Breiðablik - 01.08.1913, Síða 8

Breiðablik - 01.08.1913, Síða 8
40 BREIÐABLIK rétn skoöun á ritningunni, þá fellur alt hans mál um sjálft sig, því aö grunnin- um er kipt undan. Varla mun nú nokkur vera til lengur, sem heldur bákstafsinnblásturs-kenning- unni fram, ööruvísi en grímuklæddri. Yms nöfn hafa þessar grímur. En hvort sem það nafn er plenary-innblástur eða real-innblástur, þá er það a!t sama tó- bakið. Að vísu eru þesjar kenningar har!a mismunandi, en eins og við t. d. hötum kynst Pienary innblæstrinum, er hann alveg sama og bókstafsinnblástur í öllu sem nokkru máli skiftir. Það hefir verið sýnt svo greinilega, að eg hleyp alveg yfir það hér, til þess að teygja ekkj tímann. Það getur verið að Plenarv-inn- blásturinn heimti ekki t. d. þá hreinustu grísku á n. t., en það skiftir engu máli, og það sem sagt hefir verið hér að fram- an á því einnig við hann. Munurinn að eins sá sami einsogá því að berjast grímu- laus eða með grímu,að sigla undir sönnu flaggi eða fölsku. Við skulum þá að lokum athuga með fáeinum orðum hverja skoðun við höfum á ritningunni og innblæstrinum. Og þá verðum við auðvitað að sækja þá skoð- un í ritninguna sjálfa. Þegar menn tala um óskeikula biblíu, þá gleyma menn of oft að spyrja: í hverju er biblían ó- skeikul? Hér hvílir alt málið á. Er hún óskeikul í öllu? Eca er hún óskeikul að eins í einstöku tilliti? Og þákemurönn- ur spurning: Hver er tilgangur ritning- arinnar? Ef við getum svarað henni rétt, þá er líka lausnin fundin á vandamálinu um óskeikulleikann. Því að við treyst- um því fult og fast, að guð hafi gefið okk- ur biblíu, sem er óskeikul í því, sem er tilgangur hennar. Ef það hefði nú verið tilgangur guðs með ritningunni, að kenna okkur málfræði, sögu, náttúrufræði eða slíkt, þá mundi hann hafa gefið okkur slíka biblíu. En einmitt það, að biblían reynist eklti óskeikul í þeimefnum, sann- ar okkur, að guð hafi ekki haft þann til- 2 ang. " ® , ' . .. Við getum upplyst þetta með Ijósum dæjnum. Þegar eg segi að úrið mitt sé óskeikult, þá miða eg það við tilgang úrsins: Þann, að segja mér hvaða tími dags sé. En úrið getur verið svo og svo ófullkomið að öðru leyti, kassinn Ijótur og skemduro. s. frv. Og úrið reynist alls óhæft til að segja mér hvernig veðrið sé, hve mikið frost og þess háttar, en er jafn óskeikultfyrirþví. Óskeikulleikinn verður altaf að miðast við tilganginn, og hann stendur jafnóhaggaður þó að margt skorti í öðru tilliti. Annað dæmi. Ef eg er á ferð og hefi með mér fylgdarmann, þá er eg ánægður og óhræddur,ef eg að eins er viss um,að hann sé öruggur að rata leið- ina, og yfirstíga erfiðleika í sambandi við hana. Og eg er jafnánægður með hann sem fylgdarmann, þó að eg komist að raun um að skoðanir hans á náttúrufræð- inni og rafmagnsfræðinni séu ramm- skakkar, og þótt hann sé illa að sér í mannkynssögu og tungumálum. Ritningin hefir ákveðinn tilgang, og við þann tilgang verður óskeikulleiki hennar að miðast. Það sem ekki kemur þeim tilgangi við geta svo rannsóknir og hvað sem er hrundið, það hefir engin áhrif á óskeikulleikann. En hver er svo þessi tilgangur ritningarinnar? Jesús sagði: Ritningarnar — þær eru það sem vitna um migi). Tilgangur ritn- ingarinnar er sá, að leiða okkur til Jesú Krists, og gegnum hann til guðs. Og það er því djúpur sannleikskjarni í orðum Lúters, þegar hann miðaði gildi rita bibl- íunnar við þetta, hvort þau sýndu okkur Krist. Þessum tilgangi nftr ritningin og hefir ætíð náð. Þrátt fyrir allan mismun i) Jóh. 5,39.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.