Breiðablik - 01.08.1913, Síða 6
38
BREIÐABLIK
var ekki einu sinni oröinn konungur þá,
hvað þá að hann væri kominn með her til
Jerúsalem. Þar stendur: Orðið, sem kom
til Jeremía um allan Júdalýð á fjórfia
ríkisári Jójakims Jósíasonar, Júdakon-
ungs—það er fyrsta ríkisár Nebúkadnez-
ars Babel-konungs.i) Og hann kom ekki
til Jerúsalem fyr en nokkrum árum seinna.
Daníelsbók talar um Belsazar konung
hvað eftir annað 2) og í 5. kap. 2. v. er
hann nefndur lonur Nebúkadnezars. En
þessi Belsazar var óvart hvorki konung-
ur né sonur Nebúkadnezars. Hann var
hershöfðingi að eins, og sonur Nabóneds
síðasta konungs í Babe', en það var alt
önnur ætt (Frants Buhl: Det Israelitiske
Folks Historie § 73). í Dan. 6,1 og 9,1
er talað um Daríus Ahasverusson frá
Medalandi, og sagt svo,að hann hafi tek-
ið við ríkinu eftir fa.ll Belsazars. En það
er rangt. Kýros tók vitanlega strax
stjórnina sjálfur eftir Nabóned. (Hann
(Nabóned) var síðasti konungur í Babel,
en ekki nainn Belsazar eins og Dan.
segir). Og Ahasverusson (Xerxesson)
hefir þessi Darius þess utan ekki verið,
því að enginn maður með því nafni ríkti
í Babel nálægt þessum tíma. Ekki er
ólíklegt að það valdi þessari missögn, að
Kýros setti jarl yfir landið. En hann hét
ekki Daríus (held ir Gobryos). Er nú ó-
þarfi að elta þetta lengur. Þetta nægir
til þess aðsýna, hve algjörlega óáreiðan-
leg Daníelsbók er, sem sögurit skoðuð
Óskeikulleika ritningarinnar í öllum
atriðum er ómögulegt að halda í. Rann-
sóknirnar hafa leitt það í ljós. Nútíma-
vísindin hafa algjörlega skotið loku fyrir
þann möguleika. En um leið er bókstafs-
innblásturinn farinn veg allrar veraldar.
En nú kynnu ýmsir að koma og segja:
Satt er nú þetta alt. En við megum
1) Jer. 25,i.
2) Sbr. Dan. 5; 7,1; 8, i.
ekki segja frá því. Oft má satt kyrt
Þessi málsháttur er næstum því
einkunnarorð sumra, að því er sýnist.
Gallarnir snerta ekki kjarna ritningar-
innar, um það kemur okkur saman, og
þá er bezt að hrófla ekki við neinu.
Það er nú fyrst við þetta að athuga, að
það, að láta satt kyrt liggja er oftast það
sama sem að segja hreint og beint ósatt.
Eg veit að einhver hefir ranga skoðun á
því máli, sem eg tel mikilsvirði. Eg veit
að hann hefir þessa röngu skoðun af því
að henni hefir verið troðið í hann, og
hann hefir aldrei fengið annað að heyra.
Get eg þagað með góðri samvizku? Er
•g ekki með þögninni að segja honum
ósatt?
En setjum nú svo, að sannleikurinn
væri okkur ekki meira áhugamál en svo,
að við vildum lofa honum að liggja kyrr-
um úti í skúmaskoti, án þess að hrófla
við honum og koma honum á framfæri.
Setjum svo að okkur væri nokkuð sama
hvort fólkið lítur á ritninguna í sönnu
eða ósönnu ljósi, og gengjum með því í
lið með ósannsöglinni. Þá er samt eftir
að athuga eitt. Og það er, hvort þessi
innblásturs- og Óskeikulleikakennning er
ekki skaðleg og hættuleg. Við vitum
að hún er r'öng. En er hún ekki þess
utan hættuleg?
Innblásturskenning þessi lokar biblí-
unni fyrir öllum rannsóknum. Þegar
þeir tala um rannsókn biblíunnar, sem
halda fram þessari skoðun í einhverri
mynd, þá getum og bljótum við að skoða
það sem marklaust hjal. ■) Það að guð sé
höfundur hvers eins í biblíunni hlýtur að
útiloka alla rannsókn. Sú eina rannsókn,
sem við getum þá hugsað okkur, mundi
ganga út á það, að skilja sem bezt ritn-
ingarorðið, fá sem dýpsta og háleitasta
merkingu út úr því. En það köllum við
biblíuskýringu en ekki rannsókn. En
einmitt rannsóknin er nauðsynleg fyrir
skýringuna. Það er líka ógurlegt að
hugsa sér hvernig menn hafa misþyrmt
ritningunni, teygt orð hennar og togað,
i) Það er sérstakleg’a síra Börn B. Jónsson,
sem hefir tamið sér þetta hjal um ,,rann-
sóknir“ hér hjá okkur.