Breiðablik - 01.08.1913, Page 9
BREIÐABLIK
41
á frásögnunum hafa menn alla tíma getað
lesið þessa óslitnu sögfu af hjálpræöis-
ráðstöfunum g'uös út af henni. Þrát':
fyrir alt þaö.sem rannsóknirnar hafa leitt
í ljós, höfum viö alt af og munum gfeta
myndað okkur fasta ogf skýra mynd af
persónu frelsarans. Hvaö gjörir það til
ef viö lítum á ritninguna þessum augfum,
hvort síðasti Babelkonungurinn hét Bels-
azar eða Nabóned? Hvað gjörir það til
hvort búið var að velta steininum frá
grafarmunnanum þegar konurnar komu
að gröfinni, eða þær horfðu á engil gjöra
þaö? Alt þetta sem hljóta aö vera rot-
högg fyrir óskeikulleika ritn. eftir gömlu
skoðuninni, kemur nú hvergi nærri hon-
um. í stað þess að rannsóknir og betri
þekking hafi því eytt óskeikulleika ritn.,
eins og oft hefir heyrst hrópað, í staö
þess hafa þær einmitt gefið okkuróskeik-
ula ritningu, og það svo óskeikula að við
því verður ekki haggað. Ut frá þessarri
skoðun er ekki fremur ástæöa til að ótt.
ast rannsóknir ritningarinnar, heldur en
það er ástæða til að fyllast skelfingu, þó
að viö heyrum um það, að sjórinn sé aö
smábrjóta klettana við ströndina. Og
hrópið um skaöræði biblíurannsókn.
anna er álíka skynsamlegt, eins og þaö
væri, að segja öllum aö flýja úr landinu,
af því að sjórinn væri að eyða ströndinni.
Og innblástur ritningarinnar ákveðum
við svo þessu samkvæmt. Vafalaust er
réttast að setja ekki upp neina fasta inn-
blásturs-kenningu. En við erum sann-
færð um það, að guð heflr þann veg út-
búiö höfunda ritningarinnar, að þeir létu
eftir sig rit, sem hafa í sér kraft til þess
að leiða okkur til Jesú Krists. Hvað
þeir segja um mannkynssöguna, landa-
fræöina eða annað, sem liggur fyrir utan
þeirra tilgang, kemur ekki innbl'æstri
þeirra viö, haggar honum ekki. En það,
að þeir ávalt sáu guð í viðburðunum, að
þeir ávalt kunnu að lesa guðs opinberun
út úr viðburðum sögunnar og persónum,
það gaf þeim og gefur réttinn til þess að
iheita guðinnblásnir.
Það er yfirleitt hrapallegur misskiln-
ingur á starfsaðferð guðs, sem gamla
innblásturskenningin hvílir á, sá, að guð
noti mennina eins og vélar, og geti bezt
komið sínum vilja fram með því, að taka
burtu þeirra eigið eðli. Við megum ekki
á þann hátt líta á guðinnblásturinn sem
ytra vald. Það eru ekki ritin að eins sem
eru innblásin. Innblásturinn er ofinn inn
í eðli mannsins alt. MaHurinn er inn-
blásinn. Og hann er það ekki að eins
meðan hann er að rita heldur stöðugt.
Við getum, þó ófullkomið sé, líkt inn-
blæstrinum við kærleikstilfinningu sem
grípur manninn. Hann verður ekki ann-
ar maður við það. Hans fyrra eðli
hverfur ekki. En kærleikstilfinningin
gagntekur alt eðli hans og hefir það upp í
hærra veldi gagnvart vininum; Honum
getur verið jafn ókunnugt um fæðingar-
dag hans, aldur o. fl. ytra, en hann lærir
að skilja eðli hans, kynna sér vilja hans,
grípa óskir hans margfalt betur en áður.
Á svipaðan hátt verða menn guðinnblásn-
ir. Eðli þeirra er hið sama. Það verður
ekki séð að þekking þeirra á því, sem er
óviðkomandi, breytist að mun. En þeir
hafa eignast streng, sem hljómar þegar
guð talar. Þeir hafa eignast glugga með
útsýn þangað, sem aðrir sjá óljóst eða
alls ekki. Þeir sjá guð.
Miklu betur mætti og þyrfti að skýra
þetta mál, ef tíminn ieyfði. En hér skal
staðar numið. Og það er miklu meira
verk að ryðja burtu marg-rótgrónum
híeypidómaskógi, heldur en hitt að planta
heilnæman gróður í staðinn. Þess vegna
hefi eg varið megin efni erindisins til þess.
En eg vona þó að hafa gjört mönnum
ljóst, að óskeikulleiki ritningarinnar, sá
sanni óskeikulleiki, sem gamla innblást-
urskenningin var búin að stofna í ýtrustu
hættu, er nú aftur trygður í þessu ljósi.