Breiðablik - 01.08.1913, Page 7

Breiðablik - 01.08.1913, Page 7
BREIÐABLIK 39 til þess að láta hana koma heim við sinn eigin vilja.i) Eitt guðspjallið segir okk- ur að musterishreinsunin hafi farið fram snemma á starfstíma Jesú, en sum að hún hafi skeð við lok starfstímans. Hvað hafa menn svo gjört? Auðvitað gjört úr viðburðinuni tvær musterishreinsanir. Matteus segir frá því að Jesús hafi læknað tvo blinda mtnn þegar hann fór út úr Jeríkó, en Lúkas segir að hann hafi læknað einn þegar hann nálgaðist bæ- inn.2) Sömu orðin eru viðhöfð í bæði skiftin, og auðséð á öllu að það er sama frásagan, ofurlítið frábreytt. Og svo hafa menn gjört úr þessu tvær frásögur, svo að mennirnir verða alls þrír. í stað þess að finna út úr guðspjöllunum heild- arfrásögn, svo fullkomna og sanna, sem unt er, leggja menn alt saman. Og að því eru menn þangað til öll frásögnin er orðin röng og óábyggileg. En þessi kenning útilokar einnig rétt- an skilning á ritningunni á annan hátt, og full not hennar. Ef við lesum ritning- una óháðir, finnum við í henni aðdáanlega fegurð, og getum út úr henni lesið mann- legar tilfinningar og ástríður. Við sjáum í sumum sálmunum þá dýpstu auðmýkt og guðstraust. Við kennum til er við lesum sálmana frá herleiðingunni. Og við getum líka skilið hefndarsálmana út frá hugsunarhættinum. Við hrífumst með af hreinleik ástarinnar, sem lýsir sér í Ljóðaljóðunum, og við getum eins og horft á Pál postula, þegar hann eftir dagsins erfiði tekur að rita söfnuðunum, glímandi við erfiðustu viðfangsefni mannsandans og verjandi sig og sína gegn allskonar árásum. En alt þetta eyðileggur bókstafsinnblásturinn. Auð- 1) Nú um nokkra mánuði hefir Sameiningiu ver- ið að flytja opið bréf til Arna Sveinssonar frá síra Guttormi Guttormssyni. Þeir sem kynnu að nenna að lesa þá langtoku, geta þar séð gott dæmi upp á þetta. 2) Matt. 21,29 nn; Lúk. 18,35nn. mýktin verður að uppgerð, ástin að kulda, hefndarhugurinn óskiljanlegur, og glím- an við viðfangsefnin tilgerðarleg, ef við ekki megum hugsa okkur mannlegar hugsanir og tilfinnningar standa á bak við það. £>á er einnig þessi skoðun bráð-hættu- leg fyrir trúarlíf mannanna. Það er hættu- legt að vísa mönnum á ritninguna og segja þeim, að hér sé alt, hvert orð, skrifað upp á guðs ábyrgð. Og það hefði gjört meiri skaða en það hefir gjört — guð má vita hve mikinn — ef ekki hefði dómgreind biblíulesendanna sjálfra gripið í taumana, og gert mun,þrátt fyrir alt og allar kenningar. Hvers vegna leita menn sér fremur uppbyggingar í Jóhann- esar guðspjalli en í Esterarbók? Hvers vegna eru blöðin, þar sem sálmarnir eru prentaðir, oft og tíðum orðin lúin og óhrein, en Kronikubækurnar hvítar og hreinar, af því að aldrei hefir verið í þær litið? Það er af því að menn dæma, geta ekki annað. Það er af því að sá maður, sem heldur blýfast við bókstafsinnblást- urinn,finnur samt og dæmir í huga sér,að hann eigi að fyrirgefa af hjarta, þrátt fyrir alla hefndarsálma. En kenningin er jafn skaðleg fyrir því. Og loks hefir þessi kenning ekki rekið svo fáa alveg burt frá kristindóminum. Það er satt, sem sagt hefir verið, að sá sem lætur kristindóminn standa og falla með því, að biblían sé óskeikul bókstaf- lega, hann er óvinur kristindómsins. Því þegar menn svo neyðast til að kasta kenn- ingu þeirri, þá kasta þeir oft kristindóm- inum um leið. Þannig var það með Renan Hann var uppalinn við bókstafsinnnblást- urs-kenninguna, og þegar hann svo sann- færðist um einstakar villur í biblíunni, þá kastaði hann henni allri og kristindómin- um með. Rob. Ingersoll er hér líka á- takanlegt dæmi. 011 hans röksemda- færsla hvílir á bókstafsinnblæstrinum. LJt frá þeirri kenningu er Ómögulegt að svara honum. En ef við setjum fram

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.