Hún er á- vöxtur eðlilegrar þróunar, liður í sögu mannsandans. Hún hefir ekki risið upp ein sér, eins og við sæjum blómlegt og glæsilegt allaufgað tré rísa upp úr eyði- sandi, þar sem ekkert líkt sæist á mörg- hundruð mílna svæði alt í kring, heldur er hún vaxin npp úr eðlilegum jarðvegi innan um önnur tré.i) En eins og vita má, getur bókstafsinnbl.-kenningin ekki fallist á það. Ekki þarf guðs andi að byggja á sögulegum grundvelli, ekki geta hans ritstörf talist liður í sögu manns- andans. Eg vil nefna hér að eins eitt dæmi þess, hve sögulegu skekkjurnar geta verið miklar. Það er Daníelsbók. Eg fer hér ekki út í það, hve rammskakt hún er feðruð og tímafærð, og hve aug- ljóst það er, að höfundur hennar er alls ókunnugur tímanum yfirleitt þegar Dan- íel átti að hafa lifað (á herleiðingatíman- um). Eg nefni að eins nokkur einstök atriði.2) Bókin byrjat á þessum orðum: Á þriðja ríkisári Jójakíms Júdakonungs kom Nebúkadnezar Babelkonungur til Jerúsalem og settist um hana.3) En nú vitum við af Jeremía, að Nebúkadnezar 1) Sjá t. d. Fried. Delitzsch: Bibel und Babel, 2) Eg fylgi aS mestu inngangsfræði g. t. eftir próf. Harald Nielsson (í handriti). 3) Dan. l,i.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.